Dagur - 19.10.1982, Blaðsíða 7

Dagur - 19.10.1982, Blaðsíða 7
á Hótd Hémv&. Mj^4 kjördæmisþings mannaa laályktun: ilegaá að lífsskilyrði Tryggja þarf atvinnuöryggi inu við léleg útvarps- og sjón- varpsskilyrði. Þingið telur slíkt ástand með öllu óviðunandi á öld tækni og vísinda og skorar á stjórnvöld að beita sér nú þegar fyrir úrbótum í þeim efnum. Húsnæðismál: Vegna mikillar verðbélgu og hins háa fjármagnskostnaðar sem af henni leiðir eiga þeir sem nú eru að byggja eða kaupa húsnæði við gífurlega erfiðleika að etja. Þingið telur að héí verði stjórn- völd að grípa inn í og beita að- gerðum til úrbóta með skjótum hætti. Jafnframt bendir þingið á að verðtrygging lána Húsnæðis- málastofnunar ríkisins verði ein- göngu miðuð við kaupgjaldsvísi- tölu. Hins vegar telur þingið mjög brýnt að jafna þann mikla mun sem nú er að aðstöðu þeirra sem njóta fyrirgreiðslu frá Byggingar- sjóði verkamanna og hinna sem byggja eftir almenna húsnæðis- málakerfinu. Sérstaklega þarf að hækka lán til þeirra sem byggja eða kaupa íbúð í fyrsta sinn og« lengja lánstímann til að draga úr greiðslubyrðinni. Þá telur þingið að breyta þurfi húsnæðislöggjöfinni í því skyni að auðvelda og örva byggingar leigu- húsnæðis og auka með því fram- boð á slíku húsnæði. Heilbrigðismál: Þingið minnir á rétt þeirra sem minna mega sín í þjóðfélaginu s.s. sjúkra, öryrkja ög þroskaheftra og aldraðra og skyldur samfélags- ins gagnvart þeim. Þingið skorar á stjómvöld að styðja af fremsta megni við starf- semi frjálsra félagasamtaka sem vinna að málefnum þessa fólks. Þingið fagnar byggingu nýrra heilsugæslustöðva og dvalarheim- ila fyrir aldraða í kjördæminu en leggur jafnframt áherslu á að enn em mörg verkefni óleyst á því sviði. Kjördæmisþingið lýsir yfir áhyggjum sínum vegna sívaxandi notkun fíkniefna og hverskonar annarra vímugjafa í landinu, og leggur til að stóraukin verði fræðsla um skaðsemi þessara efna. Menntamál: Eitt af höfuðmarkmiðum lands- byggðarstefnunnar og forsenda fyrir uppbyggingu landsins alls er að allir landsmenn búi við hvað jöfnust skilyrði til mennta. Því leggur kjördæmisþingið rílca áherslu á áframhaldandi upp- byggingu skólamannvirkja í kjör- dæminu. Þingið telur einnig að leggja beri áherslu á uppbyggingu að- stöðu fyrir íþrótta-, æskulýðs- og frístundastarf í kjördæminu og hvetur þingmenn og sveitar- stjórnir til að vinna að fr^mgangi þeirra mála. Þingið mjnnir á mikilvægi þessara málaflokka í félagslegri þjónustu og bendir jafnframt á nauðsyn þess að sejfl víðtækust samstaða og samvinna sé um slíkar framkvæmdir þannig að reynsla og það fjármagn sem fyrir hendi er nýtist sem best. Kjördæmisþingið lýsir yfir ánægju sinni með stofnun Menn- ingarsamtaka Norðlendinga fyrr á þessu ári, svo og tilkomu nojð- lensks útvarps á Akureyri. Þingið þakkar menntamálaráðherra og öðrum sem lagt hafa þessum njál- um lið. Þingið hvetur til fullrar var- kárni við breytingar á núgildandi útvarpslögum. Atvinnumál: 25. kjördæmisþing framsóknar- manna í Norðurlandskjördæmi eystra leggur áherslu á atvinnuör- yggi og að þróun atvinnumála verði sem hagstæðust fyrir kjör- dæmið í heild. Frumskilyrði er að skapa al- mennar forsendur fyrir atvinnu- rekstur, og tryggja þannig atvinnuöryggi, því þarf að búa þannig að atvinnuvegunum að þeir fái tækifæri til að byggja sig upp eðlilega, en á það hefur veru- lega skort. Þingið leggur því sér- staka áherslu á að stjómvöld láti nú þegar leita leiða til að leysa til frambúðar þann vanda sem atvinnuvegir landsmanna eiga við að stríða. Sérstaklega er bent á í því sam- bandi að langvarandi óðaverð- bólga mun fyrr en síðar leiða til stöðvunar atvinnulífs lands- manna. Flest rök benda til að iðn- aðurinn verði að taka við stórum hluta þess vinnuafls sem kemur á vinnumarkaðinn á komandi ánim. Þessari atvinnugrein þarf að búa þau rekstrarskilyrði, að hún geti aukið arðsemi sína og þar af leiðandi hafið þróttmikla upp- byggingu. Þingið telur, að framsóknar- menn eigi að hafa fomstu um jöfnun rekstrarskilyrða þeirra fyrirtækja sem starfa að útflutn- ingi og í beinni samkeppni við innflutning. Mikilvægt er að nýta þau tæki- feri til aukinnar atvinnu sem gæði landsins hafa upp á að bjóða, því leggur þingið áherslu á að sam- hliða því að leitað verði lausnar á núverandi vanda, þá verði lögð áhersla á uppbyggingu orkuiðn- aðar þannig að hann verði í vax- andi mæli undirstöðuatvinnuveg- ur við hlið hefðbundinna atvinnu- vega í landinu. Ljóst er að stað- arval orkufreks iðnaðar mun hafa afgerandi áhrif á byggðaþróun í landinu. því telur þingið eðlilegt að athugunum og rannsóknum til undirbúnings næsta orkufreks iðnaðarvers verði hraðað og sér- staklega verði rannsóknum þess- um beint að Eyjafjarðarsvæðinu, samhliða því sem haldið verði áfram athugunum á uppbyggingu stærri iðnaðar sem víðast í kjör- dæminu og minnir þar sérstaklega á trjákvoðuverksmiðju á Húsa- vík. Könnuð verði vandlega áhrif slíkra fyrirtækja á náttúm og fé- lagslegt umhverfi. Forsenda fyrir þessari atvinnu- uppbyggingu er stóraukin nýting innlendra orkulinda, bæði fall- vatna og jarðvarma, því leggur þingið áherslu á að hafist verði handa við áframhaldandi rann- sóknir og athuganir á virkjun Skjálfandafljóts og Jökulsár á Fjöllum. Jafnframt varar þingið við varanlegum breytingum á vatnaskilum og röskun á vatna- búskap einstakra landshluta. Lögð er áhersla á rannsóknir háhitasvæða og bent þar sérstak- lega á Þeystareykjasvæðið og á Öxarfj arðarsvæðinu. Það er fyrirsjáanlegt, að á kom- andi ámm mun þjónusta ýmiss- konar verða aukinn þáttur í atvinnulífi þjóðarinnar og ber Norðurlandi eystra sanngjarn hlutur í þeirri aukningu. Þingið telur það réttlætiskröfu að ýmiss- konar opinber þjónusta verði efld í kjördæminu t.d. með flutningi stofnana, nýjum menntastofnun- um og aukinni heilbrigðisþjón- ustu. Auka þarf fjölbreytni atvinnu til sjávar og sveita og sporna við hugsanlegri búseturöskun, sem leiðir af samdrætti í hefðbundn- um búgreinum. Leggja þarf áherslu á nýjar leiðir iðnaðar í úrvinnsluiðnaði og eflingu mat- vælaiðnaðar í tengslum við land- búnað og sjávarútveg svo og líf- efnaiðnð. Styðja þarf nýjar bú- greinar s.s. loðdýrarækt, fiskirækt o.fl. Þóra Hjaltadóttlr, fráfarandi formaður kjördKmasambandsins, flytnr skýrslu sína. Kjördæmismálaályktun: 19. október 1982 - DAGUR - 7

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.