Dagur - 16.11.1982, Side 4

Dagur - 16.11.1982, Side 4
ÚTGEFANDI: ÚTGAFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI RITSTJÓRNARSlMAR: 24166 OG 24167 SlMI AUGLÝSINGADEILDAR OG AFGREIÐSLU: 24222 RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARM.: HERMANN SVEINBJÓRNSSON BLAÐAMENN: ÁSKELL ÞÓRISSON OG GYLFI KRISTJÁNSSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRÍMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: JÓHANNES MIKAELSSON FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT H.F. Torfærutröllið Gunnar Thor Gunnar Thoroddsen, forsætisráðherra, gefur forystu Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík heldur ófagra einkunn í bréfi sem hann skrifaði kjör- nefnd fulltrúarráðs sjálfstæðisfélaganna vegna væntanlegs prófkjörs. Sem kunnugt er hefur Gunnar hafnað þátttöku í þessu próf- kjöri vegna ákvörðunar flokksforustunnar að hafa það lokað öðrum en flokksbundnum sjálf- stæðismönnum. Telur forsætisráðherra þetta mikið skref aftur á bak frá opnum prófkjörum sem allir stuðningsmenn gátu tekið þátt í. Það er í sjálfu sér ekki óeðlilegt að menn greini á um ágæti opins prófkjörs, svo misjafn- lega sem þau nú hafa reynst. En Gunnar Thor- oddsen lítur á þessa ákvörðun sem einn lið af mörgum „í tilhneigingu og tilraunum vissra afla í flokknum til að þrengja valfrelsi og lýð- ræði og auka fámennisvald og flokksræði," eins og forsætisráðherra kemst að orði í bréfi sínu til kjörnefndarinnar. Segist hann andvíg- ur slíkum vinnubrögðum og telur þau andstæð hugsjónum sjálfstæðisstefnunnar og flokkn- um skaðleg. Þessi ummæli Gunnars Thoroddsen sýna enn og aftur þá miklu óeiningu sem ríkir í for- ystusveit Sjálfstæðisflokksins, þar sem armar berjast um völdin — flokkar innan flokksins. Þetta er ekki ný bóla í Sjálfstæðisflokknum. Menn skiptust í þversummenn og langsum- menn í gamla daga þegar Sjálfstæðisflokkur- inn var í burðarliðnum og síðan má segja að flokkadrættir hafi verið viðloðandi í forystu- sveitinni. Það er svo annað mál hvað raunverulega býr að baki þessari yfirlýsingu Gunnars og hvað hann hyggst fyrir. Ekki er ósennilegt að póli- tískur ferill hans sé brátt á enda. Ekki er það í samræmi við annars glæsilegan feril að enda hann með óánægjunöldri út af prófkjörsregl- um eða sem forsætisráðherra í ríkisstjórn sem hefði getað komið meiru til leiðar en hún gerði, eða sem sá sem mistókst að gefa þjóðinni nýja stjórnarskrá. Það er einhvern veginn ekki í anda Gunnars Thoroddsen að ljúka sínum pólitíska ferli með þessum hætti. í bréfi sínu til kjörnefndar vegna prófkjörs- málsins segir Gunnar: „Þúsundum góðra sjálfstæðismanna er skipað á óæðri bekk, miklum meirihluta af kjósendum flokksins. Þetta fólk þarf að mæta á flokksskrifstofunni til skráningar nokkrum dögum fyrir prófkjörið og síðan að koma aftur til að kjósa. í stað þess að laða menn að og greiða fyrir þátttöku eru nú lagðar torfærur og tálmanir, þessu fólki er gefið í skyn að það sé ekki æskilegt - þátttaka þess gerð að hindrunarhlaupi. “ Nú er að sjá hvort Gunnari tekst áfram að vera það „torfærutröU" í pólitíkinni sem gert hefur honum kleift að komast yfir þær torfærur og tálmanir sem lagðar hafa verið í götu hans marg oft. Takist honum það ekki grætur hann líklega ekki ófarir Geirsarmsins í komandi kosningum. 4 —. DAG.UA -16: nóvember 1982}; NONNAHÚS 25ára Zontaklúbbur Akureyrar var stofnaður árið 1949. Að sjálf- sögðu vildi klúbburinn þá strax finna sér verðugt verkefni. En hvað átti það að vera? Á fyrsta fundi vetrarins 1950 er bókað í gerðabók klúbbsins samþykkt um að reynt verði eftir bestu getu að safna minjum um sr. Jón Sveinsson (Nonna), sem á sínum tíma verði hluti af vænt- anlegu byggðasafni Akureyrar. Flutningsmaður þessarar tillögu sagði einnig: „Ég legg til að við gerum allt sem í okkar valdi stendur til að halda í heiðri minningu sr. Jóns Sveinssonar, og að því til styrktar verði stofn- aður sjóður með hans nafni „Nonnasjóður.“ Undirtektir voru einróma og sjóðurinn myndaður strax með því að klúbbfélagar keyptu vasaklúta úr gjafapökkum sem klúbbnum hafði borist frá Ameríku. And- virði klútanna varð 60 kr. Síðan hefir á hverjum Zontafundi ver- ið happdrætti um hlut sem sú Zontasystir gefur sem síðast hreppti vinninginn. Á aprílfundi 1951 var svo skipuð sjóðsnefnd Og á hún jafnframt að annast framkvæmdir í Nonnamálinu,' kölluð Nonnanefnd. Svart, lítið hús, þá nefnt gamla Davíðshús (nú Nonna- hús) eftir fyrri eiganda þess Davíð Sigurðssyni byggingar- meistara, stendur á baklóð húss- ins Aðalstrætis 54, sem sami mað- ur hafði byggt, en bæði þessi hús voru þá í eigu fjölskyldu hans. Er tvær Zontasystur áttu um þessar mundir leið um Aðal- strætið fram hjá þessum húsum og er þær horfðu á svarta húsið, fengu þær samtímis þá hugmynd að þarna sé verkefni fundið fyrir Zontaklúbbinn, sem sé að varð- veita þetta gamla hús fyrrum heimili Nonna, og koma þar upp safni. Þessa hugmynd báru þær upp á fundi í október 1951. Var henni tekið með miklum fögn- uði og þessum sömu tveim kon- um falið að finna eigendurna og fala af þeim húsið. Þegar þær höfðu kannað líkur fyrir því og einn eigandi hússins Zóphonías Árnason, yfirtollvörður, tekið þeim mjög vinsamlega og talið að hægt myndi að láta það fyrir lágt gjald. Þá kom fram tillaga svohljóð- andi: Fundur haldinn í Zonta- klúbbi Akureyrar 12. okt. 1951 samþykkir að klúbburinn vinni af alhug og festu að framkvæmd- um í Nonnamálinu. Á þeim grundvelli felur fundurinn stjórn Nonnasjóðs að athuga kaup á Nonnahúsinu og ef viðunandi samningar takast verði þeir bornir undir félagsfund til um- ræðu og staðfestingar. Tillagan var samþykkt samhljóða. Síðan var áfram unnið að þessum málum. Byggingar- meistari Ólafur Ágústsson var fenginn til að líta á húsið og meta ástand þess. Leist honum vel á húsið til minjasafns og kvaðst sannfærður um að það mætti varðveita um ófyrirsjáan- Iegan tíma. Skömmu seinna eignaðist klúbburinn húsið sem gjöf frá hjónunum Sigríði Davíðsdóttur og Zóponíasi Árnasyni. Rausn þessara hjóna varð Zontasystrum auðvitað mikið fagnaðarefni og var álit þeirra allra að henni mættu þær aldrei gleyma, heldur nota öll tækifæri til að sýna þeim hjónum þakklæti sitt. Strax og það vitnaðist að Zontaklúbbur Akureyrar hafði tekið þetta verkefni að sér fóru að berast gjafir og mikill áhugi almennings varð ljós. Gjafirnar voru bæði peningar og ýmsir gamlir vel með farnir húsmunir frá fyrri öld, sem hentuðu til að mynda heimili í húsinu. Ein- staka munir tengdust fjölskyldu Nonna. T.d. gaf kona komin á tíræðisaldur, vinkona Sigríðar móður Nonna, stækkunargler, sem Sigríður hafði átt og lær- dómskver merkt Ármanni Sveinssyni, einnig tvo potta sem Sigríður hafði notað. Húsið sjálft var nær 100 ára gamalt og þurfti mikla viðgerð svo strax var farið að svipast um eftir góðum manni, sem vildi taka hana að sér. Jón Pálsson smiður var sá sem það gerði, sér- staklega vandvirkur og smekk- vís svo ekki sást annað en öll smíði hússins væri jafngömul þegar verki hans lauk. Af öllum þeim fjölda manns er sýndi áhuga sinn í verki við stofnun safnsins voru tveir er gáfu stærstan hlut. Það voru þeir Stefán Jónsson arkitekt og Har- aldur Hannesson hagfræðingur, báðir úr Reykjavík. Þeir skipu- lögðu ásamt Zontasystrum safn- ið í góðri samvinnu hvor á sínu sviði. Stefán lagði fram teikning- ar og verklýsingar, sem Jón Páls- son vann eftir og Haraldur kom með stórar gjafir tengdar Nonna, þar á meðal ferðakistu merkta Jóni Sveinssyni, Nonna, fulla af bókum eftir hann. Þessar bækur voru þýðingar á ýmsum bókum hans á 21 tungumáli. Þeim var komið fyrir í bókapúlt- um undir gleri í sýningarsal þar sem myndir frá ævi Nonna hanga á þiljum. Með miklu starfi, gjöfum, styrkjum og lánum náðist það markmið sem Zontasystur höfðu sett sér: Að opna safn í Nonnahúsi á aldarafmæli sr. Jóns Sveinssonar þ. 16. nóv. 1957. Opnunin fór fram með mikl- um hátíðablæ að viðstöddum mörgum gestum, svo sem hús- rúm leyfði. Heillaóskir og gjafir bárust hvaðanæva af landinu og frá útlöndum. Dagskrá var svohljóðandi: 1. Samkoman sett af form. Zontaklúbbsins. 2. Sunginn sálmur við orgelleik Jakobs Tryggvasonar. 3. Sr. Sigurður Stefánsson, prófastur á Möðruvöllum í Hörgárdal flytur ræðu um Nonna. 4. Sunginn sálmur. 5. Frú Gunnhildur Ryel rekur sögu starfsins við að mynda safnið. Síðan tóku til máls sr. Jósep Havking, kaþólskur prestur mættur í stað Jóhannesar Gunn- arssonar biskups og Steindór Steindórsson fyrrv. skólameist- ari, þá í bæjarstjórn Akureyrar og talaði hann sem fulltrúi hennar. Síðan voru veitingar, kaffi og brauð. Næstu daga var safnið opið almenningi hluta úr degi, og seinna aðeins á sunnudögum fram til jóla. Fyrsti safnvörður var Kolbeinn Kristinsson, fræði- maður frá Skriðulandi og var það safninu mikið lán að fá hann til starfa. Þegar Kolbeinn flutti frá Akureyri tók við safnvörslu Stefanía Ármannsdóttir og er hún það enn. Hún er Zontasystir sem ber hag safnsins mjög fyrir brjósti. Nú eru liðin 25 ár frá því Nonnahús var opnað sem safn, og mikill fjöldi gesta hefur kom- ið þar síðan. Við það að kynnast lífi og starfi sr. Jóns Sveinssonar gegnum bækur hans og bréf og marga persónulega vini sem leggja leið sína til Akureyrar að- eins vegna Nonnasafns, fríkkar og stækkar sú mynd er ókunnug- ir geta gert sér af honum. Það er mannbætandi að koma í Nonna- hús, stansa þar stund og láta hugann líða til liðns tíma. Zontasystir.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.