Dagur - 17.12.1982, Blaðsíða 15

Dagur - 17.12.1982, Blaðsíða 15
FRETTA ANNALL ÁRSINS 1982 Akureyrardeild Ríkisútvarpsins - RÚVAK - tók til starfa á árinu. þess að lögreglan hafi nokkra ein- ustu möguleika á að upplýsa það,“ sagði Skúli Ágústsson hjá Höldi hf. en á Þorláksmessu 1981 var brotist inn hjá fyrirtækinu ogstolið pening- um og ávísunum að verðmæti 340- 360 þúsund króna. 8. . . „Ætlunin er að opna fyrir vorið,“ sagði Tryggvi Pálsson fram- Björgvin heitinn Júníusson þáver- andi framkvæmdastjóri Borgarbfós. 19. . . Tjónið sem varð þegar Sjálfstæðishúsið brann fyrir jólin er metið á um 4 milljónir króna. Gunnar Ragnars stjórnarformaður Akurs sagði að á þessu stigi væri með öllu ómögulegt að segja nokkuð til um framtíð hússins. Eitt af merkari afmælisbömum ársins er Samvinnuhreyfingin á íslandi, sem varð 100 ára. Myndin sýnir forseta íslands. Vigdísi Finnbogadóttur í ræðustól á hátíðarfundi sem fram fór að Laugum. 21. . . í mikilli frétt á forsíðu var sagt frá því að Ferðaskrifstofa Akur- eyrar hyggðist gangast fyrir helgar- ferð til Kaupmannahafnar þann 25. febrúar. Fljúga átti með Boeing þotu frá Akureyri, koma aðeins við í Frí- höfninni á Keflavíkurflugvelli og síðan beint til Kaupmannahafnar. Heimleiðis átti síðan að fljúga beint frá Kaupmannahöfn til Akureyrar. 26. . . 73 börn frá Grenivík héldu til Akureyrar ásamt fjórum kennur- um til að sjá sýningu LA á „Dýrun- um í Hálsaskógi". Ferðin varð all söguleg því á bakaleið var vegurinn á Svalbarðsströnd orðinn svo til ófær. Börnin komust heim kl. 5 um nóttina og hafði leikhúsferðin þá staðið yfir í hálfan sólarhring. 26. . . Á sama tíma urðu um 100 manns strandglópar í Stórutjarna- skóla. „Það er mjög oft ófært öðru hvoru megin við skólann," sagði skólastjórinn Sverrir Thorsteinsen." 28. . . „Fréttir bárust um ólöglega útvarpsstöð á Akureyri. „Mér tókst ekki að hafa upp á þeim sem stóðu fyrir henni en þeir hafa frétt af þess- ari eftirgrennslan því þeir tilkynntu að þeir væru hættir að senda út,“ sagði Ársæll Magnússon umdæmis- stjóri, Pósts og síma. 28. . . Broadway hönnuðir teikna nýjan „Sjalla“-sagði í fyrirsögn. Þar sagði Jón Kaldal hjá Teiknistofunni Arkó að hann og hans mcnn væru í startholunum og væru að búa sig undir að teikna innréttingar í nýjan skemmtistað á Akureyri. Februar Ekki fer allt eins og ætlað er og þessi fyrsta ferð Ferðaskrifstofu Ak- ureyrar í „beinu þotuflugi" varð all söguleg. Farið var með rútu til Kefla- víkur og á heimleið lent í Keflavík í stað Akureyrar. En þetta var aðeins byrjunin og síðan hafa margar ferðir í „beinu þotuflugi" verið farnar og tekist vel. 2. . . „Nú já, var ég tólfti," sagði Jón G. Sólnes eftir forval sem fram fór innan fulltrúaráðs Sjálfstæðis- flokksins vegna komandi bæjar- stjórnarkosninga. - Þetta var það eina sem Jón G. Sólnes vildi leggja til málanna og hann sagði ekkert um það hvort hann myndi taka þátt í væntanlegu prófkjöri flokksins. 2. . . Rekstrarafkoma Akureyrar- bæjar var góð á árinu 1981 og stóðst rekstraráætlun ársins í öllum megin- atriðum. Helgi Bergs bæjarstjóri upplýsti einnig að framkvæmdir á vegum bæjarins hefðu verið meiri en í meðalári. 9. . . „Við erum í sömu sporum og fyrir einum áratug,“ sagði Áskell Einarsson, framkvæmdastjóri Fjórðungssambands Norðurlands, um atvinnuuppbyggingu á Norður- landi. „Atvinnutækifærum hefur ekki fjölgað og mikill samdráttur hefur orðið í búsetuþróun hér norðanlands," bætti Áskell við. 9. . . Um helgina tók Ingólfur Árnason, fyrsti maður á lista Sam- takanna á Akureyri við síðustu kosn- ingar, þá ákvörðun að taka þátt í prófkjöri Alþýðuflokks og gefa kost á sér í annað sæti listans við bæjar- stjórnarkosningarnar í vor. 11. . . 12 starfsmenn Hitaveitu Akureyrar lögðu fram erindi til stjórnar fyrirtækisins þar sem þeir óskuðu eftir því að komið yrði á fót mötuneyti við fyrirtækið. Annað er- indi starfsmannanna var að þeir fengju heimild til að hafa útvarps- tæki í bifreiðum fyrirtækisins. 16. . . í stjórnarkosningum í Verkalýðsfélaginu Einingu hlaut A- listi 61% greiddra atkvæða. Guð- mundur Sæmundsson og hans fólk beið því ósigur. „Fólk er ekki tilbúið til byltingarkenndra aðgerða í þessu þjóðfélagi,“ sagði Jón Helgason formaður við þetta tækifæri. 18. . . Ingi Tryggvason, formaður Stéttarsambands bænda, sagði að aukin sauðfjárframleiðsla Norð- manna gæti valdið því að íslendingar yrðu að draga verulega saman í framleiðslu sauðfjárafurða, og allar líkur bentu til þess að sú staðreynd að Norðmenn yrðu sjálfum sér nógir um kindakjöt í framtíðinni myndi Samantekt: Gylfi Kristjánsson Janúar 5. . . Ekki var hún beint skemmti- leg aðalfréttin á forsíðu 1. bls. Dags á árinu, en hún bar yfirskriftina: „Mörg hundruð manns missa atvinnuna!" - Hér var um að ræða afleiðingu af verkfalli sjómanna sem skall á um hátíðarnar og stóð það fram eftir mánuðinum. Fyrsti togari ÚA sem fór á veiðar að verkfallinu loknu var Sólbakur og lagði hann úr höfn 18. janúar. 5. . . „Fólk gagnrýnir einræðisleg vinnubrögð forustu Einingar, flokkshollustu forustunnar, leiðin- lega fundi, ofríki gagnvart deildum félagsins, skort á upplýsingum og fræðslu fyrir almenna félaga, tengslaleysi forustunnar við fólkið á vinnustöðum og sitthvað fleira,“ sagði Guðmundur Sæmundsson sem hafði ákveðið að bjóða sig fram í stjórnarkosningum í Verkalýðsfé- laginu Einingu. 5. . . Dagur flutti starfsemi sína í nýtt húsnæði að Strangötu 31, en þar tók Dagsprent hf. einnig til starfa. Á þessum tímamótum fluttist gerð blaðsins undir eitt þak og um leið var útkomudögum blaðsins fjölgað úr tveimur í þrjá í viku hverri. 5. . . „Það er ekki hægt að sitja undir því að stela svona frá manni án kvæmdastjóri Smárans sem byggði verslunarmiðstöðina í Glerárhverfi. 8... „FlakkarinnheitirnúSjávar- borg,“ sagði í fyrirsögn og var þar skýrt frá því að „Flakkarinn" marg- frægi hefði verið seldur fyrirtækinu „Sjávarborg" í Sandgerði. 14. . . Matvandur þjófur braust inn í frystihólf í Frystihúsi KEA og stal hann aðallega hangikjöti. Hirti' hann alla bestu bitana en skildi eftir hækla, rif og þess háttar. 19. . . Starfsmenn iðnaðarráð- herra sem fengu til umfjöllunar síð- ustu skýrslurnar frá Sauðkrækingum og Jarðefnaiðnaði hf. í Þorlákshöfn hafa komist að þeirri niðurstöðu að lítil verksmiðja eins og Sauðkræk- ingar ætla að reisa sé mun hagkvæm- ari en sú sem Jarðefnaiðnaður vill koma upp á Suðurlandt. - Þegar þarna var komið sögu var „boltinn hjá iðnaðarráðherra". 19. . . „Allinn skemmtistaður á ný?“ sagði í fyrirsögn. Sagði í frétt- inni að Sigurður Sigurðsson (Siggi í Sjallanum) og Júníus Björgvinsson hyggðust taka Alþýðuhúsið á leigu og setja þar upp skemmtistað. Er skemmst frá því að segja að það var gert og brúaði Allinn bilið fyrir dans- þyrsta bæjarbúa þar til nýi Sjallinn komst í gagnið. 19. . . „Aðsóknin hefur farið minnkandi síðan þetta vfdeó-æði greip um sig, ég held að það megi kenna því um,“ sagði OddurThorar- ensen framkvæmdastjóri Nýja-bíós á Akureyri. „Jú, aðsóknin hefur far- ið minnkandi og það er sjálfsagt margt sem spilar þar inní,“ sagði 17. desember 1982 - DAGUR -15

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.