Dagur - 10.05.1983, Blaðsíða 3

Dagur - 10.05.1983, Blaðsíða 3
„Það er mikið á döfinni hjá okkur, en hvað það er verður bara að koma í Ijós með tíð og tíma,“ sagði Ingi Þór Jóhanns- son, stjórnarformaður íslend- ings, í samtali við Dag. Stjórn íslendings hefur ráðið Halldór Halldórsson fréttamenn hjá Útvarpinu, sem ritstjóra blaðsins. Að sögn Inga Þórs mun hann hefja störf formlega upp úr næstu mánaðamótum. Gunnar Blöndal hefur verið ráðinn til að sjá um auglýsingar og dreifingu blaðsins. Fermingar í Valla- prestakalli í Dalvíkurkirkju á hvítasunnudag 22. maí kl. 10.30 f.h. 1. Ásgeir Páll Matthíasson, Mímisvegi 34. 2. Daði Valdimarsson, Svarfaðarbraut 15. 3. Friðfinnur Orri Stefánsson, Bjarkarbraut 9. 4. Friðrik Sigurðsson, Mímisvegi 7. 5. Gunnar Gunnarsson, Hjarðarslóð lb. 6. Haukur Arnar Gunnarsson, Hjarðarslóð lb. 7. Jón Ægir Jóhannsson, Ásvegi 13. 8. Sigfús Freyr Þorvaldsson, Mímisvegi 5. 9. Sigurður Vigfússon, Öldugötu 2. 10. Þórarinn Geir Gunnarsson, Svarfaðarbraut 16. 11. Örn Heiðar Sveinsson, Svarfaðarbraut 18. 1. Anna Guðný Karlsdóttir, Mímisvegi 14. 2. Arnheiður Hallgrímsdóttir, Bárugötu 13. 3. Árný Hólm Stefánsdóttir, Melum. 4. Ásdís Gunnlaugsdóttir, Mímisvegi 1. 5. Ásdís Ósk Valsdóttir, Svarfaðarbraut 9. 6. Birna Bjömsdóttir Blöndal, Hafnarbraut 10. 7. Guðbjörg Stefánsdóttir, Mímisvegi 3. 8. Hólmfríður Guðlaug Jónsdóttir, Karlsbraut 18. 9. Inga Hrönn Sverrisdóttir, Karlsbraut 17. 10. Ingibjörg María Ingvadóttir, Smáravegi 4. 11. Rut María Pálsdóttir, Goðabraut 10. 12. Sigríður Björg Haraldsdóttir Grundargötu 1. 13. Sigríður Pálrún Stefánsdóttir Mímisvegi 12. 14. Þórgunnur Reykjalín Vigfúsdóttir, Óldugötu 1. í Vallakirkju sunnudaginn 5. júní kl. 13.30. 1. Jón Víkingur Árnason, Ingvörum. 2. Kristján Þorsteinsson, Uppsölum. 3. Sigvaldi Gunnlaugsson, Hofsárkoti. 1. Aðalbjörg Þórólfsdóttir, Hánefsstöðum. 2. Aðalheiður Sigtryggsdóttir, Helgafelli. 3. Ásdís Erla Gísladóttir, Hofsá. 4. Gunnlaug Ósk Sigurðardóttir Hrísum. 5. Sigurjóna Þórdís Ingvadóttir, Þverá, Skíðadal. „Við erum varnarlaus gagn- vart vondri landsstjóm“ - Segir Jón Sigurðarson, formaður Atvinnumálanefndar Akureyrar - Það er mín persónulega skoðun að það stefni allt í átt að verulegu atvinnuleysi. Eg held einnig að Akureyri komi ekkert til með að skera sig úr öðrum stöðum hvað þetta varðar og ef eitthvað er og ef minnkun sjávaraflans heldur áfram þá ætti Akureyri að njóta þess að vera iðnaðarbær. Þetta sagði Jón Sigurðarson formaður atvinnumálanefndar Akureyrar í samtali við Dag er hann var inntur eftir horfum í atvinnumálum á Akureyri á næstunni. Eins og fram hefur komið í Degi og reyndar öðrum fjölmiðlum þá bendir allt til þess að samdráttar sé farið að gæta í atvinnulífi og uppsagnir hafa þegar átt sér stað hjá nokkrum fyrirtækjum. Að sögn Jón Sigurðarsonar þá á atvinnumálanefndin engin töfraráð til að snúa við þeirri þróun sem verið hefur í atvinnu- málum. - Þetta er aðeins ráðgefandi nefnd með engin fjárráð eða framkvæmdavald, en samt sem áður þá fylgjumst við með þróun mála og getum þannig gert bæjaryfirvöldum grein fyrir ástandinu. Við erum t.d. núna að ljúka við gerð könnunar á atvinnuástandinu og horfum í atvinnumálum til skemmri tíma og við munum síðar í þessum mánuði efna til fundar með forráðamönnum úr atvinnulífinu, stjórnendum bæjarmála og þing- mönnum um atvinnuástandið. Að sögn Jóns er atvinnumála- nefndin að reyna að byggja upp einfalt kerfi til að fylgjast með skammtímasveiflum í atvinnulíf- inu, en vonir standa til að með þessu móti verð hægt að fylgjast með atvinnuhorfum hjá um 70% af vinnuafli í bænum með litlum tilkostnaði. - Það er annars ljóst að lausn- in á þessum atvinnumálum liggur í hendi þeirra manna sem fara með stjórn landsmála. Við erum gjörsamlega varnarlaus gagnvart vondri landsstjórn og eina lausn- in á atvinnumálunum hlýtur að vera sú að skapa atvinnuvegun- um rekstrargrundvöll. Það er rétt að benda á að með hverjum deginum sem líður án þess að mynduð sé stjórn sem getur tekið á vandanum þá fjölgar þeim sem verða atvinnulausir næsta vetur, sagði Jón Sigurðar- son. Jón Sigurðarson. Verið vandlát og verslið í Vöruhúsi KEA Sumarfatnaðurinn í Herradeild Léttir sumarjakkar, Ijósir, tvíhnepptir, ófóðraðir. Stuttermaskyrtur. Fallegar stuttermaskyrtur, allar stærðir, margir litir. Ný sending afskyrtum með kjólflibba. Nú kemurðu og klæðir þig upp fyrir sumarið. Vöruhúss-verð er sanngjarnt verð. Herradeild. : Ný sending frá Bing & Gröndál Vorum að fá nýja sendingu frá Bing & Gröndal. Sjón er sögu ríkari. Vöruhúss-verö á allri sendingunni. Járn- og glervörudeild. Teppi á góðu verði Eigum ódýr nælonteppi frá kr. 168. Glæsilegt úrval af Berber-teppum, verð frá kr. 305 m2. Stök teppi og mottur. Grófir dreglar og fínar mottur og baðteppi. Greiðslukjör sem gerast ekki betri. Fylgist með tímanum Vorum að endurnýja lagerinn af Timex og Seiko úrum. Ótrúlegt úrval - verð við allra hæfi. Kassettur Kassettur í segulbönd, verð frá kr. 65. Kassettur í vídeó VHSog BETA 2-3og 4 tíma Hljómplötur Rekkarnlr eru troðfullir afglóðvolgum hljómplötum. Hljómdeild. Bjargið þjóðarbúinu og saumið sjáfar. Allt til sauma Jogging gallaefni í vorlitum nýkomið. Barnabuxur frá Duffys, mikið úrval. Nýjar bómullarpeysur og bolir í fallegum litum. Nýsending afZareska garninu. Vefnaðarvörudeild. Nýjar vörur í Skódeild Jogging skór barna - verð frá kr. 290. Ódýr stígvél á aðeins kr. 390 stærðir 41-46. Léttir, sléttbotnaðir kvenskór og kveninniskór. Skódeild. Ykkar eigin verslun. HAFNARSTR. 91-95 - AKUREYRI - SÍMI (96) 21400 ia.maíl983-DAGUB-3

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.