Dagur - 10.05.1983, Blaðsíða 4

Dagur - 10.05.1983, Blaðsíða 4
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SlMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 110 Á MÁNUÐI - LAUSASÖLUVERÐ 15 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARM.: HERMANN SVEINBJÖRNSSON BLAÐAMENN: EIRIKUR ST. EIRIKSSON, GYLFI KRISTJANSSON, ÓLAFUR JÓHANNSSON (SAUÐÁRKRÓKI) OG ÞORKELL BJÖRNSSON (HÚSAVlK) AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: JÓHANNES MIKAELSSON FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Samhæfa þjóðar- útgjöld þjóðartekjum Á aðalfundi Kaupfélags Eyfirðinga sem haldinn var dagana 6. og 7. maí flutti Valur Arnþórsson ræðu þar sem hann fjallaði ítrarlega um rekstur félagsins og efnahagsmál almennt. Valur sagði m.a.: „Ég vil leggja mikla áherslu á þörfina fyrir úrbæt- ur en er um leið ljóst, að við mjög ramman reip er að draga að bæta reksturinn, þegar samdráttur er í efnahagslífinu og svo alvarlegar blikur á lofti, sem raun ber nú vitni um. Verðbólguhraði er nú talinn vera um 80% miðað við 12 mánaða tímabil. Fjármagnskostnaður mun því vaxa hraðfara. Samdráttur í verslun og viðskipt- um á væntanlega eftir að verð enn meiri en þegar er orðið. Þar verður að taka mið af þeirri hörmulegu staðreynd að þjóðartekjur dragast mikið saman um þessar mundir. Framleiðsla sjávarafurða minnkaði um 13% á síðasta ári en jókst árið áður um 1,5%. Á árunum 1976-1980 jókst framleiðsla sjávarafurða að jafnaði um 12,7% á ári og má af því sjá þau gífur- legu umskipti sem verða þegar framleiðslan minnk- ar um 13% eins og var á árinu 1982. Afleiðingarnar láta ekki á sér standa. Þjóðarframleiðslan dróst saman á síðasta ári um 2%, saman borið við 1,6% aukningu á árinu 1981 og 3,9% aukningu á árinu 1980. Til viðbótar rýrnuðu svo viðskiptakjör á árinu 1982 um 1,5%, þannig að þjóðartekjur rýrnuðu um 2,3%. Er það í fyrsta skipti síðan 1975 að þjóðartekj- ur og þjóðarframleiðsla minnkar. Við þær ytri aðstæður sem þessar tölur endur- spegla má ljóst vera hvílíkum erfiðleikum það verð- ur bundið að laga umtalsvert rekstur fyrirtækja á ís- landi á næstu mánuðum og misserum. Því miður er ekkert útht fyrir að ytri aðstæður lagist að nokkru marki á næstunni. Þorskaflinn minnkaði um 19% á síðasta ári miðað við 1981 og heldur áfram að minnka. Vertíð hefur víðast hvar brugðist nú í vetur. Víxlgangur kaupgjalds og verðlags heldur áfram óhindraður og engin samstaða hefur enn náðst um að draga úr þeim víxlverkunum, en shkt þarf óhjákvæmilega að gera án þess þó að skerða kjör hinna lægst launuðu um tugi prósenta. Áframhaldandi verðbólga tæmir reksturfé fyrir- tækjanna og útlánagetu bankanna á nokkrum mán- uðum og atvinnuleysi hlýtur þá að blasa við. Ekki batnar þá aðstaða til að laga rekstur fyrirtækja og ekki batnar þá aðstaða til sköpunar nýrra atvinnu- tækifæra til þess að sporna við atvinnuleysi. Það er gífurlegt hagsmunamál launafólks í landinu að verðbólguhjólið verði stöðvað sem allra fyrst. Eng- inn er bættari með fleiri verðbólgukrónum og þjóð- arútgjöld verður að samhæfa þjóðartekjunum eins og hvert heimili verður að haga útgjöldum eftir tekjum. Það er því þjóðamauðsyn að hanskarnir verði dregnir fram og lamið rækilega á verðbólgunni, kannski ekki til þess að sigra hana á rothöggi í fyrstu lotu en þó a.m.k. til að sigra hana á stigum ekki síðar en í fjórðu eða fimmtu lotu. Liggi hún ekki í gólfinu þá er mikil hætta á að atvinnulífið bresti út- hald til þess að standa af sér síðari lotur“, sagði Valur Arnþórsson í lok ræðu sinnar. Bernharð Haraldsson „Góður Eyrarpúki og auk þess í KA“ — segir Bernharð Haraldsson, nýskipaður skólastjóri Verkmenntaskólans á Akureyri „Ég hlakka til að takast á við ný verkefni þótt það sé nú blandið nokkrum sökn- uði, því ég yfirgef þá Gagn- fræðaskóla Akureyrar og samstarfsfólk, a.m.k. í bili, en hann hefur hýst mig í 21 vetur,“ sagði Bernharð Haraldsson, nýskipaður skólameistari hins nýja Verkmenntaskóla á Akur- eyri. Hann var með Iitla flösku af Norðursjávarolíu á skrifborð- inu hjá sér, hafði fengið hana senda sem minjagrip frá Nor- egi. Norðmenn selja slíkt beint af botni Norðursjávar. En ef- laust er það ekki uppistaðan í olíugróða Norðmanna. „Ég er fæddur á Akureyri, sem sagt ekta Akureyringur. Fæðingarstaður Árnes í Glerár- hverfi. Ég flutti svo mjög fljót- lega á Eyrina og tel mig mikinn og góðan Eyrarpúka og auk þess í KA. ÉG held ég hafi ver- ið stilltur í æsku, enda bjó ég í mjög vernduðu umhverfi, þ.e.a.s. við hliðina á lögreglu- stöð bæjarins. Án gamans þá var ég eins og aðrir krakkar, hafði gaman af leikjum og uppátækjum sem fullorðnir kölluðu yfirleitt óknytti. Svo þurfti ég að fara í skóla eins og aðrir. Ég byrjaði hjá Elísabetu Eiríksdóttur, hún var með smábarnakennslu í þá tíð. Svo tók ekkert annað við en stóri barnaskólinn, Barnaskóli Akureyrar. Þar varð hver nem- andi að vera í sex ár og þá tók þessi við,“ segir Bernharð og meinar að sjálfsögðu GA þar sem hann er nú settur skóla- stjóri. „Þar var það fyrsti, annar og landspróf og þaðan upp í Menntaskólann á Akur- eyri. Þetta var nú leiðin fyrir þá sem ætluðu sér að ganga menntaveginn og þann veg var ég ákveðinn að ganga og verða kennari. Ég var alltaf ákveðinn í að verða kennari og það kom ekkert annað til greina hjá mér. Ég hef eflaust smitast svo af Erni Snorrasyni þegar hann var að kenna mér í gamia daga. í menntó var mikið fjör og margir merkismenn sem ég var með þar. Það mætti nefna nokkra svo sem, ja ef ég byrja á þeim sem hér í bænum eru, þá eru það t.d. Gunnar Ragnars í Slippnum, Birgir Ágústsson verkfræðingur o.fl. o.fl. Ég tek það fram að ég var í máladeild að sjálfsögðu. Nú svo voru það alþingismennirnir Halldór Blöndal, en þeir komust ekki allir inn á þing sem voru í framboði núna. Björn Dag- bjartsson, hann er varaþing- maður, nú svo var Steingrímur Ingvarsson í framboði á Suður- landi, Kristján Torfason var allavega í prófkjöri en hann komst nú ekki á þing. Þessir skólafélagar eru roknir út um allt land og allan heim, en maður hittir þessa vini sína alltaf annað slagið og þá er margt skrafað og skaflað. Þaðan lá svo leiðin til Þýska- lands. Þar ætlaði ég að læra þýskar bókmenntir fornar og nýjar. í Þýskalandi var ég eitt ár, þá kom ég til baka og fór að kenna við skólann hér, það var árið 1960. Ég kenndi hér í tvö ár en fór svo suður í Háskóla íslands og þar eyddi ég næstu fjórum árum við nám í landa- fræði og sögu og tók BA-próf í þeim greinum auk þess tók ég próf í kennslu og uppeldisfræð- um. Mér líkaði mjög vel í Þýska- landi. Þjóðverjar eru ágætis- fólk, menn hafa misjafnar skoð- anir á þeim eins og öðrum, en þeir vita hvað þeir vilja og þess vegna hefur þeim vegnað vel og tungumálið þeirra er sérdeilis fallegt mál. Ég hef dálæti á þýsku en það getur stafað af því að þýska er eina málið sem ég tel mig geta talað skammlít- ið. Og úr blessuðum Háskólan- um fór ég að kenna í Reykjavík í landsprófsdeild Gagnfræða- skóla Vesturbæjar. Þetta var hálfgerð landsprófsverksmiðja. Ég kenndi þarna átta eða tíu deildum landafræði. Einn af mínum nemednum þaðan lauk svo doktorsprófi í landafræði, Sigfús Jónsson hlaupari. Síðan flutti ég aftur heim þ.e.a.s. norður 1967 en árið áður kvæntist ég konu sem ég kynntist í Háskólanum, Ragn- heiði Hansdóttur, sem var þar við nám í tannlækningum. En það skal tekið fram að það var ekki af „praktískum“ ástæðum nama þá að það sé „praktískt" að eiga konu. En síðan 1967 hef ég kennt við þennan skóla, um tíma var ég yfirkennari og svo núna skólastjóri í fjarveru Sverris Pálssonar sem er í fríi. Ég sótti svo um þessa stöðu skólameistara Verkmennta- skólans nýja. 4 - PAGUR - :1p. 1983

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.