Dagur - 10.05.1983, Blaðsíða 11

Dagur - 10.05.1983, Blaðsíða 11
Frá aðalfundi Kaupfélags Þingeyinga Örvar Þór Sveinsson og Styrmir Haraldsson með páfagauk og Meffikidúfu. Dúfnarækt er vinsæl á Húsavík Um helgina gekkst Bréfdúfu- félag Húsavíkur fyrir dúfu- og skrautfuglasýningu í Barna- skólanum. Á þessari fyrstu sýningu félagsins sem stofnað var um síðustu áramót voru 106 fuglar. Mest var um ótrú- Iegustu afbrigði dúfna auk íslenskra hænsnfugla og danskra dverghænsna. Þegar blaðamaður Dags leit inn á sýninguna á sunnudaginn var Oddur Magnússon forvígis- maður dúfnaræktunarmanna að fræða fjölmarga áhorfendur úti á lóð Barnaskólans um hinn kyn- lega fugl bréfdúfuna. Innan úr skólahúsinu bárust kunnugleg hljóð, hávær vel. Það þurfti engan fuglafræðing til að þekkja þau. Þetta var hanagól og höfundurinn hreinræktaður ís- lenskur hani af bestu gerð, skrautfjöðrin á skrautlegu aii- fuglabúi Hauks Haraldssonar verkstjóra í Mjólkursamlagi KÞ. Oddur Magnússon sagði að á þessari sýningu væru 13 dúfna- tegundir sem ættu allar sameigin- lega fortíð. Þær væru ræktuð afbrigði hinnar venjulegu dúfu sem sést víða á götum úti og héti Skræpa. Þarna ætti sér stað 3-400 ára ræktun og tegundirnar væru orðnar margar. Þarna voru t.d. Hojarar, Púskarar, Tromm- arar, Tipplarar, Strassarar, Elb- ingar og Meffikar svo eitthvað sé nefnt. Oddur sem flutti til Húsa- víkur fyrir nokkrum árum hafði með sér um 40 dúfur og hélt áfram að rækta þær eins og hann hefur nú gert í 22 ár. Brátt kom að því að „hinir innfæddu“ fengu áhuga á þessu tómstundastarfi og í dag eru dúfnaeigendur í bænum orðnir 10 og fuglaeign þeirra 70-80 stykki. Félagið er nú að flytja í húsnæði sem það hefúr tekið á leigu hjá bænum. Það er gamalt íbúðarhús sem stendur lítið eitt út úr skarkala bæjarlífsins. Þessi sýning var fjáröflunarsýning fyrir félagið um leið og starfsemi þess var kynnt. Mjög góð aðsókn var að sýning- unni og um 400 manns höfðu sótt hana um kvöldmatarleytið á sunnudagskvöld. Bókfært tap var rúmar 1.8 m. kr. Aðalfundur Kaupfélags Þing- eyinga var haldinn laugardag- inn 7 maí sl. í Félagsheimili Húsavíkur. Fundinn sátu 123 fulltrúar 9 deilda K.Þ., þar af 53 frá Húsavíkurdeild. í skýrslum formanns, Teits Björnssonar, og kaupfélags- stjóra, Hreiðars Karlssonar kom fram að síðastliðið ár reyndist félaginu að ýmsu leyti erfitt. Bókfært tap þess á árinu var rúm- ar 1,8 millj. króna. Veltuaukning í verslun frá árinu áður var 66,5% og í iðnaði 76,7%. Fjár- festingar voru með minnsta móti eða tæpar 3 millj. króna. Kostn- aðarhækkanir voru miklar svo og vaxta og fjármagnskostnaður, en þeir liðir hækkuðu um 130%. Staða viðskiptamanna við fé- lagið versnaði á árinu, þar sem innistæður á viðskiptareikningum minnkuðu. Einnig versnaði staða ýmissa fyrirtækja á Húsavík við K.Þ. verulega. Fram kom í máli kaupfélagsstjóra, að dreifbýlis verslunin á í miklum erfiðleikum í þeirri óðaverðbólgu sem nú geysar. Sú verslum geti ekki bor- ið þessa háu vexti, þar sem veltu- hraði í ýmsum vörutegundum er alltof lítill. Frá aðalfundi Kaupfélags Þingeyinga á Húsavík. Þó að almanakið segi að það sé komið sumar er Vetur konugur ekki búinn að sleppa sínum köldu klóm á náttúrunni, mönnum og málleysingjum. En þrátt fyrir það gengur lífið sinn vanagang . . . Mynd: ESE Samvinnuskólirm — Samvinnuskólinn — Samvinnuskólinn — Samvinnuskólinn TÖLVUKENNSLA AUKIN Samvinnuskólanum í Bifröst var að venju slitið 1. maí sl. á afmælisdegi Jónasar Jónssonar, fyrsta skólastjórans. Athöfnin hófst kl. 14.00 með því að skólakórinn söng fyrir fjölda gesta. Liðinn vetur var 65. skólaár Samvinnuskólans og 28. ár skól- ans í Bifröst í Norðurárdal. Veturinn er 9. starfsár framhalds- deildar Samvinnuskólans í Reykjavík og 6. ár starfsfræðslu- námskeiða og símenntunarstarf- semi Samvinnuskólans fyrir starfsfólk og félagsmenn sam- vinnuhreyfingarinnar. í yfirlitsræðu sinni gerði Jón Sigurðsson skólastjóri rekstrar- örðugleika samvinnuhreyfingar- innar að umræðuefni og gat þess að þeirra vegna yrðu minni verklegar framkvæmdir við skólasetrið í Bifröst en ella hefðu orðið. Hann ræddi sérstak- lega samskipti skólans við ríkis- valdið en ríkisvaldið stendur að langmestu leyti undir reglu- bundnu skólahaldi samkvæmt gildandi lögum um viðskipta- menntun á framhaldsskólastigi. Kom fram að náðst hefur sam- mæli við menntamálaráðuneytið um þau efni í því skyni að treysta afkomu skólans betur en verið hefur. Skerfur Samvinnuskólans til aðhaldsaðgerða þeirra sem ákveðnar hafa verið í samvinnu-' hreyfingunni kemur til fram- kvæmda að hausti með breyttum starfsháttum og launakerfi. Skólastjóri gerði í ræðu sinni nokkra grein fyrir hlutverki Sam- vinnuskólans fyrir samvinnu- hreyfinguna. Kom m.a. fram að 76% þeirra nemenda sem braut- skráðust á árunum 1973-1981 og leituðu sér ekki frekari skóla- göngu hafa starfað á vegum hreyfingarinnar að námi loknu og um 44% þeirra munu nú að starfi á vegum hennar. Úr hópi þeirra nemenda sem leituðu sér frekari skólagöngu á þessu árabili hafa um 57% starfað á vegum hreyfingarinnar með námi eða í skólaleyfum. Auk þessa fjölda hafa alls um hálft sjötta þúsund þátttakenda sótt starfsfræðslu- námskeið skólans frá 1977 og nú í vetur urðu þátttakendur um hálft fimmta hundrað. Á liðnum vetri var skólastarfið með hefðbundnu sniði. Meðal breytinga má nefna að þýsku- kennsla var aftur upp tekin í 2. bekk og kennsla á tölvu aukin ásamt sérstökum tölvuæfingatím- um. Myndbandatæki voru endur- nýjuð og fengin sérstök ný ritvinnslu- og bókhaldsforrit. Með ritvinnslu- og bókhaldsforrit- um skólans hafa orðið tímamót í starfi skólans og margvíslegasta lesefni er nú tölvuunnið, s.s. ritgerðir nemenda, vikulegt fréttablað, vélritunar- og bók- haldsverkefni o.fl. í vetur voru 77 nemendur í Bifröst, 40 í 1. bekk og 37 í 2. bekk. í hópi nemenda í 2. bekk var einn erlendur skiptinemi, bandarísk stúlka. í framhalds- deild Samvinnuskólans í Reykja- vík voru nemendur 11 í 4. bekk og 24 í 3. bekk auk 7 sem nám hófu utan skóla. Störfum framhaldsdeildar, þ.á.m. stúdentsprófum, lýkur um miðjan maímánuð. Umsóknarfresti um skólavist næsta vetur lýkur 10. júní næst- komandi. 36 nemendur þreyttu sam- vinnuskólapróf að þessu sinni. Hæsta einkunn hlaut Þórir Aðal- steinsson frá Húsavík - 9,11 en næsthæsta Friðgerður Ebba Sturludóttir frá ísafirði - 8,83. Frá skólaslitum 1982 hafa 1.052 þátttakendur sótt starfs- fræðslunámskeið Samvinnuskól- ans en þau eru jafnan flest í maí og september. Haldin voru 63 einstök námskeið á 38 stöðum víðs vegar um landið með 17 kennurum og leiðbeinendum. Viðfangsefni voru á ýmsum svið- um verslunar- og skrifstofustarfa, í stjórnun, sölumennsku, tölvu- störfum og skattamálum auk félagsstarfa og samvinnufræða. í maímánuði nú eru fyrirhuguð 48 námskeið á 30 stöðum á landinu með alls 6 leiðbeinendum. Sérstakt átak í námskeiðum um samvinnuhreyfinguna, sögu hennar, einkenni og hugsjónir er einnig fyrirhugað nú í vor og er efnt til þess í tilefni af aldaraf- mæli hreyfingarinnar á sl. ári. Við skólaslitin voru flutt nokk- ur ávörp og afmælisárgangar nemenda færðu skóianum nýjan flygii í hátíðarsai að gjöf. Skóla- stjóri ávarpaði hjónin Helgu Karlsdóttur ritara skólans og Þóri Pál Guðjónsson deildar- stjóra sérstaklega en þau hafa starfað við skólann í tíu ár. Þá voru Gunnari Grímssyni fv. yfir- kennara þökkuð störf fyrir skól- ann og þúsundasti félagsmaður Nemendasambands Samvinnu- skólans, sem einmitt brautskráð- ist þennan dag, hlaut merki nemendasambandsins að gjöf. Loks beindi skólastjóri nokkrum orðum til brautskráðra nemenda og sagði Samvinnuskólanum slit- ið í 65. sinn. 10. maí 1983-DAGUR-11

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.