Dagur - 10.05.1983, Blaðsíða 6

Dagur - 10.05.1983, Blaðsíða 6
Harður árekstur varð í Höfðahlíð á Akureyri sl. laugardagskvöld. Skullu þar saman tveir bflar og sést hér á myndinni hvernig annar þeirra leit út eftir höggið. Meiðsli urðu lítil á fólki. Mynd: - gk KA-menn safna fyrir SÁÁ um helgina Félagar í KA munu um næstu helgi ganga í hús á Akureyri þeirra erinda að kanna undir- tektir og safna saman gjafa- Sérstakur dagstimpill verður í notkun á Póststofunni á Akureyri í tengslum við fyrsta áætlunarflug Flugleiða frá Akureyri til Kaup- mannahafnar 16. júní nk. Verður stimpillinn notaður þann dag á allar sendingar sem um póststof- una fara áleiðis til Kaupmanna- hafnar. bréfum í söfnun Samtaka áhugafólks um áfengismálið - SÁA. Með þessu móti geta frímerkja- safnarar og aðrir landsmenn eign- ast minjagrip um þennan áfanga i flugsögu landsins. Á stimplinum verður myndrænt tákn fyrir þenn- an atburð, auk dagsetningar og staðarnafns eins og er á öllum venjulegum póststimplum. voru send öllum karlmönnum á íslandi, 20 ára og eldri. Hvert gjafabréf er að upphæð 1800 krónur sem greiðist f fimm áföngum, í fyrsta skipti 5. júní. Við hvern gjalddaga verður dregið úr þeim gjafabréfum sem þá hafa borist og verður vinning- ur á hvert hinna 10 bréfa sem dregin verða út í hvert skipti 100 þúsund krónur. „Fimm milljónir króna geta þannig runnið til skilvísra þátttakenda í þessu þjóðarátaki með SÁÁ gegn meininu mesta,“ eins og segir í fréttabréfi SÁÁ sem fylgdi gjafa- bréfunum. Fundur með forráðamönnum SÁÁ og KA-mönnum verður haldinn í Lundarskóla nk. fimmtudag kl. 17. Talsvert er síðan gjafabréfin Póststimpill vegna beina flugsins Bifreiðaeigendur Fullkomnasta stillitæki á íslandi er komið til okkar Það er tölva og þú færð útskrift um ástand bifreiðarinnar. Tölvan segir til um ástand mótorsins, hvort rafkerfið er í lagi og einnig hvernig bifreiðin nýtir eldsneytið. Hún finnur bilanir á svipstundu og leggur til hvað er til úrbóta. Það tekur hana um 15 mínútur sem gæti tekið venjulegan bifvélavirkja marga klukkutíma. Ef þú ert að kaupa eða selja notaða bifreið er sjálfsagt að nota sér þessa sérstæðu þjónustu. v/Tryggvabraut, Akureyri, sími 22700. 6 - DAGUR - 10. maí 1983 Rafn Hjaltalín: Hitaveitu skrifað til Vilhelm minn, alveg varð ég gáttaður þegar ég las fundar- gerðir hitaveitunnar okkar nú á dögunum og sá samþykktir um að senda ykkur þrjá valinkunna verkfræðingana til Frakklands þeirra erinda að skoða varma- dælur, svona 300.000,- kr. framtak, heldurðu ekki? Þetta væri nú vafalaust í lagi ef afgangsfjármunir væru fyrir hendi og ef að brýna nauðsyn bæri til, en svo er mér sagt, að um þessar mundir berjist veitan okkar í bökkum fjárhagslega, þótt ég trúi því nú tæpast, þar sem vel kanntu að verðleggja heita vatnið til okkar og svo fór- um við líka hressilega að því að rannsaka allan „þjófnaðinn" á heita vatninu, sem við neytend- ur vorum sakaðir um æ ofan í æ, en rannsóknin sú, kostaði hún ekki eina milljón eða meira, þegar upp var staðið? Sjálfsagt var það nauðsynlegt að líta bærilega eftir okkur, en það þótti mér lítil hagfræði, að allur þessi rannsóknarkostnaður að kalla skyldi renna til aðila utan bæjarins, þannig að bæjarsjóð- urinn okkar verður afskiptur, þangað renna ekki útsvörin af launatekjunum heldur fer bróð- urhlutinn til uppbyggingar í Davíðsborg af þeim tekjustofn- inum. Auðvitað kunnið þið, strák- arnir í hitaveitustjórninni okkar, að sannfæra okkur, eig- endur veitunnar um algjöra nauðsyn þessa uppátækis sem ég nefni svo skoðunarferðina rándýru. Það er ekki langt síðan, Vilhelm minn, að ég heyrði þig flytja glimrandi erindi um dælur þínar, þar var saman kominn allur sá' fróðleikur að mér fannst, sem um getur og varðar þetta efni, þannig að mér finnst sem nú sé verið að bera í bakkafullan lækinn með för ykkar, menntastrákanna, sem þekkið þetta örugglega allt af bókum og blöðum, ekkert síður en frönskuna sem þið verðið að skilja þarna úti. Að lokum þetta, Vilhelm. Landsfeðurnir hafa nú keppst við að segja okkur af bágu ástandi í fjármálum þjóðarinnar og þeir biðja okkur þess lengstra orða, að fara nú með löndum varðandi alla eyðslu og Rafn Hjaltalín. fyndist mér þá einnig að þessi orð ættu erindi til sveitarstjórn- armanna, þeir hafa einnig heyrt um alla þessa skuldasöfnun er- lendis, en sé hitaveitan okkar laus af þeim klafanum, þá eru þetta ekki orð til hennar beint. En ég man ekki betur, Vilhelm, en að endurskoðendur reikn- inganna síðustu, sem fyrir lágu, hafi haft þetta að segja meðal annars: . . . „að nauðsynlegt sé að viðhafa fyllstu aðgæslu varðandi rekstrarkostnað veit- unnar.“ Ég kveð nú að sinni, en spyr í leiðinni. Er ekki heldur snöggt að verið, að loka fyrir heita vatnið til okkar í vikunni eftir að notkunargjaldið fellur í gjalddaga, eins og síðustu aug- lýsingar bera með sér í kjölfar seðlanna sem bornir voru til okkar 28. apríl eða þar um bil? Það skyldi þó ekki vanta fyrir farinu, Vilhelm minn? Rafn Hjaltalín. Nýja bíó er ekki á söluskrá Að undanförnu hefur verið sterk- ur orðrómur á kreiki um að JL- húsið í Reykjavík hyggðist kaupa Nýja bíó á Ákureyri og setja þar upp stórmarkað. í samtali við Odd C. Thorarensen, eiganda Nýja bíós, kom fram að þessar fréttir virðast úr lausu lofti gripn- ar og framtíð Nýja bíós langt því frá ráðin. - Ég hef heyrt þetta utan að mér að JL-húsið hyggðist kaupa Nýja bíó en ég hef líka heyrt að Hagkaup og KEA væru í þann veginn að kaupa húsið. Sannleik- urinn er hins vegar sá að Nýja bíó hefur ekki verið sett á sölu- skrá og engin tilboð hafa borist mér. Ég bíð nú eftir teikningum af húsnæðinu og þegar þær eru tilbúnar verður Nýja bíó sett á sölu, sagði Oddur C. Thoraren- sen. ■ ■ Oldrunardagur kirkjunnar Uppstigningardagur hefir verið valinn sérstakur öldrunardagur kirkjunnar. Af þessu tilefni verð- ur guðsþjónustan í Akureyrar- kirkju helgaður öldruðum og fólk úr þeirra hópi mun aðstoða við messuflutninginn. Eftir messu verður 67 ára og eldri borðið til kaffidrykkju af sókninni og félög- um sem starfa við kirkjuna. Margt verður til að auka ánægj- una. Hljóðfæraleikarar úr Tón- listarskóla Akureyrar leika á fiðlu og píanó í messunni og á flautur í kapellunni. Kristinn Þorsteinsson mun stjórna al- mennum söng. Fleira verður á dagskrá. Félagar úr Kiwanis- klúbbnum Kaldbak munu aka öldnum að og frá kirkju og verð- ur pöntunum veitt móttaka í síma 22468 frá kl. 1-3 á miðviku- Sóknarprestarnir.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.