Dagur - 20.01.1984, Blaðsíða 5

Dagur - 20.01.1984, Blaðsíða 5
20. janúar 1984 - DAGUR - 5 Tracy Ullman - You broke my heart in 17 places Yes - 90125 Duran Duran - Seven and the ragged tiger Lífið er rokk Þá er hún komin á plötu, stelpan sem kom svo skemmtilega á óvart á Rás 3 með laginu „They don’t know“. Tracy Ullman heit- ir hún og platan „You broke my heart in 17 places.“ Minna mátti það víst ekki vera. Tracy Ull- mann er lipur sönghnáta með góða rödd og gott ef hún er ekki leikkvendi í ofanálag. Tónlist hennar er líka leikræn á sinn máta en þessi plata hennar kem- ur líka verulega á óvart við fyrstu kynni. Flest lögin eru gömul að árum og flest þeirra hafa einhvern tímann glurnið á djúkboxum. Satt best að segja þá minnir plata Ullman mig á American Graffity- æðið án þess þó að hér sé um eitt- hvað Bill Haley-rokk að ræða. Húsmæðrarokk væri nær lagi. Létt rómantísk eldhússtemmning blönduð eldfjörugu uppvaski. Auk lagsins „They don’t know“ hefur Tracy Ullman komið laginu „Breakaway" hátt á lista en önn- ur eru efnileg. Nægir þar að nefna gömlu lummuna Bobby’s Girl og hið bráðskemmtilega „(Life is a rock) But the radio rolled me“. Það er lag sem óhætt er að mæla með þegar verið er að vaska upp mávastellið (í upp- þvottamaskínunni vel að merkja). „You broke my heart in 17 places“ er plata sem er tilvalin í partýi'n en eins og margar partý- plötur þá eldist hún fremur illa. Er skemmtileg fyrstu fimm skipt- in en síðan hallar hratt undan fæti. - ESE. Merkileg seigla Það er alveg stórfurðulegt hvað það er mikil seigla í sumum hljómsveitum. Maður er búinn að afskrifa þær, pakka þeim niður og leggja á hillu minning- anna, þegar þær taka upp á þeim óskunda að byrja að sprikla aftur. Hjá þeim flestum eru þetta rétt dauðateygjurnar en síðan eru þær til sem gera það ómögu- lega - vakna til lífsins, jafnvel enn betri en þegar þær voru upp á sitt besta. Þetta gerðu t.a.m. Genesis á dögunum, Ian Gillan gerði það sama fyrir Black Sabb- ath og nú síðast vaknaði hin aldna hljómsveit Yes til lífsiris. Ég var líklega búinn að heyra hið þrælgóða (þorraþrælgóða) lag „Owner of a lonely heart“ hátt í tíu sinnum þegar því var lætt að mér að Yes væri bara fjári góð hljómsveit. Gott ef ég hváði ekki eins og bjáni en hvað sem því leið, þá var greinilegt að Yes er enn á lífi og spriklandi af krafti. Reyndar eru aðeins Jon Anderson, söngvari og Chris Squire, gítarleikari eftir af gamla Yes-genginu en að þessu sinni munar þó mestu um liðveislu Trevors Horn upptökustjóra. Hann á þátt í topp-laginu „Own- er of a lonely heart“ en það er líklega rétt að taka það fram að önnur lög eru mun síðri án þess þó að þau séu léleg. Best tekst Yes upp á þessari plötu þegar Jon Anderson hinn þreytandi söngvari lætur minnst til sín heyra en ég er þeirrar skoðunar að hljómsveitin gæti bara gert góða hluti í framtíðinni ef þeir losa sig við hann. Ekki það að Anderson sé slæmur söngvari. Sei, sei, nei. En hann hefur hins vegar mjög sérstæða rödd sem minnir um of á gamla tíma og vilji Yes losa sig við dauða-stimp- ilinn þá verða þeir að losa sig við Jon Anderson. -ESE. Snákasambandið Hljómsveitin Duran Duran vakti feikiathygli fyrst þegar hún kom fram á sjónarsviðið og menn eru jafnframt sammála um að „Rio“ sé ein af betri plötum síðari tíma. „Seven and the ragged tiger“ er nafn nýju plötunnar og það eru heyrnarlausir menn sem vita ekki að lagið „Union of the snake“ er eitt af þeim betri sem samin voru á síðasta ári. Því miður hef ég lítið heyrt í Duran Duran fram að þessu en ég get þó vitnað um að mér þykir „Seven and the ragged tiger“ hin ágætasta plata. Hún er kannski dálítið seintekin en ef maður gef- ur sér tóm til þess að hlusta vel á hana, þá rennur upp fyrir manni ljós... Þetta er djúphugsuð plata og Duran Duran er svo sannar- lega hljómsveit framtíðarinnar. „Union of the snake“ er það lag sem grípur mest við fyrstu hlust- un en ég er ekki frá því að önnur eigi eftir að gera það gott í náinni framtíð. Öfugt við t.a.m. Tracey litlu Ullman þá eldast Duran Duran mjög vel og eins og maðurinn sagði: - Þeirra er fram- tíðin. - ESE. Þorrablót Laugaborg Áriegt þorrablót íbúa Hrafnagilshrepps veröur haldiö 28. janúar kl. 20.00. Burtfluttir sveitungar velkomnir. Miöasala í Laugarborg miðvikudag 25. janúar kl. 4-6 e.h. sími 31139. Föstudagur Mánasalur opnaður kl. 19.00. Ingimar Eydal leikur létta tónlist fyrir matargesti. Sérstakt bóndadagstilboð á matseðlinum Sólarsalur opnaður kl. 22.00. Ingimar Eydal skemmtir ásamt hljómsveit til kl. 03. Laugardagur Opnað kl. 18.00 Ljúf dinnertónlist Stórhljómsveit Ingimars Eydal heldur uppi fjörinu til kl. 03. V Framsóknarfélag Akureyrar Bæjarmálafundur verður haldinn í Strandgötu 31 imánudaginn 23. jan. kl. 20.30. Fulltrúar í nefndum eru sérstaklega hvattir til aö mæta. Smáauglýsingaþjónusta Dags Blómafraftar HonaytM* Pollan S. „Hin fulkomna laBÖa." Sölu- staðir: Bila- og húsmunamiðlunin. Strandgötu 23 simi 23912 frá kl. 9-18 og Skólastigur 1 Iré kl. 18- Peugool 504 árg '75 til sðlu eltir veltu. Uppl i sima 31258 ettir kl. 20.00. a Gamalt aófaaatt til sölu. 4ra sœta sóti og tveir stólar, einnig sóla- borð. Selst ódýrt. Uppl. i 'sima Ungt og regluaamt barnlaust par óskar eftir 2ja herb. Góðri unnm.^.,-..i. Sagaðlr rakaviðarataurar til sóiu Uppl. i síma 33176. Til söiu sl palisandeil homborð. fl 22758 ettir ^bívo 245 árg. '82 til sölu, ekinn 29 þús. km. Til greina kemur að taka ódýrari bil uppi Uppl i sima 21829 Þelamerkur- skóla sunnudaginn 23. okt. Hetst kl. 20.30. Stjómin. Bíla- og húsmunamlðlunin, Strandgötu 23. simi 23912 aug- lýsir: Nýkon^til sölu: Kœli- og frystiskáparjWrgar gerðir, frysti- kistur, súW^^ófaborð, snyrti- borö, sófasett, svefnsófiy*:\|«^^w»orjónavél. bamarúm^^^CyNúra eigu- 61430. Húsbyggjendur VerkstæðisvinK Aliegro arg. '77 er til solu Selst ódýrt ef samið er fljótt. Uppl i síma 28394

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.