Dagur - 20.01.1984, Blaðsíða 16

Dagur - 20.01.1984, Blaðsíða 16
Akureyri, föstudagur 20. janúar 1984 ÞORRAMATUR afgreiddur alla daga frá Bauta Verð kr. 295 per skammt. Afsláttur fyrir hópa Togaranum Siglfirðingi breytt I frystitogara: Aflaverðmætið tvöfaldast! — Verklð líklega unnið hjá Slippstöðinni Allt bendirnútilþessaðtogar- fullnýta hráefnið en nokkur anum S.glfirðing. fra S.gluF.rð. gagnrýni hefur komjð fram t d á verð. breytt . frystitogara Akureyrina frá Akureyri um að þar séu aðeins flökin nýtt en af- ganginum kastað í sjóinn. Eldur kom upp í fyrradag á bæn- um Litla-Hamri í Öngulsstaða- hreppi og var slökkviliðið á Ak- ureyri kallað á vettvang. í ljós kom að eldur var í fjósi á bænum í vegg og þaki og logaði þar í einangrun. Tókst fljótlega að ráða niðurlögum eldsins og urðu skemmdir litlar. mnan skamms og að verkið verði unnið í Slippstöðinni á Akureyri. Gunnar Júlíusson, annar eigandi togarans sagði í samtali við Dag að þessa dag- ana væri verið að ganga frá ýmsum formsatriðum s.s. ábyrgðum fyrir lánum en ef allt gengi vel þá ætti verkið að geta hafist eftir hálfan annan mán- uð eða svo. Að sögn Gunnars Júlíussonar þá eru uppi hugmyndir um að koma fyrir bræðslu um borð og - Við erum að kanna þessi mál nú en þetta er dýrt fyrirtæki, sagði Gunnar Júlíusson. - Hvað gæti þessi bræðsla fært ykkur í aðra hönd? - Ef við fáum t.d. 1800 tonna kvóta þá fellur annað eins til í bræðslu og verðmæti þeirra af- urða gæti numið fjórum til fimm milljónum króna. Þctta gæti því numið helmingi eldsneytiskostn- aðar en togari sem þessi fer með olíu fyrir um tíu milljónir króna árlega. - Hvað með verðmætasköp- unina? Hvað munar miklu í verð- mætum miðað við að aflinn sé unninn um borð í stað þess að vinna hann á hefðbundinn hátt í frystihúsi? - Aflaverðmætin rúmlega tvöfaldast. Við erum nú að berj- ast við að fiska fyrir 21 til 22 milljónir króna en aflaverðmætið gæti farið vel yfir 40 milljónir króna án mikið meiri tilkostnað- ar. Bara afurðirnar úr sjófrystu eru 10-15% verðmeiri en afurðir unnar í frystihúsum. - Er þetta framtíðin? - Nei ég held að þetta sé ekki framtíðin. Það er minni breidd í þessari vinnslu en vinnslunni í landi og þessir frystitogarar eru fyrst og fremst afleiðing þeirrar stöðu sem komin er upp í dag. Menn verða að bjarga sér út úr þeim vanda sem þeir eru komnir í, en það eru aðeins þeir sem hafa nokkurn veginn óbundnar hend- ur sem geta brugðið á þetta ráð. Þeir sem hafa frystihús til að hugsa um geta ekki farið út í þetta og ég hef heldur ekki trú á að menn fari út í þetta í stórum mæli, sagði Gunnar Júlíusson. - ESE. Hitaveita Akureyrar: Engin vandræ5i“ Kaupstaðarferð. Mynd. KGA. - Það á ekki að koma okkur Akureyringum á óvart þó frost sé um og yfír 15 gráður um lengri eða skemmri tíma og þessir kuldar hafa ekki valdið Hitaveitu Akureyrar neinum teljandi erfíðleikum, sagði Wilhelm V. Steindórsson, hitaveitustjóri, í samtali við Dag. - Það er nóg af heitu vatni. Lítil notkun sl. sumar kemur okkur mjög vel núna, sagði Wilhelm, en samkvæmt upplýs- ingum hans hefur ekki þurft að snerpa á hitaveitunni með kyndi- stöðinni þrátt fyrir kuldana. Að sögn Wilhelms þá á enginn bæjarbúa sem hefur hitaveitu að þurfa að kvarta yfir hitastigi vatnsins. Á þeim stöðum sem næstir eru miðlunartanki er vatnið sem næst 80 gráðu heitt, sem Wil- helm segir vera kjörhitastig vatns til hitaveitna, en fjær hefur hitinn farið allt niður í rúmar 60 gráður. Öllum þeim sem fá vatn með svo lágu hitastigi hefur verið bætt það upp með auknum vatnsskammti. Kuldakastið virðist hafa vakið fólk til umhugsunar um málefni Hitaveitu Akureyrar. í grein sem Haraldur Sveinbjörnsson, verk- fræðingur ritar í blaðið í dag er m.a. varpað fram þeirri hugmynd hvort ekki sé hægt að láta hitastig hitaveituvatnsins breytast í sam- ræmi við lofthita. Leggur Harald- ur til að t.d. mætti miða við að hiti í miðlunargeymi væri 65 gráður þegar meðalhiti er 10 gráður eða hærri en hækkaði síð- an um eina gráðu fyrir hverja gráðu sem lofthiti lækkaði. Þann- ig myndi hiti í miðlunargeymi vera um 90 gráður í 15 gráðu frosti. Hugmyndir Haraldar eru mjög á sama veg og hugmyndir Péturs Pálmasonar verkfræðings sem sæti á í hitaveitustjórn, en hann hefur lagt til að vatnshiti veitunn- ar verði hækkaður fari frost niður fyrir sjö gráður. - Ég tel þessar hugmyndir Pét- urs og Haraldar á misskilningi byggðar. Það er ekki hitastig vatnsins sem veldur vandræðum. 80 gráður er kappnóg. Fólk þarf hins vegar almennt að auka vatnsskammtinn, sagði Wilhelm V. Steindórsson, hitaveitustjóri. - ESE. Veður „Þið fáið sunnan og suð- vestanátt um helgina fyrir norðan“ sagði Þóranna Pálsdóttir veðurfræðingur á Veðurstofu íslands í morgun og var ekki í nokkrum vafa með helg- arveðrið á Norðurlandi. „Það er allt útlit fyrir að sunnanáttin ráði ríkjum næstu daga. Það verður ekki mjög hvasst en mun að öllum líkinduni ganga á með éljum um helgina,“ sagði Þóranna. Kaupið aðeins viðurkenndar snyrtivörur Steudhal PARIS (fv/IDAL SflSSQON^)

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.