Dagur - 20.01.1984, Blaðsíða 15

Dagur - 20.01.1984, Blaðsíða 15
20. janúar 1984 - DAGUR - 15 Getur Hitaveitan hækkaft hitastig til neytenda í miklnm frostnin — án þess að leggja út í aukakostnað? Mikið hefur verið rætt um sölufyrirkomulag Hitaveitu Akureyrar á undanförnum árum og hafa margir talið, að það hafi verið röng ákvörðun að selja heita vatn- ið um hemil, í stað þess að nota mæla. Bent hefur verið á, að þetta leiði til þess, að vatnsnotkun verði óþartlega mikil, þegar hlýtt er í veðri, þar sem húseigendur hafi engan hag af að spara vatnið. Hitt hefur minna ver- ið rætt hvaða ráðstafanir megi gera til þess að draga úr þessum galla hemlanna. Erlendis eru hitaveitur yfirleitt reknar með breytilegu hitastigi eftir útihita, þannig að hitastig vatnsins er hátt, þegar útihitastig er lágt og varmaþörf mikil. Þegar hlýtt er í veðri er hitastig vatnsins hins vegar haft eins lágt og hægt er með tilliti til kranavatns. Þessi aðferð á mjög vel við sölu um hemil, ef vatnshitanum er stýrt þannig, að varmaþörfinni sé full- nægt við flestar aðstæður. Um- framorka yrði þá óveruleg, nema þegar svo hlýtt er í veðri, að kranavatn yrði of kalt, ef ein- ungis væri tekið mið af varma- þörfinni. Á meðfylgjandi línuriti er sýnt, hvernig vatnshitinn þyrfti að breytast eftir útihitastigi, til þess að samsvara hitaþörfinni til upp- hitunar venjulegs íbúðarhúss. Annars vegar er gert ráð fyrir að loftskipti séu alltaf jafn mikil í húsinu, en í hinu tilfellinu er reiknað með að loftskipti minnki úr 25% af hitaþörf við 0°C í 10% við 15 stiga frost. Eðlilegt virðist að miða við seinna tilfellið, þar sem hægt er að draga úr loftskipt- um þegar kaldast er án þess að það komi að verulegri sök. Hjá Hitaveitu Akureyrar væri eðlilegast að velja hitastig þannig, að um sem minnstar skammtabreytingar yrði að ræða og verð á mínútulítra héldist óbreytt. Verð á vatni samkvæ.mt mæli yrði hins vegar að lækka til samræmis við lækkaðan meðal- hita. Til dæmis mætti miða við að hitastig frá miðlunargeymi yrði 65°C þegar meðalhiti sólarhrings er 10°C eða hærri, en hækkaði síðan um 1°C við hverja gráðu, sem útihitastig lækkaði. Það yrði því 75°C við 0°C útihita, 80°C í 5 stiga frosti og mest 90°C í 15 stiga frosti eða meira. Einnig þyrfti að taka eitthvað tillit til vinds. Fyrir húseigendur yrði kostur- inn við þessa tilhögun sá, að þeir sem nú fá nægan hita í 5 stiga frosti myndu fá nægan hita við öll venjuleg skilyrði. Ókosturinn yrði sá að kranavatn yrði óþægi- lega heitt í nokkra daga á ári. Fyrir hitaveituna væri kostur- inn við tilhögunina sá, að meðal- hitastigið á vatninu lækkaði, yrði um 72°C í stað 76°C árið 1982. Ókostur væri að heitara vatn þyrfti, þegar kaldast er í veðri. Væntanlega yrði að mæta því að einhverju leyti með því að nota kyndistöðina. Á það má hins veg- ar benda, að hitaeiningin frá kyndistöðinni kostar ékki nema fjórðunginn af því sem hún kost- ar ef hitað er með rafmagni á heimilistaxta, eins og margir not- endur gera þessa dagana. Einnig má benda á, að aflþörfin yrði mun meiri í kuldaköstum, ef selt væri eftir mæli. Það hefði því í för með sér enn meiri olíunotk- un. Niðurstöður Við núverandi aðstæður fá not- endur ekki nægilega upphitun, þegar kaldast er í veðri. Margir þeirra nota hins vegar óþarflega mikið vatn þegar hlýtt er í veðri. Með því að láta hitastig vatns- ins breytast með útihita í sam- ræmi við hitaþörf er hægt að ráða bót á þessu að verulegu leyti. Notendur fengju nægilega upp- hitun í kuldum, án þess að kostn- aður hitaveitunnar ykist frá því sem nú er. Ef menn efast um að þetta sé rétt, þá er ekkert auðveldara, en að prófa það, það er hægt án þess að leggja í nokkurn stofnkostnað hjá hitaveitunni. Haraldur Sveinbjörnsson, verkfræðingur. Ragnhelður Steindórsdóttir í My fair Lady. Leikféiag Akureyrar My fair Lady Sýningar 39. sýning föstudag 20. jan. kl. 20.30. 40. sýninglaugardag21.jan. kl. 20.30. Miðasala opin alla daga kl. 16-19 kvöldsýningardaga kl. 16-20.30. Sími 24073. Ósóttar miðapantanir seldar tveimur tímum fyrir sýningu. Sýningum fer að fækka Handhafar áskriftarkorta á Galdra-Loft hafið sam- band við miðasölu. Leikfélag Akureyrar. Áskrift - Auglýsingar Afgreiðsla Sími24222 ...... 1 ■ 1» Árshátíð Austfirðinga- og Þingey- ingafélagsins á Akureyri verður haldin á Hótel KEA laugardaginn 28. janúar og hefst með borðhaldi kl. 19.30 (þorramatur). Að- göngumiðar verða seldir á Hótel KEA miðvikudag 25. janúar og fimmtudag 26. janúar kl. 20-22 báða daga. Allir Austfirðingar og Þingeyingar eru hvattir til að fjölmenna á árshátíð- ina og taka með sér gesti. Skemmtinefnd. Hótel Varðborg Veitingasala Árshátíðir Þorrablót Einkasamkvæmi Köld borð Heitur veislumatur Þorramatur Smurt brauð Snittur Coktailsnittur Getum lánað diska og hnífapör Útvegum þjónustufólk Sími 22600 Júníus heima 24599 Línurit, sem sýnir hvernig vatns- hiti breytist með útihitastigi, til þess að samsvara varmaþörf til upphitunar íbúðarhúss. 1. Loftskipti, jöfn óháð útihita. 2. Loftskipti 25% af hitaþörf ofan 0°C, en minnka neðan 0°C í 10% við -15°C. Dansleikur laugardagskvöld Dansleikur laugardagskvöldió 21. janúar, matur framreiddur frá kl. 19.00-22.00. Casablanca leikur fyrir dansi til kl. 02.00. Þorramatur Eins og undanfarin ár er þorramatur okkar í sérflokki hvað verkun og gæði snertir Hver skammtur inniheldur: Hangikjöt—Heitan uppstúf Nýtt kjöt—Heitar kartöflur Saltkjöt—Heita rófustappu Súra sviðasultu-Súran hval Súr eistu Súrt pressað kjöt (lundabaggi) Hákarl Harðfisk—Flatbrauð Smjör-Laufabrauð Verð kr. 295. Aflsláttur fyrir hópa. Opið alla daga frá kl. 08.00-20.00. SÍMI: 96-22 200 /k

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.