Dagur - 20.01.1984, Blaðsíða 12

Dagur - 20.01.1984, Blaðsíða 12
12 - DAGUR - 20. janúar 1984 Föstudagur 20. janúar. 19.45 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir - veður. 20.30 Auglýsingar og dag- skrá. 20.40 Á döfinni. 20.50 Við múrinn. (At the Last WaH) 6. október 1982 hélt breski rokksöngvarinn og laga- smiðurinn Kevin Coyne hljómleika á Potsdamtorgi í Berlín sem fylgst er með í þætti þessum. 21.30 Kastljós. 22.30 Sumarlandið (Smultronstállet) Sænsk bíómynd frá 1957. Höfundur og leikstjóri: Ing- mar Bergman. Aðalhlutverk: Victor Sjöström, Gunnar Björnstrand, Ingrid Thulin, Bibi Andersson og Folke Sundquist. Aðalpersóna myndarinnar er aldraður maður sem tekst ferð á hendur. En þetta ferðalag verður honum jafn- framt reikningsskil við fortíð og nútíð svo að hann verður ekki sami maður að leiðar- lokum. 00.00 Fréttir i dagskrárlok. Laugardagur 21. janúar. 16.15 Fólk á förnum vegi. 10. Skiptiborðið. 16.30 íþróttir. 18.30 Engin hetja. Fjórði þáttur. 18.55 Enska knattspyrnan. 19.45 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir. 20.25 Auglýsingar og dag- skrá. 20.35 í lífsins ólgusjó. Þriðji þáttur. 21.00 Reiðubúinn þegar þú vilt, hr. DeMille. Bandarískur sjónvarpsþátt- ur um einn frægasta og um- deildasta kvikmyndastjóra . vestanhafs, Cecii B. DeMille. 21.55 Tehús ágústmánans. Bandarisk gamanmynd frá 1956. Leikstjóri: Daniel Mann. Aðalhlutverk: Marlon Brando, Glenn Ford, Eddie Albert, Paul Ford og Michiko Kyo. Fisby, höfuðsmaður í banda- riska setuhðinu i Japan, er sendur til þorps eins ásamt túlki tU að stuðla að bættum samskiptum þjóðanna. Svo fer að höfuðsmaðurinn ánetjast japönskum siðvenj- um, yfirmanni hans tU mikill- ar gremju. 00.25 Dagskrárlok. Sunnudagur 22. janúar. 16.00 Sunnudagshugvekja. 16.10 Húsið á sléttunni. Máttur trúarinnar. 17.00 Stórfljótin. 3. Visla. 18.00 Stundin okkar. 18.50 Hlé 19.45 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Auglýsingar og dag- skrá. 20.30 Sjónvarp næstu viku. 20.45 Tökum lagið. Fyrsti þáttur í nýrri þátttaröð frá Sjónvarpinu, sem tekinn verður upp í íslensku óper- unni. 21.20 Úr árbókum Barchester- bæjar. (Barchester Chronicles) Nýr flokkur - Fyrsti þáttur. Framhaldsmyndaflokkur í sjö þáttum frá breska sjón- varpinu, gerður eftir tveimur skáldsögum eftir Anthony Trollope. Leikstjóri: David Giles. Leikendur: Donald Pleas- ence, Nigel Hawthorne, Ger- andine McEwan, Susan Hampshire og fleiri. Sagan gerist á öldinni sem leið í ímynduðum smábæ, Bar- chester á Vestur-Englandi. Greinir hún frá ýmsum atvikum í lífi bæjarbúa en einkum þeim sem snerta for- stöðumann elliheimilis í bænum og dætur hans. 22.15 Listakonur í fjórar aldir. Bandarísk heimildamynd um ýmsar Ustakonur og verk þeirra frá endurreisnartíman um fram á tuttugustu öld. 23.15 Dagskrárlok. Mánudagur 23. janúar 19.35 Tommi og Jenni. 19.45 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir, veður. 20.40 íþróttir. 21.15 Dave Allen. 22.00 Dominick snýr aftur. Bresk sjónvarpsmynd. 23.30 Fréttir í dagskrárlok. Þriðjudagur 24. janúar 19.35 Bogi og Logi. 19.45 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir, veður. 20.35 Vindorka. Bresk fræðslumynd. 20.45 Bændur og krókódílar. Fræðslumynd. 21.05 Derrick. 22.05 Hvað gerist meðan við bíðum. Umræðuþáttur um ávana- og fíkniefnaneyslu unghnga. 23.00 Fréttir í dagskrárlok. 25. janúar 18.00 Söguhornið 18.10 Mýsla. 18.20 Innan fjögurra veggja. 18.30 Úr heimi goðanna. Norskur fræðslumyndaflokk- ur. 18.55 Fólk á förnum vegi. 19.10 Á skíðum. Endursýning 1. þáttur. 19.45 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.35 Leghálskrabbamein. Endursýndur kafU úr Kast- ljósi. 21.05 Dallas. 21.55 Eitrað regn. Bresk heimildarmynd. 22.45 Fréttir í dagskrárlok. Atriði úr Tehúsi ágústmánans, sem er á dagskrá sjónvarps- ins á laugardagskvöldið. Ingrit Tulin og Victoi Sjöström í „Sumarlandið“, sem sýnd verður á föstudagskvöldið. Föstudagur 20. janúar 19.00 Kvöldfréttir ■ Tilkynn- ingar. 19.50 Við stokkinn. 20.00 Lög unga fólksins. 20.40 Kvöldvaka. 21.10 Karlakórinn Ægir í Bol- ungavík og Karlakór ísa- fjarðar syngja íslensk og er- lend lög. 21.40 Við aldahvörf. Þáttur um brautryðjendur i grasafræði og garðyrkju á ís- landi um aldamótin. VII. og síðasti þáttur: Einar Helga- son. Umsón: Hrafnhildur Jóns- dóttir. Lesari með henni Jó- hann Pálsson. 22.15 Veðurfregnir • Fréttir Dagskrá morgundagsins Orð kvöldsins. 22.35 Djassþáttur. 23.15 Kvöldgestir - þáttur Jónasar Jónassonar. 00.50 Fréttir • Dagskrárlok. Næturútvarp frá RÁS 2 hefst með veðurfregnum kl. 01.00 og lýkur kl. 03.00. Laugardagur 21. janúar 7.00 Veðurfregnir • Fréttir • Bæn • Tónleikar - Þulur vel- ur og kynnir • 7.25 Leikfimi • Tónleikar. 8.00 Fréttir • Dagskrá • 8.15 Veðurfregnir • Morgunorð. 8.30 Forustugr. dagbl. Tónleikar. 9.00 Fréttir ■ Tilkynningar • Tónleikar. 9.30 Óskalög sjúklinga. 11.20 Hrimgrund. 12.00 Dagskrá ■ Tónleikar • Tilkynningar. 12.20 Fréttir • 12.45 Veður- fregnir • Tilkynningar ■ Tónleikar. 13.40 íþróttaþáttur. 14.00 Listalif. 15.10 Listapopp. - Gunnar Salvarsson. (Þátt- urinn endurtekinn kl. 24.00). 16.00 Fréttir ■ Dagskrá • 16.15 Veðurfregnir. 16.20 íslenskt mál. 16.30 Nýjustu fréttir af Njálu. 17.00 Tónleikar Kammer- sveitar Reykjavíkur í Ás- kirkju 8. þ.m. „Árstíðirnar" eftir Antonio Vivaldi. 18.00 Ungir pennar. Stjórnandi: Dómhildur Sig- urðardóttir. 18.10 Tónleikar • Tilkynning- ar. 18.45 Veðurfregnir • Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir • Tilkynn- ingar. 19.35 Lifað og skrifað: „Ni- tján hundruð áttatíu og fjögur" Þriðji þáttur: „Ást og upp- reisn“ 20.20 Útvarpssaga barnanna: „Niculás Nickleby" eftir Charles Dickens (6). 20.40 Norrænir nútímahöf- undar - 1. þáttur: Pentti Saaritsa. 21.15 Á sveitalínunni í Reykjadal . Þáttur Hildu Torfadóttur, Laugum í Reykjadal. 22.00 Krækiber á stangli. Þriðji rabbþáttur Guðmund- ar L. Friðfinnssonar. 22.15 Veðurfregnir • Fréttir • Dagskrá morgundagsins • Orð kvöldsins. 22.35 Harmonikuþáttur.. 23.05 Létt sígild tónlist. 23.50 Fréttir • Dagskrárlok. 24.00 Næturútvarp frá RÁS 2 til kl. 03.00. Sunnudagur 22. janúar 8.00 Morgunandakt. Séra Lárus Þ. Guðmundsson prófastur í Holti flytur bæn. 8.10 Fréttir. 8.15 Veðurfregnir ■ Forustu- gr. dagbl. 8.35 Létt morgunlög. 9.00 Fréttir. 9.05 Morguntónleikar. 10.00 Fréttir • 10.10 Veður- fregnir. 10.25 Út og suður. 11.00 Bænasamkoma í Að- ventukirkjunni. Prestur: Séra Erhng Snorra- son. Organleikari: Oddný Þor- steinsdóttir. Hádegistónleikar 12.10 Dagskrá ■ Tónleikar. 12.20 Fréttir • 12.45 Veður- fregnir • Tilkynningar • Tónleikar. 13.30 Vikan sem var. Umsjón: Rafn Jónsson. 14.10 „Krummi er fuglinn minn“; seinni hluti. Dagskrá úr verkum eftir og um Davíð Stefánsson skáld frá Fagraskógi. Umsjón: Gestur E. Jónsson. Flytjendur ásamt honum: Sunna Borg, Theodór Júlíus- son, Signý Pálsdóttir og Þrá- inn Karlsson. 15.15 í dægurlandi. 16.00 Fréttir • Dagskrá • 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Um vísindi og fræði • Charles Darwin og Gregor Mendel: Sigurberar efnis- hyggjunnar í líffræði. 17.00 Síðdegistónleikar. 18.00 Um fiska og fugla, hunda og ketti og fleiri ís- lendinga. Stefán Jónsson talar. 18.20 Tónleikar • Tilkynning- ar. 18.45 Veðurfregnir • Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir ■ Tilkynn- ingar. 19.35 Bókvit. 19.50 „Tjaldað til einnar nætur“ Kristinn Kristjánsson les eig- in ljóð. 20.00 Útvarp unga fólksins. Stjómandi: Guðrún Birgis- dóttir. 21.00 Gömul tónlist. 21.40 Útvarpssagan: „Laun- dóttir hreppstjórans" eftir Þórunni Elfu Magnúsdótt- ur. (25) 22.15 Veðurfregnir • Fréttir ■ Dagskrá morgundagsins ■ Orð kvöldsins. 22.35 Kotra. Stjómandi: Signý Pálsdóttir. 23.05 Sænski píanóleikarinn Jan Johanson. Seinni þáttur Ólafs Þórðar- sonar og Kormáks Braga- sonar. 23.50 Fréttir ■ Dagskrárlok. Það er sjálfsagt ekki ofmælt að orðið verðbólga sé það orð sem hæst hefur borið í máli þeirra manna er farið hafa með hið þingræðislega vald hér á landi síðasta ára- tug. Notkun orðsins hefur oftast tengst þeim ásetningi að minnka fyrrnefnda bólgu í landi voru. í fallegri setningu í t.d. stjórnmálaályktun gæti þetta hljóðað svo: „Unnið verði að hjöðnun verðbólgu með markvissum aðgerðum er nái til allra þátta íslensks efnahagslífs, án þess að atvinnuleysi hljótist af eða að lífskjör skerðist.“ Þetta hljómar vel, ekki satt? Við myndun núverandi ríkisstjórnar náðist sam- komulag um hvernig hrinda eigi af stað mörgum fram- faramálum, m.a. að tryggja atvinnu og að draga úr verð- bólgu. Einnig náðist sam- komulag um hver væri verð- bólguvaldurinn ógurlegi. Fyrir valinu varð hinn vinn- andi maður. Laun hans valda verðbólgu, burtséð frá því hve lág þau laun eru í krónum talið. Svo vel hefur ríkisstjórn- inni tekist í vali sínu um að lágmarkstekjur verkafólks sé orsök verðbólguvandans að það sjálft er farið að trúa því, þrátt fyrir þá staðreynd að útborguð laun duga ekki fyrir lágmarks framfærslu og rekstri eigin húsnæðis. Laun þessa fólks valda ekki verðbólgu, þessu fólki verður að hlífa, þeim verður að tryggja viðunandi lág- markstekjur. Pessu mark- miði má ná með aukinni tekjujöfnun í þjóðfélaginu. Máltækið segir: „Sá veldur er á heldur“. Flestum er ljóst að hvorki launafólk innan verkalýðshreyfingar- innar né forystumenn henn- ar ráða yfir eða ráðstafa því fjármagni sem notað er til uppbyggingar atvinnulífsins hér á landi. Pví verður þeim vart kennt um hvernig kom- ið er fyrir t.d. sjávarútvegi eða uppbyggingu iðnaðar- ins. En eins og fram hefur komið í fjölmiðlum er hagur þessara tveggja greina afar bágborinn. I stuttu máli má segja að við höfum nú ekki lengur ráð á að sækja hin hefð- bundnu fiskimið, þó hráefn- ið sé ókeypis í sjónum. Þessu má líkja við, að í kaupfélaginu okkar fáist ókeypis fiskur, en tilkostn- aður við að komast þangað sé svo mikill að ekki borgi sig að sækja hann. Nú er átvinna ótryggari en oftast áður. Til þess liggja margar ástæður. Ein ný iðn- grein mun nú bætast við þær greinar er hafa atvinnuleysi innan sinna raða, því bóka- gerðarmenn hafa nú bæst í hópinn. Ástæðurnar fyrir dökkum horfum í þeirri iðngrein má fyrst og fremst rekja til að- gerða núverandi fjármála- ráðherra, sem með einu „pennastriki“ nú í haust, gerði að engu þann sam- keppnisgrundvöll er var á milli bókarinnar og hljóm- plötunnar, með því að fella niður gjöld af innfluttum hljómplötum. Það er ekki ólíklegt að þessi aðgerð ráð- herrans hafi orsakað að 100- 150 þúsund færri bækur hafi selst en reiknað var með. Á sama tíma sá ráðherr- ann sér ekki fært að fella niður söluskatt af bókum. Hér þótti sjálfsagt að fórna íslensku handverki og menningu fyrir stundarhags- muni innflutningsversl- unarinnar, þar sem heildsalarnir blómstra. Þó nú sé spyrnt við fótum í baráttunni við verðbólguna má ekki leggja drápsklyfjar á þá sem eru hvað verst sett- ir í þjóðfélaginu. Þeir hafa ekkert svigrúm til að mæta þeim kjaraskerðingum sem þegar eru orðnar að veru- leika. En verði hvorki lífs- kjaraskerðing eða atvinnu- leysi umflúið á komandi árum, verður að mæta þeim ófögnuði með því að jafna byrðunum réttlátlega. T.d. má stytta vinnutíma til að skapa fleiri störf og einnig verður að tryggja viðunandi kaupmátt lágmarkstekna með tekjujöfnuði í þjóðfé- laginu.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.