Dagur - 20.01.1984, Blaðsíða 8

Dagur - 20.01.1984, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - 20. janúar 1984 „Já, ég get vel hugsað mér að vera skóla- meistari í 12 ár í viðbót. Tíminn er svo fíjótur að líða. Verði ég hins vegar til sjötugs, eru árin orðin 36 sem skólameistari og ég veit ekki hversu hollt það er fyrir mig né heldur Menntaskól- ann á Akureyri, hversu lengi sá góði skóli þolir sama skóla- meistarann. Að vísu var Jón A. Hjaltalín skólameistari 28 ár, Sigurður skólameistari Guðmundsson sat hér 26 ár, Þórarinn Björnsson var 20 ár skólameistari auk 15 ára sem kennari og Steindór frá Hlöðum var við skólann 42 ár samtals, og ég sé ekki að skólinn hafi liðið fyrir það. “ Við erum komin í helgarviðtal við Tryggva Gíslason, skólameistara við Menntaskólann á Akureyri. Að góð- um gömlum íslenskum sið var hann fyrst spurður um ætt og uppruna. „Ég er fæddur á Norðfirði og uppalinn þar til sjö ára aldurs, en fluttist með foreldrum mínum til Ak- ureyrar sumarið 1945. Móðir mín var Fanny Kristín Ingvarsdóttir Pálma- sonar alþingismanns og útvegsbónda á Nesi í Norðfirði. Faðir minn er Gísli Kristjánsson. Hann er fæddur og uppalinn í Mjóafirði, einn af af- komendum Hermanns í Firði, sem var sonur Jóns pamfíls. Hermann í Firði var héraðshöfðingi og auðugur maður og „óviðráðanlega kvenholl- ur“, að því er sagnir herma. Einn sona Hermanns í Firði var Hjálmar á Brekku, langafi minn og langafi Vilhjálms á Brekku. Við Vilhjálmur erum því þremenningar. Já, það er rétt hjá þér. Hermann í Firði átti mörg afar mörg börn. Hann var þríkvæntur og átti á þriðja tug barna með konum sínum, auk hálf- refa. Hann var því kynsæll maður og mikill ættbogi frá honum kominn.“ • Gísli „ríki“ til Akureyrar - Faðir þinn mun hafa verið nefndur Gísli ríki, ekki rétt? „Jú, það þótti nokkrum tíðindum sæta þegar við fluttumst til Akureyr- ar og pabbi byggði hús við Helga- magrastræti, sem hann lét fullgera áður en við fluttumst inn, og ekki nóg með það, hann lét einnig fullgera garð við húsið sem var óvanalegt. Menn undruðust þetta og töldu að faðir minn ætti mikið fé, enda mun honum hafa græðst nokkuð fé á þess- um árum. Hann stundaði sjálfur sjó, sem háseti og síðar formaður, en 1923 hóf hann útgerð frá Nesi. Hún gekk vel, hann var aflasæll og dug- legur sjómaður, og það er ekki nokk- ur vafi að honum hafði græðst mikið fé þegar við fluttumst til Akureyrar. Og hér fékk faðir minn viðurnefnið „ríki“, en það hafði hann aldrei bor- ið á Norðfirði. Þar var hann sjómað- ur og útgerðarmaður og gekk til allr- ar vinnu. Pabbi gerði út eftir að til Akureyr- ar kom, m.a. á síld fyrir Norðurlandi og á vetrarvertíð fyrir Suðurlandi, en síldarleysisárin urðu honum þung í skauti sem öðrum. Pegar fór að halla undan fæti lét hann gera útgerð sína upp. Það var vorið 1955 og þá átti hann enn fyrir skuldum. Áður en það varð hafði honum verið boðinn tog- ari, án þess að hann væri krafinn um greiðslu við afhendingu, líkt og tíðk- ast hefur hérlendis á undanförnum áratugum. En hann taldi sig ekki geta gert slíkan samning. Hann kaus frekar að láta gera útgerð sína upp, borga skuldir sínar og flytja suður. Þá var Gísli „ríki“ orðinn félítill maður. Við settumst að í Hafnarfirði og þar lifa foreldrar mínir í hárri elli en við góða heilsu.“ 0 Þeir hurfu í snjóskafíana - Hvernig var að koma til Akureyr- ar? „Það var mjög gott og ég á góðar minningar frá bernskuheimili mínu á Akureyri. Ég bjó á Norður-Brekk- unni og ólst þar upp með mörgu góðu fólki. Þetta var afar skemmti- legt samfélag, nýtt hverfi í bænum; Helgamagrastræti, Munkaþverár- stræti, Bjarkarstígur og hluti af Þór- unnarstræti. Þarna var margt knárra sveina og fríðra meyja.“ - Voruð þið baldin? „Nei, það held ég ekki, hins vegar gerðist margt sem er í frásögur fær- andi. Minnisstæð er mér morgunstundin þegar við strákarnir holuðum alla snjóskafla í Bjarkarstígnum. Þá var fannfergi mikið og engar götur ruddar. Helgamagrastræti og nær- liggjandi götur voru þá ekki bílfærar frá því í fyrstu snjóum fram á vor. Háir sem lágir urðu að ganga fann- irnar og um þær mynduðust slóðir. Svo var það einn sólríkan marsmorg- un, að við strákarnir risum snemma úr rekkju og grófum innan skaflana sem slóðirnar lágu um. Þegar leið að hádegi komu heimilisfeðurnir neðan úr bæ í hádegismat eins og þá var venja: Sýslumaður, bankastjóri, skóíastjóri, alþingismaður og barna- kennarar. Sumir sukku upp að hönd- um í fönnina, en aðrir hurfu alveg sjónum. Á meðan stóðum við í garði Davíðs Stefánssonar frá Fagraskógi og sumir hlógu. En þetta átti að vera græskulaust gaman.“ % Ætlaði að verða húsgagnasmiður Að loknu landsprófi frá Gagnfræða- skóla Akureyrar ætlaði Tryggvi að læra húsgagnasmíði og var kominn með námssamning upp á vasann. En það varð ekki úr, því Tryggvi settist í Menntaskólann haustið 1954. Hann var spurður hvort vilji foreldra hans hafi þar ráðið ferðinni? „Nei, það var ekki, að minnsta kosti reið það ekki baggamuninn. Mestu réð sennilega að vinir mínir fóru margir þessa leið. En ég man eftir því, að Þorsteinn M. Jónsson, skólastjóri, taldi það þó enga ósvinnu, að fara til iðnnáms þótt lok- ið væri landsprófi, enda var hann skynsamur maður. Þótt foreldrar Tryggva flyttu til Hafnarfjarðar lauk hann stúdents- prófi frá MA vorið 1958. Það er margs að minnast frá skólaárunum, sem ekki er rúm að rekja hér allt. Einum þætti verður þó ekki sleppt; leiklistinni, sem Tryggvi hafði mikil afskipti af á námsárunum. „Já, ég tók mikinn þátt í félagslífi á meðan ég var í skóla; sat í ritstjórn Munins, tók þátt í málfundastarfi, teiknaði Carminu 1958 og svo var það leiklistin, sem alla tíð hefur verið mér hugleikin. Fyrstu kynni mín af leiklist voru raunar í Barnaskóla Akureyrar, þar sem ég tók þátt í leikþáttum á árlegri skólaskemmtun, sem voru talsvert fyrirtæki í þá daga. Síðast lék ég Herluf Daa, höfuðsmann á Bessa- stöðum, sem veitti þeim feðgum Árna Oddssyni og Oddi Einarssyni mestar skráveifur í upphafi sautj- ándu aldar. Þarna kynntist ég fyrst leiklist af eigin raun og þetta var tek- ið allalvarlega. Síðar tók ég þráðinn aftur upp í Menntaskólanum, var m.a. með í því að endurvekja Leik- féiag MA árið 1955, en það hafði þá legið niðri um hríð. Það var ekki síst Jónasi Jónassyni, núverandi út- varpsstjóra okkar Akureyringa, Magnúsi Lyngdal, barnalækni og sr. Bolla Gústavssyni að þakka að félag- ið var endurvakið. Það átti síðar fyrir mér að liggja, að verða formaður fé- lagsins og leika aðalhlutverkin í upp- færslum þess tvo síðustu veturna í skclanum. Mér þykir svolítið gaman að því, að forveri minn í starfi, Jón A. Hjaltalín, skólameistari á Möðru- völlum og á Akureyri, lék fyrstur manna Skugga-Svein í uppfærslu prestaskólasveina árið 1861 og í leiklistarsögunni þykir hann hafa verið einna eftirminnilegastur þeirra allra, eða svo sagði að minnsta kosti Indriði Einarsson.“ 0 Fann konuna í leikstússinu „Starfið með leikfélaginu gaf mér mikið, m.a. eiginkonu, Margrétu Eggertsdóttur, en hún var aðalleik- kona skólans þessi þrjú ár og í'leik- starfinu bundumst við traustum böndum. Raunar hittumst við fyrst á stúkuþingi, sem haldið var á Þing- völlum sumarið 1953. En við áttuð- um okkur ékki á þeim fundi fyrr en löngu síðar.“ - Hefur reynslan af leiklistarstarf- inu komið þér að gagni? „Já, það held ég hún hafi gert, eins og raunar öll reynsla. Það skiptir máli fyrir allt fólk, að hafa víðtæka reynslu. Sá sem hefur góða þekkingu og víðtæka reynslu er að öðru jöfnu betri þegn og betri stjórnandi. Pers- ónusköpun í leiklist krefst þess að rýnt sé svolítið í sjálfan sig og annað fólk. Að því leyti held ég að þessi reynsla hafi komið mér að góðum notum. En mikilsverðastar eru mér þó minningarnar frá þessum árum.“ - Nú er eftir því tekið Tryggvi, að þú hefur mjög fágaða og skýra framsögn, t.d. í ræðustól. Býrðu þar að reynslu þinni á leiksviði? „Ja, nú kemur þú flatt upp á mig. Ég hef verið gagnrýndur fyrir að vera of hátíðlegur og formlegur í tali, sem án efa er rétt. En ég hef tamið mér skýra framsögn og það má ef til vill þakka reynslu minni á leiksviði. Ég held líka að lestrarkennsla í Barna- skóla Akureyrar hafi átt stóran hlut að máli, því þar var lögð áhersla á skýran framburð. Svo var það annað sem varð til þess að ég lagði mig snemma eftir framburði og framsögn. Það var linmælið og hljóð- villan sem mér var strítt á þegar ég fluttist ungur til Akureyrar frá Norð- firði. Ég held að það hafi orðið til þess að ég fór að leggja mig fram um skýra framsögn. En mér þykir hins vegar alltaf vænt um austfirsku hljóðvilluna.“ % Háskóli og vinna við blaða mennsku Nú verðum við að gera langa sögu stutta. Að loknu stúdentsprófi starf- aði Tryggvi sem blaða- maður, ljósmyndari og barnakennari, en þá höfðu hann og Margrét stofnað heimili. 1960 hóf hann nám í Háskóla íslands, en samhliða náminu vann Tryggvi við fjölmiðlun, fyrst hjá Tímanum en lengst af í frétta- stofu útvarpsins. 1968 lauk hann meistaraprófi í íslenskum fræðum og var þá búinn að ráða sig til Orðabókar Háskólans. Var ætlunin að huga að tölvusetningu fyrir orðabókina. En fjárveiting fékkst ekki til verksins og Tryggvi ákvað þá að sækja um lektorsstarf við Háskólann í Björgvin. Þá stöðu fékk hann og fluttist til Noregs ásamt Margrétu og börnunum, sem þá voru orðin þrjú. Þar var fjölskyldan fjögur ár. Ég bað Tryggva um samanburð á okkur ís- lendingum og frændum okkar Norðmönnum. „Það var ákaflega gott að vera í Björgvin en mér finnst norskt samfélag afar ólíkt hinu íslenska. Norðmenn eru kyrrlátir menn og seinþreyttir til vandræða. Þeir vinna með allt öðrum hætti en við gerum. Gang- - Tryggvi Gíslason, skólameista

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.