Dagur - 20.01.1984, Blaðsíða 6

Dagur - 20.01.1984, Blaðsíða 6
Notadrjúgur? — Úlfar Hauksson prufuekur Subaru 4WD 1800 GLF Station sem oftast í fjórhjóladrifi a.m.k. á meðan ekki þyrfti að taka margar krappar beygjur. í kröpp- um beygjum kemur í Ijós tregða í drifbúnaðinum (af því að fram- og afturásar eru fasttengdir saman) og bíllinn verður mjög þungur í akstri. Þetta lagast strax og ekið er beint á ný og raunar mun ekki ætlast til þess að fjórhjóladrifið sé notað til þess að trylla fyrir horn. Stýrið er hæfilega létt (aflstýri) og sæmi- lega nákvæmt. Án aflstýris er bíllinn nokkuð þungur í stýri a.m.k. ef leggja þarf mikið á. Ekki verður sagt að ófærð hafi verið mikil þegar reynsluakstur- inn fór fram rétt fyrir jólin, en í þess stað var glerhált. Það var því tækifæri til að komast að getu bílsins við slíkar aðstæður og í fjórhjóladrifinu ( á ónegldum hjólbörðum) komumst við allra okkar ferða af miklu öryggi. Reyndar getur verið villandi að komast svona auðveldlega áfram í viðsjárverðu færi því þegar þarf að stöðva bílinn bremsar hann bara með fjórum hjólum eins og aðrir fólksbílar og því þarf að gæta hófs í akstrinum. í lága drif- inu virðist vera hægt að fara furðu langt í vondu færi og um vegleysur á Subaru 4WD. Það gildir þó um þennan bíl eins og aðra af sama toga, að þetta eru fólksbílar með drifi á öllum hjól- um en ekki eiginlegir torfærubíl- ar og það er ekki hvað síst hæð frá jörðu sem setur ferðum þeirra takmörk. Reyndar hefur Subaru 4WD tromp uppi í erminni hvað þetta varðar því með skrúflykli er fljótlegt að hækka bílinn um nokkra sentimetra sem geta stundum gert gæfumuninn. Eitt er rétt að minnast á sem er einstakt við Subaru 4WD en það eru hallabremsur (hillholder). Þegar bíllinn er stöðvaður í brekku festa hallabremsurnar afturhjólin þannig að bíllinn rennur ekki afturábak þótt bremsunum sé sleppt. Það er því hægt að stíga á bensíngjöfina og gefa kúplinguna eftir í rólegheit- um og aka af stað á sama hátt og á jafnsléttu. Þegar hjólin byrja að snúast fara hallabremsurnar sjálf- krafa af. Notkun handbremsu eða aðrar hefðbundnar æfingar eru því óþarfar þegar ekið er af stað í brekku. Subaru 4WD er að mörgu leyti vel búinn og notadrjúgur bíll einkum ef tekið er með í reikn- inginn veður og vegir hér á landi. Hann hentar vel þeim sem vilja og þurfa að komast leiðar sinnar þótt færi sé misjafnt en veigra sér við því að gera út meiri háttar fjallatrukk. Islendingar búa við vegi og veðr- áttu sem sameiginlega skapa kjörlendi fyrir bíla eins og Sub- aru 4WD enda hafa slíkir bílar selst mjög vel á síðustu árum. Subaru var einn fyrsti fólksbíll- inn sem fáanlegur var nteð tengj- anlegu fjórhjóladrifi. Fólksbílar af Subaru-gerð með framhjóla- drili höfðu þá verið á markaði í Bandaríkjunum og þóttu sterk- byggðir cn jafnframt svolítið grófgerðir. Fyrstu gerðir Subaru 4WD sem hingað komu voru ekkert sérlega fagrir gripir en síð- an hefur talsvert vatn til sjávar runnið. Yfírbygging og innrétting Bíllinn sem notaður var til reynsluaksturs var Subaru 4WD 1800 GLF, 5 dyra skutbíll (fáan- legar eru fleiri gerðir af Subaru 4WD). Útlit bílsins er látlaust, snyrtilegt og „japanskt". Hliðar- hurðirnar opnast nokkuö vel og viöunandi er að komast út og inn. Skuthurðin opnast alveg niöur að gólfi farangursrýmis, sem auð- veldar hleðslu og losun. Farang- ursrýmið er annars nokkuö rúm- gott í ekki stærri bfl, en þó skerð- ist það nokkuö vegna mikils halla á afturrúðunni. Aftursætisbakið er tvískipt og hægt að leggja niður hvorn hluta þess fyrir sig og stækka þannig farangursýmið ef þörf krefur. Aftursætið er annars frentur mjúkt og ntaður situr frentur hátt í því, sem er ágætt með útsýni fram úr bílnum í huga. Lofthæð hefur verið aukin í afturhluta bílsins og því er þessi upphækkun á toppnum (sjá mynd). Það er því nægilega hátt til lofts fyrir meðalmenn a.m.k. Framsætin eru einnig af mýkri gerðinni en styðja samt býsna vel Subaru 4WD 1800 GLF station, 5 dyra, 5 manna. Vél: Vatnskæld, 4 strokka, fjórgengis „boxervél“, miðlægur knastás, 3 höfuðlegur, 1 blöndungur, slagrými 1782 cm2 (92x60 mm), þjöppun 9,2:1 82 hö (60,5 kw) við 5200 sn/mín, snúningsvægi 132 Nm (13,5 kpm) við 3200 sn/mín. Undirvagn: Framhjóladrif, tengjanlegt afturdrif, hátt og lágt drif (niður- færslugír), 4 gíra gírkassi sjálfstæð fjöðrun á öllum hjólum, að framan sambyggðir gormar og demparar (McPherson) og þver- armur að neðan, jafnvægisstöng, að aftan langsarmar, snúnings- fjöður (Torsion) gormar og demparar, aflbremsur, diskar að framan en skálar að aftan, handbremsa á framhjólum, aflstýri (tannstangarstýri) bensíntankur 55 lítra, hjólbarðar 175/70 sr. 13. Mál og þyngd: Lengd 428,5 cm, breidd 162 cm, hæð 148,5 cm. Milli ása 244 cm, fríhæð 17,5-20 cm. Þyngd 1045 kg. Hámarkshraði 145 km/klst. Eyðsla 8-12 lítrar per. 100 km. Verð: Subaru 4WD 1800 GLF m/vökvastýri, rafdrifnum rúðum o.fl. kr. 406.000 (gengi 20.12.’83)(kr. 390.000 án vökvastýris). Framl.: Fuji Heavy Industries LTD. Japan. Innfl.: Ingvar Helgason h.f. Umboð: Bifreiðaverkstæði Sigurðar Valdimarssonar Óseyri 5 a, Akur- eyri. Bíllinn er rúmgóður, án þess að það sé beinlínis hætta á að maður fái víðáttubrjálæði um borð. við farþega einkum til hliðanna. Á sætunum er tauáklæði og teppi á gólfinu. Subaru 4WD er þokkalega rúmgóður án þess að það sé beinlínis hætta á að maður fái víðáttubrjálæði um borð, enda er þetta ekki stór bíll að utanmáli. Akstursstelling er ágæt í Sub- aru 4WD m.a. vegna þess að stýrið er stillanlegt. Bíllinn er vel búinn mælum og tökkum og það svo að það tekur smástund að átta sig á því öllu a.m.k. í myrkri. Flest nauðsynlegustu stjórntækin eru þó á sínum stað og þegar maður hefur vanist „Ijósashow- inu“ í mælaborðinu fer ágætlega um ökumann undir stýri og gott útsýni er úr ökumannssæti. Mið- stöðin virðist öflug og loftræsting góð. Reynsluakstursbíllinn var með rafdrifnum rúðum og speglum. Undirvagn og vél Subaru 4WD er framhjóladrifinn en hefur afturdrif að auki sem tengja má á ferð með einu hand- taki. Auk þess hefur bíllinn bæði hátt og lágt drif (að vísu ekki sjálfskipta gerðin). Sjálfstæð fjöðrun er á öllum hjólum, gorm- ar að framan en snúningsfjöðrun (torsion) að aftan. Fjöðrunin er mjúk og mýkri en búast má við í bíl af þessum toga og bara býsna þægileg. Bíllinn leggst hins vegar svolítið niður á framhornin í beygjum. Vélin er 4 strokka, flöt (boxer) og er framan við framás- inn. Hún hefur fremur háværan og grófan gang, er nokkuð seig, en virðist samt ekki sérlega kraft- mikil í venjulegum akstri. Með því að láta hana snúast vel má hins vegar komast greiðlega áfram á Subaru. í framhjóladrifinu einu hefur Subaru 4WD dæmigerða aksturs- eiginleika framhjóladrifsbíls og undirstýrir nokkuð. Hann Iiggur nokkuð vel án þess að vera reglu- lega pallstöðugur. Ef afturdrifið er tengt verða aksturseiginleik- arnir hlutlausir, bíllinn verður mjög rásfastur og það svo að mér þætti freistandi að aka bílnum

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.