Dagur - 20.01.1984, Blaðsíða 7

Dagur - 20.01.1984, Blaðsíða 7
20. janúar 1984 - DAGUR - 7 „Þeir eru nú báðir bestu skinn “ - Amar Jónsson, leikarí og leikstjóri, á símalínunni - Hver er á línunni? - Arnar Jónsson. - Öðru nafni prófessor Higgins? - Já, hann er sterkur í mér. - Hvað er Higgins að gera út á Dalvík? - Hann hlýtur að vera að studera þar eitthvað; hann er að skoða merkilegt og fjölskrúðugt mannlíf. En fyrst og fremst þyk- ist hann vera leikstjóri. f>að er nú alveg spurning hvernig hon- um ferst það úr hendi ræflinum, ég held hann hafi ekkert komið nálægt því áður. En hann reynir og er ákveðinn í að koma frá sér leikriti um annan merkan mann, Jörund nokkurn, sem fékk viðurnefnið hundadagakonung- ur á sínum tíma, og það er Jónas okkar Árnason sem hefur sett leikritið saman á blað. - Hann er þá ekki í málvönd- unarleiðangri? - Nei, enda er talað kjarngott mál hér á Dalvík; það væri þá frekar að Higgins lærði eitthvað af fólkinu. - En þriðja persónan kemur til sögunnar? - Já, því þótt mikið og gott mannval væri meðal leikara á Dalvík, þá fylltu þeir ekki alveg töluna. Pað var úr vöndu að ráða, því menn voru á sjó eða eitthvað annað þarfara að gera, þannig að ég sló til og tók að mér persónu „Studiosus". Það var ekki allt of erfitt fyrir mig að fara í fötin hans, því þetta er það hlutverk sem ég hafði með höndum í gamla daga, þegar Leikfélag Akureyrar setti Jör- und upp, meira að segja var stór hluti af gömlu búningunum enn til. - „Studiosushver erhann? - Studiosus er eini maðurinn á íslandi sem talaði ensku, að sögn Jörundar, og hann var túlkur og skrifari Trampe greifa. Hann er síðan sá sem stendur með pálmann í höndunum, því þegar kapteinn Jones hefur tek- ið Jörund og Trampe til fanga og ætlar að sigla með þá til Englands, þá segir hann við Studiosus, að hann megi kalla sig kóng yfir þessum „grjót- hólma“ ef hann vilji. - Jörundur hundadagakon- ungur, hvers konar kóngur var það? - Það er nú ef til vill sitt hvað; Jörundur raunveruleikans eða Jörundur Jónasar Árna- sonar, þó það sé lítið vitað um þann fyrrnefnda. Hann var víst mikill ævintýramaður, en allar götur góðhjartaður, og það er sammerkt með þessum Jörund- um. Þeir eru báðir bestu skinn. Jörundur Jónasar er ef til vill nokkuð einfaldur og auðtrúa, en hann vill gera gott. Fyrst og fremst er þetta „sprúðlandi" grín hjá Jónasi og allir fá sinn hæfilega skammt. Það svífur því góður andi yfir vötnunum. - Er langur vegur frá leikur- um í Þjóðleikhúsinu til áhuga- leikara á Dalvík? - Já, þetta eru tveir ólíkir heimar. Áhugaleikarar fara oft- ast fljótt inn í ákveðinn farveg, sem þeir síðan fylgja. Þeir hafa ekki sömu möguleikana og atvinnuleikarar til þess að vera stöðugt að byggja upp og bæta við sig. Nú hef ég aldrei sett upp með áhugaleikurum áður og ekki starfað mikið með þeim á sviði. Það sem kemur mér mest á óvart hér er hvað mannskap- urinn er einbeittur og hversu alvarlega hann tekur þetta verk- efni. Þetta fólk ætlar sér að koma Jörundi frá sér á eins „professional" hátt og mögulegt er. Þetta hefur verið mjög ánægjuleg reynsla fyrir mig, að kynnast þessu, og þetta var ef til vill ekki það sem ég átti von á. Og ég á ekki bara við leikarana, það hafa allir lagt nótt við dag til þess að frumsýning gæti orðið á tilsettum tíma. - Er uppfærslan lík þeirri sem sett var upp á Akureyri á sínum tíma? - Auðvitað er ég mótaður af þeirri uppfærslu. Hins vegar hef ég Jón Þórisson þann ágæta leik- myndasmið, mér til halds og trausts, en hann vann við upp- færslu Leikfélags Reykjavíkur í Iðnó á sínum tíma. Hún var frumsýnd um svipað leyti og á Akureyri. Ég á því von á því, að þessi uppfærsla sé bræðingur úr báðum þessum sýningum, plús það sem tíminn hefur gert og gerjað í okkur sjálfum. - Hvernig semur Higgins við Studiosus? - Ég held þeir rugli hvorn annan ekki í ríminu, því þeir eru um margt ólíkir, þó báðir beiti klókindum. Já, þeir eru ákaflega ólíkir menn. - Elísa sagði hérá línunni um daginn, að Higgins lærði ekkert af reynslunni, hann væri alltaf sama karlrembusvínið framan af sýningum, sýningu eftir sýningu. Er þetta rétt? - Ha, ha, ha, ha, - já það eru hennar orð. Higgins ber hat- ramlega á móti þessu, segist alltaf vera að læra og telur sig geta sannað það. Og hún Elísa er líka komin hingað út eftir til að líta eftir með verkunum hans Higgins. Það eru einhverjar kvefbakteríur að reyna innrás í skrokkinn á mér og ég hef legið hér undir feldi á heimili Dýrleif- ar og doktorsins Daníels Á. Daníelssonar vina minna. Á meðan er Elísa að taka til hend- inni og stjórna málum í Sam- komuhúsinu. Það er því gott eiga hana að blessaða - og hefur Higgins fundið oft áður. - Það var gaman að heyra það, að ykkur skuli semja þessa stundina. Skilaðu kveðju og gangi ykkur vel. Sæll sinni. - Já, þakka þér fyrir, bless aður. Arnar, Higgins, Studiosus? BORÐFANAR VIÐ SE.KIPRENTUM Á NÆSTUM HVAÐ SEMER TIL DÆMIS: FABLON PAPPÍR LEÐUR PLAST JÁRN GLER Iðnaðarhúsnæði til leigu Strandgata 11 b (áöur Gúmmíviögerö KEA) er til leigu nú þegar. Húsiö er um 170 m2 á einni hæö. Vélsmiðjan Oddi hf. SamvirmuhrejHngin óskar eftir að ráða mann til starfa að ákveðnu fræðslu- og kynningarverkefni um eins árs skeið með aðsetur á Akureyri Viðkomandi hafi Samvinnuskólapróf eöa hliðstæða menntun og þarf að hafa starfað að félagsmálum. Starfinu fylgja ferðalög innanlands og vinna um helgar. Æskilegur aldur 20-30 ár. Góð laun í boði fyrir réttan mann. V Umsóknir sendist til starfsmannastjóra Iðnaðardeildar Sambandsins Glerárgötu 28, 600 Akureyri, fyrir 20. febrúar nk., sími 21900, heimasími 21774. SÖNGFÓLK á Akureyri og nágrenni Stefnt er að því að halda tónlistardaga á Akureyri um mánaðamótin maí-júní nk. Flutt verður söngdrápan Örlagagátan eftir Björgvin Guðmundsson við texta eftir Stephan G. Stephans son. Verkið verður flutt viö hljómsveitarundirleik ( út- setningu Roars Kvam. Örlagagátan hefur aldrei verið flutt óstytt. Söngfólk sem kynni aö hafa áhuga á því aö taka þátt í flutningi þessa verks gefi sig fram sem allra fyrst við Roar Kvam sími 24769, Lilju sími 23442, Elínborgu sími 22457, sem veita allar nánari upplýsingar. Stjórn tónlistardaga á Akureyri 1984. Sjá nánar í fréttatilkynningu. ---------------------------------------------

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.