Dagur - 20.01.1984, Blaðsíða 13

Dagur - 20.01.1984, Blaðsíða 13
20. janúar 1984 - DAGUR -13 ÚtVarp kl. 22:35 á sunnudag: Signý fjallar um frelsið „Ég fjalla um frelsið í þætti mínum á sunnudagskvöldið,“ sagði Signý Pálsdóttir, leik- hússtjóri, aðspurð um efni Kotru í útvarpinu á sunnudags- kvöldið. „Ég fjalla bæði um frelsi ein- staklingsins, þjóða og ekki síst listamanna. í því sambandi ræði ég við Nínu Björk Árnadóttur um frelsi hennar sem listamanns, Kotru ÍL en eins og við vitum er frelsi þeirra víða skert og það hefur verið dregið í efa að þeir geti ver- ið frjálsir að öllu leyti. Þá mun Þráinn Karlsson lesa kvæði Jó- hannesar úr Kötlum, Frelsi, þar sem skáldið fjallar um frelsi ís- lendinga um árin,“ sagði Signý Pálsdóttir í lok samtalsins. Kotra Signýjar er á dagskrá út- varpsins kl. 22:35 á sunnudags- kvöldið. Útvarp kl. 14:10 á sunnudag: , ,Leikmannsþankar um Davíð Stefánssori „Þetta er alls ekki nein fræðileg úttekt á verkum Davíðs eða hans persónu. Hér er aðeins um að ræða leikmannsþanka, sem teknir eru saman í tilefni þess að 20 ár eru frá andláti Davíðs Stefánssonar,“ sagði Gestur E. Jónasson, leikari, að- spurður um þáttinn „Krummi er fuglinn minn“, en seinni hluti hans er á dagskrá útvarpsins á sunnu- daginn. „Ég vann þáttinn aðallega upp úr frásögnum samferða- 55 staðan ömurleg“ Ég ræði við þrjá menn um kvikmyndir og þá aðallega rekstur kvikmyndahúsa á Akureyri,“ sagði Örn Ingi, aðspurður um norðanefni í Listalífi á laugardag. ,.Ég ræöi við Ragnar Mar, bíóstjóra í Borgarbíói, Hilm- ar Karlsson, lyfjafræðing og mikinn áhugamann um kvik- myndir, og Halldór Hall- dórsson, ritstjóra. Ég reikna með að umræður verði harð- ar og ekki er mér grunlaust um, að rtiðurstaðan verði ömurleg. Ég vil þvf hvetja fólk til að hlusta á það sem þessir menn hafa að segja. Á Akureyri er ekki nema eitt kvikmyndahús og þó er að- sóknin ekkert til að hrópa húrra fyrir. Við komum eitt- hvað inn á vídeóið og hversu mikil áhrif það hefur á að- sókn að kvikmyndahúsum. Fleira forvitnilegt ntun að líkindum koma fram,“ sagði Örn Ingi. cc manna Davíðs. Ég set þetta upp í nokkurs konar leikbún- ing og lesarar með mér eru Þráinn Karlsson, Theódór Júl- íusson og Sunna Borg. Ég bjó til nokkuð heillega frásögn um ævi Davíðs frá vöggu til grafar. Inn í hana fléttast ljóð, sem ég læt persónu Davíðs lesa og inn á milli er leikin tónlist, sem samin hefur verið við texta Davíðs. Þar er um að ræða kórlög, einsöngslög og dægurlög, en það er til mikið af fallegum lögum við ljóð Davíðs," sagði Gestur. Útvarp kl. 18 á laugardag: 55 Sum böm senda draugasögur“ „Ég fæ meira en nóg af efni frá krökkunum, þannig að það liggur alltaf fyrir efni í 2-3 þætti,“ sagði Dómhildur Sig- urðardóttir, aðspurð um þátt- inn „Ungir pennar“, sem er á dagskrá útvarps kl. 18.00 á laugardag. Hlustendum er bent á breyttan útsendingar- tíma. „Það eru krakkar allt að 12 ára aldri sem senda efni í þáttinn,“ sagði Dómhildur, „en það er skilyrði að þau semji og skrifi efnið sjálf. Það má vera um hvað sem er, eða því sem næst, en mest hefur verið um ferðasögur, dýrasög- ur og einstaka sinnum fæ ég draugasögur, sem krakkarnir hafa búið til. Einnig hef ég fengið ljóð. Flest bréfin fæ ég frá Akureyri, en einnig úr dreifbýlinu og gjarnan vildi ég fá fleiri bréf þaðan. Flest eru bréfin frá börnum á aldrinum 8-11 ára, en yngstu bréfritar- arnir hafa verið 7 ára,“ sagði Dómhildur Sigurðardóttir. Þáttur Dómhildar er á dagskrá vikulega og á mið- vikudögum kl. 18.00 er Hildur Hermóðsdóttir með samsvar- andi þátt frá Reykjavík. ARSHATIÐ Í.F.A. og Sjálfsbjargar veröur haldinn í Súlnasal á Bjargi 28. janúar nk. kl. 19.30. Þátttaka tilkynnist fyrir kl. 18.00 miö- vikudaginn 25. janúar í síma 26888. Félagar eru hvattir til að mæta og taka með sér gesti. Nefndin. Helgarferðir tíl Reykjavíkur Janúar tilboð Flug og gisting á Hótel Loftleiðum eða Esju Tvær nætur í tveggja manna herbergi kr. 2.665- JCStt M FERÐASKRIFSTOFA AKUREYRAR Uiflj RAÐHUSTORGI 3 ' SIMI 96-25000 Leikklúbburinn Saga sýnir Ímyndunarveikina eftir Moliére föstudagskvöldið 20. janúar kl. 20.30 í Dynheimum LETTIH h Hestamenn Hjá félaginu eru í óskilum þrjú hross. Rauðbles- óttur hestur taminn. Brúnn hestur 4ra til 5 vetra. Brúnstjörnóttur hestur 4ra til 5 vetra. Eigendur eru beðnir að vitja hrossa sinna og greiða áfallinn kostnað. Upplýsingar í síma 22969 eftir kl. 21 á kvöldin. Haganefnd Léttis. SAMBANDISLENZKRA SAMViNNUFÍLAGA '11 lónaðardeild • Akureyri Óskum efftir að ráða j starfsfólk við gæðaeftirlit í ullariönaöi á dagvakt og kvöldvakt. 3 Umsóknir sendist starfsmannastjóra, sem gefur nánari upplýsingar, sími 21900 (220 og 274). Glerárgata 28 Pósthólf 606 Sími (96)21900

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.