Dagur


Dagur - 20.01.1984, Qupperneq 3

Dagur - 20.01.1984, Qupperneq 3
20. janúar 1984 - DAGUR - 3 Hermannslyfta ? Forsvarsmenn Iþróttabandalags Akureyrar, íþróttafélagsins Þórs og Knattspyrnufélags Akureyrar hafa sent bæjarstjórn bréf. í bréf- inu skora þeir á bæjarstjórn, að minnast Hermanns heitins Stef- ánssonar með því að setja upp nýja skíðalyftu í Hlíðarfjalli. Hér er að líkindum um að ræða skíða- lyftu, sem lengi hefur verið á óskalista Hlíðarfjallsmanna. Hún kemur til með að liggja samsíða stólalyftunni og tvöfalda flutn- ingsgetuna frá hótelinu upp éj Strýtu, og veitir ekki af, því skíðamenn þekkja biðröðina margfrægu, sem oft hlykkjast frá upphafsstöð stólalyftunnar. En samkvæmt upplýsingum bæjar- stjóra eru ekki líkur til þess að fjárveitingar verði til lyftukaupa fyrr en framkvæmdum við íþróttahöllina er lokið. Afmælisveisla ? Eins og lesendur Dags hafa orðið varir við, þá hefur leiktækjamálið svonefnda verið að þvælast fyrir bæjarstjórninni á Akureyri undanfarna mánuði og tekið á sig ýmsar myndir. Nú um hátíðina átti málið ársafmæli, en ekki fara þó fréttir af miklum veisluhöld- um bæjarstjórnarmanna. Hins vegar virðist bæjarstjórnin hafa kúvent í málinu, því á síðasta bæjarstjórnarfundi var samþykkt að veita Bjarka Tryggvasyni og íþróttafélaginu Þór heimild til að reka leiktækjastofur. Er þó um- sókn Bjarka búin að liggja fyrir í marga mánuði og alltaf hefur hún fengið neikvæðar undirtektir þegr hún hefur komið til um- ræðu. En málið var komið í óleysanlegan hnút, sem varð að höggva á. Af hundum og pólitíkum Ógæfu íslands verður allt að vopni, sagöi skáldið og þótti ekki taka stórt upp í sig. Þau tíðindi hafa nú gerst að lang- besta og mikilhæfasta stjórn sem hér hefur setið um árabil riðar til falls og fjármálaráð- herrann ætlar að flýja land. Alveg hundfúlt. En að sjálf- sögðu er málið ekki svona ein- falt. Sem helsti sérfræðingur Dags í skepnuskap hefur undirritaður tekið að sér að leiða lesendur blaðsins í allan sannleika um þessi mál. Sú mynd sem við blasir er sannar- lega ekki fögur. Stjórnin sem lækkaði kaup- ið til þess að það lækkaði ekki ennþá rneira er í upplausn. Annar stjórnarflokkanna riðar til falis (nei, ekki Framsókn, ertu vitlaus maður?). Fram- hleypinn fréttamaður heíur nefnilega tekið sig til og kært fjármálaráðherra fyrir að skjóta skjólshúsi yfir tík eina gamla og lasna. Og Berti kall- inn er í vandræðum, enda tík- in ekki nærri því jafn spar- neytin og Blazerinn hans Steingríms. í glópsku sinni átt- ar fréttamaðurinn sig ekki á mikilvægi þessarar skepnu íyrir Albert og Flokkinn. Flokkurinn hefur alltaf byggt sína stefnu á skepnum, enda með örn í skjaldarmerk- inu sem blakar vængjunum, svona rétt til þess að halda sér í formi. En við skulum líta á hinn sögulega bakgrunn: Upphaf málsins má rekja til draums Tunta smaladrengs, sem eins og kunnugt er var einn af stofnéndum Flokksins. Hann valdi sér hrút fyrir ráð- gjafa sem var hyggilegt val hér í denn meðan saukindin var enn yfirstétt í landinu. En Al- bert áttaði sig náttúrlega á því að það myndi ekki líta vel út í fjölmiðlum að láta mynda sig inni í stofu með hrút í kjöltu sér. sem að auki væri vís til þess að stanga menn á ríkis- stjórnarfundum. Svo Eykon fékk hriitinn og reynist hann sínum nýja húsbónda betri en enginn. I staðinn fékk hann sér tík, sem að vísu er orðin öldruð og lasburða, en vel ern og skýr í hugsun, a.m.k. eftir því sem gerist með tíkur. Ekk- ert skilja þessir fréttasnápar ef þeir sjá ekki að það er þessi tík sem er að bjarga efnahag landsins og fjármálum ríkis- ins. Og lækka kaupið til að koma í veg fyrir að það lækki. En tíkin ráðagóða og hrút- urinn Eykons eru þó ekki einu dýrin sem framámenn Flokks- ins hafa kallað sér til ráðu- neytis, enda eru flest dýr skynsamari en mennirnir. Vonandi eru menn ekki búnir að gleyma kettinum Lady sem átti heiðurinn af glæstum sigr- um Birgis t Sleif í borgarstjórn- arkosningunt í Reykjavík. Hann fékk nú ekki svo fá at- kvæði út á hana, þegar hún mjálmaði framan í blaðamenn og ljósmyndara Málgagnsins svo þeir máttu vart vatni halda af hrifningu. Raunar vafi hvort þeir gerðu það. Allar kosningabombur andstæðing- anna féllu í skuggann fyrir markvissri rökvísi læðunnar, sem varð kettlingafull á kosn- inganóttina. Illar tungur herma raunar að læða þessi hafi átt heiðurinn af hunda- banninu, af einskærri afbrýði- semi út í tík Alberts, en slíku má vísa á bug eins og hverri annarri kjaftasögu um innan- flokksátök í Flokknum. Hitt er svo annað mál, að henni var meinilla við páfagauk Davíðs, enda samdi hann betri kosn- ingaræður en hún. Og víst var hún aldrei ánægð með einn helsta ráðgjafa Flokksins, geirfuglinn, sem hafði mikil áhrif þótt uppstoppaður væri. Lesendur góðir: Ég vona að mér hafi tekist í þessu stutta spjalli að upplýsa ykkur um staðreyndir málsins. Nú ríður á að menn taki höndum saman til þess að bjarga Flokknum og þjóðinni. Mönnum verður að skiljast að tík Alberts er hin eina og sanna pólitík. Engin pólitík án tíkur, engin tík án pólitíkur. Annars fer alit í hundana. T r > / Hakur a að Er smása verða skált Það er alltaf gaman að fá sendibréf, eða hvað finnst ykkur? Á dögun- um fengum við á Degi eftirfarandi sendibréf frá Helga Má Barðasyni, sem ný býr í „borginni við sundin44. Helgi hefur fréttir að færa og birtum við því bréfið í heild, enda getur hann þess hvergi, að um trúnaðar- mál sé að ræða. Reykjavík, 11. jan. ’84. Ágætu kempur á Degi! Fyrir skemmstu sendi ég ykkur eilitla orðsendingu um stofnun Leikklúbbsins Smá- sögu hér í Reykjavík, sem við stofnendurnir köllum gjarnan „sunnandeild“ eða „elliheimili" Leikklúbbsins Sögu. Þið sáuð ástæðu til að birta þessa litlu tilkynningu og kunnum við aðstandendur Smásögu ykkur miklar þakk- ir fyrir það. En ekki áttum við von á því að stofnun þessa smáa leikklúbbs fréttist út um heimsbyggðina og vekti þar athygli! Þó virðist svo vera, því nýlega barst okkur boð um að taka þátt í alþjóðlegri leiklistarhátíð ungs fólks í Vínarborg í Austurríki. Kom þetta okkur verulega á óvart þar sem svo skammt er liðið frá stofnun klúbbsins. Hátíð þessi ber heitið „Int- ernational Youth Theatre Festival 1984“ og mun árleg. íslensku leikfélagi hefur ekki áður verið boðið á þessa há- tíð svo vitað sé, en flest fé- laganna sem tekið hafa þátt í henni hingað til hafa verið frá Mið- og Austur-Evrópu. Hátíðin stendur í eina viku, eða ríflega það. Ekki vitum við enn hvort okkur tekst að fara þessa miklu ferð enda enn ekki ákveðið hvaða verkefni verð- ur fyrir valinu hjá okkur né hver mun leikstýra því. Hins vegar verður þetta boð okk- ur vegleg sprauta í rassinn og verður róið að því öllum árum að Smásaga geti farið á hátíð þessa sem fulltrúi Islands. Fjármálin munu skera úr um það er að því kemur, en ferðakostnaður er ekki greiddur af Austurríkis- búum nema að litlu leyti. Því mun það velta á dugnaði okkar og heppni við að nurla saman lánum og styrkjum hvort af ferðinni verður eður ei. Liðsmenn Smásögu munu koma saman til fundar í næstu viku og taka frekari ákvarðanir í málinu, - þ.e. ef félagarnir hafa þá náð sér eftir undrunina og ánægjuna yfir því að hafa fengið þetta boð! Frekari upplýsingar um þetta dótarí eru á leiðinni til okkar frá Æskulýðssambandi Vínarborgar og því get ég lít- ið upplýst ykkur meira að sinni. En næst, þegar gúrku- tíð ríkir í blaðaheiminum, gætuð þið e.t.v. getið þessa einhvers staðar í blaðinu, þar sem Smásaga er nú eftir allt saman „fædd og uppalin“ á Akureyri. Með kærri kveðju, Helgi Már Barðason. Jafnskjótt og Eimskip er bundið við bryggjupolla í einhverri af 122 viðkomuhöfnum sínum er það orðinn hluti af stórri og flókinni heild. Fullkomin flutningstæki hafa verið búin undir komu skipsins og eru reiðubúin að dreifa farminum undir tölvustýrðu eftirliti 306 umboðs- manna og aðalskrifstofu Eimskips í Reykjavík. Sérhæfð tæki í landi tryggja skjóta og örugga losun. Áður en síðasti flutningsbíllinn hverfur af hafnarsvæðinu er lestun nýs farms langt komin og í næstu höfn er undirbúningur fyrir móttöku skipsins þegar hafinn. Þannig er unnið í öllum höfnum samkvæmt þaulhugsaðri áætlun Eimskips. Við höfum valið viðkomustaði okkar af kostgæfni og myndað þéttriðið þjónustunet áætlunarhafna, þjónustuhafna og umboðsmanna í 22 löndum. Þannig tryggjum við farsælan flutning um allan heim. Flutningur er okkar fag EIMSKIP Sírni 27100 *

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.