Dagur - 17.02.1984, Page 3

Dagur - 17.02.1984, Page 3
17. febrúar 1984 - DAGUR - 3 Þá er korrwm bar! Húsvíkingar hafa löngum verið glöggir menn, sem best sést á eftirfarandi klausu úr Víkurblaðinu. „Á síðasta fundi bæjar- stjórnar samþykkti bæjar- stjórn erindi frá Hótel Húsa- vík, þar sem farið var fram á ákveðnar breytingar á vín- veitingaleyfi hótelsins, vegna tilkomu nýja salarins á 4. hæð. Breytingarnar felast eink- um í því að þar sem áður stóð að heimilt væri að veita létt vín með mat í aðalsal hótelsins, er eftir breyting- una, að heimilt sé að veita vín með mat í aðalsal hótels- ins. Ljóst er að salurinn á 4. hæð verður aðalsalur hótels- ins, þannig að breytingin miðar að því að þar verði hægt að veita sterkt vín með mat, sem væntanlega þýðir að hægt verður að kaupa mat kl. 19 og sitja síðan til kl. 11.30 og drekka. Sem sagt, bar.“ Sjálfur Roy á Trigger Og aftur leitum við fanga hjá Víkurblaðinu og þessi klausa þarf ekki frekari skýringa við. „Eins og fram kemur í frétt í síðasta tölubl. voru Reykdælir að fá nýjan slökkvibíl og er sá ættaður úr forðabúri NATO. Seinni part sama dags, þegar blaða- maður, Víkurblaðsins var í rólegheitum á skrifstofu sinni, kváðu skyndilega við gífurlegir skothvellir, smell- ir og plaff, plaff eins og það er skrifað í Andrésblöðun- um. Ekki var annað að heyra en nú væru Rússarnir loksins komnir, rjúpnaveið- in hafin á ný, eða Roy kom- inn á Trigger. En þegar betur var að gáð koma annað í ljós. Olíubíll kom akandi eftir Marar- braut, dragandi nýfenginn NATO-bíI Reykdæla, og aftan úr honum kom þessi hin ógurlega skothríð með tilheyrandi reykmekki. Virt- ist sem slökkvibíllinn væri með samanlagðar birgðir NATO herjanna af Pershing flaugum í púströrinu." „Nœsta adaga er Elías“ Innheimtuaðferðir fjár- gæslumanna ríkis og sveitar- félaga eru misjafnar og þeir ná líka misjöfnum árangri. Fáir ná betri árangri en Rafn Hjaltalín, bæjargjaldkeri á Akureyri, enda eru inn- heimtubréf hans mannleg, eins og eftirfarandi bréfkorn ber með sér. „Það var á aðventu 1982, að skattayfirvöld á Akureyri sáu þar fjársjóð fólginn, þar sem þú stöndugur stóðst á bergi knarrar þarna frammi í Firðinum og hnepptu þig í helsi innheimtunnar hjá okkur, ágætum vinum þínum. Eins og þig kann að reka minni til, þá reyndum við að beita refsivendi dráttarvaxt- anna, en fimlega vékstu þér undanhnútasvipunni þeirri og þvi verðut að blása til næstu atlögu; ELÍAS ef skuldin verður ekki greidd fyrir 15. april nk., en hún er nú án kostnaðar en með vöxtum kr. 5.205 - Gísli minn, það er svo leiðinlegt að hóta, að aug- lýsa, að uppbjóða og hvað það nú heitir allt saman. Komdu heldur og súptu með okkur kaffitár um leið og þú knésetur skuld þína. Með virktum ritað og sent.“ Að sjálfsögðu stóðst ég ekki þetta hlýlega bréf frá mínum gamla læriföður, Rafni Hjaltalín. Þess vegna greiddi ég skuld mína snar- lega, en seint og um síðir eins og mér einum er lagið. Þeg- ar Rafn hafði fengið pening- ana í kassa sinn fékk ég eftirfarandi vísukorn: „Þökk nú fyrir skuldarskil skalt þú hafa mína. Ég lengi hafði hlakkað til að hreppa aura þína.“ - GS. Að éta pólitískt Já, hún kcmur víða við. pólitíkin. Samkvæmt skilgrciningu gleggstu þjóðfclagsfræðinga er allt pólitískt. Pólitíkin er í öllu okkar lífi. já í dauðanum líka. Það er pólitík í vinnunni, pólitík í tómstundunum. já uppi í rúmi á nóttunni. Þá er alit pólit.ískt hvort sem maður vakir eða sefur. Það er sérstaklega pólitískt ef mann drevmir. Draumar eru hápóli- tískir. einkum þeir sem aldrei rætast. Þá cr e;g kominn að því sem er mest pólitískt af öllu: Mataræðið. Eða eins og maðurinn sagði: Grjöna- grautur er varasamur, stjórnmála- lega séð. Og þá vita allir hvað átt er við, Steingrímur tók af skarið og lýsti því yfir að grjónagrautur væri góður. hollur fyrir meltinguna og Ifkast til besta meðal við pólitísku harðlífi. Málgagn Hins Svcltandi Almúga er hins vegar á annarri skoðun: Grjónagrautur er óþverri og hall- ærisniíitur og raunar aðeins fyrir þá sem eru að hungurdauða komnir vegna aögerða ríkisstjómarinnar. Eða hina sem eru svo miklir pólitískir einfeldningar að þeir gleypa við öllu. Þar sem þetta er svona viðkvæmt mál þorir varla nokkur núorðíð að leggja sér til munns grjónagraut á al- mannafæri, ekki einu sinni með kan- il út á. Og Steingrímur farinn til Moskvu til þess að geta étið sinn grjónagraut í friði. Nú var aðeins eitt að gera fyrir merkisbera hins þjóðfélagslega raunsæis; HÁKUR brá sér í vett- vangskönnun á matsölustaö í vik- unni. Hér á eftir fer lýsing á því sem þar gerðist: Inni vár rökkvað og sterk spðning- arlykt, stjórnmálalega séð. Nokkrir menn sátu við borð og átu svína- schnitzel. trúlega pólitísk viðrini, sá með rauðkálið gæti þó verið krati. Fáeinir höfðu ekki enn ákveðið sig. sátu og nöguðu neglurnar og áttu í miklum pólitískum erfiöleikum. Einn var með steiktan karfa, glúrinn sá ef tekið er tillit til útflutningsverðmæt- is. Eflaust mcð lyktar- og bragðskyn í lagi. stjórnmálalega séð. Langt inni í dimmu skoti hírðist manngrey og slafraði í sig einhverju sem líktist ekki hægt að fá grjónagraut hér?" Mér er til efs að stúlkunni hcfði brugðið meira þó ég heföi: beðið um mannakjöt. Hún leit á mig með skelfingarsvip og stundi einhverju upp um að hún ætlaði að sækja for- stjórann. Eftir drvkklanga stund kemur hún aftur og í fylgd hennar rnaöur sem vindur sér að mér dálítið pólitískt vandræðalega og spyr mig hvað ég vilji. Ég itreka erindið og reyni að láta sem ekkert sé. Maður- inn verður ögn ónotalegur í framan en segir svo: „Þú átt líklega við sveskjugraut, ég kannast ekki við þennan rétt sem þú nefndir, en við eigum fyrirtaks sveskjugraut. Ég tck þessu illa og held fram minni hápóli- tísku kröfu. Forstjórínn hikar við þetta, biður ntig um nafnskírtcini og grandskoðar það. Þá bregður hann sér afstðis og kemur að vörrnu spori með kúfaðan disk af einhverju sem líkist grjónagraut. „Þú ættir að gera þig ánægðan með þetta," hvíslar hann. „Þennan vclling erum við vön að kalla sveskjugraut, það er örugg- ara pólitískt séð. Nafhskírteininu verð ég að halda þar til ég eröruggur um að þú farir gætilcga með graut- inn. Faröu hljóðlega og láttu engan vita hvernig hann bragðast.” Ég lofa þessu og geng fram t matsalinn nteð pólitískt heitan grautinn í lúkunum. Menn hætta að matast og líta upp. Hljóö verður í salnum og svína- schnitzelið bíður annarrar umræðu. Ég læt sem ekkert sé. tek ntér sæti, munda skeiðina og sting henni ofan í grautinn. Grafarþögn í sálnum. Ég lyfti kúfaðri skciðinni af pólitískri nákvæmni og sting henni upp í mig. Beinlínis hnitmiðuð pólitísk ákvörð- un. Ég renni mjúkum grautnum niður. Mikilvægum áfanga náð. Ég fæ mér áðra skeið og þá þriðju. Nauðsynlegar ráðstafanir. And- rúmsloftið er þrungið spennu og ég finti að aðrir eru á undanhaldi í grjónagrautsmálinu. Schnitzelgengið er léttvægt fundið. Karfamaður sér aö gjaldeyrissparnaður hans er húmbúkk. Þessari vettvangsferð lýk- ur með stjórnmálalegum og næring- arfræðilegum sigri hinna grjóna- grautsku hugsjóna. Sértilboð á konudaginn á Súlnabergi Eiginmenn Bjóðið konunum í mat á konudaginn, sunnudaginn 19. febrúar Hádegis og kvöldverður Spergilsúpa Lambalæri Béarnaise eða Reykt grísalæri Ananasfromage kr. 225. Hálft gjald fyrir börn 8-12 ára. Börn 7 ára og yngri fá frían mat. grjónagraut. áfergjulega en þó mjög skömmustulegur. Greinilega stjórn- arandstæðingur að stelast. Ég gekk nú aö afgreiðsluborðinu <ig leit á matseðilinn. Flest var þar frétmtr Iftið spermandi. pólítískt séð og enginn grjónagrautur. Ég gekk snöfurmannlega að stúlkunni sem var við afgreiðslu og spurði: „Er

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.