Dagur - 02.03.1984, Page 10

Dagur - 02.03.1984, Page 10
10 - DAGUR - 2. mars 1984 Faldarnir sviptust í Can-Can Það var troðfullt hús og hörkustemmning í Sjallan- um á laugardagskvöldið, enda skemmtikraftar á ferðinni sem láta ekki sjá sig þar um hverja helgi. Það voru þau sæmdarhjón, Hermann Ragnar Stef- ánsson, danskennari og Unnur Arngrímsdóttir, sem voru potturinn og pannan í öllum herlegheitunum. Hermann kynnti og stjórnaði danssýningu, þar sem tekin voru dansspor sem einkum voru stigin í upp- hafi aldarinnar, enda hét atriðið „Þegar amma var ung“. Þar mátti sjá tangó eins og hann gerist tíguleg- astur. Mæðginin Stefanía Guðmundsdóttir og Óskar Borg sýndu þennan dans fyrst hér á landi og hneyksl- uðu þar með marga samborgara sína í Reykjavík. Þótti dansinn ósiðlegur með eindæmum, ekki síst þegar það voru móðir og sonur sem dönsuðu. Stefan- ía var föðuramma Sunnu Borg leikkonu. Fleiri dans- ar voru sýndir í Sjallanum, m.a. Can-Can og dansatriði úr þeim margfræga söngleik Cabarett. Unnur Arngrímsdóttir stjórnaði Wjjík' liði sínu úr Módelsamtökunum í tískusýningunni, sem fékk lið- styrk Akureyringa. Sýndar voru margar eigulegar , ■»* f X .VNvJcst'gí y, * 4 flíkur frá tískuhúsum ‘ j ,x" Reykjavíkur og Parinu og Assa á Akureyri. Báðar þessar sýningar féllu í góðan jarðveg hjá Sjallagestum. Rúsínan í pylsuendanum í Það var ekki dónalegt fyrir Jónas að fá „Paradísarkonfekt Sjallanum á laugar- dagskvöldið var gamla kempan Óðinn Valdimarsson, sem geystist fram á sviðið um miðnættið / syngjandi: „Ég er kominn i heim“. í kjölfarið fylgdu hörku J í stuðlög eins og Einsi kaldi úr f Eyjunum og Beste mamma . Rán sem Ódi söng fyrst á „Landinu“ 15 ára gamall. Nú er kappinn orðinn 48 ára, L, -| en það var greinilegt að I hann rótaði upp í minningum margra, einkum þeirra sem muna líf og fjör í Alþýðuhúsinu á sjötta áratugnum. Það þarft ekki að orðlengj a það, að „Allaliðið“ já og jafnvel gamla Sjallaliðið, yngdust um ein tuttugu ár eða svo í fjörugum dansi, þegar Ódi ásamt Ingimar og félögum hans kyntu undir gömlum glæðum. Það var sem sé hörkustuð í Sjallan- um á laugardagskvöldið. -GS jm Dansatriði úr Cabarett Þau kunnu að meta Einsa l kalda og I sporin hans. Sjallagestir kunnu vel að meta það sem upp á var boðið

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.