Dagur - 23.03.1984, Qupperneq 6
6 - DAGUR - 23. mars 1984
, JÞað eru
búðimar
sem lokka“
— Litið við hjá P»orgils Kristmannssyni,
svæðisstjóra Flugleiða í Glasgow
„Ég er nú fæddur Vest-
mannaeyingur, en uppalinn
Reykvíkingur, meira að
segja Vesturbœingur og þar
með sannur KR-ingur, “
sagði Þorgils Kristmanns-
son, svæðisstjóri Flugleiða
í Glasgow í Skotlandi, í
samtali við Dag. Þorgils
hefur undanfarin ár verið
aðstoðarstöðvarstjóri í
London, en hefur nýverið
fluttsig um set, til Glasgow,
þar sem Flugleiðir hafa hug
á að hasla sér stœrri völl en
félagið hefur haft þar
undanfarin ár. Eins og er
fljúga Flugleiðir á Glasgow
þrisvar í viku, á þriðju-
dögum, fimmtudögum og
laugardögum.
„Ég hóf störf hjá Flugfélagi ís-
lands 1. júlí 1962, en þá hafði ég
nýlokið stúdentsprófi frá Laugar-
vatni,“ sagði Þorgils. „Fyrsta
sumarið mitt starfaði ég á vöruaf-
greiðslu félagsins, sem þá var við
Flverfisgötu. Síðan réði ég mig á
innanlandsafgreiðslu félagsins á
Reykjavíkurflugvelli í eitt ár.
Raunar hafði ég ætlað í Háskól-
ann til að læra tannlækningar, en
ég var orðinn þreyttur á skóla-
göngu. Þess vegna þótti mér til-
valið að breyta til. Én það hefur
teygst úr þessu ári, því vorið 1964
var mér boðið að fara til Glasgow
til að sjá um skrifstofu félagsins
þar. Ég tók því vel og eftir að
hafa kynnt mér aðstæður réði ég
mig þar í eitt ár. í Glasgow
kynntist ég konunni minni Ann
Christine og hér er ég enn. Og nú
er ég búinn að starfa í nær 22 ár
hjá Flugfélagi íslands og síðar
Flugleiðum. Það varð því ekkert
úr tannlæknanáminu."
Skrifstofan aflögð
- Þorgils er eini starfsmaður
Flugleiða á Glasgow-flugvelli, en
Sirvisair sér um alla þjónustu fyr-
ir Flugleiðir á flugvellinum. Nú
er verið að endurskipuleggja
starfsemi félagsins í Glasgow og
næst var Þorgils spurður með
hvaða hætti það yrði gert?
„Það er nú ekki fullmótað
ennþá, en hér hefur ekki verið
nein starfsemi að ráði á vegum
Flugleiða, þannig að þessi akur
hefur ekki verið ræktaður sem
skyldi. Hér fyrr á árum var hér
umfangsmikill rekstur á vegum
Flugfélags íslands og síðar Flug-
leiða og þá voru hér 13 manns við
störf á skrifstofunni þegar flest
var. En síðan var skrifstofunni
lokað 1981.“
- Hvers vegna?
„Meginverkefni skrifstofunnar
var að afla flutninga á leiðinni
Glasgow-Kaupmannahöfn, en
allt frá 1950 hafði félagið heimild
til flutninga á þeirri leið. Síðan
kom SAS inn í dæmið og sinnti
þessari leið á móti Flugfélaginu.
Þá skiptu félögin leiðinni með sér
þannig, að þau flugu sína vikuna
hvort. Síðar gerðist það að Brit-
ish Airways gerði tilkall til þess-
arar áætlunarleiðar og þá urðum
við að víkja. Þar með var búið að
kippa grundvellinum undan sölu-
skrifstofunni í Glasgow. En Brit-
ish Airways gafst fljótt upp á
þessu flugi og nú hafa Flugleiðir
aftur aflað sér heimildar til flutn-
inga á milli Glasgow og Kaup-
mannahafnar. Þess vegna er ég
kominn hingað aftur, en undan-
farin ár hef ég verið aðstoðar-
stöðvarstjóri í London með bú-
setu þar. Raunar bý ég þar enn,
því ég er ekki fluttur með fjöl-
skylduna hingað, þar sem ég hef
ekki fengið hentugt húsnæði."
- Hvert verður þitt aðalstarf
hér núna?
„Þetta er nú hvergi nærri full-
mótað ennþá, en ég reikna með
því að leggja mesta áherslu á
fraktflutninga á milli Glasgow og
Kaupmannahafnar. Það þarf hins
vegar lítið að hafa fyrir því að út-
vega frakt frá Glasgow og heim,
því fraktrýmið á þeirri leið selur
sig sjálft. Við höfum varla undan
að flytja það sem beðið er um.
Auk þess verður lögð aukin
áhersla á farþegaflutninga, bæði
á Kaupmannahafnarleiðinni og
að heiman og heim. En það er
ekki fuilráðið hvernig farmiða-
sölunni verður háttað hér. Senni-
lega verður einhver utanaðkom-
andi aðili fenginn til að sjá um
það fyrir okkur.
Búðirnar lokka
- Hvað hafa íslendingar að
sækja til Glasgow?
„Það eru búðirnar sem lokka
fyrst og fremst því hér er hægt að
gera hagstæð innkaup, sérstak-
lega á fatnaði og þá ekki síst
barnafatnaði. Hagstæðast er
vöruverðið í byrjun janúar, því
þá eru útsölurnar í fullum gangi
og þær standa út febrúar og jafn-
vel fram í mars. En að þeim lokn-
um koma sumarvörurnar í versl-
anir.
Hingað koma líka margir til að
spila golf, en hér eru 5 golfvellir
skammt frá flugvellinum, ýmist í
eigu klúbba eða bæjarfélaga, en
útlendingum er heimilt að spila
þar. Laxveiði er einnig mikil í
Skotlandi, en það mun vera
nokkuð dýrt sport og veiði ekki í
samræmi við það sem við eigum
að venjast heima. Hins vegar
mun sjóstangaveiði ekki vera
eins dýrt sport og hún er mikið
stunduð bæði frá ströndinni og af
bátum. Auk þessa get ég nefnt
skíðasvæðin, en þau eru hér
mörg hver mjög vel úr garði gerð
og vel sótt.“
- En hvað með ferðalög um
Skotland?
„Hér er margt að sjá og skoða
og menn geta valið um ferða-
máta. Það er hægt að fara með
járnbrautarlestum, áætlunarbíl-
um, flugvélum og svo er líka
hægt að taka bílaleigubíl fyrir
viðráðanlegt verð. Mér skilst að
ódýrustu bílarnir kosti rúmar 500
kr. íslenskar á sólarhring og þá er
ekkert kílómetragjald til viðbót-
ar, aðeins bensínkostnaður. Auk
þess er hægt að fá bílaleigubíl á
mun hagstæðara verði með því
að kaupa hann með flugfarmið-
anum hjá Flugleiðum. Þeir sem
taka sér bílaleigubíla aka gjarnan
um sveitavegina, sem hlykkjast
um landbúnaðarhéruðin, en þó
þeir séu fornfálegir að allri gerð,
þá eru þeir undantekningalaust
malbikaðir. Mjög vinsælt er að
fara upp í skosku hálöndin og þar
er hægt að haga ferðalaginu sam-
kvæmt veðri og vindum. Mér er
kunnugt um fólk sem hefur ekið
um hálöndin dag eftir dag, en
tekið sér næturhvíld á sveita-
hótelum, litlum og vinalegum,
sem víða er að finna. Og þetta
fólk hefur komið aftur og aftur,
því það er alltaf eitthvað nýtt að
sjá. íbúarnir eru líka svo einstak-
lega gestrisnir, þeir vilja bókstaf-
lega allt fyrir ferðalanginn gera.“
Lærist á einum degi
- En nú er hér vinstri umferð,
kemur það sér ekkert illa fyrir
landann?
„Nei, það held ég ekki. Ég hef
heyrt á fólki sem hingað hefur
komið, að þetta venjist eins og
skot. Það þarf að vísu að hafa at-
hyglina vel vakandi fyrsta
daginn, en síðan kemur fram-
haldið af sjálfu sér. Það hjálpar
líka til, að stýrið er vinstra megin
í skoskum bílum. Vegir eru líka
vel merktir og umferðin er til-
tölulega hæg og jöfn. Þar að auki
sýna Skotar meiri tillitssemi í um-
ferðinni heldur en ég á að venjast
að heiman.“
- Hvað með veðurfar?
„Veðurfar hér í Glasgow er
ekki ósvipað því sem gerist á
Suð-Vesturlandi, því við fáum
lægðirnar frá íslandi yfir okkur.
Veðrið getur því verið óstöðugt
og votviðrasamt, en þetta er
sveiflukennt frá ári til árs.
Undanfarin 2-3 ár hafa verið
góð. En Skotar segja að austur-
ströndin sé betri veðurfarslega
séð og í hálöndunum er sólríkara
heldur en hér í Glasgow."
- Líkar þér vel að búa hér,
færð þú aldrei heimþrá?
„Já, ég kann prýðilega við mig,
enda væri ég varla búinn að vera
hér í 20 ár annars. Það er varla
hægt að segja að ég hafi fengið
heimþrá, það var þá helst fyrstu
árin, en ég fór þá bara í heim-
sókn heim ef hún lét á sér kræla.
Og laxveiðiferðir til íslands hafa
verið árlegir viðburðir hjá mér.
Þá hef ég gjarnan farið í Sandá í
Þistilfirði, en hún hefur verið lé-
leg undanfarin 2-3 ár. Ég hef því
einnig leitað í laxríkari ár, eins
og Norðurá og Laxá í Kjós.“
Mikill munur á
veðurfari
- Nú hefur þú búið undanfarin
ár skammt sunnan við London,
en flytur nú til Glasgow. Er mik-
ill munur á þessum stöðum?
„Nei, í sjálfu sér ekki, nema
þá veðurfarslega. Sumrin lengj-
ast eðlilega eftir því sem sunnar
dregur á Bretlandi og ætli sumrin
séu ekki 6-8 vikum styttri hér en
á Suður-Bretlandi, þar sem ég
hef búið. En að öðru leyti er
þetta líkt, vöruverð er svipað á
neysluvörum, en ýmsar vöruteg-
undir hér í Glasgow eru ódýrari
en í London og húsnæðið er
ódýrara."
- Að lokum Þorgils, hvað ger-
ir þú í frístundum?
„Það er nú ýmislegt. Ég var að
fikta í golfi hér á árum áður, þeg-
ar ég bjó í Glasgow. Það er ekki
að vita nema ég taki þráðinn þar
upp aftur. Þar að auki hef ég
gaman af að sækja fótboltaleiki,
sérstaklega þegar stóru liðin eig-
ast við. Einnig hef ég gert dálítið
af því að veiða með strákunum
mínum, sem fengu algera veiði-
dellu á meðan við bjuggum
suðurfrá, því þar er víða góð sil-
ungsveiði í ám og vötnum og
veiðileyfin kosta lítið sem ekki
neitt.“
Á meðan við Þorgils vorum að
spjalla saman var lítið um að vera
í flugstöðinni í Glasgow. En það
átti eftir að breytast þegar líða
tók á daginn. Keflavíkurflug-
völlur lokaðist fyrir þoku, þannig
að áætlunarvélin sem kom frá
Kaupmannahöfn og átti að halda
áfram til Keflavíkur komst
hvergi. Þar að auki lenti ein
„átta“ Flugleiða í Glasgow, en
hún var að koma frá Luxemburg.
Þegar sýnt var að þokunni myndi
ekki létta í Keflavík varð að
koma 300 farþegum í kvöldverð
og gistingu. Það var því mikið að
gera hjá Þorgils, en að lokum
tókst honum að koma öllum far-
þegunum fyrir á 6 hótelum víðs
vegar um borgina. Flugleiðir
báru allan kostnað vegna þessa
og reynt var að létta farþegum
þessi óþægindi eins og frekast var
unnt. Farþegarnir voru því flestir
orðnir léttir í lundu þegar lent
var á Keflavíkurflugvelli um há-
degi daginn eftir, ekki síst vegna
þess að Flugleiðir buðu upp á
ókeypis veitingar á leiðinni heim!
- GS.
Þorgils Kristmannsson, svæðisstjóri Flugleiða í Glasgow.