Dagur - 23.03.1984, Page 14

Dagur - 23.03.1984, Page 14
14 - DAGUR - 23. mars 1984 Tónleikar í Húsavíkurkirkju Næstkomandi laugardag 24. mars kl. 17 verða tónleikar í Húsavíkurkirkju. Flytjendur eru sameigin- legur kór kirkjunnar og tónlist- arskólans á Húsavík, auk 14 manna hljómsveitar. Einsöng- varar verða Hólmfríður S. Benediktsdóttir, Ragnheiður Guðmundsdóttir, Stefán Guð- mundsson og Jhon Speight. Á efnisskrá eru Missa Brev- is 220 eftir Mozart, kór og ein- söngslög eftir Bach, Faure, Mozart o.fl. Alls taka 75 manns þátt í flutningi þessara verka undir stjórn Ulriks Óla- sonar skólastjóra en hann hef- ur einnig útsett nokkuð af tón- listinni. Tónleikarnir verða endurteknir sunnudaginn 25. mars kl. 14.00. Jakobskvöld Afmœlismót Bridgefélagsins 40 ára afmælismót Bridgefé- lags Akureyrar verður haldið í Félagsborg 23.-25. mars. Þátttakendur verða víðs vegar af landinu, t.d. Reykjavík, Akranesi, Borgarnesi, Húsa- vík, Siglufirði, Dalvík, Sauð- árkróki og Blönduósi, svo ein- hverjir staðir séu nefndir. Spil- uð verður tvímenningskeppni í fjórum riðlum á föstudag og laugardag, en 20 para úrslit verða á sunnudag. Keppnis- stjórar verða Albert Sigurðs- son frá Akureyri og Guð- mundur Kr. Sigurðsson frá Reykjavík. Lengið lífið Ungmennafélag Skriðuhrepps sýnir „Góðir eiginmenn sofa heima“ í Laugaborg á sunnu- dags- og þriðjudagskvöld kl. 20.30. Hér er um ærslafullan gamanleik að ræða, sem Jó- hann Ögmundsson hefur sett upp með Hörgdælingum. Eins og góðum försum sæmir bygg- ist leikurinn á misskilningi og aftur misskilningi, en gamanið verður ekki misskilið. Og hláturinn lengir lífið, segir máltækið, þannig að ástæða er til að hvetja menn til að drífa sig í Laugaborg. Kirkjukór Akureyrarkirkju, Söngfélagið Gígjan, Geysis- kvartettinn og Tónlistarskóli Akureyrar halda sameiginlega tónleika í Akureyrarkirkju sunnudaginn 25. mars kl. 20.30 til heiðurs Jakob Tryggvasyni. Tónleikarnir eiga að vera þakklætisvottur fyrir langt, gifturíkt og fórn- fúst starf Jakobs að tónlistar- málum á Akureyri. Sem dæmi má nefna að Jakob hefur verið organisti við Akureyrarkirkju í rúma fjóra áratugi, kennt við Tónlistarskóla Akureyrar frá 1948 og verið skólastjóri hans í nær aldarfjórðung, stjórnað Lúðrasveit Akureyrar og drengjalúðrasveitum um ára- bil. Hann hefur auk alls þessa stjórnað Söngfélaginu Gígj- unni frá stofnun 1967, æft Smárakvartettinn og Geysis- kvartettinn og leikið undir fyr- ir þá, og er enn margt ótalið. Efnisskráin verður fjöl- breytt og meðal verkanna eru nokkur sem Jakob hefur samið og raddsett. Fram munu koma ásamt undirleikurum Kirkju- kór Akureyrarkirkju, Söng- félagið Gígjan og Geysiskvart- ettinn. Hinn 77 ára Jakob Tryggva- son mun stjórna og leika undir sum laganna. Aðgangur verð- ur ókeypis. Skíðamót Skíðafólk mun hafa nót að gera um helgina því mót verða á Akureyri, Ólafsfirði og Siglufirði. Á Siglufirði verður punkta- mót í flokki fullorðinna og keppt bæði í svigi og stórsvigi. { Ólafsfirði verður punktamót í alpagreinum og í Hlíðarfjalli verða tvö mót. Á morgun kl. 14.00 hefst þar marsmót fyrir 10-12 ára og verður keppt í stórsvigi. Þá verður í Hlíðarfjalli punkta- mót fyrir 15-16 ára bæði á morgun og sunnudag og keppt bæði í svigi og stórsvigi. Hernaðar- jajhvœgið Nk. laugardag kl. 14 mun Am- ór Sigurjónsson flytja fyrirlest- ur á vegum Varðbergs, félags um vestræna samvinnu á Ak- ureyri, í Mánasal Sjallans. Arnór nefnir erindi sitt „Hern- aðarjafnvægið í Norður-Atl- antshafi". Arnór var í norska hemum frá 1975 til 1982. Hann lauk prófi frá Hinum konunglega norska herskóla 1980 og er liðsforingi að tign. Hann starf- aði á vegum norska hersins í friðargæsluliði Sameinuðu þjóðanna í Miðausturlöndum í átta mánuði. 2ja herb. (búð óskast til leigu fyrir 15. maí. Þarf helst aö vera á Brekkunni. Uppl. I síma 26085 eft- ir kl. 18.00. Óska eftir 2ja herb. íbúö á leigu. Helst á Brekkunni. Uppl. í síma 22944. Til sölu falleg 4ra herb. íbúö í fjöl- býlishúsi við Víöilund (endaíbúð). Uppl. í símum (96) 25366 og 23666. 3ja herb. íbúð í Hrísalundi til leigu frá 1. ágúst. Uppl. í síma 23302 eftir kl. 19.00. Til leigu 3ja til 4ra herb. ibúð á efri hæð í tvíbýlishúsi rétt fyrir ofan miöbæinn. íbúöin verður laus til afnota í byrjun apríl. Uppl. í síma 22658. Bílakjör Frostagötu 3 c, sími (96) 25356 Akureyri. Komið með bílana á „kjörstað". „Kjósendur", þið komið og veljið ykkur bílinn. Athugið, úrvalið og viðskiptin eru hjá okkur. Opið frá kl. 9.00-19.00 alla daga nema sunnudaga. Bíiasaia Norðurlands Frostagötu 3 c sfmi (96) 21213 Akureyri. Get tekið börn ( gæslu hálfan eða allan daginn. Er á Eyrinni. Uppl. í síma 22067 eftir hádegi. Prenta á fermingarservíettur, sálmabækur og veski. Sendi í póstkröfu. Er í Litluhlíð 2a, sími 25289. Prentum á fermingarservíettur. Meðal annars með myndum af Ak- ureyrarkirkju, Lögmannshlíðar- kirkju, Húsavíkurkirkju, Grenivík- urkirkju, Ólafsfjarðarkirkju eða Dalvíkurkirkju. Servíettur fyrirliggj- andi. Sendum í póstkröfu. Valprent, sími 22844. Óska eftir vélsleða í skiptum fyrir bíl. Uppl. í síma 91-67032 eftir kl. 20.00 Takið eftir. Leitið ekki langt yfir skammt. För- um hvert sem er. Kynnið ykkur verð. Ódýr og góð þjónusta. Vegg- sögun, gólfsögun, kjarnaborun fyr- ir öllum lögnum. Múrbrot og frá- gangsvinna. Einnig stfflulosun. Leysum hvers manns vanda. Ger- um föst verðtilboð. Verkval Akureyri Hafnarstræti 9 Kristinn Einarsson sfmi 96- 25548. Mercedes Benz dfsel 1974 9 manna, vél ekin innan við 10 þús. km eftir upptekt hjá Þ. Jónssyni. Land-Rover árg. '71 dísel í góðu lagi. Ford Toreno árg. '71 með nýlegri 8 cyl vél, 350 cc. 12 tommu breiðum dekkjum. Nýsprautaður. Glæsivagn fyrir rétta menn. Plast- bátur 1V2-2 tonn með Fureno dýpt- armæli og Lister 3 cyl. díselvél. f góðu lagi. Mannheim bátavél 24 ha. með rafstarti og nýjum vökva- gír. Lítið notuð Volvo Penta dísel- vél 10 ha. með gír og skrúfubún- aði. Uppl. í síma 96-61235 Dalvík eftir kl. 19.00. Óska eftir Volkswagen Variant, má vera vélarlaus. Uppl. í síma 95-1924 eftir kl. 20.00. Til sölu Volkswagen árg. 1971, sæmileg vél og góð dekk. Uppl. í síma 24155 milli kl. 18 og 20 á kvöldin. Til sölu Skoda LS árg. 1980. Góð kjör, á sama stað karlmannsreið- hjól 10 gíra, nýtt. Uppl. í síma 24474 eftir kl. 16.00. Til sölu Mazda 929 árg. '83 ekin 9000 km. Sumar- og vetrardekk, útvarp og segulband. Sílsalistar, grjótgrind. Pálmi Stefánsson, sími 22111 og 23049. Landrover dísel með mæli árg. 72 til sölu. Uppl. í sima 61504. Til sölu Audi 100 LS árg. 7 7, ek- inn 90. þús. km. Skipti á ódýrari koma til greina. Uppl. í sím 61529. Cortina 2000 GL Automatic árg. 78 til sölu. Ekinn 25 þús. km. Vel með farinn bíll í sérflokki. Góð sumar- og vetrardekk fylgja, einn- ig útvarp og kassettutæki. Aðeins einn eigandi frá upphafi. Uppl. í síma 24703. Mazda 929 station árg. '80 seinni gerðin til sölu, sjálfskiptur með vökvastýri ekin 57 þús. km. Uppl. í síma 63139. Nýtt og notað Kaup - sala - skipti Viðgerðaþjónusta Skíðaþjónustan Kambagerði 2 sími 24393 Til sölu Sinclair ZX81 16K á kr. 2500 og nýtt kassettutæki kr. 3000. Uppl. í síma 23471. Til sölu: Honda MT árg. 1982. Suzuki PE 250 árg. 1981 og 8 vetra brúnn hestur. Uppl. í síma 23462 eftir kl. 8 á kvöldin. Til sölu Universal 445 árg. '81 keyrð í 500 tíma, vél í toppstandi. Einnig Toyota Corolla árg. '74, nýsprautuð á sæmilegum nagla- dekkjum, ný sumardekk fylgja. Uppl. í síma 31180. Til sölu 12 hestafla Yamar disel- vél með skrúfubúnaði. Vélin er nokkurra ára gömul en mjög lítið notuð. Uppl. í síma 95-5190 eftir kl. 19.00. Til sölu Honda XL 350. Uppl. í síma 21161. Polaris TX 440 snjósleði til sölu. Ekinn aðeins 950 mílur. Sann- gjarnt verð og góð greiðslukjör. Uppl. hjá Polarisumboðinu, Hjól- barðaþjónustunni Hvannavöllum 14b, sími 96-22840. 2ja ára Simo kerruvagn til sölu. Verð kr. 4.500. Uppl. í síma 26189 milli kl. 10 og 12 f.h. Til sölu varahlutir í Bronco árg. 66. Uppl. í sima 23332 milli kl. 18.00 og 19.00. Datsun 280 C dísel til sölu 83 mod. Ekinn 12. þús., 6 cyl., sjálf- skiptur m/vökvastýri og power- bremsum. Rafmagn í rúðum, ál- felgur, vegmælir. Einkabíll. Til greina kemur að taka fasteigna- tryggt skuldabréf uppí hluta kaup- verðs. Uppl. gefur Bílasala Norðurlands í síma 21213. Til sölu lítið notuð ONKYO CP 1010 plötuspilari TX 200 80 rms watt magnari, TA 1500 kassettu- tæki, Sonics TA 155 40 watta há- talarar. Verð kr. 20-25 þús. Uppl. í sfma 21509. Atvinna. Mann vantar til landbún- aðarstarfa. Uppl. í síma 24947. Topplyklasett í grárri tösku tap- aðist við Þversíðu um mánaða- mótin febr.-mars. Skilvís finnandi vinsamlegast láti vita í síma 25341. Á sama stað er til sölu sumardekk undir Austin mini og Trabant. Teppahreinsun - Teppahreins- un. Hreinsið teppin sjálf. Leigjum út nýjar hreinsivélar til hreinsunar á teppum, stigagöngum, bíla- áklæðum og húsgögnum. Teppa- land Tryggvabraut 22, sími 25055. Hreingerningar - Teppahreins- un. Tökum að okkur teppahreins- un, hreingerningar og húsgagna- hreinsun með nýjum fullkomnum tækjum. Gerum föst verðtilboð ef óskað er. Uppl. í síma 21719. Askrift - Auglýsingar Afgreiðsla -----96-24222-----

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.