Dagur - 30.03.1984, Blaðsíða 8

Dagur - 30.03.1984, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - 30. mars 1984 Haim er vænn núna, en hann hefur verið vænni í vetur, Þar fjúka hausarnir af þorskunum. - Sælt sé fólkið. - Sæll sé presturinn og velkominn. - Eru ekki allir hressir hér? - Jú, ekki veit ég betur, að minnsta kosti er ég hress, enda veistuþað Pálmi minn, að ég er alltaf hress. Þú verður að jarða mig efégferífýlu. Þannig heilsuðust þeir sr. Pálmi Matthíasson og Alfreð Jónsson, flugráðherra og fyrrum „kóngur" í Grímsey, þegar guðs- maðurinn steig þar á land á mið- vikudaginn var úr áætlunarvél Flugfélags Norðurlands. Þangað var Pálmi kominn til að heilsa upp á sóknarbörn sín í Miðgarða- sókri, nyrstu sókn landsins, sem hann þjónar ásamt Lögmanns- hlíðarsókn. Saman heita þessar sóknir Glerárprestakall. Það var því í raun ekki annað en tilfærsla á prestakalli þegar „Þorparar" fengu sinn prest. Grímseyingar standa því með „Pálmann" í höndunum, að sögn Alfreðs, enda tóku þeir vel á móti presti sírium. Til marks um það var helmingurinn af bílakosti eyjarskeggja mættur til móttöku- athafnarinnar, einn gamall Willys og lúinn Fólksvagn. Auk þessara glæsivagna eru tveir Trabantar í eynni. Með Pálma í för var Ás- rún Atladóttir, orgelleikari. Auk þerra vorum við Andri Páll Sveinsson, húsvörður í Glerár- skóla, í „kurteisisheimsókn" til eyjarinnar. Messað í miðri viku Sr. Pálmi hafði ætlað að messa í eynrii um sl. helgi, en þá var ekki flugveður, þannig að hann komst ekki út. Það var því ekki um ann- að að ræða en sæta lagi einhvern daginn í vikunni, því það er í mörg horn að líta hjá þjónandi presti í stórri sókn og flestar helg- ar skipulagðar langt fram í tímann. Þess vegna var sr. Pálmi kominn út í eyju til að messa í miðri viku. Um leið ætlaði hann að hafa helgistund með börnun- um í skólanum og húsvitja til að heilsa upp á sóknarbörnin. Hann hafði því í nógu að snúast þá stund sem stoppað var í eynni. Við Andri Páll ákváðum að njóta góða veðursins og ganga frá flugvellinum inn í þorpið. Fyrsta lífsmarkið sem við urðum varir við þegar að byggðinni kom var í díselrafstöðinni, sem malaði jafnt og þétt og sendi frá sér „birtu og yl" til íbúanna. Það er Bjarni Magnússon, hreppstjóri með meiru, sem sér um að klappa stöðinni af og til, þannig Það er betra að vera handftjótur við aðgerðina. að hún haldi sínu striki eins og til er ætlast. Auðvitað byrjuðum við Andri á að heimsækja höfniria, enda er þar nafli alls athafnalífs í Gríms- ey. Þar landa bátarnir og þar er fiskurinn verkaður. Og fiskurinn er undirstaða mannlífsins í Grímsey. Þegar við Andri mætt- um á staðinn var þar lítið um að vera, því bátarnir voru ekki komnir úr róðri. En einn þeirra var á þurru landi og um borð var eigandinn, Haraldur Jóhannsson. Hann var að gera klárt, sagðist hafa keypt bátinn frá Hafnar- firði,, og ætlar að sjósetja um mánaðamótin. Báturinn hefur fengið nafnið Tjaldur. Þeir Andri og Haraldur fóru óðar að ræða um sjóinn og.fiskinn og bátskelj- arnar, sem ýmist eru á sjó eða þurru landi. Andri er nefnilega gamall sjóari og sækir sjóinn enn á myndarlegum „færeyingi", sem er. „frægasta trillan í Glerár- þorpi", að sögn sr. Pálma. Talið berst að kvótanum, kostum hans og göllum. - Nú verða allir að fá leyfi, sem ætla sér að draga bein úr sjó, hvernig svo sem þeir ætla að bera sig til við það, segir Haraldur kíminn. - Hvað segir þú maður, þarf ég þá að fá leyfi til að fara á skak á skelinni minn? spurði Andri og rak upp stór augu. ¦i Já, já, það kostar 3.500 krónur fyrir færið, þannig að þetta verða 7.000 krónur hjá þér, ef þið eruð tveir, svaraði Harald- ur. - Hvað eru mennirnir að meina? sagði Andri og undrun hans leyndi sér ekki. Haraldur var kankvís á svipinn, það var þögn stutta stund, síðan sagði hann: - Ég kann ekki við annað en draga í land með þetta, ég var aðeins að Ijúga núna, en ég get ekki haldið því áfram þegar ég sé hvað þú ert skelkaður. Þú mátt fara á skak þegar þú vilt, að því er ég best veit. Nú hlæja þeir félagarnir og Andri fer að skoða bátinn. Har- aldur segist ætla á netaveiðar, því hann hafði heyrt að bátar undir 10 tonnum, á þessum af- skekktu stöðum sem lifa á fiski, fengju að veiða þorsk án kvóta- takmarkana. Nú kom Sigurður Bjarnason þeysandi á traktor sínum. Hann er búinn að vera viku á grásleppu ásamt félaga sínum og þeir félagarnir eru þeg- ar búnir að fá í 10 tunnur af hrognum, sem er dágott miðað við að grásleppuvertíðin er ekki byrjuð samkvæmt almanakinu. - Þetta hefur gengið ágætlega það sem af er. Við förum út um

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.