Dagur - 30.03.1984, Blaðsíða 10

Dagur - 30.03.1984, Blaðsíða 10
10 - DAGUR - 30. mars 1984 Dagsstimd í Grímsey stór og fallegur þorskur við Grímsey í vetur, svo stór að menn þurfa mörg ár aftur í tím- ann til að finna sambærilega stærð. Ekki kunna menn skýr- ingu á þessu, en sjávarhiti um- hverfis eyna hefur hækkað um 3° C. Það munar um minna. Strax var hafist handa við að gera að aflanum í fiskverkun KEA. Þar ræður ríkjum Hannes nokkur Guðmundsson. - Það vinna hér 15 manns við fiskvinnsla eins og er, en þar á meðal eru aðeins örfáir heima- menn, sagði Hannes. - Hér er alltaf talsvert um aðkdmufólk yfir vetrartímann, en því fækkar yfir sumarið, þegar börn og ungl- ingar í eynni losna úr skóla. Við vinnum það í salt sem hægt er að nýta til þeirra hluta, enda hefur okkur gengið vel að losna við saltfiskinn, hann fer næstum jafn- harðan til Spánar. Hins vegar gengur okkur verr að losna við skreiðina eins og er. Við gerum að aflanum strax og hann kemur að landi. Þannig fáum við besta hráefnið og útkoman verður góð- ur saltfiskur. - Kvíðið þið atvinnuleysi þeg- ar bátarnir ykkar hafa fyllt kvótann? - Það eru þrír 11 tonna bátar, sem landa afla sínum hjá okkur eins og er. Þeir eiga eftir 30-50 tonn af sínum kvóta, sem endist þeim að líkindum fram að páskum. En ég held að við þurf- um ekki að kvíða atvinnuleysi eftir það, því litlu trillurnar fá að fiska áfram ef svo fer sem horfir. Hér hafa t.d. verið um 30-40 handfærabátar yfir sumartímann, en við höfum ekki haft tök á að . taka víð afla þeirra allra. Enda er þar oft um mjög smáan fisk að ræða sem þar að auki er fullur af ormum. Það er tap á að vinna slíkan fisk. - En á ekki rækjan að bjarga öllu núna? - Jú, það virðist vera, en ég hef ekki trú á að rækjuveiÖEJ' verði stundaðar héðan. Hins veg- ar mun einn af okkar bátum gera út á rækju frá Siglufirði, eins og hann gerði í fyrrasumar. Mérlíst ekki á þetta rækjuævintýri. Einn kollegi minn kallaði þáð hruna- dans, sem hann yrði að taka þátt Mikið að gera Nú máttum við ekki tefja Hannes öllu lengur og þar að auki vorum við búnir með kaffið hans. Á síð- asta ári tóku Hannes og hans menn við 1.250 tonnum af fiski, sem 20 m. 564 þús. kr. fengust fyrir til útflutnings. Það gerir 186 þúsund krónur á hvert manns- barn í Grímsey. í fiskvinnslunni er unnið 10 tíma á dag og oft er eínnig unnið um helgar. Þorleifur var síðastur að landi, en hann er stærsti báturinn sem gerður er út frá Grímsey, 30 tonn að stærð. Skipstjóri og annar eig- andi hans er Gylfi Gunnarsson, en meðeigandi hans er Garðar Ólafsson. Hann sér um fisk- vinnsluna, sem þeir félagar reka sjálfir í landi. Nú vildum við Andri fara að huga að presti og gengum því til Miðgarðakirkju. En þar var eng- inn prestur. Kirkjukórinn var híns vegar að æfa fyrir messuna og kórmeðlimir settu okkur Andra tvo kosti. Annað hvort skyldum við hypja okkur út, ell- egar koma í kórinn og syngja með! Ég veit ekki með Andra, en ég viídi ekki gera fólkinu þann óskunda að fara að syngja í kirkj- unni þannig að ég fór og Andri kom á eftir. Við röltum um eyna for- vitnin uppmáluð, þar til við hitt- um guðsmanninn. Hann var þá búinn að sjá til þess að við fengj- um kvöldverð á heimili Sigurðar Bjarnasonar og Steinunnar Stef- ánsdóttur. Þar fengum við ljúf- fengan næíursaltaðan rauðmaga með lifur, sem fór vel í maga. Að kvöldverði loknum hófst messan, sem var látlaus, hlýleg og pers- ónulegri heldur en í stórum guðs- húsum. Að henni Iokinni var haldið á flugvöllinn, þar sem Sig- urður Aðalsteinsson beið með flugvélina í startholunum. Haf- liði Guðmundsson ók okkur á völlinn á Willysnum sínum. - Það er nú lágmarkið að þú akir okkur á völlinn, fyrst þú nenntir ekki að koma til messu, sagði sr. Pálmi glettnislega við Hafliða um leið og þeir kvöddust. Þar með var heimsókn okkar til Grímseyjar lokið. Við þökkum móttökurnar. -GS. fgj?\ Skotveiðifélag WL ° íslands W^ Eyjafjarðardeild heldur fund að Hótel KEA sunnudaginn 1. apríl kl. 3. Stjórnarmeðlimir úr Skotveiðifélagi íslands mæta. Nýir félagar velkomnir. Stjómin. Gylfí Gunnarsson útgerðarmaður og skipstjóri á Þorleifi, stærsta bátnum í Grímsey. Hannes Guðmundsson sér um stjómina í fiskverkuninni. Frá Kjörmarkaði KEA Hrísalundi EL-T0R0 i Hrísalundi Kynning á EL-T0RO pizzum ídagföstudag fra kl. 4-7e.h. Mikill kynningarafsláttur. ^ Kjörmarkaður KEA Hrísalundi Kirkjukórinn stóð sig með ágætum þrátt fyrir skamman æfíngatíma. Bifvélavirki óskast á Akureyri sem allra fyrst. Um framtíðarstarf er að ræðá. Þeir sem áhuga hafa vinsamlega leggið nafn og síma- númer á skrifstofu Dags merkt „Framtíðarstarf". Slippstöðin hf. óskar að ráða starfsmenn í eftirtalin störf: Lagermenn til starfa á útilager. Starfið er fólgið í umsjón og afgreiðslu efnis af stál- og röralager. Efnisþekking og starfsreynsla við hliðstæð störf æskileg. Skrifstofumann á lager: Starfið er fólgið í að yfirfara reikninga, vinnslu á tölvu o.fl. Verslunarskóla- eða hliðstæð menntun æskileg. Umsóknarfrestur er til 6. apríl nk. Æskilegt er að umsækjandi geti hafið störf sem fyrst. Farið verður með allar umsóknir sem trún- aðarmál. Nánari upplýsingar veitir starfsmannastjóri í síma 96-21300. '. Umsóknir sendist til: Slippstöðvarinnar hf. c/o starfsmannastjóri Pósthólf 437, 602 Akureyri.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.