Dagur - 04.05.1984, Blaðsíða 7

Dagur - 04.05.1984, Blaðsíða 7
4. maí 1984-DAGUR-7 Herdís Ingvadóttir. V Viljum ekld fæla karknemma dgerlegafrá okkur“ - Herdís Ingvadóttir, krúttmagakvöldaforstjóri“ á línunni ?? - Herdís Ingvadóttir? - Já, það er hún. - Gísli Sigurgeirsson hér. Mér er sagt að þú sért potturinn og pannan í undirbúningi fyrír svonefnt „Krúttmagakvöld“ í Sjallanum. - Já, það er nokkuð til í því, ég er ein af þeim sem stend að undirbúningnum. - Fyrsta „Krúttmagakvöldið“ varhaldið í fyrra, eingöngu fyrir konur, hvernig kom það til? - Þetta kom til tals á milli mín og Helgu Árnadóttur, vin- konu minnar, að það þyrfti að drífa í að gera eitthvað svona. Það varð til þess að ég dreif í að ræða við Sigga í Sjallanum og hann var strax jákvæður. Síðan ákváðum við Helga að skipta með okkur verkum; hún fengi einhverjar með sér og ég ein- hverjar með mér. Það endaði með því að níu kvenna hópur var kominn í slaginn og í ár komu tvær til viðbótar, þannig að við erum ellefu konurnar í undirbúningsnefndinni. - Hvers vegna „Krúttmaga- kvöld“ bara fyrir konur? - Bara til að brydda upp á einhverri nýjung í skemmtanalíf- inu, sem eingöngu væri ætluð konum. Það er mesti misskiln- ingur, að við séum með þessu að svara „Kútmagakvöldinu" hjá körlunum, eða jafnvel að mót- mæla því. Það er ekki alls kostar rétt. En það eru einlægt þessir karlafundir, og þá gjarnan matarfundir, en slíkt er fátíðara meðal kvenna. Og þetta á ekk- ert skylt við jafnréttisráð eða Kvennaframboðið, enda eru þær konur sem í þessu standa úr öllum flokkum. - Hvernig tókst svo til? - Vonum framar, við áttum alls ekki von á þeim stórkost- legu undirtektum sem við fengum. Það lá við að við vær- um hálf smeykar við velgengn- ina. Það komust mun færri að en vildu, jafnvel þó troðið væri í húsið, og við fengum margar áskoranir um að endurtaka skemmtunina. En við lögðum ekki í það þá. Núna ætlum við hins vegar að koma til móts við þær sem ekki komust að í fyrra og hafa tvö „krúttkvöld". En það er allt útlit fyrir að það dugi ekki til, því að við höfum orðið varar við mikinn áhuga, ekki bara frá Akureyri, heldur einnig frá nágrannabyggðarlögum, jafnvel er von á hópi alla leið frá Reykjavík. - Hvað verður boðið upp á? - Konum verður boðið upp á lystauka fyrir matinn, eins og siður er í góðum veislum. Síðan verður gengið að veisluborði, sem samanstendur af fjölbreytt- um sjávarréttum lystilega fram- reiddum af Valla yfirkokki í Sjallanum og hans harðsnúna liði. Síðan taka við skemmtiat- riði, leikþættir, söngur, leikfimi, tískusýning og sitthvað fleira. Svo verðum við með leynigest, en ég segi þér ekki hver hann verður. - Verður það karímaður? - Já, við erum konur; því skyldum við ekki fá karlmann í heimsókn? - Hvað taka skemmtiatriðin langan tíma? - Ég vona að þau verði búin um kl. ellefu, þannig að við kon- urnar höfum klukkustund til að dansa einar áður en karlarnir koma inn. - Dansa einar? - Já, það gerðum við í fyrra, en við fengum því miður allt of stuttan tíma til þess þá. Það var sko dúndrandi stuð get ég sagt þér. Það var æðislegt, ég veit að það trúir því enginn sem ekki reyndi eða sá. - Sveitakonur leggja ykkur ekki lið við skemmtiatriðin, satt? - Jú, það eru konur úr Öng- ulsstaðahreppi, sem hafa samið og æft þrælgóð skemmtiatriði, þar sem litið er á ýmis atriði í bæjarlífinu í spéspegli. Annars vil ég ekki segja þér nánar um skemmtiatriðin. Þau eru bara fyrir okkur. - En afhverju mega karlarnir ekki sjá skemmtiatriðin? - Vegna þess að þau eru ein- göngu fyrir kvenfólk. - Hvernig eru skemmtiatriði „hönnuð“ sérstaklega fyrir kvenfólk? - Það er ýmislegt sem kemur fram í þeim, sem eingöngu höfðar til kvenna. En ég segi þér ekki hvað það er. Það er okkar leyndarmál. - Af hverju eruð þið þá nokkuð að hleypa okkur inn? - Við vitum að þið eruð nú svolítið sárir, en við viljum ekki fæla ykkur karlmennina alger- lega frá okkur. Það er nú alltaf gott að hafa þá þegar maður þarf á þeim að halda. - Pið ætlið þá að hleypa til um miðnættið? - Já, já, þið fáið að koma inn eftir miðnættið og við Helga Árnadóttir tökum á móti tveim fyrstu karlmönnunum með við- eigandi hætti. En það er vissara fyrir ykkur að vera tímanlega á ferðinni, því að í fyrra náði bið- röðin frá Sjallanum suður að Útvegsbanka og færri komust inn en vildu. - Pú átt sem sé von á dúndr- andi stuði í Sjallanum á „Krútt- magakvöldunum“ um helgina? - Já það verður vonandi eng- inn svikinn af því, enda koma konur á „Krúttmagakvöld“ til að skemmta sér. - Pá segi ég bara bless og góða skemmtun. - Blessaður. - GS. býður yður velkomin alla daga í heitan mat um hádegi og kvöld. Kaffi og smurt brauð allan daginn. Akureyringar - Bæjargestir Dansleikur laugardagskvöld 5. maí 1984 Matur framreiddur frá kl. 19.00-22.00. Casablanca leikur fyrir dansi til kl. 02.00. Verið velkomin. HOTEL KEA Borðapantanir teknar í síma 22200. AKUREYRI Garðyrkjustöðin Vín auglýsir Pottablóm blómstrandi, fjöldi tegunda. Pottaplöntur grænar. Blómstrandi sumarblóm í ker og kassa. Setjum í ker. Sumarblóm, fjölær blóm og matjurtir þegar útplöntun getur hafíst. Nú vorar fyrr og betur Opið virka daga frá kl. 13-18 um helgar frá 10-18. Ath. Afgreitt í gömlu stöðinni í Laugarbrekku. Garðyrkjustöðin Vín sími 31135.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.