Dagur - 04.05.1984, Blaðsíða 9

Dagur - 04.05.1984, Blaðsíða 9
8-DAGUR-4. maí 1984 yy Veisla hjá kúniirri á Hríshóli - þegar þær komu út eftir vetrardvöl í fiósinu If / • X YV / ■ / ■• 1/« /1 Öskrin úr fjósinu að Hríshóli í Saurbæjarhreppi sl. mánu- dag er við vorum þar á ferð- inni í nágrenninu bentu ótvírætt til þess að eitthvað væri að gerast þar. Og þegar við náiguðumst bæinn tii að aðgæta hverju þessi öskur sættu kom ástæðan í ljós. Kýrhaus birtist í fjósdyrunum. Það var hnusað út í loftið og rek- ið upp mikið stríðsöskur og síðan skundað af stað. Fleiri komu á eftir og eftir skamma stund var allt á fullri ferð á túninu fyrir utan fjósið. Kýrnar voru komnar út eftir vetrardvöl í fjósinu og það var heldur betur „veisla" í gangi. í hópi kúnna var að sjálfsögðu hin landsþekkta Fía sem á síðasta ári setti íslandsmet hvað snerti mjólkurmagn er hún skilaði frá sér. Hún mjólkaði hvorki meira né minna en 9551 Iítra og hefur önnur kú ekki skilað öðrum eins ársskammti. Hreinn Kristjánsson og Sig- urgeir sonur hans höfðu gaman af þessum látum enda skemmtilegt að sjá kýrnar „djöflast“ um. „En það er ekki langt þar til letin nær yfirhöndinni“ sagði Sigurgeir sposkur á svipinn. Þeir feðgar Hreinn og Sigur- geir upplýstu undirritaðan um að Fía væri 8 vetra. Þeir sögðust eiga aðra kú sem stæði Fíu skammt að baki, og dóttir Fíu er talin vera mjög efnileg þótt hún sé reyndar ekki farin að mjólka ennþá. „Eg veit ekki hvort ég get nefnt nokkra sérstaka ástæðu fyr- ir þessari góðu nyt,“ sagði Hreinn. „Það eru ýmsir þættir Myndir og texti sem þarna hafa áhrif. Það er mjög mikilvægt að maður hafi áhuga á að sinna kúnum og um- gangast þær, og öll fóðrun skiptir auðvitað mjög miklu máli. Við gefum eingöngu þurrhey, og svo má ekki gleyma því að haustbeit- in skiptir mjög miklu.“ - Við vildum ekki tefja þá feðga lengur, það er í mörg horn að líta í sveitinni á vorin, og það er alltaf komið vor þegar kýrnar eru komnar út, frelsinu fegnar eftir veturinn. gk-. Hin fræga Fía. Þarfnast þetta skýringa? 4. maí 1984-DAGUR-9 ,Fómuðum því sem við áttum og erum hér að sýsla undir berum himni Rætt við Þórð Gunnarsson en hann og Hannes bróðir hans hófu búskap á Grund fyrir tveimur árum ásamt fjölskyldum sínum „Talaðu við bræðurna á Grund, þeir eru nýbyrjaðir búskap og eru bjartsýnis- menn,“ sagði einn viðmælanda okkar á ferð í Eyjafirði. Og ég lét ekki segja mér það tvisvar heldur ók að Grund og tveir hundar tóku á móti mér og létu heldur ófriðlega. Hvað á það líka að þýða að vera að tefja vinnandi fólk á góðviðrisdegi? Annar bræðranna, Þórður Gunnarsson, var við vinnu úti á túni, „að gera klárt til að geta far- ið að bera á“, eins og hann orð- aði það. En hann lét samt tefja sig smástund. „Við Hannes bróðir minn keyptum hér vorið 1982 og flutt- um þá hingað frameftir frá Ak- ureyri ásamt fjölskyldum okkar,“ sagði Þórður þegar við höfðum sett okkur niður. Þórður er raf- eindavirkjameistari og hafði unn- ið hjá Pósti og síma í um 20 ár, en Hannes bróðir hans er bifvéla- virkjameistari. „Við getum sagt að við eigum ættir okkar að rekja hingað í ná- grennið, en móðir okkar er frá Víðigerði. Ætli það megi ekki segja að í blóðinu renni þessi vit- leysa að vilja yrkja jörðina, ef hægt er að tala um að það sé vit- leysa því einhver verður að gera það. Það hafði verið áhugi á þessu hjá okkur lengi og okkur fannst kominn tími til þess að hrökkva eða stökkva. Nú, við létum okkur hafa það, fórnuðum því sem við áttum og erum hér að sýsla undir berum himni og höfum það nokkuð þokkalegt. Skuldirnar eru svo allt annað mál,“ sagði Þórður og hlær við. „Húsakostur er hér að vísu nokk- uð sæmilegur en hafði lítið verið notaður síðustu árin þannig að það var og er talsverð vinna að koma þessu í það horf sem við viljum hafa það í. Við verðum í því áfram að brasa í þessu og það tekur sjálfsagt alla ævina að laga og lagfæra. Er ekki hægt að segja að það sé f blóðinu þegar maður tekur upp á því að leita eftir einhverju sem maður vill gera og gerir það? En við erum ekki einir á ferðinni, konurnar okkar eru með okkur og þær eru auðvitað helmingur- inn af þessu öllu saman. Annars er óhætt að segja að þetta sé bara fyrirtæki og ég myndi segja að það sé ekkert síður vogun vinnur og vogun tapar í þessu en bara togaraútgerð. Við gerum út á að selja mjólk og kjöt en sumir gera út skip til þess að veiða styrki. Ég má kannski ekki vera svona grófur,“ segir Þórður og hlær við. - Langur vinnudagur? „Við skiptum með okkur verkum. Fjölskylda Hannesar sér um fjósið og öll dýrin eina viku og ég og mín fjölskylda tekur síð- an við næstu vikuna. Með þessu fyrirkomulagi verður maður ekki eins bundinn og getur þá snúið sér að öðrum hugðarefnum eins og að smíða og lagfæra ýmis- legt.“ - Þú sagðir að skuldamálin væru annar handleggur, er þetta basl? „Já peningamálin eru basl, en ef það á að horfa á þetta ein- göngu þannig að þetta sé basl þá er alveg hægt að hætta þessu. Eg horfi hins vegar á þetta þannig að það sé hægt. Ef það er ekki hægt að lifa af landbúnaði á þessum stað þótt eitthvað sé sett á skuldir þá er það hvergi hægt í landinu.“ - Er Grund góð jörð? „Já það er hún. Ætli hér séu ekki um 50 hektarar ræktaðs lands. Jörðin er góð það er alveg víst og við erum að reyna að byggja hér upp, erum t.d. með viðbyggingu í gangi við fjósið. Þetta er auðvitað ekki úr okkar þessu ávallt vel af sér. Mig langar til þess að koma því að í Iokin að það er ekki hægt að búa nema eiga góða nágranna, það er frumskilyrði fyrir því að hægt sé að lifa sómasamlegu lífi. Við erum svo hamingjusamir að hér í kring um okkur er alveg skínandi fólk. Það hafa allir verið tilbúnir til þess að rétta okkur hjálparhönd, enda veit ég ekki hvernig við hefðum farið að annars. Það eru margar spurning- ar sem hafa vaknað hérna og þurfti að svara og nágrannar og vinir svöruðu þeim hispurslaust.“ - Við röltum með Þórði inn í fjós þeirra bræðra. Þeir eru að byggja við fjósið, og ekki var annað að sjá en að þeir ætli að auka kúastofn sinn verulega og séu reyndar byrjaðir á því. A.m.k. skiptu kálfar í fjósi þarna tugum og voru margir þeirra kvígur sem eiga að lifa og taka þátt í uppbyggingunni í framtíð- inni. En við röltum síðan út, Þórður hvarf út á tún til þess að halda áfram undirbúningi fyrir áburðardreifingu, ég settist upp í bifreiðina og hélt til Akureyrar á vit ritvélarinnar. gk-. , ,Fólksbílafœri í allan vetur u - segir Kristján Óskarsson sem hefur ekið skólakrökkum í Saurbæjarhreppi í vetur - Á ferð okkar rákumst við á einn skólabflinn sem ekur krökkunum í Saurbæjarhreppi í og úr skóla, en skólahald í hreppnum er í Sólgarði. „Við erum fjórir sem sjáum um það að aka krökkunum," sagði bifreiðarstjórinn Kristján Óskarsson er hann hafði stöðvað bifreið sína að Möðruvöllum til þess að losa sig þar við farþega. „Ég sé um að sækja krakkana sem búa í Djúpadal og hér á Möðruvallasvæðinu og fer af stað um klukkan hálf átta og er kom- inn með hópinn í skólann um kl. 9. Síðan sæki ég þau aftur um kl. þrjú á daginn og ek þeim heim. Þetta hefur gengið alveg ljóm- andi vel í vetur, enda er óhætt að segja að hér hafi verið fólksbíla- færi í allan vetur. Nú er skólinn búinn óvenju snemma, það var síðasti kennsludagur í dag og á morgun (1. maí) er svo afhending einkunna og skólaslit." gk-. Þórður Gunnarsson bóndi að Grund ■ fjósinu. Kristján og krakkarnir við skólabflinn. eigin vasa, heldur eru lög fyrir því að til þessa eru styrkir og lán sem gera manni þetta kleift og þeim mun meiri möguleikar eru eftir því sem maður vinnur meira. Ég sé ekki annað en að þetta sé hægt en það verður að stíla grimmt upp á það að maður haldi heilsu.“ - Hvað sögðu vinir og kunn- ingjar á Akureyri þegar þið tókuð upp á því að fara hingað og hefja búskap? „Ég held að flestir hafi verið ánægðir með þetta, við drifum í þessu og ég held að það standi allir með manni. Þetta er hlutur sem okkur langaði ákaflega mik- ið til að gera og við létum það eft- ir okkur. En það er með þetta eins og allt annað, það er ekki allt eins og maður ætlaði og vildi hafa það.“ - Hvað eruð þið með af skepnum? „Við erum með 35^10 mjólk- andi kýr en engin önnur dýr nema að dóttir mín er með hest og nýtur þess mjög að nota hann þegar hún hefur tíma. Við ákváð- um það að haga þessu þannig að við værum ekki bundnir eins og kýr á bás. Eins og ég sagði áðan þá skiptum við niður á okkur skepnuhaldinu vikulega og það skapar ákveðinn metnað að skila , yAgœtt að skólinn er búinn - sögðu Pétur Erling og Torfi Ársæll Pétur og Torfí: „Nóg að gera í sumar“. „Það er ágætt að skólinn er búinn, það er leiðinlegt í skól- anum þótt það geti einstaka sinnum verið skemmtilegt,“ sögðu tveir hressir piltar sem við hittum í Saurbæjarhreppi í Eyjafirði sl. mánudag. Þetta voru þeir Pétur Erling Leifsson sem er 11 ára frá Völlum og Torfi Ársæll Gunnars- son frá Stóradal en hann er 9 ára. Við hittum þá er þeir voru á leið heim úr skólanum á mánu- dag, en þann dag var síðasti kennsludagur í skólanum hjá þeim sem er í Sólgarði. Þeir áttu aðeins eftir að sækja einkunnir sínar daginn eftir og það var eng- inn óhugur í þeim þess vegna. „í sumar verð ég bara heima og hjálpa til við heyskapinn og ýmislegt," sagði Pétur, og Torfi tók undir þau orð. Þeir sögðu að sauðburðurinn væri að byrja heima hjá þeim og það væri eng- inn hörgull á verkefnum þótt skólinn væri búinn. „Það verður nóg að gera hjá okkur í allt sumar,“ sögðu þessir hressu piltar. gk-. ■pi : :

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.