Dagur - 04.05.1984, Blaðsíða 12

Dagur - 04.05.1984, Blaðsíða 12
12 - DAGUR - 4. maí 1984 4. mai 19.35 Tónlistarskólinn. Bresk teiknimynd. 19.45 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.35 Auglýsingar og dag- skrá. 20.45 Á döfinni. 20.55 Dire Straits. Stuttur dægurlagaþáttur með hljómsveitinni Dire Straits sem leikur tvö lög. 21.15 Paradís samkvæmt til- skipun. Þýsk heimildamynd frá Norður-Kóreu sem lýsir landi og þjóð og ekki síst þjóð- skipulaginu en það er reist á kennisetningum kommún- ismans. 22.00 Besti maðurinn. (The Best Man) Bandarísk bíómynd frá 1964. Leikstjóri: Frankhn Schaffner. Aðalhlutverk: Henry Fonda, Chff Robertson, Lee Tracy, Shelley Berman og Mahalia Jackson. Tveir stjórnmálamenn keppa um útnefningu til framboðs í forsetakosning- um í Bandaríkjunum. Stuðn- ingur ríkjandi forseta er þeim mikið keppikefli og grípur annar frambjóðand- inn til örþrifaráða til að öðl- ast hann. 23.40 Fréttir í dagskrárlok. 5. maí 16.15 Fólk á förnum vegi. 24. Á bókasafni. 16.30 Enska knattspyman. 17.20 íþróttir. 18.10 Fréttaágrip á táknmáli. 18.20 Fréttir og veður. - Athugið breyttan tíma frétta. 18.45 Auglýsingar og dag- skrá. 19.00 Söngvakeppni sjón- varpsstöðva í Evrópu 1984. Bein útsending um gervi- hnött frá Luxemburg þar sem þessi árlega keppni fer nú fram með þátttakendum frá nær tuttugu þjóðum. 21.30 Við feðginin. Tólfti þáttur. 22.00 Einn, tveir, þrir. (One, Two, Three) Bandarísk gamanmynd frá 1961. Leikstjóri: Billy Wilder. Aðalhlutverk: James Cagn- ey, Horst Buchholz, Arlene Francis og Pamela Tiffin. Útibússtjóri Coca Cola í Vestur-Berlin og kona hans fá dóttur forstjórans til dvalar. Stúikan leggur lag sitt við austur-þýskan vand- ræðagemhng og veldur þetta samband útibússtjór- anum ómældum áhyggjum og útistöðum við yfirvöld austan múrsins. 23.55 Dagskrárlok. 8. mai 19.35 Hnáturnar. 19.45 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Auglýsingar og dag- skrá. 20.35 Veiðikló. Bresk náttúrulífsmynd um ræningjabjöllur. 21.05 Norður og suður, veröld í vanda. Þáttur um samskipti ríkra iðnríkja norðursins og þró- unarlanda í suðri. 22.10 Snákurinn. Þriðji þáttur. 23.15 Fréttir í dagskrárlok. 6. mai 18.00 Sunnudagshugvekja. 18.10 Tveir litlir froskar. 4. þáttur. 18.15 Afi og bíllinn hans. 4. þáttur. 18.20 Nasarnir. Myndaflokkur um kynjaver- ur, sem kallast nasar, og ævintýri þeirra. 18.40 Svona verður gúmmí til. Þáttur úr dönskum mynda- flokki sem lýsir þvi hvemig aigengir hlutir eru búnir til. 19.00 Hlé. 19.45 Fréttaágrip é táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Auglýsingar og dag- skrá. 20.40 Sjónvarp næstu viku. 20.55 Norðurlandahúsið í Þórshöfn. Þáttur frá danska sjónvarp- inu, sem gerður var í Færeyj- um í fyrrasumar, en þá var tekið í notkun Norðurlanda- húsið í Þórshöfn. 21.55 Nikulás Nickleby. Sjöundi þáttur. 22.55 Dagskrárlok. 7. maí 19.35 Tommi og Jenni. 19.45 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Auglýsingar og dag- skrá. 20.40 Heilsulindir. Lækning eða leyndardómur. Kanadísk heimildamynd. 21.40 Kusk á hvítflibba. Endursýning. Sjónvarps- leikrit eftir Davið Oddsson. 22.35 íþróttir. 23.10 Fréttir í dagskrárlok. 9. mai 19.20 Fólk á fömum vegi. 19.35 Söguhomið 19.45 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Auglýsingar og dag- skrá. 20.40 Striðsbörnin. Bresk heimildarmynd um börn bandarískra hermanna í Víetnam. 21.40 Synir og elskhugar. Lokaþáttur. 22.35 Úr safni sjónvarpsins. „Við Djúp'' Skutulsfirði og Ögri. 23.00 Fréttir í dagskrárlok. Föstudagur 4. mai 17.10 Síðdegisvakan. 18.00 Tónleikar - Tilkynning- ar. 18.45 Veðurfregnir - Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir - Tilkynn- ingar. 19.50 Við stokkinn. Stjómendur: Margrét Ólafs- dóttir og Jórunn Sigurðar- dóttir. 20.00 Lög unga fólksins. Þóra Björg Thoroddsen kynnir. 20.40 Kvöldvaka. a) Vatnajökulsleið og Árna- kvæði; fyrri hluti. b) Einar Kristjánsson syngur. 21.10 Frá samsöng Karlakórs Reykjavíkur í Háskólabíói 5. april sl. 21.40 „Helpresturinn", smá- saga eftir Jörn Riel. Matthías Kristiansen les þýðingu sína og Hilmars J. Haukssonar. 22.15 Veðurfregnir • Fréttir ■ Dagskrá morgundagsins • Orð kvöldsins. 22.35 Traðir. Umsjón: Gunnlaugur Yngvi Sigfússon. 23.15 Kvöldgestir - þáttur Jónasar Jónassonar. 00.50 Fréttir • Dagskrárlok. Næturútvarp frá Rás 2 hefst með veðurfregnum kl. 01.00 og lýkur kl. 03.00. 5. maí 7.00 Veðurfregnir • Fréttir • Bæn • Tónleikar - Þulur vel- ur og kynnir • 7.25 Leikfimi • Tónleikar. 8.00 Fréttir • Dagskrá • 8.15 Veðurfregnir • Morgunorð. 8.30 Forustugr. dagbl. • Tón- leikar. 9.00 Fréttir • Tilkynningar ■ Tónleikar. 9.30 Óskalög sjúklinga. Helga Þ. Stephensen kynnir. (10.00 Fréttir • 10.10 Veður- fregnir) Óskalög sjúklinga frh. 11.20 Hrímgrund • Útvarp barnanna. Stjómandi: Vemharður Linnet. 12.00 Dagskrá • Tónleikar ■ Tilkynningar. 12.20 Fréttir ■ 12.45 Veður- fregnir ■ Tilkynningar • Tónleikar. 13.40 íþróttaþáttur. Umsjón: Ragnar Öm Péturs- son. 14.00 Listalif. Umsjón: Sigmar B. Hauks- son. 15.10 Listapopp. - Gunnar Salvarsson. 16.00 Fréttir • Dagskrá • 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Framhaldsleikrit: „Andlitslaus morðingi" eft- ir Stein Riverton. 1. þáttur: „Tilræði í skógin- um“. Útvarpsleikgerð: Bjöm Carling. Þýðandi: Margrét Jónsdóttir. Leikstjóri: Láms Ýmir Óskarsson. Leikendur: Jón Sigurbjöms- son, Sigurður Skúlason, Ævar R. Kvaran, María Sig- urðardóttir, Baldvin Hall- dórsson, Þorsteinn Gunnars- son, Jón Júlíusson, Sig- mundur Öm Amgrimsson, Erlingur Gíslason, Kári Hall- dór Þórsson, Þorsteinn Gunnarsson og Steindór Hjörleifsson. (1. þáttur verður endurtek- inn, föstudaginn 11. þ.m. kl. 21.35). Tónleikar. 17.00 Síðdegistónleikar: Sænsk 19. aldar tónlist. 18.00 Miðaftann i garðinum með Hafsteini Hafliðasyni. 18.15 Tónleikar Tilkynning- ar. 18.45 Veðurfregnir ■ Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir ■ Tilkynn- ingar. 19.35 „Guðsreiði" Útvarpsþættir í fjómm hlut- um eftir Matthías Johann- essen. I. hluti: „Maður og mynda- stytta". Stjómandi: Sveinn Einars- son. Flytjendur auk hans: Þor- steinn Gunnarsson, Borgar Garðarsson og Guðmundur Magnússon, sem er sögu- maður. 20.00 „Sumar í Salzburg", óperetta eftir Fred Ray- mond. 20.20 Útvarpssaga barn- anna: „Veslings Krummi" eftir Thöger Birkeland. Þýðandi: Skúh Jensson. Ein- ar M. Guðmundsson lýkur lestrinum (8). 20.40 Fyrir minnihlutann. Umsjón: Ámi Bjömsson. 21.15 Á sveitalínunni í Reykjahreppi. Þáttur Hildu Torfadóttur, Laugum i Reykjadal. 22.00 „Sendum heim", smá- saga eftir Giinter Kunert. Jórunn Sigurðardóttir les þýðingu sína. 22.15 Veðurfregnir • Fréttir • Dagskrá morgundagsins • Orð kvöldsins. 22.35 Harmonikuþáttur. Umsjón: Högni Jónsson. 23.05 Létt sígild tónlist. 23.50 Fréttir • Dagskrárlok. 24.00 Næturútvarp frá Rás 2 til kl. 03.00. 6. maí 8.00 Morgunandakt. 8.10 Fréttir. 8.15 Veðurfregnir • Forustu- gr. dagbl. 8.35 Létt morgunlög. 9.00 Fréttir. 9.05 Morguntónleikar. 10.00 Fréttir • 10.10 Veður- fregnir. 10.25 Út og suður. Þáttur Friðriks Páls Jónsson- ar. 11.00 Guðsþjónusta í Safnað- arheimili aðventista í Keflavík. Hádegistónleikar 12.10 Dagskrá ■ Tónleikar. 12.20 Fréttir • 12.45 Veður- fregnir - Tilkynningar • Tónleikar. 13.45 Nýjustu fréttir af Njálu. 14.15 „Sællersá" Dagskrá frá tónleikum í Ak- ureyrarkirkju 25. mars sl. til heiðurs Jakobi Tiyggvasyni. Umsjón: Unnur Ólafsdóttir. 15.15 I dægurlandi. 16.00 Fréttir • Dagskrá • 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Háttatal • Þáttur um bókmenntir. 17.00 Frá tónleikum Sinfón- íuhljómsveitar íslands í Háskólabiói 3. þ.m.; síðari hluti. 17.45 Tónleikar. 18.00 Við stýrið. 18.15 Tónleikar ■ Tilkynning- ar. 18.45 Veðurfregnir • Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir • Tilkynn- ingar. 19.35 Eftir fréttir • Þáttur um fjölmiðlun, tækni og vinnu- brögð. Umsjón: Helgi Pétursson. 19.50 Úr ljóðum Bólu- Hjálmars. 20.00 Utvarp unga fólksins. Stjómandi: Margrét Blöndal. 21.00 Hljómplöturabb Þorsteins Hannessonar. 21.40 Útvarpssagan: „Þús- und og ein nótt" 22.15 Veðurfregnir - Fréttir • Dagskrá morgundagsins ■ Orð kvöldsins. 22.35 Kotra. Stjómandi: Signý Pálsdóttir. 23.05 Djassþáttur. - Jón Múli Árnason. 23.50 Fréttir • Dagskrárlok. Réttarkerfið ýtir unclir togstreitu með börnin í „Félagi forræðislausra for- eldra" er yfirleitt fólk sem ár- angurslaust hefur reynt að ná rétti sínum varðandi forræði og umgengni við sín börn. Fólk sem oftast hefur mátt þola mannréttindabrot af gróf- asta tagi, svo hliðstæður finn- ast varla nema kannski í E1 Salvador og Sovétríkjunum. Hér er átt við andlegt ofbeldi þar sem saklausum bömum er miskunnarlaust veifað að vopni. Ég heyrði séra Bern- harð Guðmundsson segja í sjónvarpinu fyrr í vetur „Það er gleðilegt að ísland er ekki á lista hjá Amnesty Internation- al, yfir þau lönd þar sem mannréttindi em fótum troðin" og „Ekki er vitað til þess að mannréttindi hafi ver- ið brotin á íslandi". Þá var mér hugsað í hillur dómsmála- ráðuneytisins, þar sem skýrsl- ur liggja í þúsundatali frá feðr- um sem hafa verið misrétti beittir í þessum efnum. Allt tal um jafnrétti og kvenréttinda- baráttu verður að engu í samanburði við þetta misrétti, sem því miður virðist vera svo ákaflega algengt. Oft fara hjónaskilnaðir fram í mesta bróðemi. En þegar kemur að því að skipta börn- unum þá fer stundum allt í bál og brand. Og sá sem fyrri er til að hrifsa börnin virðist undan- tekningalaust fá forræðið dæmt til sín, á þeirri forsendu að „börnin hafi verið meira hjá honum að undanförnu". Pannig ýtir réttarkerfi íslands undir togstreitu með börnin. Og oft fara hjónaskilnaðir líka fram í gáleysi og fljót- færni. Pá þykir viðkomandi gott að hafa uppi á presti sem einskis spyr og skrifar upp á skilnaðarvottorð umyrðalaust án þess að hugsa um hvaða dilk það kunni að draga á eftir sér og án þess að nugsa um afdrif barnanna. Síðan kemur til kasta barnaverndarnefnda. f þeim situr valið fólk sem á að vera óhlutdrægt og fært um að taka ákvarðanir um hvað sé börnunum fyrir bestu. En oft er þetta fólk lögfræðingar og félagsráðgjafar sem þiggja laun í sinni daglegu vinnu fyrir að aðstoða mæður við að tryggja sér forræði með því að halda börnunum frá feðmm sínum. Þó þetta fólk hafi ekki atkvæðisrétt í einstaka málum, þá hefur það sín beinu áhrif. Félag einstæðra foreldra sendi á sínum tíma bréf til allra meðlagsgreiðenda, þar sem farið var fram á að þeir greiddu meira með börnum sínum, en því sem þessu lág- marks lögbundna meðlagi nemur. Sumir okkar félagar hafa umgengni við sín börn sem nemur allt að '/( af árinu. Að sjálfsögðu þarf að fæða börnin og klæða yfir þann tíma. Flestir vildu líka glaðir fá að ala sín börn upp sjálfir ef þeir bara mættu. Mæður virðast líka hafa tak- markalausan rétt til að nota börnin til að ná fram sínum kröfum hjá fyrrverandi eigin- mönnum, og þar gildir lögmál- ið um að eftir því sem meira er eftirlátið þeim mun meira er krafist. Það eru dæmi þess að menn hafi farið fýluferðir milli lands- hluta með loforð um að fá að hitta sín börn, svo þegar þeir koma á staðinn þá er skellt á þá hurðum. Hvernig stendur á, að mæð- ur geta haldið börnum frá feðrum sínum, þeirra næst nánasta ástvini, jafnvel í ára- raðir? Hvaða áhrif hefur það á andlegt líf barna að sjá og finna að pabbi þeirra er óæski- legur og útskúfað úr þeirra lífi? Hvernig stendur á því að ís- lenska réttarkerfið hefur ekki staðið nægilegan vörð um rétt barna til að umgangast föður sinn eftir skilnað? Bjarni Ólafsson. +

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.