Dagur - 04.05.1984, Blaðsíða 5

Dagur - 04.05.1984, Blaðsíða 5
4. maí 1984- DAGUR-5 Ólafur H. Torfason skrifar: Leikfélag Menntaskólans á Akureyri: „Bærinn okkar“ eft- ir Thornton Wilder. Þýðandi: Bogi Ólafsson. Leikstjóri: Jónas Jónasson. Sýningar í Samkomuhúsinu föstudag, laugardag og sunnu- dag. Fáein kvöld ætla Menntaskóla- nemendur að svífa með saklausa bæjarbúa á Akureyri til annars og framandi bæjar, á öðru tíma- skeiði. Á fluginu hyggjast ung- lingarnir greina frá tilfinningum, samskiptum og örlögum nokk- urra Bandaríkjamanna í New Hampshire á árunum 1901-1913. Djörf flugáætlun, ekki síst fyrir þá sök að ýmsir áhorfendur munu hafa fyrri sýningar á „Bæn- hávaða með græjum. Hér er öll tækni svo sannarlega í þjónshlut- verkinu. í þriðja lagi eru staðsetninga- mynstur og hreyfingar leikaranna hnitmiðuð, og augljóst er að hér hefur leikstjórinn beitt styrkri hendi. Andlit og hreyfingar eru að sjálfsögðu þeim mun meira áberandi og mikilvægari, sem leikmynd og leikmunir eru fá- breyttari og draga enga athygli að sér. Og hér brugðust ungmennin heldur ekki. Vængjatök þeirra voru þróttmikil, en mýktin í fyrirrúmi. Við sem höfum haldið á kríu í lófanum furðum okkur einlægt á því, að þetta kríli skuli komast okkar“, farfuglarnir í Samkomu- húsinu, fá til varðveislu. Vafa- laust hefur sett ugg að mörgum þeirra, þegar 46 ára gamalt verk Thorntons Wilders skall á þeim eins og þoka á heiði. Þótt verkið þætti með afbrigðum nýstárlegt og gott 1938, þá má með sanni segja, að þetta gat virst glíma við ofurefli. Oll umgerð og persónu- tengsl virðast á yfirborðinu víðs fjarri þeim „félagslega raunveru- leika“ sem við tengjum nútíman- um. En það er einmitt í átökun- um við hið torræða, óþolandi og himinháa, sem persónan eflist. Og nánd leikaranna við salinn var slík, að engum blandast hug- ur um að þetta unga fólk hafði „fundið sig“ í verkinu. um okkar“ til samanburðar. Hvernig tekst svo til? Því má svara með einu orði: Listflug. Flugliðsforinginn Jónas Jónas- son hefur unnið fágætt afrek með sínum óreynda ungahópi. Flestir leikenda munu hafa setið í 1. og 2. bekk MA í vetur og lítt spreytt sig við leiklist. Er það með hrein- um ólíkindum, hve þessir ung- lingar hafa magnast upp í hlut- verkum sínum og flytja áhorf- endum blæ þess tíma og þeirrar reynslu, sem borin von er að þau hafi nokkur tök á að þekkja af eigin raun. Satt að segja finnst manni það nánast óhugnanlegt, hvernig sumir leikstjórar geta hnoðað hráefni sitt, leikarana, og látið þá taka hamskiptum á svið- inu. Fyrsta atriðið sem vekur óskipta athygli og aðdáun áhorf- andans er hrein og skýr framsögn leikaranna. Þessi árangur er af- rek út af fyrir sig, og öllum leik- húsgestum er skylt að minnast þess, að hrein, blæbrigðarík og einlæg framsögn ungmenna á ís- lensku leiksviði er ekkert sjálf- sagt mál lengur. Út úr sjálfum Leiklistarskóla íslands hafa árum saman streymt málhaltir einstakl- ingar, og svo rammt kveðið að linmælgi, talgöllum og einhæfum rómi, að leikhúsgagnrýnendur og leikstjórar höfuðborgarinnar hafa beðið guð að hjálpa sér. Ég held þeir ættu frekar að biðja Jónas Jónasson að hjálpa sér. í öðru lagi er myndin sem við blasir úr salnum stílhrein, sterk og fallega tónuð. Leikmynd er engin og leikmunir örfáir. Stórt baktjald sem skiptir litum og tekur við einföldum táknmynd- um, fáeinir ljóskastarar. Tækni- brögðin eru hér með upp talin. Og þó, einstaka sinnum heyrast umhverfishljóð úr hátölurum, en svo undur blíð og lágvær, að nán- ast gleymist. J*að er gleðileg til- breyting frá þeirri ömurlegu tísku sumra leikhúsa að sprengja upp kringum hálfan hnöttinn fyrir eigin afli, þegar það langar til, - og kannski fyrst og fremst að það skuli leggja í þessa tvísýnu ferð. Ef það er nokkur glóra í músar- rindlinum og lóunni hljóta þau að spyrja sig, áður en lyft er fæti af Bretlandseyjum, hvers konar fíflalegt feigðarflan þetta sé. Litla hugmynd hafa þau kannski um þann unað og þá lífsfyllingu sem þau veita okkur áhorfendum síðan með návist sinni, þegar komið er á það nakta svið, sem við köllum Island og getur vart státað af öðru en fallegu baksviði himins og nettri ljósabeitingu vors og sumars. Þessa dæmisögu mína skulu skólakrakkarnir í „Bænum í hægu og þungu hljómfalli sýningarinnar vöktu nokkrir leikarar sérstaka athygli mína. Steinunn Aðalbjarnardóttir hef- ur svo augljósan neista og sam- band við salinn, jafnvel þegar viðkvæmnin er mest, að hún „stelur senunni“ æði oft. Einna mest mæðir á Jónu Hrönn Bolla- dóttur, og ferst henni hlutverk leikstjórans og sögumannsins af- bragðs vel úr hendi. Hæfilega kímin, látlaus og röggsöm. Röddin er mjög viðfelldin. Þor- grímur Daníelsson er skemmti- lega yfirvegaður, og hið sama má raunar segja um Árdísi Sig- mundsdóttur og Brynju Haralds- dóttur. Ari Bjarnason og Hannes Garðarsson eru áberandi í sýn- ingunni, en komast ekki jafn langt „út í salinn“ og þau sem að framan voru nefnd. Það er venjulega talin ómennska að gera svona upp á milli óreyndra leikara, sérstak- lega á nemendasýningum, en ég fæ ekki orða bundist yfir þessum burðarásum sýningarinnar, svo vel og samviskusamlega sem þau fóru með texta sinn og tilfinn- ingu. Öllum aðstandendum „Bæjar- ins okkar“ vil ég þakka fyrir að bregða okkur í tímavél sína á nærfærinn hátt, fyrir vandvirkni og öguð vinnubrögð. Þið gerið okkur öllum mikinn greiða með því að setja markið svona hátt - og ná því. % Dömusíðbuxur þrír litir, stærðir 29-34, stór númer. Verð kr. 575,- Barnabolir með myndum, stærðir 92-98-104. Verð kr. 115,- Barnasmekkbuxur stærðir 98-104-110. Verð kr. 335,- Strigaskór með frönskum lás, stærðir 36-45. Verð aðeins kr. 250,- Opið á laugardögum 10-12. Eyfjörð Hjalteyrargötu 4 • sími 22Z75 m Föstudagur 4. maí Electric boogie diskó á efri hæðinni. Heavy diskó niðri. Tommi og Arnar rífa upp stuðið. Top 10 listinn valinn. Laugardagur 5. maí Spoogie diskó fram eftir nóttu. Balli og Arnar í rokna stuði. Tvö diskótek. Bjórinn flýtur á Bauknum alla daga frá kl. 18.00 og frá 12.00-14.30 um helgar. Þeir sem mæta snemma borga ekki inn. Láttu sjá þig ÍH-100. QQQQQQ QQQQQ Ju Frá Hrafnagilsskóla Sýning á teikningum og handavinnumunum nem enda veröur í skólanum sunnudaginn 6. maí nk. kl. 15-22. Kaffisala. Skólaslit verða laugardaginn 12. maí kl. 14.00. Skólastjóri. Kardemommu- bærinn efftir Thorbjörn Egner Þriðjudagur 8. maí kl. 18.00. Uppselt. Miðvikudagur 9. maí kl. 18.00. Fimmtudagur 10. maí kl. 18.00. Uppselt. Föstudagur 11. maí kl. 20.00. - Hátíðarsýning. Þorsteinn Ö. Stephensen afhendir styrk úr minningarsjóði frú Stefaníu Guðmundsdóttur. Laugardagur 12. maí kl. 17.00. Sunnudagur 13. maí kl. 17.00. Miðasala opin alla virka daga frá kl. 15-18. Laugardaga og sunnudaga frá kl. 13 og fram að sýningu. Leikfélag Akureyrar.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.