Dagur - 08.08.1984, Blaðsíða 4

Dagur - 08.08.1984, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - 8. ágúst 1984 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SÍMI:. 24222 ÁSKRIFT KR. 150 Á MÁNUÐI - LAUSASÖLUVERÐ 22 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: HERMANN SVEINBJÖRNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: GÍSLI SIGURGEIRSSON BLAÐAMENN: EIRlKUR ST. EIRlKSSON OG GYLFI KRISTJÁNSSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRÍMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI: 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Landið er að sporðreisast Dagur hefur margsinnis varað við þeirri búsetuþróun sem átt hefur sér stað undanfarnar vikur, mánuði og ár. í stuttu máli felst sú þróun í fólksflutningum frá lands- byggðinni, ekki síst Norðurlandi eystra sem vestra, til þéttbýlustu byggða landsins, Reykjavíkur eða nærliggj- andi sveitarfélaga. Reykjavikurblöðin hafa ekki gert mikið úr þessari þróun, nema hvað hún fékk nokkra umfjöllun í Þjóðviljanum nýverið og einnig í NT. Þjóð- viljinn notfærir sér þessa búsetuþróun til að koma höggi á ríkisstjórnina, en Þórarinn Þórarinsson er ekki sammála þeim ásökunum í NT. Þar segir hann m.a.: „Síðustu misseri hefur legið allt of stríður straumur fólksflutninga frá landsbyggðarsvæðinu svonefnda til höfuðborgarsvæðisins. Þetta er hvorugu svæðinu heppilegt. Landsbyggðin tapar augljóslega á því að missa marga af íbúum sínum í burtu. Á höfuðborgar- svæðinu valda örir fólksflutningar þangað margvís- legum vanda, félagslegum og fjárhagslegum. Eins og vænta mátti reynir Þjóðviljinn að kenna ríkis- stjórninni um þetta öfugstreymi. Sama gerði Hjörleifur Guttormsson í grein sem hann birti í NT síðastliðinn laugardag. Bæði Þjóðviljinn og Hjörleifur Guttormsson láta ógert að bregða upp mynd af því, hvernig nú myndi ástatt í málefnum landsbyggðarinnar, ef fylgt hefði verið áfram þeirri verðbólgustefnu, sem fylgt var síðasta stjómarár ríkisstjórnar dr. Gunnars Thoroddsen. Þá myndi at- vinnureksturinn á landsbyggðinni vera kominn í kalda- kol. Þá væri sannarlega hægt að tala um að landið væri að sporðreisast. Samdrátturinn á landsbyggðinni stafar fyrst og fremst af þeim áföllum, sem sjávarútvegurinn hefur orðið fyrir, en þar ber hæst samdrátt þorskaflans og óheppileg áhrif, sem hafa hlotist af hækkun dollarans. Áföll sem sjávarútvegurinn verður fyrir, bitna fyrst á landsbyggðinni, því hann er undirstöðuatvinnuvegur þar. Þegar atvinna við hann minnkar leitar fólkið eðli- lega annað. Viss þensla hefur skapast á höfuðborgarsvæðinu, en hætt er við að hún verði aðeins tímabundin ef sjávarút- vegurinn réttir ekki við. Áhrif af samdrætti sjávarút- vegsins koma seinna fram þar en í dreifbýlinu, en þau geta hins vegar orðið enn alvarlegri þar, þegar þau fara að segja til sín." Hér er hvergi ofmælt hjá Þórarni, en því er hins vegar ekki að leyna, að langvarandi samdráttur í atvinnulífi landsbyggðarinnar ætti að vera kominn fram á höfuð- borgarsvæðinu. En þar er enn „viss þensla", eins og Þórarinn orðar það. Og þar virðist vera nægilegt fram- boð á fjármagni, því þar vantar fólk til starfa í ákveðnar starfsgreinar og þar eru boðin hærri laun, jafnvel helm- ingi hærri en taxtar segja til um. Atvinnuöryggi og góð- ar tekjur lokka fólk til sín. Þess vegna er það krafa landsbyggðarfólks að fjármagni verði í auknum mæli veitt út fyrir höfuðborgarsvæðið til atvinnuuppbygg- ingar. Það þarf einnig að auðvelda ráðamönnum lands- byggðarfyrirtækja leið að fjármagninu. Þeir hafa ekki ráð né tíma til að velja leðurstóla „kerfisins" í Reykja- vík. - GS Minning: Margrét Hallgrímsdóttir t Fædd 13. desember 1916 - Dáin 18. júlí 1984 Hún Margrét er farin heim. Eftir sitjum við vinir hennar og spyrjum: „Hvers vegna er hún kölluð burt? Hún sem átti svo margþættar hugsjónir að lifa fyrir og dugnaðinn til að koma þeim í framkvæmd." Svör fáum við engin, þannig eru rök lífs og dauða. Oft er það tilviljun ein sem ræður hvaða tómstundastörf hin- ir ungu velja sér og jafnan er það aðeins afdrifaríkt lífi þeirra sjálfra, þó eru þeir til sem með slíku vali hafa áhrif á líf fjölda unglinga jafnvel svo hundruðum skiptir. Éin slík var Margrét. Hún kaus sem unglingur að starfa innan skátahreyfingarinnar og var virk í því starfi til dauðadags. Kynni okkar Margrétar hófust fyrir 40 árum er ég gekk í kven- skátafélagið Valkyrjuna, en hún var þar aðstoðarfélagsforingi. Valkyrjan hafði þá náð þeirri fótfestu í bæjarfélaginu að teljast eftirsóknarverður félagsskapur fyrir telpur og ungar stúlkur og undir forystu þeirra Brynju Hlíð- ar og Margrétar sannað tilveru- rétt sinn. Þá var verið að reisa útilegu- skálann Valhöll í Vaðlaheiðinni, fjármunir voru af skornum skammti og vinnukrafturinn ekki hár í Ioftinu, en það er óhætt að fullyrða að bjartsýni og áræði þeirra beggja ásamt fádæma vin- sældum hafi Iyft þar Grettistaki enda var samvinna þeirra ein- stök. Margar voru bátsferðirnar sem farnar voru yfir í Valhöll til vinnu og leikja, fjöruferðir og varðeldar. Mér er óhætt að full- yrða að á þennan hátt hafi augu margra opnast fyrir þeirri nátt- úrufegurð og útilífsparadís sem við eigum hér allt í kringum okkur. Að Brynju látinni tók Margrét við sem félagsforingi og gegndi því starfi í 20 ár. Enn voru mörg brýn verkefni sem biðu úrlausn- ar, kaupa þurfti varanlegt fund- arhúsnæði og fjármagna um leið daglegan rekstur félagsins, allt þetta krafðist mikillar útsjónar- semi sem henni og samstarfsfólki hennar tókst að leysa og nokkr- um árum síðar var Valkyrjan komin með varanlegan samastað í eigin húsnæði. Þótt skátastarfið lúti ætíð sömu lögmálum gegnum tíðina, krefst það sífelldrar endurnýjunar og nýrra hugmynda til útfærslu á verkefnum, hvað það snertir kom sér vel hvað Margrét var hug- myndarík. Hún kunni þá list að ná eyrum hinna ungu og fá þá til að hlusta, enda hafði hún alltaf eitthvað að segja, orð hennar voru aldrei marklaust hjal. Hún var einstakur félagi, allt reyndist svo auðvelt og einfalt í fram- kvæmd ef hún var með, ráða- og úrræðagóð. Hún var ekki fyrir að berast á og öll sín störf yann hún með því hugarfari að gott verk ber launin í sjálfu sér. Margar minningar sækja á hug- ann bæði frá hinu daglega amstri við að fá hlutina til að ganga sem skyldi og undirbúningur stærri verkefna og móta hér heima og að heiman, þegar reynt var að vanda sem best til alls og mikil vinna lá að baki, þá gladdi það hana ekki síður en aðra ef heim, var komið með viðurkenningu um það að vel hefði til tekist. Það kom í minn hlut að taka við þegar Margrét hætti sem fé- lagsforingi og þá reyndist hún sem fyrr sá sanni vinur sem miðl- aði ráðum af reynslu og mann- viti, ráðum sem ávallt reyndust þau bestu. Þessi hægláta kona sem aldrei óskaði eftir að láta á sér bera, en vann verk sín í hógværð, átti svo miklu að miðla af lífsreynslu og var svo góður mannþekkjari. Eftir að hún dró sig í hlé sem félagsforingi starfaði hún meira en áður í félagsskap eldri skáta St. Georgsgildinu og þar sem annars staðar var hún valin til forystu og starfaði þar af lífi og sál til hinstu stundar. Þó störfin í skátahreyfingunni væru fjölmörg gaf hún sér samt tíma til að sinna öðrum áhuga- málum og gekk þar að verki með sama áhuga. Við vinir hennar og félagar úr skátahreyfingunni kveðjum hana með söknuði og þökkum henni öll þau ár sem hún gaf þessarn hreyfingu krafta sína heil og sönn og við þökkum hvert og eitt allar þær ánægjustundir sem víð áttum saman. Margrét mín. Að leiðarlokum langar mig að þakka þér sérstak- lega alla þína vináttu og góðvild við mig og mína fjölskyldu. Við mæðgurnar eigum svo margar góðar minningar úr berjaferðum, náttúruskoðun hvort heldur var til að hlusta á lækjarniðinn eða dást að fallegu blómi, koma í Valhöll uppáhaldsstað okkar allra. Og ekki síst samverustund- irnar heima hjá þér, allt þetta lifir í fjársjóði endurminninganna. Hafðu hjartans þökk fyrir allar góðar stundir, kannski við hitt- umst síðar við Valhöll þegar lúp- ínan blómstrar og horfum á sól- arlagið. Hulda Þórarinsdóttir. n Minning: T Dr. Trausti Einarsson prófessor Fæddiir 14. nóvember 1907 - Dáinn 25. júlí 1984 „Undramaður Trausti. Hann hef- ur vakið Geysi í Haukadal upp frá dauðum. Þið fáið hann." Þannig ávarpaði Sigurður Guð- mundsson skólameistari okkur stærðfræðideildarnema fjórða bekkjar að hausti 1935. En þá var stærðfræðideild endanlega komin á laggirnar í MA, með tilkomu dr. Trausta Einarssonar, sem aðalkennara. Hann var þá ný- kominn frá námi í Þýskalandi, með doktorsgráðu í stjörnufræði frá Göttingen. Trausti var afbragðs kennari, skýr og ákveðinn. Hann, stærð- fræðikennarinn, lagaði framburð okkar .Norðlendinganna. Við héldum fyrst í stað að hann ætl- aði að innleiða einhvers konar þýsk „h" en við nánari gát varð okkur ljóst að það var „h" þeirra Vestmannaeyinga, við urðum að gera skýran greinarmun á „kvað" og „hvað". Hann gerði okkur ljós skörp skil á milli þess að „vita" og „vita ekki". Við áttum svo að beita hugmyndaflugi á hið óþekkta og brjóta það niður. Gilti einu hvort verið var í kennslustofu eða úti í vetrarríki í Útgarðsferð. Hann var sannur vísindamaður, það leyndi sér ekki. Árið 1944 missti Akureyri tök- in á honum. Hann var kallaður suður til að byggja upp með öðrum Verkfræðideild Háskóla íslands. Eftir þennan ljóngáfaða eljumann liggur geysimikið ævi- starf. Að beita stærðfræði og eðlis- fræði á torræð verkefni jarðvís- inda var köllun hans. Yfirgrips- mestu verkefni Trausta voru vafalítið mælingar á segulsviði berglaga og mælingar á þyngdar- krafti jarðar, og svo athugun varðandi fræðilegar kenningar um streymi heita vatnsins og ótal margt fleira. Trausti var stofnfélagi Jökla- rannsóknafélags íslands og veitti félaginu forustu um skeið. Hann beitti sér fyrir vísindalegri rann- sókn á jökulfarginu og á hreyf- ingum hafíssins. Trausti skrifaði mikið um loftslagsbreytingar í sambandi við mótun landsins. Innan vébanda félagsins átti ég mikið og gott samstarf við Trausta, svo það er margs að minnast og þakka að leiðarlok- um. Það er vert að gefa því gaum, að nú undir lok júlímánaðar, mældist einn daginn mestur hiti á landinu á Grímsstöðum á Fjöllum, en á sama tíma var hafís að læðupokast upp að Gjögurtá. Fljótt á litið virðist þversögn í þessu. En þeir sem hafa kynnt sér rit Trausta, frá því fyrir röskum 30 árum, um hafís og vindstefnur á Grænlandshafi (t.d. Náttúrufr. '50), sjá strax að hér var að verki á báðum stöðum suðvestanáttin, sam hellti vætu dag eftir dag yfir Reykvíkinga. Þetta er einfalt dæmi og auðskilið, en mér býður í grun að jarðvísindamenn eigi eftir á ókomnum árum að sækja fróðleik og hugdettufóður í rit- verk dr. Trausta. Sigurjón Rist.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.