Dagur - 08.08.1984, Blaðsíða 5

Dagur - 08.08.1984, Blaðsíða 5
8. ágúst 1984 - DAGUR - 5 Minning: Kristín Þuríður Gísladóttir er í dag eitt af stærstu og bestu hqtelum á íslandi, og veglegur minnisvarði þeirra þriggja, Þur- íðar, Péturs og Gísla. Eftir að Pétur lést hætti Þur- íður öllum afskiptum af hótel- rekstri en þó held ég að hún hafi alltaf reynt að fylgjast með, eftir því sem hún gat. En hún settist ekki í helgan stein, nú gat hún loksins gefið sér tíma til að vinna þá handavinnu sem hún vildi og hún afkastaði ótrúlega miklu í þeim efnum. Þó varð hún nokkrum sinnum fyrir því óhappi að beinbrotna og þurfti að liggja á sjúkrahúsi af þeim sökum og læra að ganga upp á nýtt eins og hún sagði í gamni og alltaf tókst það. Á síð- astliðnu sumri lærbrotnaði Þur- íður og varð að fara í aðgerð vegna þess. Hún náði sér ekki fullkomlega eftir þetta áfall, en óbilandi kjark hafði hún og vilja til að láta sér batna. Ekki var henni neitt að vanbúnaði að kveðja þennan heim enda viss um, að hennar væri beðið hinu- megin. Það átti ekki við Þuríði að aðr- ir ynnu allt fyrir hana. Hún vildi gera hlutina sem mest sjálf. Það hygg ég, að sú tilhugsun að þurfa að liggja ósjálfbjarga á sjúkra- húsi í langan tíma hafi kvalið Þuríði mest í síðustu legu hennar og því rnegi gleðjast yfir að hún þurfti þess ekki. Þuríður var afar umhyggjusöm um allt sitt fólk og afkomendur sína og ég held, að mesta hrós- yrði hennar um mig hafi verið, er hún sagði: „Ég hef nú alltaf litið á þig sem eitt af mínurn börnum og því finnst mér ég alveg mega setja ofan í við þig ef þarf.“ Ég er hreykin af þessum orðum, því þau komu frá Þuríði. Ég vil að lokum þakka allar þær ánægjustundir, sem ég hef átt með Þuríði og fjölskyldu hennar. Megi minning þessarar sómakonu lifa sem lengst. Hólmfríður Ólafsdóttir. Reynihlíð Það er svo margt, sem kemur fram í hugann, er kveðja á góðan vin, ég veit varla hvar byrja skal, þegar um er að ræða Þuríði í Reynihlíð. Hún var mér sem önnur móðir, enda nátengd öllum skemmtilegustu minning- um mínum frá æsku og unglings- árum. Ég hef ekki verið eldri en tveggja ára, þegar ég fór fyrst í heimsókn til Þuríðar og Péturs, sem þá bjuggu í Reykjahlíð. Pét- ur og faðir minn voru vinir frá skólaárum sínum á Hvanneyri og hélst sú vinátta alla tíð meðan báðir lifðu, því kom það af sjálfu sér, að fjölskyldur þeirra tengd- ust vináttuböndum. Það var venja að fara alltaf á hverju sumri upp í Mývatnssveit, að heimsækja Þuríði og Pétur og man ég hve tilhlökkun mín var mikil. Ekki var ég orðin gömul, þegar ég bað um að fá að verða eftir, er heim var farið og alltaf fannst Þuríði það sjálfsagt, þó á hana bættist aukaerfiði enda taldi hún slíkt aldrei eftir, ef gestir áttu í hlut. Seinna vann ég mörg sumur undir stjórn Þuríðar í „Hótel Reynihlíð“ og lærði margt af henni þá. Hún var stjórnsöm og vildi að fólk ynni vel en hún hlífði heldur aldrei sjálfri sér og vann allra manna mest og hjá slíku fólki er gott að vinna. Æviferil Þuríðar ætla ég ekki að rekja nema rétt í stórum dráttum. Það gera einhverjir mér færari. Kristín Þuríður Gísladótt- ir var fædd í Presthvammi í Aðal- dal 31. júlí 1895 og því rétt að verða 89 ára, er hún lést. Hún var heimasæta í föðurhúsum, þegar hún kynntist Pétri Jónssyni frá Reykjahlíð, sem þá var kennari í Aðaldal. Og þannig fór, að kenn- arinn flutti heimasætuna með sér upp í Mývatnssveit og eftir það var hún Mývetningur, þó alltaf hefði hún miklar mætur á Aðal- dalnum. Þuríður fékk nóg að starfa á stóru heimili. Reykjahlíð stendur í þjóðbraut og gestagangur var þar mikill. Einnig bættust börn í búið. Alls urðu þau fimm börn Péturs og Þuríðar, svo oft hefur verið mikið að gera. Einnig voru í heimilinu foreldrar Péturs með- an þau lifðu. Þrengslin urðu brátt mikil í Reykjahlíðarbænum, þar bjuggu fjórar mannmargar fjölskyldur, því réðust Pétur og Þuríður í það að byggja nýbýli, sem jafnframt var hótel. Þessu nýbýli var gefið nafnið Reynihlíð og var það vísirinn að því hóteli sem nú er. Ég man hvað mér fannst þetta hús stórt og fallegt, þegar það var nýbyggt, en það reyndist brátt of lítið. Þá var farið að hugsa um að stækka og byggja nýtt hótel. Aðaláhuga- maðurinn við þær framkvæmdir var Gísli, elsti sonur Þuríðar og Péturs, því miður naut hans ekki við, til að ljúka því verki, hann lést langt fyrir aldur fram og var það mikill missir, því hann var hið besta mannsefni. En Þuríður var þannig skapi farin, að hún gafst ekki upp og held ég, að það hafi verið mikið fyrir hennar dugnað að hótelið var stækkað. Hún vildi koma hugmyndum Gísla sonar síns í framkvæmd og það tókst líka fullkomlega. „Hótel Reynihlíð" Bændur! Heyyfirbreiðslur úr gervistriga funa ekki Sölustaðir á Norður- og Austurlandi: Fóöurvörudeild KEA og KSÞ Akureyri. Kaupfélag V.-Húnvetninga Hvammstanga. Kaupfélag A.-Húnvetninga Blönduósi. Kaupfélag Skagfirðinga Sauðárkróki. Kaupfélag Þingeyinga Húsavík. Kaupfélag Héraðsbúa Egilsstöðum. Verslunarfélag Austurlands Egilsstöðum. Pokagerðin Baldur sími 99-3310. verður haldin að Hrafnagili við Akureyri laugardaginn 11. ágúst kl. 14.00. Undanrásir kl. 10.00. BÍLAKLÚBBUR AKUREYRAR. GLERAUGNAÞJONUSTAN - í miðbæ Akureyrar! Skipagötu 7 Sími 24646 (áður verslunin Grána)

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.