Dagur - 23.11.1984, Blaðsíða 6

Dagur - 23.11.1984, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - 23. nóvember 1984 Með hendur í hári Mér er Ijúft og skylt aö viðurkenna að ég hef verið lítill aðdáandi Elton John undanfarin ár og á köflum hefur mér þótt þetta píanóleikandi fótboltaviðundur ótrúlega þreytandi. En meta skal menn eftir verðleikum og það er mér sérstök ánægja að lýsa því yfir að Breaking Hearts hin nýja piata Elton John, er hreint út sagt feiknarlega góður gripur. Það var með lítilli hrifningu að ég tók við þessari plötu til umfjöllunar. Frá mín- um bæjardyrum séð varð Elton John óal- andi og óferjandi með Yellow Brick Road-plötunni en fyrir þann tíma var hann í hinu mesta uppáhaldi hjá mér. Plöturnar sem fylgdu í kjölfar „gulumúr- steinsgötuplötunnar" voru líka framúr- skarandi væmnar og leiðinlegar og án textahöfundarins Bernie Taupin, var Elton John eins og þorskur á þurru landi. En Elton hefur fyrir nokkru endurheimt Taupin úr helju og sennilega gerir það gæfumuninn á þessari plötu. Hlið eitt er svo sem ekkert sérstök e.t.v. að undanskildu laginu „Who Wears these Shoes?" sem nú gistir vinsældalista. Hlið tvö hefst hins vegar á laginu „Pass- engers" en það eitt gerir þcssa plötu sér- staklega eigulega. Þetta er eitt besta Elton John-lagið frá upphafi, ólýsanlega seiðandi, þrátt fyrir einfalda uppbygg- ingu. Lögin „In Neon" og „Burning Buildings" eru einnig ágæt og þegar á heildina er litið er frammistaða Elton John í öfugu hlutfalli við gengi liðs hans Watford í ensku fyrstu deildinni. P.S. Þessi plata vekur þunnhærðum von, a.m.k. ef marka má myndina af Elton John aftan á plötuumslagi. Enginn vandi að hafa hendur í hári hans. - ESE Svart og hvítt Private Lives verða sennilega að teljast nokkuð undarlegur samsetningur. Þeir John Adams sem syngur og Morris Michael sem einnig raular og Ieikur á gítar, eru nefnilega eins og svart og hvítt - þökk sé litarhætti. Þykir mér sennilegt að stíll sá sem þeir Stevie Wonder og Michael Jackson sköpuðu er þeir tróðu upp með Páli McCartney, sinn í hvoru lagi, eigi eftir að reynast lífseigur. „Pre- judice and Pride“ en svo nefnist fyrsta plata Private Lives er að mörgu leyti eigu- legur gripur. Á henni eru nokkur þekki- leg lög s.s. „From a River to a Sea“, „No Chance You’ll Pay“, „Break the Chains" og titillagið “Prejudice and Pride“. John Adams hefur að mörgu leyti ekki ósvip- aða rödd og Brian Ferry og heildarút- koman er heldur ekki fjarri einhvers kon- ar blendingi af Roxy Music og bresku hljómsveitarinnar ABC. Allt um það, Private Lives gætu átt bjarta framtíð fyrir sér - þeir hafa að mínu viti mun meiri sjarma en t.d. Industry sem vitnað er í hér að framan. - ESE Afsláttur er kaupmáttur Eftir lát Bob Marley hafa reggae-stjörnur eftirlifandi borist á banaspjótum um titil- inn „konungur reggae-tónlistarinnar“. Atkvæði hafa verið talin og hér eru nýj- ustu tölur úr Austurbæjarskólanum: Vart má á milli sjá hvort Black Uhuru eða UB 40 er betri. Niðurstaðan er því jafntefli og Peter Tosh er í þriðja sæti. Það eru engir aukvisar sem leiða Black Uhuru. Þeir Robbie Shakespeare og Sly Dunbar eru tvö af stóru nöfnunum í dag. Alvöru Jamaica-gaurar sem fyrst vöktu athygli á nýrri hljómsveit sinni fyrir ein- um tveim árum. Mér er það eftirminnilegt að hljómsveitin kom fram í „Næturrokki“ - á hljómleikum í Rockpalast í Essen í Þýskalandi 1982, sem sjónvarpað var beint til allra Norðurlandanna, að fslandi auðvitað undanskildu. Black Uhuru var hljómsveit kvöldsins ásamt gamla brýninu Roger Chapman og komu þó einar sex topphljómsveitir fram að þessu sinni. Á plötunni Anthem feta Black Uhuru refilstigu reggae-tónlistarinnar allt frá hinum eina sanna grunntóni sem grafinn er á Jamaica og fram til hins nýja tíma, sem UB 40 eru ágætir fulltrúar fyrir. Það eru þrjú meiriháttar lög á þessari plötu: „What is Life?“ „Solidarity" og „Some- bodý’s Watching You“. Lög á við það besta sem gert hefur verið á þessum vett- vangi og það er rétt að geta þess að á þeirri útgáfu sem hingað var send, er eitt aukalag, „Solidarity". Sannkallaður af- sláttur - raunverulegur kaupmáttur, sagði maðurinn og við tökum undir með honum. - ESE Hljómplötuútgáfan fyrir jól: Með svip- uðu sniði Heimsmeistari í H-ið og Dynheima! Hljómplötuútgál'a verður með svipuðu sniði nú fyrir jólin og oft áður. Þó virðist nokkurs samdráttar gæta í út- gáfumálum. Það eru Steinar hf. sem verða stórtækastir fyrir þessi jól eins og svo oft áður. Steinar gefa út nýjar plötur með hljómsveitun- um Pax Vobis og Kikk og aðrar væntanlegarplötureru: Nokkur lykilatriði - safnplata með Spil- verki þjóðanna. Gullárin - tvö- föld safnplata með KK-sextett. Jól í góðu lagi - ný plata með HLH-flokknum og gestum. Endurfundir, Dínamít og Á rás nefnast svo þrjár safnplötur sem koma á næstu dögum. Fálkinn hf. virðist ætla að halda að sér höndum varðandi útgáfu fyrir þessi jól en við munum greina frá titlum stðar. Pálmi „Bimbó“ Guðmunds- son er næststærsti hljómplötuút- gefandi landsins um þessar mundir og frá honum fyrir jól koma plöturnar „Country Rock“ með Johnny King, plata með Páli Jóhannessyni og síðan barnaplatan Dolli dropi, sem byggð er á ævintýri Heiðdísar Norðfjörð. Pað verður skrykkur með stœl í Dynheimum og H-100 um helgina. Sjálfur heimsmeistar- inn í diskódansi, hinn hjól- liðugi, krullhærði og fótafimi - Frankie Jonson juníór kíkir í heimsókn og líklega „mixa Golli og Balli skífurnar“ í takt við fótamenntina. Frankie þessi Jonson er ís- lenskum sjónvarpsáhorfendum að góðu kunnur síðan hann atti kappi við Ástrósi íslandsmær Gunnarsdóttur í heimsmeistara- keppninni í fyrra. Varð Ástrós að sjálfsögðu í fjórða sæti en hefði Skurðgrafan sem beðið hefur verið eftir: • afkastamikil • ódýr • á auðvelt með að athafna sig þar sem þröngt er • grefur á 2ja metra dýpi • er mjög auðveld í meðförum • kemst inn um hlið eða hurð iið- lega 70 cm á breidd Stíflulosun! nærsveitamenn og öll önnur bæjarfélög norðanlands: Stíflist í vöskum, klósettrörum og öðrum frárennslisrörum, hafið þá samband við okkur, sem höfum réttu tækin til að losa stíflur Steinsteypusögun: Tökum aö okkur allar tegundir af steinsteypusögun, svo sem: Fyrir dyrum, fjarlægjum steinveggi, kjarnaborun fyrir loft- ræstingar og allar lagnir. Hverjir eru kostirnir? Það er ekkert ryk, enginn titringur, lítill hávaði, eftirvinna nánast engin. Múrbrot jafnt úti sem inni. Steypusögun. vegg- og gólfsögun. Kjarnaborun. Göt fyrir loftræstingu og allar lagnir. Verkval Akureyri, Hafnarstræti 9, Kristinn Einarsson, sími 96-25548. auðvitað átt að slá Frankie við. og allir hinir. Heimsmeistarinn Hvað um það: Skrykkarar, tekur lauflétt spor á umræddum skratsarar, breikarar og mixarar stöðum á laugardagskvöld. Bamabdl í Dynheimum Loksins fá blessuð börnin að sletta úr klaufunum, þ.e.a.s. litlu fótunum á bráðfjörugu barna- balli í Dynheimum. Barnaballið hefst kl. 15 og stendur til 17 og líklega slá bless- uð börnin þessum Frankie Jonson, sem skemmta á ungling- unum um kvöldið, algjörlega við. Fugladansinn og Agadú verða sennilega hátt á vinsældalistan- um. Allir á barnaballið! - ESE @) -nestin Akureyri auglysa Vorum að taka upp mikið úrval af keðjum á öll tæki og vinnuvélar. ★ Keðjur á alla fólksbíla. ★ Keðjur á alla jeppa 2 grófleikar. ★ Keðjur á Lappadekk. ★ Weed keðjur 1100x20 tvöfaldar. ★ Weed keðjur 1000 og 1100x20 einfaldar. ★ Ódýrar norskar keðjur 1100x20 einfaldar. ★ Langbönd á alla fólksbíla, jeppa, vörubíla og vinnuvélar. ★ Þverbönd á öll tæki 18 tegundir af grófleikum. ★ Keðjulásar, samsetningahlekkir. ★ Krókar á þverbönd á öll tæki. Takið ettir! Ókeypis ásetning á keðjum frá okkur. <© -nestin Akureyri Tryggvabraut, Veganesti og Krókeyrarstöð.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.