Dagur - 23.11.1984, Blaðsíða 7

Dagur - 23.11.1984, Blaðsíða 7
23. nóvember 1984 - DAGUR - 7 - 26732. - Fréttamaður. - Erna Indríðadóttir? - Já, það er hún. - Góðan daginn og W velkomin norður, Gísli § Sigurgeirsson hjá Degi I hérna rnegin. Hvernig er ið vera komin ul Akureyrar? - Mjög gott. - Hvernig hafa Akureyr- ingar tekið þér? L- Ég hef ekki orðið vör við annað en að fólk hér sé afskaplega clsku legt og þægilegt í alia staði. Ég var einmitt búin að I heyra að aðkomu- illa tekið og það kynnt- ist aldrei neinum. En ég held að þetta sé ekkert öðruvísi hér en annars staðar að þessu leytinu. Ég er til dæmis ekkert viss um að fullorðið fólk, sem flytur utan af landi til Reykjavíkur, hoppi inn í alla hluti þar fyrir- hafnarlaust. Þess vegna held ég að þetta ráðist meira af að- komumanninum, heldur en þeim sem fyrir eru. - Akureyríngar eru þá ekki eins hundleiðinlegir og lokaðir og afer látið? - Nei, ekki er það mín reynsla, langt því frá, ég hef kynnst hérna elskulegu og skemmtilegu fólki. - Hvaða umskipti snertu þig mest við flutningana? - Ég held að það hafi snert mig mest, að börnin mín voru ekkert ógurlega hrifin af að kveðja vini sína í Reykjavík og flytja til staðar, þar sem allt var Æ nýtt og framandi. Nyir skolar og l|fe nyir félagar; allt nýtt nema for- eldrarnir. IKj, - Nú er stundum talað um að fíytja úr „menningunm" í |||,h Reykjavík til mennmgarsnauðr- ar landsbyggðarmnar? 1|jL; - Það finnst mér algjor mis- j|S skilningur og hér getur maður ;l|lií: haft þá menningu sem manni sýnist. Ég sé ekki betur en að i|K, hér sé ágætis leikhus. Hér er líka Jgi m]óg gott bókasafn, ábyggilega ||fi: betra bókasafn heldur en á nokkrum oðrum stað á landinu, og hér eru haldnir tónleikar og Ji sýmngar, þó fjólbreytileikinn wt sé ekki sá sami og syðra. Að visu finnst mér svohtið sér- kennilegt, að hafa bara eitt kvikmyndahús með eldgomlum myndum, sem maður er fyrir longu bumn að sja. En það virð- íst standa til bóta, því nú er í undirbúmngí að byggja hér nýtt kvikmyndahús og þá get ég ekki betur séð en að við verðum á grænni grein hér norðan heiða. - Hvað kom til að þú ákvaðst að flytja norður, áttu einhverja rótarahga hér? - Pað var nú ekki ástæðan fyrir því að ég kom, heldur var ástæðan sú, að manninum mín- um, Pétri Reimarssyni, bauðst vinna úti á Dalvík, sem hann hafði hug á að spreyta sig á. Mér fannst sjálfsagt að hann gerði það og gat ekki séð annað en ég gæti haft hér nóg að gera ef ég kærði mig um. Nú, þegar það var ákveðið að flytja norður kom það til tals fyrir sunnan, hvort ég vildi taka við starfi fréttamanns hér. Og ég féllst á það og fannst það spennandi verkefni, þar sem þetta er að mestu óplægður akur. Mér finnst alltaf gaman að vinna við hluti, sem maður getur mótað sjálfur. tiér í Norðwgötimrú" - Erna Indriðadóttir fréttamaður á línunni - En áttu einhverja rótaranga hér? - Já, já, ég er innfædd, fædd- ist í Norðurgötunni, en við flutt- um fljótlega suður og þar hef ég alið manninn lengst af síðan. En móðurafi minn og amma bjuggu hér og ég var mörg sumur í sveit á Svalbarðsströnd sem stelpa. Auk þess á ég hér talsvert af ætt- ingjum og var hér um tíma sem unglingur. Ég vissi því nokkuð að hverju ég gekk. - Petta horfir nú allt óðruvísi við, fyrst þú ert innfædd!!! - Ha, ha, heldur þú það. Ég hef nú ekki orðið vör við að fólk hér sé snúnara en gengur og ger- ist syðra. Ætli það skipti nokkru máli hvort ég er innfædd eða ekki. - Finnst þér þitt fréttamat hafa breyst eftir að þú kemur norður? - Já, ég get nú ekki neitað því. Það er nú einu sinni svo, að fólk hefur oftast mestan áhuga fyrir því sem er að gerast næst því. Nú er ég komin nær norð- lenskum málefnum líðandi stundar, sem mér finnst mörg hver afskaplega skemmtileg og áhugaverð. En ég er ekki eins viss um að kollegum mínum fyr- ir sunnan finnist þau eins mikið tiltökumál. Mér finnst fréttum af landsbyggðinni ekki hafa ver- ið nægilega vel sinnt. Fréttarit- arar útvarpsins til dæmis, hafa yfirleitt haft það sem aukastarf að senda útvarpinu fréttir og því eðlilegt að þær séu stundum af skornum skammti. Þar sem flestir stærstu fjölmiðlarnir eru í Reykjavík, er mikið af fréttum þaðan, sem allir landsmenn fylgjast þá með. Það ætti ekkert að vera óeðlilegra að þeir sem búa í höfuðborginni fylgist með því sem gerist úti á landi. - Nú eiga sumar staðbundnar fréttir lítið erindi til allra landsmanna; t.d. fréttir af sjó- gangi við Skúlagötuna eða ástandi Esjunnar. Hvað með staðbundna stöð? - Já, ég er mjög fylgjandi staðbundnum stöðvum, þær ættu auðvitað að koma og vera. Hér hjá RÚVAK hefur til dæm- is verið farið fram á það, að fá að vera með staðbundnar út- sendingar einhvern hluta úr deg- inum, en það hefur ekki fengist í gegn. En ég vona að það verði, því í slíkum stöðvum er framtíð- in. Mér finnst þetta spennandi verkefni og hefði verið til með að demba mér í staðbundið út- varp strax. - Hvernig viltu byggja efni slíkrar stöðvar upp? - Fyrst og fremst með frétt- um úr mannlífi byggðarlagsins og músík yrði mikils ráðandi í dagskránni. Auk þess yrðu aug- lýsingar héðan inn á milli. Dag- skráin yrði sem sé miðuð við að höfða til fólksins í byggðarlag- inu; hún yrði nær því heldur en sú dagskrá sem útvarpað er um allt land. - Nú á fréttaflutningur Ríkis- útvarpsins að vera hlutlaus. Er ekkert erfitt að framfylgja því ákvæði? - Ég veit ekki hvort frétta- flutningur getur nokkurn tíma verið alveg hlutlaus. í minni vinnu hef ég reynt að þjóna því, að sjónarmið sem flestra fái að koma fram og það gerist þá oft- ast á lengri tíma. Petta getur verið erfitt, en ég held að allir fréttamenn geri þetta eftir sinni bestu sannfæringu. Það er ekki hægt að ná öllum sjónarmiðum fram í einum og sama fréttatím- anum, en ég held að það takist þegar til lengri tíma er litið. - Færðu stundum tiltal frá pólitíkusum, sem vilja koma sínum skoðunum fram? - Já, stundum kemur það fyrir, að stjórnmálamenn og aðrir gera athugasemdir við það sem maður er að gera. Þá reyni ég að meta það og hafi ég gert vitleysu leiðrétti ég hana. En stundum hafa menn hringt, þar á meðal stjórnmálamenn, og ekki haft annað fram að færa en skammir og svívirðingar sem hafa ekki verið til annars en minnkunar fyrir viðkomandi. - Er gaman að vera frétta- maður? - Já, það er mjög skemmti- legt starf. Þetta líkist því að vera á skólabekk stanslaust allt árið. Fréttamaðurinn er sífellt að setja sig inn í ný mál og daglega er verið að segja honum eitt- hvað sem hann hefur ekki vitað áður. Nú síðast hef ég fengið að kynnast landsbyggðarmálum og það er mikill skóli, sem ég held að sé heilmikill ávinningur fyrir mig sem fréttamann að hafa komist í. - Þakka þér fyrir spjallið Erna, ég vona að þú búir við velsæld á Akureyrí og festir þar rætur. - Pakka þér fyrir, það er aldrei að vita hvað maður verð- ur hér lengi. Ég vil ekki spá neinu um það. - GS Akureyringar - Bæjargestir Dansleikur laugardagskvöldið 24. nóvember Matur framreiddur til kl. 22.00 Kristján Guömundsson leikur létta tónlist fyrir matargesti. Hljómsveit Steingríms Stefánssonar leikur fyrir dansi til kl. 02.00. HÓTEL KEA ^^ AKUREYRI Nýtt á Norðurlandi Slípum og lökkum viðargólf. Látið okkur gera gamla parketið sem nýtt. HUSPRYÐl s/F\lngólfur Bragason pósthólf 251 - 602 AKUREvw\rriálarameistari, ^sSÍmi 96-22114 Vignir Víkingsson málarameistari, sími 96-25445. Málun - Veggfóðrun - Fjölmynstur - Parketlökkun UNMUHLÍO Úr kjötborði Kjöt af nýslátruðu: Dilkakjöt • Svínakjöt Folaldakjöt, nýtt, saltað og reykt. Munið tiiboðin okkar. Kjörbúð KEA Sunnuhlíð

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.