Dagur - 23.11.1984, Blaðsíða 11

Dagur - 23.11.1984, Blaðsíða 11
23. nóvember 1984 - DAGUR - 11 Á bóka- makaðinum - Kristján frá Djúpalæk skrifar Sumar á Síldarfirði Eyjólfur Kárason. Á bókarkápu er upplýst að höfund- arnafn sé dulnefni þess er ritar, þar segir einnig: „Saga þessi gerist á þeim árum, er síldarævintýrið var í algleymingi. Frásögnin er byggð á sönnum atburðum en færð í stílinn...." Söguþráðurinn er að ung- ur sveitapiltur, Brandur, freistar gæf- unnar á Síldarfirði (Siglufirði?) til að vinna sér fyrir fé til skólagöngu næsta vetur. Hann er afdalabarn, heimaln- ingur. Hið hrjúfa líf og hraða, lífs- hungur og lausung, verkar á hann eins og köld gusa. Hann kann ekki að taka kaldranalegu orðafari, upp- nefnum, klámyrðum og kerskni sem þarna tíðkast. Vinnan er erfið og honum ótöm. Hann er því nokkuð einmana þarna. En hans er ákaft freistað til þátttöku í sjúklegri leit að lífsfylling, en meðfædd og uppalin siðferðiskennd ásamt með heilbrigðri skynsemi sýna honum að sé förin í geitarhúsið að leita ullar. Án efa er lýsing höfundar á lífinu í þessari veiðistöð sannferðug. Slagsmál, þar sem gjarna blikar á hnífsodd milli fingra, kynórar og fyllirí, eru uppistaða flestra frásagna af slíkum stöðum fyrr á árum, enda síldin feitur fiskur og fjörefnaríkur. Útlendir sjómenn og síldarspekúl- antar setja svip á þessi grútarplön þar sem peningalyktin fyllir vit, árekstrar verða tíðir. Saga þessi er ágæt dægradvöl, vel gerð á flestum sviðum. Sýnilega á Eyjólfur karlinn Kárason sér þann bakmann er ekki þurfti staðgengil, sá bakmaður kann vel að stýra penna, kynni að vera meðal þeirra er skáldanafn bera með réttu. Það er hans mál að hylja sig. Bókin er 138 bls. og hin fríðasta. Bátur sökká Eyjafirði - Þrem mönnum bjargaö - Hann fór á hliðina á einni kviku. Mastrið lagðist í sjóinn en okkur tókst að komast upp á stýrishúsið og Iosa gúmbjörg- unarbátinn. Við vöknuðum því bara í fæturna, sagði Heið- ar Baldvinsson, skipstjóri á Grenivík í samtali við Dag í morgun en bátur hans Þórunn ÞH sökk á Eyjafirði í gær. Er óhappið varð var báturinn fyrir utan Ölafsfjörð. Auk Heið- ars voru sonur hans, Hafþór og annar maður, Árni Helgason um borð. Ekki liðu nema um 15 mín- útur þar til hjálp barst og varð mönnunum ekki meint af volk- inu. - Ég skil ekkert í því hvernig þetta gat gerst. Það var ekki slæmt í sjóinn en væntanlega kemur þetta allt í ljós við sjópróf- in, sagði Heiðar Baldvinsson. -ESE Áhrifamikill auglýsingarmðill wm f STRANDGATA 31 AKUREYRI Síðbúnar kveðjur sendi ég öllum Hjálparkonum hér og þar. Margar eru búsettar hér á Akureyri en eru með í orðum og athöfnum. Kæru Hjálparkonur, félagsskap okkar blessunar bið ég byggðinni hverjum gróandi reit. í samtókum sjáum við máttinn, sækið fram, vinnið dýrasta þáttinn í Guðstrú að gæfu leit. LAUFEY SIGURÐARDÖTTIR frá Torfufelli. Leiðalýsing St. Georgsgildið stendur fyrir leiðalýsingu í kirkju- garðinum eins og undanfarin ár. Tekið á móti pöntunum í síma 22517 og 21093 fram til 7. des- ember nk. Verð kr. 200 á krossinn. Þeir sem vilja hætta tilkynni það í sömu síma. Rafvirki Óskum að ráða rafvirkja á verkstæði okkar. Til greina kemur að viðkomandi geti rekið verkstæð- ið sjálfstætt. Nánari upplýsingar á skrifstoftíma. GLERÁRGOTU 20 — 600 AKUREYRI — SlMI 22233 — +»o>* '"S<V*" Sjúkrahús á Akureyri Tilboð óskast í innanhússfrágang í hluta 1. hæð- ar tengibyggingar við Sjúkrahúsið á Akureyri. Um er að ræða nálægt 840 fm svæði fyrir geðdeild sjúkrahússins. Verktaki skal setja upp innveggi, hurðir og hengi- loft, mála, ganga frá gólfum og smíða innrétting- ar. Auk þess skal hann leggja loftræsi-, gas-, raf-, vatns- og skolplagnir. Verkinu skal að fullu lokið 1. maí 1986, en kann að verða flýtt til 1. janúar 1986. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Borg- artúni 7, Reykjavík og á skrifstofu umsjónar- manns framkvæmdadeildar I.R., Bakkahlíð 18, Akureyri, gegn 7.500 kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð hjá Innkaupastofnun ríkisins, fimmtudaginn 6. desember 1984 kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 iti Alúðarþakkir til allra þeirra sem auðsýndu okkur samúð og vináttu við andlát og útför EIÐS GUÐMUNOSSONAR, Þúfnavöllum. Sérstakar þakkir færum við læknum og starfsfólki Fjórðungs- sjúkrahússins á Akureyri fyrir góða umönnun í veikindum hans. Líney Guðmundsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn hins látna. Rafvirkjar Akureyri Fundur um nýgerða samninga verður haldinn mánudagskvöldið 26. nóvember nk. að Hótel Varðborg kl. 20.00. Ennfremur verður rætt um tilhögun á mynd- bandafræðslu rafvirkja. Önnur mál. Kaffiveitingar. Stjórnin. Kynning á Toshiba örbylgjuofnum verður haldin í Raf Kaupangi laugardaginn 24. nóvember kl. 10-12 og kl. 14-16. Dröfn H. Farestveit, hússtjórnar- kennari, sérfræðingur okkar í með- ferð og matreiðslu í örbylgjuofnum heldur matreiðslukynningu. Verið velkomin og kynnist því hvernig hægt er að matreiða allan venjulegan mat í T0SHIBA örbylgjuofninum á ótrúlega stuttum tíma. Hvers vegna margir réttir verða betri úr T0SHIBA ofninum en gömlu eldavélinni. Og þér er óhætt að láta börnin baka. Og síðast en ekki síst. Svo þú fáir fullkomið gagn af ofninum þínum, höldum við mat- reiðslunámskeið fyrir eigendur T0SHIBA ofna. iBssd Kostir Toshiba: Nákvæmur tímastillir * Fullkominn styrkstillir Leiðbeiningatafla * Snúningsdiskur Rúmgóður ofn úr ryðf ríu stáli * Þref alt hurðaröryggi Námskeið fyrir tvo fylgir * Stór matreiðslubók fylgir Ársábyrgð * íslenskur leiðarvísir m NÝLAGNIR VIDGF.RDIR VERSLUN Kaupangi v/Mýrarveg. Simi 26400. Verslið hjá fagmanni.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.