Dagur - 23.11.1984, Blaðsíða 4

Dagur - 23.11.1984, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - 23. nóvember 1984 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SlMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 180 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 25 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: HERMANN SVEINBJÖRNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: GÍSLI SIGURGEIRSSON BLAÐAMENN: EIRlKUR ST. EIRlKSSON OG GYLFI KRISTJÁNSSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI: 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Nýlega var gengið frá stofnun rafeindafyrirtækis í Glæsibæjarhreppi í Eyja- firði sem ber nafnið DNG hf. Þarna er á ferðinni afrakst- ur og framhald fyrirtækis sem tveir bræður settu á laggirnar. Það fyrirtæki gat sér meðal annars gott orð fyrir framleiðslu á fullkom- inni rafeindastýrðri hand- færavindu, enda er langur biðlisti kaupenda fyrir hendi. Hins vegar tókst þeim bræðrum ekki að afla fjár til fyrirtækisins, þrátt fyrir að gengið væri milli Pontíusar og Pílatusar í hinu reykvíska péninga- lánakerfi. Hætti því fram- leiðslan um sinn. Nú hefur fyrirtækið feng- ið fjármagn, en með nokkuð óvenjulegum hætti. Fjöl- mörg stórfyrirtæki í Reykja- vík hafa lagt fram hlutafé, ásamt Iðnlánasjóði og einu byggingafyrirtæki á Akur- eyri. Þetta vekur tvenns konar spurningar. Hvers Skortir Eyfirðinga árœði og kjark? vegna gátu Eyfirðingar ekki staðið við bakið á þessu mjög svo álitlega rafeinda- fyrirtæki? Má búast við að fyrirtækið eigi bjartari framtíð fyrir höndum vegna aðildar þessara stóru, áhrifamiklu eigenda stór- fyrirtækjanna í Reykjavík, heldur en ef Norðlendingar hefðu reynt að standa við bakið á þeim bræðrum? Það skal tekið fram til að forðast misskilning, að að- ild þessara fyrirtækja á höfuðborgarsvæðinu í at- vinnulífi við Eyjafjörð er af hinu góða, svo fremi sem fyrirtækið verður ekki flutt af staðnum þegar því vex fiskur um hrygg. Ekki veitir af auknu fjármagni til at- vinnuuppbyggingar við Eyjafjörð. DNG sf. leitaði aðstoðar Félags íslenskra iðnrekenda, sem hafði síð- an milligöngu um að þessi leið var farin. Áður höfðu DNG-menn leitað til aðila hér norðanlands og hafa látið hafa eftir sér í frétta- viðtali að Eyfirðinga hafi skort áræði og kjark. Þetta er illt afspurnar fyrir Eyfirð- inga. Þeir berja gjarnan lóminn vegna lægðar í at- vinnumálum, en telja sig þess hins vegar umkomna að geta hafnað atvinnuupp- byggingu við fjörðinn — at- vinnurekstri sem enn er að- eins á rannsóknarstigi varðandi mengun og efna- hagslega afkomu. Spurningunni um það hvort DNG hf. eigi meiri mögu- leika vegna aðildar fyrir- tækjanna á höfuðborgar- svæðinu verður því miður að svara játandi. Möguleik- ar nýrra fyrirtækja byggjast að verulegu leyti á því hvaða fyrirgreiðslu þau fá hjá sjóðum og bankastofn- unum. Iðnlánasjóður er ný- lega búinn að hafna láns- umsóknum 21 norðlensks fyrirtækis, eftir því sem fregnir herma, og útibú bankanna á Norðurlandi eru ekkert allt of vel haldin og allar meiriháttar ákvarð- anir um útlán eru teknar hjá aðalbönkunum fyrir sunnan. Aðgangur lands- byggðarmanna að þessum stofnunum er töluvert tor- sóttari en þeirra sem starfa í næsta nágrenni. Eyfirðingar fagna hins vegar framgangi rafeinda- iðnaðarins og því að hugvit upphafsmanna DNG-fyrir- tækisins skuli loks metið að verðleikum. Reynir Antonsson skrifar Um þessar mundir er rétt einu sinni verið að slá met í íslenskri efna- hagssögu. Hingað til hefurþað yfir- leitt verið látið nokkurn veginn af- skiptalaust þó að launþegar fengju svo sem eina útborgun eftir gerð kjarasamninga greidda í þeim krónum sem um var samið. Nú á aftur á móti að ganga kyrfilega úr skugga um það að krónurnar verði rýrðar nægilega mikið strax, til að útborgunin verði nokkurn veginn sú sama í raunkrónum talið, og hún var fyrir undirritun samninga, og það sem meira er, þetta virðist vera gert með þegjandi samþykki verka- íýðsleiðtoganna. Hvar eru þeir nú hanníbal og Eðvarð? Endurtekið leikrit Handritið að sjónarspili því sem nú er á fjölunum hjá efnahagsleik- húsi landsins getur svo sem hvorki talist neitt sérlega merkilegt, hvað þá frumlegt, og ekki er að sjá að reynt hafi verið að fara einhverjar ótroðnar slóðir hvað varðar leik- myndahönnun eða leikstjórn. Þó hefur leikur einstakra leikenda vak- ið athygli fyrir óvenjuleg tilþrif sem ekki hafa sést í háa herrans tíð, og oft á tíðum hefur mátt sjá bregða fyrir skínandi skapgerðarleik. Söguþráðurinn er alkunnur. Fyrst er samið um það að kaupið skuli hækkað um einhverja hundr- aðstölu, helst yfir heilu línuna. Áll- ir eru óánægðir. Svo er farið að hvískra um það að gengið verði bráðum fellt, og ráðherrarnir koma fram í fjölmiðlum og tala í véfrétta- stíl um það að nú þurfi „að laga gengið að kostnaðarhækkunum innanlands", og skríllinn er hreint ekki eins vitlaus og ráðamenn halda. Hann er farinn að skilja stofnanamálið. Nú hefst næsta atriðið. Fólk sem aðstöðu hefur reynir að útvega sér gjaldeyri hver sem betur getur, eða fjárfestir í alls kyns dýrum hlutum, þörfum sem óþörfum, og litli mað- Og Guð skapaði urinn hrífst með höfðingjunum og tekur þátt í neysludansinum við undirleik bankanna eða eins og nú er háttað okurlánaranna. Af- leiðingin af öllu þessu neyslukapp- hlaupi verður svo óhjákvæmiíega aukinn greiðsluhalli ofan á þann greiðsluhalla sem fyrir var, og má því nota til réttlætingar næstu geng- isfetlingar. Þegar svo fullvíst er að allir þeir sem til þess hafa aðstöðu, séu búnir að koma ár sinni fyrir borð, er gjaldeyrisdeildum bank- anna lokað í þetta einn til sjö daga, öllum þeim sem raunverulega þurfa á gjaldeyri að halda með hraði til ama, og síðan er gengið fellt, en gengisfellingin stundum kölluð ein- hverjum fallegum nöfnum eins og gengissig eða gengisaðlögun. Og þegar er farið að undirbúa næstu sýningu. Ekki ný bóla Sú röksemd sem notuð hefur verið fyrir því að fella hafi þurft gengi krónunnar á undanförnum ára- tugum, er sú að skapa hafi þurft rekstrargrundvöll undirstöðuat- vinnuveganna, eða bæta þennan grundvöll. Með undirstöðuatvinnu- vegum er venjulega átt við sjávar- útveginn, þó iðnaðurinn fái einnig að sögn að njóta einhvers góðs af skerðingu krónunnar. Sjávarútvegurinn er nú einu sinni undirstaða alls mannlífs í þessu landi, og verður það líklega enn um allnokkra framtíð. Það er því ekki nema eðlilegt að að honum sé sem best búið. Hins vegar skýtur það óneitanlega dálítið skökku við, að alltaf öðru hverju komast á kreik ævintýralegar sögur af lífsstíl ým- issa útgerðarmanna, og svokallaðra fiskverkenda, en það orð mun vera notað um þá sem eiga til dæmis frystihús eða saltfiskverkun, þó þeir hafi oftar en ekki aldrei verkað fisk. Nýjasta sagan af þessu tagi eru þær fullyrðingar að meðal þeirra sem drjúgt hafi boðið í ríkisvíxla séu ýmsir aðilar í sjávarútvegi, og séu víxlakaupin gjarnan skráð á fyrirtækin. Sé þetta á rökum reist hefur það ef til vill ekki úrslitaáhrif á rekstur fyrirtækjanna, en er auð- vitað jafn siðlaust fyrir því. Hitt er aftur á móti staðreynd að gengis- fellingar leysa engin vandamál í sjávarútvegi þar sem þær hækka auðvitað allan tilkostnað hans. En það eru aðrir sem græða, nefnilega milliliðirnir. Milliliðir er orð sem alloft hefur heyrst að undanförnu. Með milli- liðum mun vera átt við ýmsa aðila sem beinlínis lifa á ýmiss konar þjónustu við frumvinnslugreinarn- ar, verslun og jaðarstarfsemi ýmiss konar og samgöngur, en einnig hreinar afætur, en skilgreiningin er dálítið á reiki. Þessir aðilar eru sagðir maka krókinn ósleitilega þessa dagana á kostnað undirstöðu- atvinnuveganna, og almennings, og þegar þar þrýtur fjármagnið eru bara slegin erlend lán. Hér er þó alls ekki um neina nýja bólu að ræða. Það er meðal annars á flestra vitorði að æði margar verslanahallir í Reykjavík eru upphaflega reistar fyrir síldargróða sem þangað var fluttur frá stöðum á borð við Siglu- fjörð og Hjalteyri. Sjávarútvegur- inn á þannig sína sök á því sjálfur hvernig komið er fyrir honum. Sá ævintýralegi lífsstíll sumra útgerð- armanna sem ég minntist á fyrr í greininni þarf því ekki endilega að stafa af gróða á útgerðinni sjálfri, heldur af gróðanum í milliliðastarf- seminni í Reykjavík sem þessir menn hafa fjárfest í. Þannig þekkja flestir þau tengsl sem eru milli út- gerðar og olíufélaga, og útgerðar og samgönguhringa. Skatt á milliliði Nú er svo komið að jafnvel ýmsum Reykvíkingum er farið að þykja nóg um spilaborgarfjárfestingarnar fyrir sunnan. Það ætti því að vera pólitískur jarðvegur fyrir því að þessi endileysa verði stöðvuð. Og ríkisstjórnin á ýmsa leiki í fórum sínum, ef hún hefur bara þor til að tefla góða sóknarskák. Þannig má til dæmis hugsa sér að innflutnings- verslunin verði ein látin borga gengisfellingarbrúsann, og síðast en ekki síst, leggja skatt á millilið- ina sem notaður yrði til að treysta undirstöðurnar. Það kann að vera, að kosningasjóðir stjórnarflokk- anna yrðu eitthvað magrari næst, en þar í móti kæmu öll atkvæði litlu mannanna sem eru orðnir lang- þreyttir á óréttlætinu og sukkinu. Og það þyrfti einnig að stokka upp undirstöðuna þó það myndi óhjá- kvæmilega þýða eigendaskipti ( sjávarútvegi sums staðar. Menn kunna að kalla allt þetta tal komm- únisma, en þeir hinir sömu ættu að minnast þess að fyrir nærfellt tveimur árþúsundum var uppi í Pal- estínu maður sem sagði: „Ef þú átt tvo kyrtla þá gef annan." Má vera að hann hafi verið kommúnisti - hver veit.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.