Dagur - 23.11.1984, Blaðsíða 13

Dagur - 23.11.1984, Blaðsíða 13
23. nóvember 1984 - DAGUR - 13 Aldnir hafa orðið Erlingur Davíðsson skrásetti. „Ólánstalan" 13 hrín ekki á þessu rit- safni sem er að verða árvissara en verkfall bókagerðarmanna. Þetta nýja bindi er sem sé það þrettánda í röðinni og kannski það jafnbesta. Peir sem nú er rætt við eru: Guðni Ingimundarson, Jóhannes Jónsson, Jónína Steinþórsdóttir, Skarphéðinn Ásgeirsson, Sveinn Einarsson, Stein- þór Eiríksson og Sæmundur Stefáns- son. Allt em þetta góðir þættir, skemmtan og fróðleikur í bland. En í frásagnarlist veit enginn „hvað er hvurs né hvurs er hvað", fremur en í öðrum bókum þar sem tveir eða fleiri vinna saman. En hlutur skrásetjara er mikill hér, hann kann sitt fag. Ég ætla aðeins að geta tveggja þáttanna í þetta sinn, þeirra er mér falla best í geð. Þáttur Skarphéðins „í Amaró" er mér mjög að skapi því ég er áhuga- maður um dulræn fræði og yfirnátt- úrlega atburði en af slíku er mikið hér og sumt stórmerkilegt. Skýrir þar ýmislegt þá velgengni sem fallið hef- ur honum í skaut. Ekki er innkaupamanni bráðónýt- ur sá hæfileiki að skynja með fing- urgómunum hvaða vara sé söluvara og hver ekkí, en það var ein gáfa Skarphéðins. Dugnaður þessara hjóna og forsjálni hefði varla nægt ein til að komast frá venjulegu um- hverfi almúgans á Svalbarðsströnd, gegnum kreppu og stríð til stórveld- isíns í Hafnarstræti 101. Þau áttu að baki máttug öfl og yfirmennsk. En það kemur ekki þeim svo ýkja mikið á óvart sem til þekkja að heilög rögn standi að baki Skarphéðins, slíkur sem hann er. Hitt kynni mann meir að undra að tveir af fyrrverandi forstjórum KEA hefðu verið þessum samkeppnisaðila höfuðstyrkur við uppbyggingu Amaró, en það kemur skýrt í ljós í kaflanum. Þáttur Sveins Einarssonar fv. veiðimálastjóra er hreint afbragð. Systkinin frá Miðdal voru öll mjög vel gerð; dugnaður, listgáfa og kjark- ur hafði fallið þeim ríkulega í skaut. Útilíf, fjallferðir og veiðimennska, allt sem heimtaði karlmennskudáðir, ásamt með sköpunargleði gerði þetta fólk sérstætt. Sveinn segir mjög hressilega frá. T.d. eru frásagnir af námsdvöl hans við leirgerðarlist í Pýskalandi á ungum aldri vafðar töfraljóma þó að í bakgrunni sé svartur skuggi ofbeldisverka nasism- ans, rétt áður en ósköpin dundu á fyrir alvöru. Sveinn varð m.a. mál- vinur sjálfs Himmlers. Ekki er lak- ari, að sínu leyti, saga hans eftir að hann kemur heim og gerist veiði- málastjóri. Störf hans þar virðast hafa verið miklu viðameiri en maður hélt. Hann sat ekki bara í mjúkum stól og rabbaði við búandkarla í síma um meindýr. Hann fór á staðinn og leiðbeindi og gekk til verks með þeim. Frásagnir af grenjalegum og barátta við refi, mink og svartbak ér æsilegt lesefni og þá ekki síður kvöl fórnardýra þessara rándýra í landi okkar. Jafnvel krummi gamli er hér afhjúpaður sem vargur í véum, kroppandi augun úr lifandi ungviði og rekjandi garnirnar úr bráð sinni. Þáttur Sveins veiðimálastjóra er veigamikill, nær hug lesandans á vald sitt jafnt í blíðu og stríðu. Við búum í miskunnarlitlum heimi - en lokk- andi. Þrettánda bindið af Aldnir hafa orðið er að venju með myndum af sínum sjö setugestum og gerir skrá- setjari grein fyrir þeim í upphafi hvers kafla svo sem vera ber. Bókin er um 300 bls. Súrt regn hafði lokið lestri þessarar bókar. Mér er þá einnig ljóst að kröfur til ís- lenskra skáldsagnahöfunda eru óvenju strangar nú. Pað er lesendum gott að hafa átt einn snjallasta höf- und heims um 70 ára skeið. En öðrum höfundum er það ströng við- miðan, brýning. Þessi skáldsaga Vigfúsar er vaxin upp úr náttúru landsins, næm skynj- an á töfra hennar og óttinn um að yfir henni vofi eyðing skynjast sem þungur undirstraumur í kliði stíls. Táknrænir váboðar sjást. En þetta er einnig ástarsaga, sam- kennd karls og konu, hrifnæmi, þrá og uppfylling hennar. Bókinni er skipt í tvo hluta, sá fyrri heitir „Vonglaðir ferðamenn". Tveir vinir, Fríðþjófur tónlistarmaður og Júlíus, þýskur listmálari, ferðast um landið að áliðnu sumri og teyga töfra þess á öræfum og í byggð. Pá ber að stórbýlinu Fjalli þar sem Frið- þjófur hafði dvalið sem drengur. Heimasætan, sem þá var barn, er nú orðin uppkomin blómarós - og ástin kviknar. Síðari hluti bókar heitir „Súrt regn". Friðþjófur og stúlkan hans dvelja bæði í höfuðborginni og sam- bandið styrkist með hægð. Afram þokast einnig Öræfasinfónían í hug og höndum Friðþjófs. Hjón þau er tónskáldið býr hjá leika stórt hlutverk í sögunni og nokkrar aukapersónur þjóna sem túlkendur skoðana höfundar og lífs- ótta hans. Jenni rafvirki segir: „Hvernig á heimur að standast sem er byggður upp á ótta, blekkingum og lygi? Lygi sem er annað og meira en segja ósatt. - Lygi sem er grund- vallarfölsun á þörfum mannsins. Heimurinn er þegar á elleftu stundu svo björgun er brýn." Enn fær óttinn um tortímingu heims og unaðar áherslu af ýmsum váboðum, náttúr- legum og dulrænum. Uggvekjur eru á kreiki. Súrt regn, í táknrænum skilningi, vofir yfir. En Friðþjófur lýkur sinni örlagasinfóníu. Listin og ástin sigra í bókarlok vofur ytri veru- leika, innri kvöl. Saga þessi virðist rökrétt byggð, hraðgeng og útúr- dúralítil og á lifandi máli. Sennilega væri höfundi þessum þó óhætt að fær- ast enn meira í tang, kafa dýpra í hjörtu persónanna. Hann er íþrótta- mannslega vaxinn á sínu sviði. En þetta er góð lesning. Bókin er 141 bls. og vel útlítandi. Vigfús Björnsson. Það tókst, varð mér hugsað er ég Eitthvað fyrir þig? Samyinnudagar 24. og 25. nóvember í Félagsborg samkomusal verksmiðja Sambandsins Opið kl. 14-18 báða dagana Vörusýningar frá: Emaverksiniðjunni Sjöfii ACT Skinnaverksmiðjuniii Iðunni Ullarverksmiðjunni Gefjun Dúkrista:„Maðurogmasl<ínall Guðm. Ármann. Bragðkynningar M: Kjötiðnaðarstöð KEA Mjólkursamlagi KEA Émagerðinni Flóru Brauðgerð KEA Kaffibrennsia Akureyrar Samvinnutryggingar og Búseti kynna starfsemi sína Skeinmtiatriði á klukkustundar fresti Tískusýningar, leikþættir, söngur Fræðslu- og skemmtiefni á myndböndum Okeypis happdrætti fyrir alla gesti Komdu og skoðaðu, smakkaðu og skemmtu þér Starfsmannafélag KE A SAMVINNUVORur OKKARVÖRUR Starfsmannafélag verksmiðja Sambandsins

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.