Dagur - 23.11.1984, Blaðsíða 16

Dagur - 23.11.1984, Blaðsíða 16
wsm Akureyri, föstudagur 23. nóvember 1984 Pantíð borð tímanlega í Smíðju fyrir helgi. Ragnar Jónsson spilar fyrir matargesti. Tilboð opnuð í Leiruveginn: Veaaaerðin datt F I - Lægsta tilboðið 45,5% af kostnaðaráætlun Vegagerð ríkisins datt svo sannarlega í lukkupottinn er tilboð í annan áfanga Leiru- vegarins voru opnuð. Öll til- boðin utan eitt voru undir kostnaðaráætlun. Það lægsta upp á um 45,5% af kostnaðar- áætluninni, barst frá Ýtunni sf. á Akureyri og Reyni og Stefáni hf. á Sauðárkróki. Hæsta til- boðið var hins vegar frá Gunn- ari og Kjartani, Egilsstöðum en þeir unnu við fyrsta áfanga verksins. Kostnaðaráætlun vegna þessa annars áfanga Leiruvegarins, sem er um 3,5 kílómetrar á lengd, var upp á rúmar 26,6 millj- ónir króna. Lægsta tilboðið var hins vegar rúm 12,1 milljón króna sem er eitt hagstæðasta til- boð sem menn hafa séð í nútíma vegagerð. 11 tilboð bárust í verk- ið frá eftirtöldum aðilum: Ýtan sf. og Reynir og Stefán, 12.125.200 kr., Norðurverk Ak., „Langur . vetur framundan - Það er Ijóst að við fórum eins langt niður og við þorðum. Það er langur vetur framundan og það verður lík- lega sáralítið að gera. Þetta sagði Stefán Árnason hjá Ýtunni sf. sem ásamt Reyni og Stefáni á Sauðárkróki átti lægsta tilboðið í annan áfanga Leiruvegarins, er hann var spurð- ur hvernig þeir færu að því að bjóðast til að leysa verkið af hendi fyrir rúmlega helmingi lægri upphæð en kostnaðaráætl- un hljóðar upp á. Stefán sagði að ef fyrirtækin fengju verkið myndi undirbún- ingur hefjast fljótlega en sjálfar framkvæmdirnar ekki fyrr en seinni hluta vetrar. - ESE 15.387.000, Barð Ak., 15.561.540, Ós sf. Skagafirði, 17.825.780, Glerá sf. Ak., 18.045.175, Stefnir Ak., 21.519.000, Hagvirki Hafnar- firði, 22.379.200, Bergás sf. Reykjavík, 23.380.880, Lyftir hf. og Höttur sf. Skagafirðí, 23.545.190, Jarðverk hf. Dalvík, 25.976.750, og Gunnar og Kjart- an Egilsstöðum, 27.888.900. Eftir á að taka afstöðu til þess- ara tilboða en framkvæmdir mega hefjast strax eftir að búið er að skrifa undir samninga. Skila- frestur er 1. okt. 1985 og skal veginum skilað nánast tilbúnum undir slitlag. - ESE Mér líst vel V a þessa lóö" - segir Hólmgeir Valdemarsson framkvæmdastjóri Bæjarráð Akureyrar hefur fal- ið bæjarstjóra að ræða við forráðamenn Heildverslunar Valdemars Baldvinssonar hf. um hugsanlega lóðarveitingu til fyrirtækisins vestan Hjalt- eyrargötu og norðan Tryggva- brautar. Eins og fram hefur komið í Degi hafa orðið nokkrar umræður og deilur varðandi lóðaumsóknir fyrir- tækisins en nú virðist sem Iausn hafi fundist á málinu. „Mér líst vel á þessa lóð," sagði Hólmgeir Valdemarsson framkvæmdastjóri fyrirtækisins er við ræddum við hann um þetta mál. „Ég vona að samningar tak- ist um þessa lóð þannig að við getum farið að vinna að hönnun byggingarinnar og hafi.st handa við byggingarframkvæmdir í vor. Við fyrirhugum að reisa þarna 1200-1500 fermetra hús í fyrsta áfanga. Við sóttum upphaflega um hornlóð á Sanavellinum en eftir að tveir menn höfðu fjallað um málið af hálfu bæjarins voru 7 eða 8 lóðir sem komu til greina. Ég gat gert mig ánægðan með 6 þeirra þannig að það er rangt sem sagt hefur verið um okkur að við höfum horft á Sanavöllinn og ekkert annað. Menn verða hins vegar að skilja það að við getum ekki verið ánægðir með hvaða lóð sem er, við höfum byggt óhentugt einu sinni og ætlum okkur ekki að gera það aftur.gk-. Verkfall í desember? í dag rennur út frestur sá sem Félag verslunar- og skrifstofu- fólks á Akureyri gaf verslana- eigendum, til að svara kröfum félagsins. Samkvæmt , heimildum Dags fer Félag verslunar- og skrifstofu- fólks fram á persónuuppbót fyrir desember auk launahækkana ASÍ-samningsins og ef ekki verð- ur gengið að þessum kröfum þá verði boðað verkfall sem taki gildi annað hvort 3. eða 10. des- ember. Þær viðræður sem farið hafa fram á milli Félags verslunar- og skrifstofufólks og verslanaeig- enda hafa fram að þessu verið óformlegar þreifingar. Kaupfé- lagið vill leysa málið hér fyrir norðan en fulltrúar Kaupmanna- samtakanna munu vera meira á því að láta VSÍ sjá um málið. T.a.m. hafa Hagkaup ekki séð ástæðu til þess að taka þátt í við- ræðunum hér þrátt fyrir að þeim hafi verið boðin þátttaka. Engin ákvörðun hefur verið tekin um verkfallsboðun eftir því sem Dagur kemst næst en jólaverslunin er helsta vopn verslunarfólksins í þessum samn- ingum. - ESE Jafnréttíshreyfingin: Lögð niður Útför Jafnréttishreyfingarinn- ar á Akureyri var gerð í gærkvöld. Ekki af því að jafn- rétti milh' kynja hafi verið komið á, heldur vegna þess að aðstandendur töldu hana dána drottni sínum sökum áhuga- leysis, að sögn Arnheiðar Ey- þórsdóttur, sem sæti átti í stjórn, í viðtaii við blaðið í gær. Að sögn Arnheiðar hefur hreyfingunni verið haldið gangandi af mjög fámennum hópi. Því hafi ekki verið um annað að ræða en leggja hana niður - eða endurreisa hana ef aðsókn í erfidrykkjunni yrði góð. HS Því er spáð að norð- an- og norðaustan- áttin gangi niður um helgina. Éljagangur verður og hitastig svipað og undan- farna daga en eftir helgi eru horfur á að vindar snúist til suð- lægrar áttar. Jóladúkar, jóladúkaefiii Jólagardínur Dagatöl 1985 Glæsilegt úrval af bamafatnaði. Munið okkar lága vöraverð! Póstsendum. ¦r^ESSiaDJgCBi

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.