Dagur - 23.11.1984, Blaðsíða 15

Dagur - 23.11.1984, Blaðsíða 15
23. nóvember 1984 - DAGUR - 15 Vömbin kýld í Fálkafelli Hin árlega Fálkafellsveisla verður haldin í Fálkafelli næst- komandi laugardagskvöld og hefst klukkan 20.30. Mæting er hjá Pásusteini. Allir drótt- skátar, eldri skátar og þeir sem á annað borð hafa áhuga á skátastarfi eru eindregið hvatt- ir til að mæta og kýla vömb, taka lagið og skoða húsið, sem hefur verið mikið endurbætt í haust. Að lokum viljum við minna á, þar sem svona stórar hátíðir kosta nokkuð mikil fjárútlát fyrir veisluhaldaia, að það verður tekið á móti frjálsum framlögum. Við sjáumst. Dróttskátasveitin Draco. Ferdamála- samtökin með aðalfimd á morgun Aðalfundur Ferðamálasam- taka Norðurlands verður hald- inn á Hótel KEA laugardaginn 24. nóv. kl. 14. Allir sem áhuga hafa á ferðamálum eru velkomnir á þennan fund. Samtökin voru stofnuð formlega fyrir um tveimur mánuðum á Sauðárkróki og hefur stjórnin unnið að undir- búningi síðan. Auk aðalfund- arstarfa verður rætt um fram- tíð ferðaþjónustu á Norður- landi og hvað hægt sé að gera til að auka þennan atvinnuveg. Samtök um ferðamál hafa ver- ið stofnuð í flestum landshlut- um, enda er ferðaþjónusta ört vaxandi atvinnugrein sem skipt- ir æ meira máli í afkomu lands og þjóðar. Eins og áður sagði er fundurinn opinn öllum sem áhuga hafa á þessum málum. -HS Opið svœðismót hjá vottum Jehóva Um næstu helgi, dagana 24. og 25. nóvember, munu vottar Jehóva halda mót hér á Akur- eyri. Mótið sem verður haldið í Lóni við Hrísalund er svo- nefnt svæðismót og eru slík mót haldin hjá vottum Jehóva tvisvar á ári að sögn Árna Steinssonar, Akureyri, en hann er einn af skipuleggjend- um mótsins. Þar sem allmargir Norðlendingar eru farnir að sækja þessi mót hefur nú verið gripið til þess ráðs að halda mót hér á Akureyri og viku seinna í Reykjavík, segir Árni. Einkennisorð þessa móts verður „Lifum ekki lengur til að þóknast sjálfum okkur". Þetta stef verður til umræðu bæði í ræðum og sviðsettri sýnikennslu. Útskýrt verður hvernig heimfærslan á við bæði í einkalífi kristins manns og í opinberu starfi hans, og er þá sérstaklega átt við hið opin- bera boðunarstarf vottanna meðal almennings. Til um- verða „Lifum ekki lengur til hægt er að sýna fórnfýsi og óeigingirni í safnaðarlífinu. A sunnudaginn kl. 14.00 verður fluttur opinber fyrir- lestur sem ber heitið „Hvers vegna við ættum að beygja okkur undir stjórn Guðs núna". Svanberg Jakobsson, Reykjavík mun flytja þann fyiirlestur. Um 10 erindi verða flutt af ræðumönnum úr söfn- uðinum í Reykjavík. Að öðru leyti munu meðlimir safnaðar- ins hér á Akureyri hafa um- sjón með dagskráratriðum mótsins. Mótið sem opið er almenn- ingi byrjar á laugardaginn kl. 9.55. Eftir hádegishlé hefst dagskráin aftur kl. 14.00 og heldur áfram til kl. 16.30 og er tilhögunin eins á sunnudaginn. Allra síðasta sýning á Einkalífi Annað kvöld verður allra síð- asta sýning á Einkalífi hjá Leikfélagi Akureyrar. í aða]- hlutverkum eru Gestur E. Jónasson, Sunna Borg, Theo- dór Júlíusson og Guðlaug María Bjarnadóttir. Leikstjóri er Jill Brooke Árnason. Æfingar standa nú yfir á næsta verkefni félagsins, „Ég er gull og gersemi", nýjum sjónleik eftir Svein Einarsson, byggð- um á skáldsögu Davíðs Stef- ánssonar, Sólon íslandus. Frumsýning verður föstudag- inn 28. desember. Sveinn Ein- arsson er leikstjóri, Theodór Júlíusson leikur Sölva Helga- son og Örn Ingi gerir leik- mynd. Freygerður Magnús- dóttir sér um búningana, en tónlistin er eftir Atla Heimi Sveinsson. Fpri í kvöld! Handknattleikur og blak er það sem íþróttaáhugamönnum á Akureyri er boðið að berja augum um helgina sem í hönd fer. Ef við lítum fyrst á kvöldið í kvöld, þá er leikur KA og Hauka í 2. deildinni í hand- knattleik á dagskrá kl. 20.30. Leikmenn KA eru búnir að lofa sigri í leiknum og lið Slippstöðvarinnar og Pósts og síma í innanhússknattspyrnu munu leika í hálfleik í keppn- inni um „Mjólkurbikarinn" svokallaða. Strákarnir sem skipa hljóm- sveitina „Skriðjöklarnir" ætla að mæta á áhorfendapallana og ætla þeir að þenja þar trommur og önnur tæki á með- an leikurinn stendur yfir til að skapa stemmningu á áhorf- endapöllunum. Þá má ekki gleyma því að fyrir leik og í hálfleik verður vörukynning á Estrella njasli og ídýfum. I kvöld er einnig blak á dagskránni og hefst sú dagskrá í íþróttahúsi Glerár- skóla kl. 20.30. Þá leika KA og ÍS í 1. deild kvenna og Á morgun kemur það svo í hlut Þórsara að berjast við Hauka í 2. deild handboltans og hefst sá bardagi í íþrótta- höllinni kl. 14. Þórsarar eiga að hafa góða möguleika á að vinna þar sinn fyrsta sigur. Kl. 15 á morgún verða svo tveir leikir í blaki í Glerárskól- anum. Þar mætast KA og ÍS aftur í 1. deild kvenna og að þeim leik loknum mætast Þróttur N. og KA í 2. deild karla. r~l Solbaðsstofan OO Gqqœdqdd Glerárgötu 34 ¦ 2. hæd ¦ Simi 23352 auglýsin Eftirfarandi grein er birt orörétt frá Cecil Viðari Jensen sem er umboðs- maður okkar fyrir MA- Solarium bekki. „Vegna ummæla Árna Björns- sonar læknis í blöðum síöustu daga, get ég ekki orða bundist. Eg hafði samband við helstu stofnun á þessu sviði, MA-Solar- ium International A/S í Dan- mörku, en hún hefur verið í for- ustu frá árinu 1982. Lampar frá þessu fyrirtæki voru þeir fyrstu sem viðurkenndir voru í Banda- ríkjunum, en þar í landi eru gerð- ar meiri kröfur til slíkra tækja en á Norðurlöndum. Það hefur komið fram í fjöl- miðlum, þvl m.a. slegið fram í forystugreinum dagblaða, að húðkrabbatilfelli meðal karl- manna séu þrefalt fleiri en meðal kvenna á árunum 1975 til 1982. í þessu sambandi vil ég benda á að sólbaðsstofur byrjuðu ekki að starfa á íslandi fyrr en 1980 og karlar byrjuðu fyrst að stunda solarium að ráði um 1983. Vegna þessa tel ég ummæli Árna Bjömssonar læknis órök- studd viðvíkjandi Ijósalömpum. Að lokum finnst mér furðu gegna, að viðskiptavinum, sem vísað er til okkar af læknum, hef- ur fjölgað verulega. Læknar vilja greinilega reyna solarium við alls konar kvillum sjúklinga, og má þar sérstaklega geta exems." Við viljum koma eftirfarandl staöreyndum á framfæri í sambandi við solarium: Þegar fólk leggst í solbekk hugsar það yfirleltt alltof lítið um hvað er verið aö bjóða þvi. Til dæmis er þrifna&ur á bekkjum a&alatri&io. Þrif og vi&hald á sólbekk er miklu meira en nokkurn grunar. Vi& kappkostum a& þrífa sjálfir bekkina eftir hverja notkun og er það þá gert með tauklútum. Filter í bekkjum þarf a& þvo vikulega vegna þess að kæliviftur draga ló úr fatnaði inn í verk lampanna og þarf því einnig að taka perur úr og þrífa þœr, spegla og annað verk f lömpunum vikulega sem og við gerum reglulega. Ef þetta atriði er ekki haft f huga minnka afköstin til muna og perur endast þar af lelðandi mun skemur. Það mætti lengi telja átrlði sem hafa ber í huga í þessu sambandi. Við viljum eindregið ráðleggja fólkl sem stundar erfiðisvinnu að stunda Ijós og koma þvf og losna við vöðvabólgu, bakverki og önnur óþægindi samfara vinnunni. Látið reyna á þjónustu okkar, hún gerist ekki betri. Kjörorð okkar er því: Hreinlæti + Þægindi Þjónusta. r~| Sólbaðsstofnn OO LöQ[IDQDn Gleráigölu 34 2. ho>» - Sfml 233S2 Opið Mánud.-föstud. kl. 7.00-23.30. Laugardaga kl. 8.00-21.00. Sunnudaga kl. 9.00-21.00. Verið ávallt velkomin. Ævintýrið í MA-sólarlömpunum * Ein fremsta sólarlampaverksmiöja á Norður- löndum hefur með háþróaðri tækni sinni orðið afar vinsæl hvarvetna þar sem sólarlampar eru notaðir. Alls staðar þar sem sólbaðsstofur, hótel og íþrótta- mannvirki eru byggð, er gert ráð fyrir þessum lömpum. Samtímis hafa MA-heimilislamparnir orð- ið vinsælli en nokkru sinni fyrr. * Aðeins nýjustu og bestu fáanlegu hlutir og efni eru nógu góðir í MA-sólarlampana, og er það senni- lega ástæðan fyrir árangri þeirra og öryggi. * MA-sólbaðsstofa myndar góðan grundvöll fyrir nýj- um viðhorfum: Fólki er orðið Ijóst að notkun sólarlampa er áhrifa- mikil aðferð til að fá fallega brúna húð og hvíla sig eftir daglegt strit og streitu. Þörfin fyrir vellíðan er hverjum manni eðlileg og til þess eru Ijós og hiti besta leiðin. * MA-Solarium International uppfyllir allar kröfur markaðarins, allt frá einkasólbaðsstofum upp í allra nýtískulegustu stofnanir með öllum hugsan- legum fylgihlutum, svo sem: * Andlitsljósi. * Tengli með fjarstýringu. * Stafrænni klukku. * Handhægum stjórntökkum. * Öryggisbúnaði, svo sem neyðarrofa og örygg- isbeltum. Lamparnir uppfylla allar kröfur markaðarins um gæði. * Sala á einkalömpum til atvinnunota hefur verið mjög almenn, sem á nú ekki alveg fullan rétt á'sér, því í dag er gerður skýr munur á einkamarkaðinum og atvinnumarkaðinum. * MA-Solarium hefur réttu vöruna til hvers konar nota. MA-Solarium International A/S Alsgade 95 A DK-6400 Sönderborg - Danmark.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.