Dagur - 28.11.1984, Blaðsíða 13

Dagur - 28.11.1984, Blaðsíða 13
28. nóvember 1984 - DAGUR - 13 Kári Í.4. sæti Kári Elíson hafnaði í 4. sæti á heimsmeistaramótinu í kraft- lyftingum sem haldið var í Dallas í Texas um helgina. Kári lyfti samtals 642,5 kg sem er nýtt glæsilegt íslandsmet. Þá setti hann einnig met í rétt- stöðulyftu er hann fór upp með 265 kg. Það var Bandaríkjamaður sem sigraði í þessum flokki og Breti varð annar. í þriðja sæti varð sænskur lyftingamaður og kom það á óvart að sá skyldi sigra Kára, en Kári hefur verið fremst- ur kraftlyftingamanna í sínum þyngdarflokki á Norðurlöndum undanfarin ár. Kári keppti í 67,5 kg flokki. í 110 kg flokki keppti hins vegar Víkingur „Heimskautabangsi" Traustason og hafnaði hann í 8. sæti af 12 keppendum. Víkingur lyfti samtals 780 kg sem er nokk- uð frá hans besta árangri í þess- um þyngdarflokki. Kári fagnaði 4. sætinu í Dallas. Fara Fylkismenn Staðan Erfiðlega hefur gengið að koma saman töflu fyrir 2. deildina í handknattleiknum. Stafar það aðallega af því að leikjum hefur verið frestað, sumir þeirra hafa síðan verið leiknir en aðrir ekki, en engar upplýsingar liggja fyrir um þessi mál hjá Handknattleiks- sambandinu. Við höfum reynt að hafa sam- band við forráðamenn liðanna í 2. deild og er meðfylgjandi tafla unnin samkvæmt upplýsingum þeirra. Bendir allt til þess að hún sé rétt, án þess að það sé alveg 100%. Það er þó ljóst að KA hef- ur forustu í deildinni, en aðal- keppinautarnir Fram og HK hafa tapað þremur stigum. heim an stiga? KA Fram HK Fylkir Þór Grótta Haukar Ármann 5 0 0 4 1 1 3 1 1 1 1 1 1 1 3 0 2 2 1 0 4 0 0 3 127:102 135:121 111:105 60:69 113:120 88:97 106:117 59:68 10 9 7 3 3 2 2 0 Enn verður handbolti . á dagskrá á Akureyri um næstu helgi, en þá koma Fylkismenn í heimsókn og leika tvo leiki í 2. deildinni. Er Fylkir næstsíð- asta liðið í 2. deild sem leikur á Akureyri. Sem sagt, að þess- um leikjum loknum eru Akur- eyrarliðin búin með alla sína heimaleiki við utanbæjarliðin nema leikina við Ármann og hvorki Þór né KA eru farin að leika syðra enn. Þór mætir Fylki á föstudags- kvöldið kl. 20 og ef Þórsarar halda vel á spöðunum þá eiga þeir að hafa góða möguleika á að sigra í þessum leik. Með sigri kæmist Þór í 5 stig og ætti nokk- uð raunhæfa möguleika á að halda sæti sínu í deildinni. KA leikur svo við Fylki kl. 14 á laugardag og ef allt verður með felldu á KA að vinna sigur í þeim leik. sem KA er eina liðið í deildinni hefur ekki tapað stigi og væntanlega verða það ekki Fylk- ismenn sem stöðva KA í vetur. I hálfleik á leik KA og Fylkis verður leikið í Mjólkurbikarnum og eru það Iðnaðardeild SIS og Slippstöðin sem eigast við. Tveim- ur leikjum er lokið í keppninni, Sporthúsið og Iðnaðardeildin gerðu jafntefli 3:3 og Slippstöðin vann Póst og síma 4:3. Ársþing KSÍ um helgina Golfarar Golfklúbbur Akureyrar heldur Árshátíð aö Jaðri nk. laugardag 1. des. og hefst hátíðín með borðhaldi kl. 20. Skemmtiatriði. Verð aðeins kr. 400 með mat. Fjölmennið. Skemmtinefnd. Ársþing Knattspyrnusam- bands íslands verður haldið um helgina og að venju liggja margar tillögur fyrir þinginu. Tiílaga verður borin fram um breytingar á reglugerð um kvennaknattspyrnu og gerir hún ráð fyrir að í 1. deild skuli vera 8 lið og leika heima og heiman. Tvö lið falli í 2. deild ár hvert. Tillagan gerir ráð fyrir að næsta sumar skipi 1. deild lið Akraness, Þórs, Vals, KA, Breiðabliks, ísa- fjarðar, Keflavíkur og annað hvort KR eða Súlan. Miklar breytingatillögur um starfsreglur aganefndar Iiggja fyr- ir þinginu. Þannig verði leikmað- ur sem hefur verið áminntur 4 sinnum af dómara á keppnistíma- bilinu án þess að vera vikið af velli dæmdur í eins leiks bann. Leikmaður sem hefur fengið 6 áminningar án þess að vera vikið af velli skal fara í eins leiks bann, og eftir 8 áminningar verði bannið tveir leikir. Verði um fleiri áminningar að ræða skal aganefnd fjalla um málið sérstak- lega. Sé leikmanni vikið af leikvelli skal hann í eins leiks banna nema réttmætar varnir komi til. ítrekuð brottvísun þýðir á sama hátt tveggja leikja bann og fleiri brottrekstrar þýða að aganefnd fjallar sérstaklega um málið. Fyrir særandi eða ruddalegt orðbragð sem dómari þarf að víkja manni af velli fyrir getur refsing verið allt að 6 leikja banni og ef um ítrekun er að ræða verð- ur refsingin minnst 6 leikir. Þetta eru aðeins nokkrar af þeim breytingum sem liggja fyrir varðandi starfsreglur aganefndar. Hins vegar er engar breytingartil- lögur að sjá um 3ja stiga regluna svokölluðu og bendir því allt til þess að hún eigi að verða í gildi áfram óbreytt. 1-X-2 Þráinn Stefánsson, Búningamir voru eins „Ég er Iminii að halda með Sheflleld Wednesday síöan ég IVir að fylgjast með enska boltan- um, en þá var ég 10 eða 11 ára," segir Þráinn Stefánsson spámað- ur okkar þessa vikuna. „Það kom þannig til að skóla- lið sem ég var í kejpti búninga sem voru eins og búningar Wednesday og það var rióg. Llð- ið var þá í 2. deild en það skipti ekki máli og ég hef fylgt því síftaii." - Tekur þú þátt í getraunum? „Ég tippa alltaf í hverri viku, er ekki með marga seðla eða kerfi en er alltal' með. Mér hefur gengið ágætlega og hef unnið nokkra smávinninga." - Og þá lítuiii við á spá Þráins, hann spáir aiiftviiuft siiiinii mönnum útisigri gegn Everton, en hvort sú spá gengur eftir fáum við að sjá því leiknum verður sjónvarpað beint álaugardag. A. Villa-Sunderland 1 Chelsea-Liverpoot Coventry-Tottenham Everton-Sheff.Wed. 2 2 2 Ipswich-Southampton Leicester-QPR Watford-N.Forest X 1 1 Barnsley-Fulham Carditt-Birmingham N.County-Oxford Oldham-Man.City Portsmouth-Blackbum X 2 2 1 1 Spáin hljóðar því upp á 5 heinta- sigra, tvö jafntefii og 5 títisigra. Stefán með 5 rétta Það virðist ælla að vera vinsælt meðal spámanna okkar aft standa uppi með 5 leiki rétta. Af þeim 6 sem spáð hafa til þessa lial'a fimm verið með 5 ieiki rétta og Sfefán Gunnlaugsson sem spáði í siftuMu viku er einn þeirra. Sigurður Pálsson Arsen- aliiiaftiii er hins vegar með best- aii árangur til þessa, hefur 6 rétta. Nú þurfum við að komast í samband við einhvern áhang- enda botnliðsíns Stoke i 1. deild ef hann finnsf þá. Ef einhver heldur með þessu liði ai i i sá hinn sami að hafa samband við i|>ioiiiisiftu Dags. 1-X-2

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.