Dagur - 30.11.1984, Qupperneq 9
30. nóvember 1984 - DAGUR - 9
Það er haft hátt
um frelsi í
Sjálfstœðisflokknum
Ég er ákaflega lítið fyrir það að
vera harður flokkslínumaður. Ég vil
fá að hafa mínar skoðanir á hlutun-
um og að þessu leyti taldi ég mig í
sjálfu sér engum háðan þegar ég kom
á þing. Ég kom ekki inn á vegum
neinnar klíku eða hagsmunahóps
heldur almennra kjósenda og þeim
skuldaði ég trúnað eftir því sem sam-
ræmdist sannfæringu minni og sam-
visku.
Á hinn bóginn verður ekki annað
sagt en að ég sé flokksdyggur maður
öðruvísi er ekki hægt að starfa í
stjórnmálaflokki og öðruvísi er ekki
hægt að vera í stjórnarsamstarfi.
Stjórnmál eru á sinn hátt eftirgjöf,
tilslökun, málamiðlun. Menn mega
ekki vera of einstrengingslegir í þess-
um málum.
Á mínu fyrsta kjörtímabili var ég
t.a.m. píndur til þess að samþykkja
hluti sem ég hefði ekki viljað sjá í
framkvæmd. Ég vil sérstaklega nefna
sem dæmi vörugjaldið sem þá var
sett á. Það byrjaði með 6% og því
var hátíðlega lofað að það skyldi af-
numið eftir 6 mánuði. Pegar við
gengum til kosninganna 1978 var
þetta vörugjald komið upp í 18%.
Ég tek þetta sem dæmi um það að
ekki var tekið undir neitt af því sem
maður vildi koma á og stefndi í
frjálsræðisátt. Það var sest ofan á það
sem ég lagði til. Sjálfstæðisflokkur-
inn er einn af þessum flokkum sem
hafa hátt um aukið frelsi og frjáls-
ræði á öllum sviðum. Parna eru ein-
lægir frjálsræðisspóar, sem gala og
vaða uppi, en þegar kemur að efnd-
unum gerir flokkurinn ekkert í þessu
samt.
Hins vegar pípi ég á þessa frjáls-
ræðisspóa, velluspóa, sem vaða uppi
nú orðið eins og þennan Hannes
Hólmstein Gissurarson og hans líka.
beir eru uppfullir af einhverjum
bókarkenningum en þekkja ekki
raunveruleikann. Þeir verða hvorki
sjálfum sér né þjóðinni nokkurn tím-
ann að gagni. Hann er búinn að betla
út einhverja styrki. Verði þeim að
góðu.
Kratar skildu eftir
arfa í flokknum
En það verður náttúrlega að taka
það fram um Sjálfstæðisflokkinn
núna að í honum er svo mikill arfi
eftir öll viðreisnarárin þegar Sjálf-
stæðisflokkurinn og Alþýðuflokkur-
inn sátu saman í stjórn þá skildu
kratar eftir sig svo mikinn arfa í
Sjálfstæðisflokknum að það er til
hreinna vandræða. Má ég þá frekar
biðja um góðan hreinræktaðan hægri
flokk, nýjan íhaldsflokk. Það er ekk-
ert pláss fyrir krata, því krataflokk-
urinn er í Sjálfstæðisflokknum. Eftir
12 ára viðreisn þá settu þeir svo mik-
inn arfa í Sjálfstæðisflokkinn að þeir
drápu sjálfa sig á þessu og þessi bölv-
aði arfi er búinn að gera mjög illt í
Sjálfstæðisflokknum.
f>að veit Guð á himnum að ég
skyldi verða fyrsti maður til að greiða
því atkvæði að íhaldsflokkur yrði
stofnaður hér. Það þarf hákapítalísk-
an flokk á íslandi. Farið á hausinn, ef
þið standið ykkur ekki þið megið
hafa allt frjálst, nafnlausar innistæð-
ur, bankaleynd og allt heila klabbið.
Ég vil bara að fólk viti það að ef þið
kjósið mig þá fáið þið engar trygging-
ar engin námslán eða annað slíkt.
Þið skulið bara standa á eigin fótum.
En svo við höldum áfram með
kratana þá er það alveg kraftaverk
hvernig þeir hafa haldið á spilunum.
Ég skal segja þér það að Sjálfstæðis-
flokkurinn sefur ekki ef ekki er allt
tryggt með kratana. Þeir verða að
vera alts staðar. Það má ekki gleyma
þeim. Þeir verða að hafa mann í
stjórn Landsvirkjunar í hinni stjórn-
inni og þessari o.s.frv. Þetta er alveg
makalaust en svo þegar reynir á þá
þá bregðast þeir. Ekki vildu kratarn-
ir veita Sjálfstæðisflokknum hlutleysi
árið 1979 það hefði verið miklu eðli-
legra þeir sögðu bara blákalt nei. Og
þá lyppaðist Geir Hallgrímsson niður
eins og vant er.
Varðandi Sjálfstæðisflokkinn þá
hefur hann þynnst út frá því sem
hann var og mesta víxlsporið sem
flokkurinn steig var þegar Nýsköp-
unarstjórnin var mynduð 1944. Þá
tekur flokkurinn það upp á sína arma
að stofna til þessa afskaplega víð-
tæka almannatryggingakerfis sem var
allt of stórt stökk í einu - allt of stórt.
Þetta voru mistök svona kerfi á að
koma hægt og það verður að fá að
þróast. Sjálfstæðisflokkurinn er
kominn langt frá uppruna sínum
enda er hann orðinn stærsti „sósíal-
demókrataflokkur" á íslandi.
En ef maður er óánægður yfir
þessu þá spyr maður sjálfan sig:
Hvert hann var að fara. Stofnun nýs
flokks myndi held ég, ekki ganga.
Ég hef reynt að bjóða mig fram gegn
þessu rusli einu sinni. Það gekk ekki.
Hvað um það Sjálfstæðisflokkurinn
stendur ekki undir nafni og af mörgu
illu tekur maður það skásta. Það er
ekkert annað skárra í íslenskri pólit-
ík núna.
Ég neita því alveg að það sé ein-
hver mótsögn í því hjá mér að hafa
verið stuðningsmaður Gunnars
Thoroddsen. Hann var enginn krati
þó hann hafi verið stuðningsmaður
tengdaföður síns í forsetakosning-
um. Hann var frjálslyndur það er allt
annað. Ástæðan fyrir því að Gunnar
gat unnið með kommum og fram-
sóknarmönnum var einfaldlega sú að
allaballarnir eru voðalega íhaldssam-
ir. Það er svo einkennilegt með það
að menn sem eru lengst til vinstri
eiga ákaflega gott með að aðlaga sig
kapítalísku kerfi, það er að segja ef
þeir fá að ráða. Þeir vilja bara völd."
„Sleggjudómar um
pólitíska
samferðamenn“
Einn kaflinn í bókinni fjallar um
samferðamenn Jóns og heitir
„Sleggjudómar um pólitíska sam-
ferðamenn". Halldór var spurður um
efni hans.
„Við komum víða við sögu við
vinnslu bókarinnar og það voru af og
til að fljóta „komment" út úr Jóni um
hina og þessa menn. Ég safnaði
þessu saman í einn kafla og þarna fá
40-50 manns sinn dóm hjá Jóni. Það
eru hvoru tveggja samferðamenn á
þingi og eitthvað af norðanmönnum
sem þarna koma við sögu." sagði
Halldór.
Einn viðamesti kafli bókarinnar
fjallar um þau átök sem urðu í Sjálf-
stæðisflokknum fyrir haustkosning-
arnar 1979. Þá fékk Jón ekki stuðn-
ing í efsta sætið á framboðslista Sjálf-
stæðisflokksins í Norðurlandskjör-
dæmi eystra, en það sæti hafði hann
skipað í kosningunum 1974 og 1978.
Það varð síðan til þess að Jón bauð
fram sér lista, en náði ekki kjöri.
Þessi kafli heitir „Sparkað út eftir
hálfa öld", og er skrifaður með nokkr-
um öðrum hætti en aðrir kaflar bók-
arinnar. Halldór skrifar kaflann í
nokkurskonar fréttaskýringarstíl.
þó Jón ráði nokkuð ferðinni, „enda
er þetta hans bók", eins og Halldór
orðaði það. Þar fá flokksbræður Jóns
sinn dóm, m.a. Halldór Blöndal, sem
Jón lofar ekki í bókinni, að sögn
Halldórs Halldórssonar. -GS.