Dagur - 07.12.1984, Blaðsíða 12

Dagur - 07.12.1984, Blaðsíða 12
12 - DAGUR - 7. desember 1984 Leikurinn er nauðsynlegur þroska barnsins. Með þá staðreynd í huga ber okkur að skapa börnum okkar það umhverfi og þær aðstæður að þau geti notið sín í leik. En hvernig skyldum við best gera það? Með því að „hrúga" leikföngum í þau? Nei, aldeilis ekki. Mér segir svo hugur að mörg börn eigi allt of mik- ið af leikföngum. Þá er hætt við að virðing barnsins fyrir leikföngum sínum sé lítil og hver tekur til? Það skyldi þó ekki oft lenda á henni mömmu? En mamma er oft þreytt og hefur ekki orku í að þrasa í barninu um að það taki til sjálft, hún er miklu fljótari að taka bara sjálf til. En skyldi það vera rétta leiðin til að fá barnið til að taka þátt í heimilisstörfum og bera ábyrgð á eigum sínum og gerðum, að ein- hverju marki? Reynum frekar að hjálpast að, um leið gefst ágætur tími til að spjalla saman. Mörg börn hafa ekki mikið leik- Um leiki og leikföng - Litlu börnin þurfa mikið rými daginn, en þetta er allt saman hörku þjálfun. Svo eru þau líka að kynnast sífellt stærri hluta af ver- öldinni í kringum sig. Veröldin verður öll önnur nú en er þau voru á handlegg pabba eða mömmu eða sátu í litla barnastólnum sínum. Litlu börnin þurfa að snerta á hlut- unum í kringum sig til að kynnast þeim og þar sem snertiskyn þeirra er ekki mjög þroskað, kynnast þau hlutunum best með því að stinga þeim ímunninn. Þess vegna þarf að gæta þess að fjarlægja hættulega hluti og efni úr umhverfi þeirra. En víkjum nú að leikföngunum. Þau þurfa fyrst og fremst að vera sterk, þau þurfa að þola harkalega wn ur verið stirt í samanburði við börn á svipuðum aldri, þá kæmi sér vel að fá rimla í herbergið, dýnu fyrir léttar leikfimiæfingar eða eitthvað þess háttar. Ef til vill þekkir barnið ekki litina, eins og eðlilegt gæti tal- ist miðað við aldur þess, þá gætu fóstrur bent á leikföng við hæfi. Ekki má gleyma að minnast á heimatilbúnu leikföngin, börn taka oft sérstöku ástfóstri við þau. Með litlum tilkostnaði og svolitlu hug- myndaflugi má oft gera stórgóða hluti, en við gerð þeirra þarf að hafa í huga þá meðferð sem þau eiga eftir að hljóta og að þau séu hættulaus. Að endingu langar mig að geta þess að eftir lauslega athugun á leikfangaúrvali í verslunum hér, finnst mér léleg leikföng í of háu hlutfalli, að ekki sé nú minnst á hið mikla úrval „stríðsleikfanga", en þeim verða gerð betri skil síðar. Ef við athugum hvað ræður því hvað á boðstólum er í leikfangaverslun- um, þá hlýtur það að vera sú vara rými á heimilum sínum, barnaher- bergin eru mörg mjög lítil. Börnin hafa þörf fyrir meira rými og bera því leikföng sín út um alla íbúð, allt verður undirlagt. Sumir foreldrar hafa leyst þetta mál á þann hátt að láta börnum sínum eftir hjónaher- bergið og flytja hjónarúmið inn í barnaherbergið, því hjónaherberg- ið stendur á flestum heimilum autt nema yfir blánóttina. Sá fyrirvari þarf þó að vera á, að hjónarúmið komist inn í barnaherbergið, en sú er ekki alls staðar raunin. Nokkuð útbreiddur virðist mér vera sá misskilningur að litla barnið þurfi ekki mikið rými. Þessu er ein- mitt öfugt farið. Litlu börnin, sem eru að byrja að ganga þurfa mikið rými. Þau þjálfa hreyfingar sínar gegnum leik. Oft erum við alveg undrandi á hvað þau endast til að hlaupa og pfíla allan liðlangan meðferð. Það þarf að vera auðvelt að halda leikföngum litlu barnanna hreinum, lakk tréleíkfanga þarf að vera hættulaust og í sambandi við tuskudúkkur þarf að vera vel á verði gagnvart innihaldi þeirra og gera við göt sem á þær koma, svo dæmi séu nefnd. Leikföng þurfa líka að hæfa þroska barnsins. Upp- lýsingar þar að lútandi er oft að finna á umbúðum leikfanga, einnig ætti starfsfólk leikfangaverslana að vera fært um að aðstoða okkur við leikfangaval. Ef við erum að velja leikföng handa börnum annarra, er oft gott að hafa samráð við for- eldra. Ef barnið er á dagvistarheim- ili, getur verið gott fyrir foreldra að leita samráðs við fóstrur, hvað telja þær barnið vera í mestri þörf fyrir, en það er þá ekki endilega spurn- ingin um hvað barnið leikur sér mest með, heldur getur barnið t.d. haft þörf fyrir aukna hreyfingu, get- sem selst, það hljótum því að vera við, kaupendurnir, sem ráðum því í raun. En hér kemur máttur aug- lýsinga inn í dæmið, það er stað- reynd að þær sljóvga dómgreind okkar, ef við erum ekki vel á verði og hvernig fara þær þá með varnar- lausa og forvitna barnssálina. Umsjón: Jón Bjarnason frá Garðsvík Haraldur Jóhannsson á Bakka í Viðvíkursveit kom að Hrafn- hóli í Hjaltadal á köldum vetri. Hann kvað til húsfreyju: Pó að gerí mönnum mein margur kaldur vetur fram í dalnum fjóla ein fölnað aldrei getur. Fjóla frá Hrafnhóli kvað er hún kom í fyrsta sinn að Laufskála- rétt: Byrja þeir að bragða á því, bændur hópum saman. Regla erþað víst réttum í og reynist oft svo gaman. Gunnar Þorláksson, þekktur hagyrðingur, bjó um skeið að Þverá í Hrollleifsdal. Hann var spurður um veruna þar. Svarið var þetta: Þar var fyrrum þrælaból sem þénaði sprundi og halnum, Aldrei neina sælusól sá ég f Hrollleifsdalnum. Skagfirskur starfsmaður hreppsnefndar kom að bæ og hitti þar aðeins fyrir tvær heimasætur. Hvarf hann þegar á braut. Litlu síðar var honum send þessi vísa: Örr ég trúna á þér missi', af því verð ég sármæddur. Aldrei fyrr og áður vissi að þú værir kvenh'ræddur. Snúum nú frá Skagafirði, til Eyjafjarðar. Á bændafundi í Hörgárdal hvatti ráðunautur bændur til að notfæra tölvu- tækni við búfjárræktina. Þá kvað Arnsteinn Stefánsson í Stóra-Dunhaga: Vfst er tæknin þarfaþing og þykir st'st til ama, en tölvustýrða tilhleyping tel ég vafasama. í góðviðrinu sl. vor kvað Arn- steinn bóndi: Vorsins blíða við mér hló - víkur hríðar makkinn - grónum hlíðum, grund og mó grænan sníður stakkinn. Benedikt Ingimarsson á Hálsi kvað: Stuðlar andans eru farnir. Ekkert Ijóð því fæðíst hér, því að fjandans fjölmiðlarnir flækja allt f höfði mér. Dagur hefur átt það til að minn- ast á göngugötuna nýju. Eftir- farandi vísur eru að mestu leyti ortar samkvæmt þeim fréttum: Gatan breiða björt og hlý ber af öllum svæðum. Henni fagnar fólkið í fagurlitum klæðum. Héðan burt er allri eytt ógn afsnjó og svettum því að Wilhelms-vatnið heitt vætlar undir hellum. helgum degi Texti: Matt. 25, 1-13. Aðventa.-Biðtími, undirbúningstími Bæði börn og fullorðnir bíða jólanna með mikilli eftirvænt- ingu. Þau eiga að færa okkur fögnuð og frið. Gera þau það? Ef ekki, þá er eitthvað að og það verður að laga. Innihald kristins jólahalds er Jesús, frelsarinn. Á jólum fögnum við komu frelsarans. Þegar hann fær að koma tnn f líf okkar þá fyllist hjartað fögn- uði og friði. í texta dagsins segir Jesús frá tíu meyjum, sem biðu með eftirvæntingu komu brúðgum- ans. Þær vissu að þegar hann kæmi þá fengju þær að ganga með honum inn til brúðkaups- fagnaðarins. Þegar svo brúð- guminn kom þá voru aðeins fimm meyjanna viðbúnar að mæta honum. Þær gengu inn með honum. Hinar vorti upp- teknar við annað þegar brúð- gummn kom og misstu af öllu. Aðventan er tími sem við notum til þess að undirbúa jólahátíðina. Eitt er það sem verður að undirbúa fremur öllu öðru á þessum tíma. Það er koma frelsarans. Við þurf- um að vera viðbúin að taka á móti honum inn á heimili okk- ar og inn í líf okkar. Þá verða jólin hátfð fögnuðarog friðar. Til umhugsunar: Pakkinn sem vartómur Fallegur pakki lá á stofugólf- inu. Börnin höfðu beðið í eftirvæntingu eftir að fá að opna pakkann. Loks þegar stundin rann upp og pakkinn var opnaður, þá kom í Ijós að hann var tótnur. Vonbrigði barnanna voru mikil þegar þctta kom í Ijós. I öilu vafstr- inu hafði glcymst að setja gjöf- ina í pakkann. Við megum ekki undirbúa innantóm jól. Það veidur von- brigðum í stað gleði. Innihald- ið, Jesús verður að vera í pakkanum þegar jólin byrja. Hér fór æskan margs á mis. Margt er að sunnan apað. Hér er okkar Hattæris- heilla-planið skapað. Hér á æskan óskaland. Á afmörkuðu svæði má hún hassið blótá í bland við brennivín f næði. Gótusíminn enn og æ er frá veggnum slitinn. Menning ýms í okkar bæ er að verða skitin. Pegar fyrírfólk á stjá fer um klukkan tíu, fjarlægt hafa firðarþá flöskubrot og spýju. Margt að sunnan leitar lán. Ljóma slær á orður. Kannski byssubófa rán berist einnig norður. Jón Bjarnason.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.