Dagur - 18.12.1984, Blaðsíða 5

Dagur - 18.12.1984, Blaðsíða 5
18. desember 1984 - DAGUR - 5 Hátíðamgtur meistaram Þó jólin séu ekki haldin matarins vegna, þá er það nú einu sinni svo, að góður hátíðamatur er stór hluti af jólastemmningunni. Þess vegna er mikils um vert að ntatreiðslan takist hœrilega. Á mörgum heimilum ríkja sterkar hefðir íþessum efnum, sem ekki er brugðið út afnema í neyð. Margir hafa rjúpur og aðrir svínakjöt svo dœmi séu nefnd. Dagur leitaði til nokkurra af mat reiðslumeisturum Akureyrar til að forvitnast um þeirra hátíða- mat. Þeir urðu vel við bón okkar og hér á eftir koma uppskriftir þeirra af hátíðamatseðlunum. Hallgrímur Arason, matreiðslumeistari Bautans og Smiðjunnar Innbakaður hamborgarhryggur með rauðvínssósu, sykurbrúnuðum kartöflum og grænmeti ☆ ★ ☆ Rís á Falknumde með karamellusósu Innbakaður hamborgarhryggur: Utan um hamborgarhrygginn er látið rúg- brauðsdeig sem lagað er úr rúgmjöli, vatni og salti, hnoðað og flatt út svo það verði um 1 cm á þykkt. Beinið tekið af hryggnum og deiginu vafið utan um. Markað fyrir lokinu, sem má skreyta á ýmsan hátt eftir smekk. Penslið með þeyttu eggi og steikið í 1 klst. við 220° C hita. Þá er lok skorið af deiginu, hryggurinn stráður sykri og gljáður í vel heitum ofni. Hryggurinn skorinn í sneiðar og látinn aftur í deigið. Rauðvínssósa: xh laukur, 1 gulrót, saxað og kraumað í smjöri með piparmixi og 1 matskeið af tómatmauki, Vi 1 vatn og kjötkraftur. Soðið í hálftíma, bakað upp með smjör- bollu, 1 dl rauðvíni bætt út í. Sigtað og látið krauma í 10 mín. bætt með 1 skeið af smjöri. Rís á l’allemande: 125 g hrísgrjón, 3A 1 mjólk, 75 g sykur, 50 g möndlur, 1 skeið vanilludropar og örlítið salt og VA dl þeyttur rjómi. Hrísgrjónin skoluð í vatni, sett í sjóðandi vatn og suðan látin koma upp, þá er vatnið sigtað frá og hrísgrjónin sett í eldfast form og sjóðandi mjólkinni hellt út á. Salti, vanillunni og sykrinum bætt saman við. Soðið í ofni í 30 mín. Á meðan eru möndlurnar skolaðar, síð- an forsoðnar eins og hrísgrjónin og afhýddar og skornar í þunnar sneiðar. Þegar hrísgrjónin eru farin að kólna er möndlunum og rjóman- um bætt saman við og sett í skál. Karamellusósa: 200 g sykur og V/i dl léttþeyttur rjómi. Sykur- inn bræddur í potti þegar hann brúsar upp er svolitlu af vatni bætt út í. Látið kólna og rjóm- anum hrært saman við. Hátíðarmatseðill Valmundar P. Árnasonar matreiðslumeistara Sjallans: með hvítvíni og icebergsalati ☆ ★ ☆ Ojhsteikt appelsínuönd með sykurbrúnuðum kartöflum, spergilkáli, smjörsoðnu jólasalati og soðnum eplum með ribsberjahlaupi ☆ ★ ☆ Koníaks-ísterta ☆ ★ ☆ Kaffi-Royal með heimatilbúnu konfekti Gott franskt rauðvín og jólaöl framreitt með matnum. Kanínupaté með hvítvíni: ca. 8-10 manns 1 kanína ca. l'h-2 kg, 650 g magurt svínakjöt (smátt skorið), 2-3 dl þurrt hvítvín, 2 msk. basilikum, 10 lárviðarlauf, Wi msk. svartur pipar (heill), 2 egg, 100 g hveiti, 5 di mjólk, 1 msk. fínt salt, 500 g svínaspekk í sneiðum. Úrbeinið kanínuna og geymið hryggvöðvana heila. Malið piparkornin og setjið í stóra skál, ásamt kanínukjötinu (ekki hryggvöðvana), svínakjötinu, hvítvíninu, basilikum og lárvið- arlaufunum. Blandið vel saman og látið standa á köldum stað í ca. 2-3 daga. Fjarlægið síðan lárviðarlaufin, hellið krydd- leginum af að mestu og hakkið innihald skál- arinnar. Blandið saman hakkinu, eggjunum, hveitinu, mjólkinni og saltinu og hrærið vel saman, svo úr verði fars, setjið ögn af krydd- leginum út í. Þekið mótið að innan með spekkinu, setjið síðan helminginn af farsinu ofan í og þar næst kanínuhryggvöðvana og fyllið upp með af- ganginum af farsinu. Búið til lok yfir með spekki og skerið rákir í og leggið 5-6 lárviðar- lauf ofan á. Bakið paté-ið í vatnsbaði við 250° C hita í ca. Vh tíma. Látið kólna. Borið fram með grófu snittubrauði, smjöri, sýrðum gúrkum og/eða icebergsalati. Appelsínuönd: Fyrir ca. 6 manns 2 endur ca. 3A-4 kg, 3 gulrætur, 2 laukar, 1 dl olía, 5 dl hvítvín, 8 dl vatn, 4 afhýddir tómat- ar, 200 g smjör, 200 g sykur, maizenamjöl til að jafna sósuna, 4 dl Grand Marnier líkjör, 5 appelsínur, sykurlaust appelsín l/> flaska. Krydd á öndina: 1 bolli sykur, 1 bolli salt, xh bolli kjúklinga- krydd, 1 msk. paprika. Höggvið vængina og hálsinn af öndinni og skerið ásamt fóarninu og hjartanu í smá bita. Skerið einnig laukinn og gulræturnar í smá bita. Hitið olíuna á pönnu og steikið allt fal- lega brúnt. Bætið síðan helmingnum af hvít- víninu út í ásamt vatninu og kryddið eftir smekk. Soðið er fleytt og tómötunum er bætt út í og látið sjóða í ca. 1 klst. Öndin er þvegin vel, þerruð, krydduð með kryddblöndunni, pensluð með smjöri, síðan steikt í ofni í ca. 1 xh klst. við ca. 200-220° C. Penslið af og til. Sósa: Brúnið sykurinn þar til hann er orðinn eins og karamella, bætið afganginum af hvítvíninu, safa úr 3 appelsínum, safa úr 1 sítrónu, ásamt sigtuðu soðinu af beinunum út í sykurinn. Jafnið sósuna með maizenamjöli og bætið líkjörnum út í ásamt sykurlausa appelsíninu eftir smekk. Og síðan er þeyttum rjóma bætt út í. Öndin er borin fram með sykurbrúnuðum kartöflum, spergilkáli, smjörsoðnu jólasalati, soðnum eplum með ribsberjahlaupi og rauð- káli. Koníaks-ísterta: ís: xh 1 rjómi, 4 egg, 4 msk. sykur, 1 tsk. vanillu- dropar. Fylling: 120 g marsipan, 1 dl koníak, 100 g smátt sax- aðir valhnetukjarnar, 100 g rifið suðusúkku- laði. Helmingur ísuppskriftar lagaður á venjulegan hátt (það er rjóminn þeyttur sér, egg og sykur sér og blandað saman með vanilludropum). íslögunin er síðan sett í djúpt lausbotna tertu- mót og fryst í 2-3 klst. Því næst er fyllingin löguð sem hér segir: Marsipan og koníaki hrært vel saman eða þar til það er kekkjalaust. Þá er súkkulaðinu og valhnetunum blandað saman við. Fyllingunni er síðan smurt á til- búna ísinn. Hinn helmingur ísblöndunnar er lagaður og hellt ofan á fyllinguna í mótinu. Fryst aftur. Má gjarnan skreyta með súkku- laðiskrauti áður en ísinn er borinn fram.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.