Dagur - 18.12.1984, Blaðsíða 13

Dagur - 18.12.1984, Blaðsíða 13
18. desember 1984 - DAGUR - 13 næturvakt • • „Onnur stemmning“ - Rætt við Sumarlínu Pétursdóttur og Þorbjörgu Ingvadóttur, en þær eru á næturvakt á Fæðingardeild FSA á jólanóttina. Á Fœðingardeild Fjórðungssjúkrahúss- ins á Akureyri verða þær Sumarlína Péturs- dóttir Ijósmóðir og Þorbjörg Ingvadóttir sjúkraliði á vakt á jóla- nóttina. Hefst vaktin klukkan 11 og stendur til klukkan 7.30 á jóla- dagsmorgun. „Ég hef aldrei unnið á jólanóttina áður,“ sagði Sumarlína, „en hins vegar hef ég oft unnið á aðfangadags- kvöld og aðra jóladaga. Ég hef ekki áður verið að vinna á sjúkrahúsinu hérna yfir jólin, ég býst við að það sé ósköp svipað og á öðrum sjúkra- húsum. Það er alltaf viss hátíðleiki yfir jólunum, á sjúkrahúsinu ekki síður en heirna." Þorbjörg segist hafa unnið þrjár jólanætur áður. „Ég hef stundum verið að hugsa út í það, að eiginlega eru það forréttindi að fá að vinna þessa nótt. Það er svo mikil kyrrð yfir öllu og friður. Sjúkrahúsið er mikið skreytt og það er þægileg stemmning yfir öllu.“ - Ykkur þykir þá ekkert leiðinlegt að vera að heiman á jólanóttina? „Tilhugsunin er kannski ekkert skemmtileg, en þegar maður vinnur vaktavinnu þá sættir maður sig við þetta, maður getur alltaf átt von á þessu,“ sagði Sumarlína. „Já, það er alltaf ákveðin spenna heima hjá mér fyrir hver jól,“ sagði Þorbjörg, „skyldi mamma vera að vinna á aðfangadagskvöld? Pað gerir ekkert til þó ég sé á næturvakt, en það er leiðinlegt fyrir krakkana ef mamma er ekki heima á aðfanga- dagskvöld.“ - Haldið þið að þessi vakt verði á einhvern hátt öðruvísi en aðrar næt- urvaktir? „Það má búast við að þessi vakt verði mjög róleg, það er búið að vera mjög rólegt hjá okkur allt sl. ár og það breytist varla svona rétt í lokin. Það eru alltaf vissir hlutir sem þarf að gera, hvort heldur eru jól eða ekki. Það þarf að sinna börnunum og ef kona er í fæðingu er viss vinna í kringum það, svo er alltaf töluverð pappírsvinna á hverri nóttu. En við finnum fyrir nálægð jólanna, það er allt öðruvísi stemmning. Við reynum að gera dvölina fyrir sjúklingana eins skemmtilega og hægt er. Aðstand- endur fá að dvelja fram eftir kvöldi, annars er reynt að senda sjúklinga sem mest heim ef möguleiki er á því. Það er alltaf leiðinlegt að þurfa að liggja á sjúkrahúsi um jólin.“ Þær jólanætur sem Þorbjörg hefur verið að vinna, hefur aldrei fæðst barn um nóttina, en það hefur samt alltaf verið a.m.k. eitt jólabarn á deildinni, þ.e. barn sem fæðst hefur um daginn eða kvöldið. Við spurðum þær stöllur að lokum hvort þær gerðu sér eitthvað til há- tíðabrigða þessa nótt. „Það er lítið hægt að gera yfir nótt- ina, það eru allir sofandi og yfirleitt er mjög rólegt hjá okkur á næturnar. Sjálfsagt fáum við kakó og smákökur og eitthvað svoleiðis og kannski gríp- ur maður með sér einhverja bók að heiman. En það er allt öðruvísi andi hér þessa nótt og eins og fyrr segir eru það viss forréttindi að fá að vinna jólanóttina og finna fyrir nálægð jól- anna á þennan hátt.“ - mþþ „Það er alltaf viss hátíðleiki yfir jólunum, á sjúkrahúsinu ekki síður en heima", segja þser Þorbjörg Ingvadóttir og Sumarlína Pétursdóttir. Brunakallarnir eru þeir sem fá að keyra babú- bílinn á ógnarhraða út um allan bæ með blikkandi Ijós og allt og allt. . . Þetta eru sumsé hraustir karlar og láta sér ekki alltfyr- ir brjósti brenna! Hafi ég haldið að ég hitti á slökkviliðsmennina í vatnsslag, er ég lagði leið mína á slökkvi- stöðina fyrir skömmu fór ég villur vegar. Þeir Gísli Kr. Lórenzson, Hreinn Tómasson og Jósep Hallsson voru hinir rólegustu og sögðust hafa verið í tveimur sjúkraflutning- um rétt áður. En þetta eru vanir menn og greinilega liðtœkir hvort heldur sem er að berjast við stórbruna ellegar að stinga snuði upp í ungbarn! Þessir þrír heiðursmenn • • „OUum líður vel“ - þegar við höfum ekkert að gera, segja slökkviliðsmenn sem standa vakt á jólanóttina verða á vakt á jólanótt- ina á Slökkvistöð Ak- ureyrar og í því tilefni spjallaði Dagur örlítið við þá. „Nei, nei, blessuð vertu þetta er ekki í fyrsta sinn sem við erum á vakt á jólanóttina, við erum vanir því,“ segja þeir galvaskir er blaðamaður spurði út í þá sálma. - Er ekki allt öðruvísi að vinna á jólanóttina heldur en aðrar nætur, vitandi af fólki úti í bæ kýlandi í sig konfekti og smákökum? „Nei, það er ósköp svipað að vinna á jólanóttina og á venjulegum vöktum. Það virkar kannski öðruvísi á fjölskyldun^, krakkarnir eiga erfitt með að skilja þetta á meðan þau eru yngri. Jú, það er aðeins tómlegra á jólanóttina en venjulega. Við tökum gjarnan bók með á vaktina og lesum ef friður er. Og það er nú oftast, það er minna umleikis á hátíðisdögum heldur en á öðrum dögum. Þó kemur fyrir að við erum kallaðir út í sjúkra- flutninga yfir hátíðarnar, en ekki munum við eftir eldi. Það er vonandi að ekki verði mikið um sjúkraflutn- gjarnan með kerti logandi, er ekki inga yfir hátíðarnar núna.“ mikið um að kvikni í út frá kertaljósi - Nú er þetta hátíð ljóssins og fólk yfir jólin? Hinir galvösku slökkviliðsmenn, Hreinn Tómasson, GísliKr. Lórenzson, varðstjóri og Jósep Hallsson. „Við höfum sloppið óvenju vel. Það hefur jú komið fyrir, en heimilis- fólk er betur upplýst nú á dögum og heimilin betur tækjum búin en áður var. Fólk ræður því við smáelda sjálft. Við höfum fengið brunaútköll á jóladag og gamlársdag en það er sem betur fer lítið um það. Við erum sennilega eina stéttin í landinu sem ekkert á að hafa að gera, þá líður öllum vel.“ - Eitthvað verðið þið að finna ykkur til dundurs. „Já, við höfum vidótæki, en það er upp og ofan hversu mikið horft er. Við notum það þegar við fáum fræðsluefni sem tengt er okkar starfi og þannig nýtist okkur það vel. Það er aldrei að vita nema við horfum á eina góða jólamynd á aðfangadags- kvöld. Við erum of fáir á vaktinni til að spila. Við erum á vakt líka á gamlárs- kvöld og það er meira um að vera þá. Það hefur komið fyrir að við höfum orðið að slökkva í brennu vegna óhagstæðrar vindáttar. - Eitthvað að lokum? „Við vildum hvetja bæjarbúa til að fara vel með eld um hátíðarnar, svo að við höfum ekkert að gera!“ -mþþ

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.