Dagur - 18.12.1984, Blaðsíða 8

Dagur - 18.12.1984, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - 18. desember 1984 Möstrín sem sjást á þessari mynd tilheyra hinum norrænu Norðurljósaspekingum. Aðalgeir er búinn að girða, enda beljurnar óvenju forvitnar. Veðrið klukkan rúu. Mánárbakki, bgn, heíðskírt, hiti þrjú stig.... Þannig hljóðaði veðurlýsingin einn góðan haustmorgun á dögunum í öndverðu verkfalli bókagerðarmanna. Blaðamenn Dags höfðu lagt íferðalög í því skyni að safna efrti í þetia blað og fkiri og eftir komflögur og gbaldinsafa á Hótel Húsavík - var Mánárbakki nœsti áfangastaður. Veðurmaðurinn á Mánárbakka heitir Aðalgeir Eiríksson en hann hefur ásamt eiginkonu sinni, Elísabetu Bjarnadóttur, passað samviskusamlega upp á tæki Veðurstofunnar frá því 1956. Fyrst á Máná - höfuðbólinu, frá 1956 en síðan á Mánárbakka - nýbýlinu frá 1961. Það er enginn úti við er við rennum upp að hús- inu, nema hundkvikindi sem fagnar okkur ákaflega. Þögnin stingur annars dálítið í stúf við húsið. Aðalgeir og Elísabet eru greinilega að stækka við sig en hamarshöggin vantar. Við berj- um á dyr og eftir stutta stund kemur Aðalgeir fram. - Velkomnir. Ég fleygði mér aðeins eftir að ég tók veðrið í morgun. Aðalgeir býður okkur að ganga í eldhúsið og innan skamms er húsfreyjan komin með nýlagað kaffi. Frosinn Japani - Það hefur sennilega frosið á Japananum okkar, segir Elísabet nú en við áttum okkur ekki - Hún á við japanska norður- ljósaathugunarmanninn sem dvelur hjá okkur, segir Aðalgeir og nú kviknar á perunni. Mánár- bakki er orðinn alþjóðleg rann- sóknarstöð og nýlega voru þar á ferð japanskir vísindamenn sem settu upp flókin mælitæki í því skyni að fylgjast með norðurljós- unum og rafsegulbylgjum í há- loftunum. Einn af þessum norðurljósaspekingum varð eftir hjá Aðalgeiri og Elísabetu, til að fylgjast með tækjunum en þegar hann fer þá taka hjónin við og gæta tækjanna, líkt og þau gera nú fyrir danska og norska vís- indamenn. Einhver sagði að það væri eins og að horfa á James Bond-mynd að koma niður í kjallarann á Mánárbakka og við getum tekið undir það. Alls staðar eru flókin mælitæki - segulbönd og síritar og svo sannarlega ekki fyrir leik- menn að átta sig á því sem þarna fer fram. Þarna gæti allt eins ver- ið ratsjárstöð, en við tökum orð Aðalgeirs trúanleg og dáumst að mælitækjunum. - Það kom hingað Dani 1977 og setti niður fyrstu mælitækin og norskur leiðangur kom svo sama ár í svipuðum tilgangi. Okkar hlutverk er að fylgjast með tækj- unum og við skiptum um segul- bandsspólur og pappír og send- um mánaðarlega í pósti til við- komandi aðila. - Hvernig er að hafa framandi mann á heimilinu? - Það er ljómandi gott, segir Elísabet. - Þetta er ákaflega kurteis maður eins og títt er um Austurlandabúa. Við höfum komið auga á ýmiss konar matvælapakka í hillum, merkta með japönskum táknum og spyrjum því hvort gesturinn sé á sérfæði. - Það er ekki hægt að segja það. Hann bað um að fá að elda eina máltíð á dag að japönskum hætti og auðvitað borðar hann þá allt með prjónum. - Ég er ekki orðinn sleipur í þessu ennþá, segir nú Aðalgeir en þau hjónin eru sammála um að gaman sé að kynnast viðhorf- um annarra þjóða hvort sem það er í matargerð eða öðru. - Hvernig líkar honum ís- lenski maturinn? Texti: ESE - Myndir: KGA Aðalgeir færír inn tölur um hitastig, sjólag og skýjáfar og annað það sem tilheyrír

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.