Dagur - 18.12.1984, Blaðsíða 21

Dagur - 18.12.1984, Blaðsíða 21
18. desember 1984 - DAGUR - 21 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SÍMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 180 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 25 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: HERMANN SVEINBJÖRNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: GfSLI SIGURGEIRSSON BLAÐAMENN: EIRlKUR ST. EIRlKSSON OG GYLFI KRISTJÁNSSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI: 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Yfirlæknirinn á Kleppsspítala var eitt sinn að labba í garðinum utan við spítalann. Hann var með kúa- mykju í hjólbörum. Einn vistmað- urinn var úti í glugga og spurði yfirlækninn hvað hann ætlaði að gera við þetta. Hann sagðist ætla að nota það ofan á jarðarberin sín. „Jeminn,“ sagði Klepparinn, „við erum dæmdir vitlausir en við not- um þó rjóma ofan á okkar.“ A ☆ A Klukkan var orðin 12 á miðnætti, þegar síminn hringdi hjá Jóni lækni. Það var einn af kollegum hans sem vildi fá hann sem fjórða mann í bridge. „Já, ég kem undir eins.“ „Hvað“, sagði konan hans, „ertu að fara út svona seint?“ „Já,“ sagði Jón, „þetta er neyðar- tilfelli." „Það hlýtur að vera alvarlegt, fyrst hringt er á þessum tíma,“ sagði konan. „Já, mjög alvarlegt," sagði Jón - „það eru þegar komnir þrír læknar á staðinn..." A ☆ ▲ Katrín, hin bráðmyndarlega ljósmyndafyrirsæta var um það bil að gangast undir minniháttar skurðaðgerð. Hjúkrunarkona ók henni í hjólarúmi að dyrum skurð- stofunnar en skildi hana þar eftir til þess að vita hvort skurðstofulið- ið væri reiðubúið. í sama bili kom ungur maður í hvítum samfestingi gangandi. Hann nam staðar við rúmið hennar, lyfti ábreiðunni ofan af henni, skoðaði hana vandlega og gekk síðan burtu kinkandi kolli. Annar maður kom stuttu seinna og gerði nákvæmlega það sama. En þegar sá þriðji kom og lyfti ábreiðunni gat Katrín ekki orða bundist og spurði: „Hver er eiginlega tilgangurinn með öllum þessum síðbúnu skoð- unum? Eruð þið ekki tilbúnir í uppskurðinn?" „Ég hef ekki hugmynd um það, elskan,“ svaraði maðurinn. „Við erum bara að mála ganginn." A ☆ ▲ Sighvatur hóf að hrópa að geð- lækninum: „Þú ert hreinræktaður glæpamað- ur! Þú lést mig koma daglega í sex mánuði í algerlega ónauðsynlega meðferð. Þú hefur féflett mig án þess að hjálpa mér hið minnsta. Þú ert örugglega orðinn ríkur, ein- göngu á minn kostnað!" „Þetta er þakklætið sem maður fær,“ svaraði læknirinn. „Og ég sem nefndi lystisnekkjuna mína í höfuðið á þér.“ A ☆ A Halldór og kona hans komu inn til tannlæknisins. „Ég þarf að fá tönn dregna úr,“ sagði Halldór. „Við erum mjög mikið að flýta okkur, svo ég vil enga deyfingu eða þess háttar stúss.“ „Þú ert mjög hugrakkur maður," Konan: „Ég trúi því nú bara ekki sem stendur hérna í blaðinu. Hér segir að orðaforði konunnar sé að jafnaði 500 orð.“ Maðurinn: „Það virðist vera held- ur lítill höfuðstóll, en hugsaðu þér veltuna kona, veltuna.“ A ☆ A Jónas kom í vinnuna einn morgun- inn með stóran, svartan blett á andlitinu. „Hvað er þetta framan í þér?“ spurði einn vinnufélaginn. „Konan skellti sér í frí til Reykja- víkur í morgun og ég ók henni niður á umferðarmiðstöð og kyssti hana bless.“ „En hvað með blettinn framan í þér?“ „Jú, svo kyssti ég rútuna." - Hvaö ert þú aö reyna aö gera núna, Haraldur? „Munn viö munn”- aöferö- ina? A ☆ A „Elskan, fer það illa með nýju gardínurnar, ef ég reyki?" spurði hann sína tilvonandi. „Ó, Hannes! Þú ert sá tillitssam- asti maður sem ég þekki. Auðvit- að fer það illa með gardínurnar ef þú reykir.“ „Allt í lagi - taktu þær þá niður.“ A ☆ A „Ég er orðinn þreyttur á þessu Alma. Hef ég aldrei rétt fyrir mér? Þú þarft alltaf að leiðrétta mig í hvert sinn sem ég segi eitthvað. Þetta hefur þú gert í þau 17 ár sem við höfum þekkst." „18 ár.“ A ☆ A Hjónabandið er eina lífstíðarrefs- ingin sem ekki fæst stytt, þrátt fyr- ir góða hegðun. A ☆ A Konan á að fylgja manni sínum - hvert sem hún vill. A ☆ A Hann hefur verið giftur tvisvar sinnum og auk þess tekið þátt í seinni heimsstyrjöldinni. A ☆ A - Vel má vera að sá ókvænti sé fífl, en hann er ekki minntur eins oft á það og sá kvænti. Hrólfs- sker Hrólfssker nefnist aflangt kletta- sker í mynni Eyjafjarðar, austur af Múlatánni, og beint norður af Hrísey. Það er nokkurn veginn mitt á milli vestur- og austur- strandar fjarðarins, en heldur lengra frá Hrísey. Ekki er mér kunnugt hvaða sveitarfélagi það tilheyrir, og e.t.v. hefur það aldrei verið ákveðið. Olavius seg- ir í ferðabók sinni (2. bindi, bls. 14) að skerið sé almenningur „sem hver maður hagnýti sér að vild“. Steindór Steindórsson hefur þetta um skerið að segja: „Aust- ur af Ólafsfjarðarmúla er Hrólfssker, er það svo lágt úr sjó, að stórbrim ganga yfir það. Það er flatvaxið og flúðir út frá því. í því er stuðlaberg." Hann telur ekki ólíklegt, að skerið hafi verið stærra á landnámstíð, „en þús- und ára brimrót hafi sorfið af því og gert það svo lítið, sem það er nú.“ Sé því hugsanlegt að við það sé átt í Landnámu, þar sem talað er um eyjar „er þar lágu úti fyrir“ og fjörðurinn var heitinn eftir. (Lýsing Eyjafjarðar, Akureyri 1949, bls. 19 og 21). Mesta hæð skersins er 6 m yfir sjávarborð. Porvaldur Thoroddsen getur skersins í sambandi við Gríms- eyjarferð sína vorið 1884, með danska herskipinu Diönu, en það var þá að flytja íslenska emb- ættismenn út til Grímseyjar, og „á heimleið voru hafðar skot- æfingar með fallbyssum hjá Hrólfsskeri...“ (Ferðabók, I. bindi, bls. 226). Landnáma getur skersins ekki, en af henni má ætla, að það dragi nafn af Hrólfi syni Helga hins magra Eyvindarsonar, er hingað kom með honum til landnáms, og Helgi gaf land allt frá Arnar- hvoli, austan Eyjafjarðarár og bjó í Gnúpufelli. Landnáma segir skemmtilega smásögu af samskiptum þeirra feðga um borð í skipinu á leið til Eyjafjarðar.- „En er Helgi sá land, gekk hann til frétta við Þór, hvar hann skyldi land taka, en fréttin vísaði honum til Eyjafjarðar, og lofaði honum hvorki að halda austur né vestur þaðan. Þá spurði Hrólfr son hans, áður firðinum lauk upp, ef Þór vísaði honum í Dumbshaf til veturvistar, hvort hann mundi það hafa.“ (Hauks- bók). Er svo að skilja að hann og fleiri skipverjar hafi verið búnir að fá nóg af sjóferðinni og gjarn- an viljað komast fyrr í land. Sagt er að Hrólfur hafi þó síðar reist hof mikið í Gnúpufelli. Af hon- um er kominn Hvamms-Sturla, ættfaðir Sturlunga, að sögn Landnámu. Var það ef til vill vegna þessara orða, sem Helgi nefndi þetta eyðisker eftir syni sínum? Eða liggja hér að baki önnur og duldari rök? Hér eru nefnilega á ferðinni mannanöfn úr hinni frægustu fornkonunga- ætt Dana Skjöldungaættinni, sem Helgi magri hefur e.t.v. verið kominn af. Hrólfur ber nafn Hrólfs kraka, er Snorri kallar ágætastan forn- konunga „af mildi og fræknleik og lítillæti“, Hrólfur kraki var einnig Helgason Hálfdánarsonar, og voru þeir faðir hans og afi báðir konungar. Skyldi ekki nafn Hálfdánar konungs koma fram í örnefninu Hálfdánarhurð í Ólafs- fjarðarmúla, þar sem er „gengt í fjöllin"? Inni í Eyjafjarðardaln- um er líka Hleiðargarður, annar af tveimur hér á landi, en svo hét aðsetur Hrólfs kraka í Dan- mörku. Sjálfsagt hefur Einar Pálsson, sá merki fræðimaður, komið auga á þetta, enda minnir mig að hann nefni Hrólfssker ein- hvers staðar, sem „eyju upphafs- ins“ í sambandi við landnám í Eyjafirði. Segir ekki í Landnámu, að Helgi hafi tekið land „fyrir utan Hrísey og fyrir innan Svarfaðar- dal“? Þetta hefur vafist fyrir mönnum að útskýra, ef átt er við Hámundarstaði, nema út merki hér vestur, sem reyndar er mjög sennilegt. Það hvarflar líka að manni, að þeir Helgi magri og Hrólfur séu ekki raunverulegar persónur, heldur „goðsögulegar", a.m.k. eins og þeir komast til skila f Landnámu, og svo er þá um fleira í þessari merku landnáms- sögu okkar. Getur það t.d. verið tilviljun, að af þeim Öndótts- sonum, er fyrstir byggðu Glerár- bæina hér á Akureyri, er sögð nærri sama sagan og af sonum Hálfdánar konungs hins danska? Að lokum skal hér getið þess merkilega hlutverks, sem Hrólfs- sker gegnir, í þjóðsögum af Eyja- fjarðarskottu. Um draug þennan eða sendingu eru til óljósar sagnir, er tengjast Porvaldi skáldi í Sauðanesi, sem uppi var á 17. öld, og eru þær ýtarlegastar í bók Jónasar Rafnar: Sjö þættir ísl. galdramanna (Ak. 1948), bls. 95- 96. Upphaf Eyjafjarðarskottu er rakið til þess, að hollenskir dugg- arar, sem hér voru tíðum á 17. öld, gengu á land í Eyjafirði og gerðust djarftækir til kvenna, en kona ein gerði þeim missýningar og lét þá elta hunda og ketti, er þeim sýndust vera stelpur. Urðu þeir af þessu svo reiðir, að þeir mögnuðu draug og sendu til íslands. Átti hann að kvelja eða myrða allar konur í Eyja- firði. Svo vel vildi til, að sending- in kom fyrst á land á Sauðanesi og sá Þorvaldur til ferða hennar. Var þetta kona í útlendum bún- ingi, með rauða skotthúfu á höfði, og bera handleggi, heldur fasmikil. Með kunnáttu sinni gat Þorvaldur komið því svo fyrir, að hún sýndi engan lit í að ásækja konur, en drap í þess stað kýr á þriðja hverjum bæ, og gerði körlum ýmsar glettingar. Gekk svo lengi fram, að Skotta lét ekki af kúadrápinu, og tók Eyfirðingum að leiðast yfir- gangur hennar. Báðu þeir þá Þorvald að sjá ráð fyrir henni, en hann kvaðst ekki treysta sér til þess, nema hann fengi í lið með sér annan galdramann jafnsnjall- an. Þá var leitað til Jóns á Hellu á Árskógsströnd, sem ekki var tal- inn miður vel að sér í fræðunum. „Hjálpuðust þeir báðir til að flytja Skottu út í Hrólfssker, settu hana þar niður og sneru við skerinu ofan yfir hana. Enda sést þar engin grastó síðan, og til engra nytja hefur það verið upp frá því, en áður átti það að hafa verið grasi vaxið og gott eggver. Engar leyfar eru nú til af Skottu, nema ef telja ætti það, sem fiskimenn segja, að ekki megi sofna frá fiskibátum í sker- inu, þó þeir séu bundnir á floti, nema einhver sé í þeim, því ann- ars losni þeir og reki frá, og verða skipverjar þá ráðþrota, sem nærri má geta. En aðrir eigna það Hrólfi, sem skerið ber nafn af. En líklegust er þeirra geta, sem eigna þetta öfugstreymi við sker- ið og brimsúg, sem oft á sér stað, en festifjara engin við það, svo bátar verði þar upp settir.“ (J. Þork.: Þjóðs. og munnmæli). Það hvarflar nú að manni, að Eyjafjarðarskotta muni ekki hafa verið nógu tryggilega urðuð í skerinu, því að um það bil einni öld síðar, sprettur upp annar kúamorðingi á þessum slóðum, nefnilega Porgeirsboli, og reynd- ist litlu betri viðureignar en Skotta, enda voru þá galdramenn orðnir sjaldséðir, er hefðu kunn- áttu til að koma slíkum gripum fyrir. Nú er Hrólfssker kannski þekktast af vitanum sem þar trónir, og vísar sjófarendum veg- inn inn á hinn lognsæla Eyja- fjörð. Vitinn var byggður 1951 og ekki er mér kunnugt um neitt sögulegt í kringum þá framkvæmd. Lýkur hér að segja frá Hrólfs- skeri, „upphafseyjunni" í Eyja- firði. H.Hg, (des. 1984)

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.