Dagur - 18.12.1984, Blaðsíða 17

Dagur - 18.12.1984, Blaðsíða 17
,,Mér fannst það sjálfsagt að ég kœrnist þetta langt(< 16 - DAGUR - 18. desember 1984 18. desember 1984 - DAGUR - 17 okkur og á. Og að sjálfsögðu var okkur strítt á því að „vera á Grafarbakkanum“. En nafnið festist við okkur og við bræðurnir höfum alltaf verið kallaðir „Graf- arbakkabræður" hér heima á Húsavík. - Kviknar áhuginn á frjálsum íþróttum strax á unglingsárum? „Já, það er óhætt að segja það. Við æskufélagarnir lékum okkur aðallega úti á Höfða. Frjáls- íþróttaáhuginn var strax til staðar og við undum okkur við hlaup og stökk á sumrin. Lífið var þó ekki eintómur leikur á þessum árum og 8 ára gamall var ég farinn að beita og stokka línu fyrir pabba sem var útvegsmaður. Petta var hundleiðinlegt en undan því var ekki komist. Svo tók við vega- vinna þegar ég var 13 ára. I vega- vinnu var ég austur á Axarfjarð- arheiði þegar ég var 15 ára og þá strauk ég ásamt einum félaga mínum til Raufarhafnar. Þar var nóg að gera og við höfðum góðar tekjur í síldinni. Ég man að ég kom heim með 1.200 krónur sem voru miklir peningar á þeim tíma. Ég var fremur rogginn þeg- ar ég taldi bunka af rauðum hundrað krónu seðlum fram á eldhúsborðið á Grafarbakka. Út í „heim“ 16 ára gamall fór ég svo frá Húsa- vík, út í heiminn. Ég gat ekki far- ið í menntaskóla eins og sumir félagar mínir því það voru ekki til peningar til þess. Ég sá engin tækifæri heima önnur en að fara á sjó og það átti ekki við mig vegna sífelldrar sjóveiki. Sjálf- sagt var einhver biturleiki á bak við þá ákvörðun mína að fara að heiman. Skólastjórinn kom til mömmu og ræddi við hana um þann möguleika að ég kæmist í menntaskóla því ég hafði verið ágætur við námið. En það gekk ekki og ég fór suður. Ég var „dressaður" upp og í síðum frakka, í skóhlífum og með barðastóran „Batterby“ hatt á höfðinu fór ég suður með Esj- unni. Leiðin lá að Laugarvatni og þar var ég í tvö ár á Héraðsskól- anum. Íþróttalíf var þar með miklum blóma og ég var á kafi í flestum greinum sem iðkaðar voru. Á Laugarvatni var ég svo heppinn að rekast á Jónas Jónsson frá Hriflu. Hann var tíður gestur á Laugarvatni og ég afgreiddi hann einu sinni um bensín og við tókum tal saman. Hann vissi allt um mig þegar ég hafði sagt honum hver afi minn var. Mitt fólk var ekki framsóknarfólk, en svo fór nú samt að hann hvatti mig til að koma til sín í skóla en hann var þá skólastjóri Samvinnuskólans. Ég tók inntökupróf og settist svo á skólabekk þar að loknu námi á Laugarvatni. íþróttaáhuginn var til staðar og þegar ég var kominn til höfuð- borgarinnar lá leið mín í Ármann. Ég var hins vegar ekki ánægður þar, hafði heyrt af sýsl- unga mínum Benedikt Jakobs- syni þjálfara hjá KR, þar voru líka margir helstu garparnir eins og t.d. Gunnar Huseby, Torfi Bryngeirsson og Skúli Guð- íslands sem keppti í London. Þarna voru frægir kappar eins og Clausenbræðurnir en við áttum satt best að segja ekki von á stór- afrekum á þessum leikum. Ég keppti þarna í boðhlaupssveitun- um í 4x100 og 4x400 metra hlaupum.“ Fræga ferðin til Briissel - Og nú styttist í hina frægu för á Evrópumeistaramótið í Brússel 1950. „Já. Það voru valdir 40-50 íþróttamenn til æfinga árið áður og svo 10 sem komust í gegn og fóru á leikana." - Og þetta er sennilega fræg- asta ferð sem íslenskir íþrótta- menn hafa farið í? „Já, ég hugsa það. Við fengum þarna tvo Evrópumeistara, Torfa Bryngeirsson í langstökki og Gunnar Huseby í kúluvarpi. Einnig komumst við fjórir í úrslit á mótinu, Haukur Clausen í 100 metrum, ég í 200 metrum, Guð- mundur Lárusson í 400 metrum og Örn Clausen varð 2. í tug- þrautinni. Við komumst einnig í úrslitin í 4x100 metra boðhlaup- inu á 41,7 og frammistaða íslands þarna vakti mikla undrun." - Hvernig gekk keppnin hjá þér í 200 metra hlaupinu fyrir sig? „Það voru um 30 keppendur í hlaupinu og ég vann sigur í 1. undanrásinni. í næstu umferð varð ég í öðru sæti í mínum riðli og þá var komið að undanúrslit- unum. Það var talið vonlaust að ég kæmist lengra í keppninni því þarna var við frægustu hlaupara Evrópu að etja, en mér tókst þó að ná í 2. sætið. Við vorum svo 6 sem kepptum til úrslita. - Hvernig leið þér þegar það var Ijóst að þú myndir keppa í hópi bestu spretthlaupara Evrópu til úrslita? „Þetta var auðvitað mjög gaman, en mér fannst það sjálf- sagt að ég kæmist þetta langt, það væri það minnsta sem hægt væri að gera eftir að tveir Evrópumeistaratitlar voru komn- ir í hús og Örn hafði orðið í 2. sæti í tugþrautinni. Ég gerði mér hins vegar grein fyrir því að það þyrfti kraftaverk til þess að ég myndi sigra í úrslitahlaupinu." - Hafði strákurinn frá Húsa- vík einhverja minnimáttarkennd gagnvart hinum frægu keppinaut- um sínum? „Nei, nei, nei, en ég neita því ekki að ég var taugaóstyrkur þegar í startholuna var komið, en það var öllu verra að geta ekki sofið nóttina áður eins og var með mig. Úrslitahlaupið var þannig mannað að auk mín voru þarna Breti, Hollendingur, 2 Frakkar og ítali. Þegar við komum út úr beygjunni og áttum eftir 80-90 metra í mark vorum við allir jafnir. Bretinn fór hins vegar að síga fram úr þegar nær dró mark- inu en við hinir vorum allir jafnir. Endirinn varð sá að annar Frakk- inn hlaut 2. sætið en síðan kom- um við hnífjafnir þrír, ég, ítalinn og Hollendingurinn. Ég gat ekki meira, var gjörsamlega útkeyrð- ur eftir þetta hlaup. Það þurfti Ijósmyndatækni til þess að skera Á heimili Ásmundar og eiginkonu hans Kristrúnar Karlsdsóttur. úr um röðina á okkur þremur en við fengum hins vegar allir verð- laun þótt Hollendingurinn fengi 3. sætið opinberlega." „Eins og herþjálfun“ - Hvað lá að baki þessum geysi- lega góða árangri ykkar íslend- inganna þarna? „Gríðarlegar æfingar. Annað hvort þurfti maður að vera naut- heimskur til þess að leggja þetta allt á sig fyrir ekki neitt, eða vera eitthvað „truflaður" til þess að þola allt það erfiði sem maður varð að leggja á sig. Ég var kom- inn með konu og barn þegar þarna var komið og það var lítill tími til þess að sinna þeim. Þetta var nánast eins og herþjálfun, og þeir sem æfðu best og mest náðu lengst, æfðu af fullum krafti allt árið nema e.t.v. í nóvember. Það var ekki slegið slöku við á æfing- um og menn lágu örmagna í svitapolli eftir hverja æfingu." - Þið voruð hetjur sem litið var upp til á þessum árum? „Já, því er ekki að neita. Þeir voru orðnir frægir Torfi, Finnbjörn, Clausenbræður og Gunnar Huseby áður en ég byrj- aði í þessu og eftir Evrópumeist- aramótið vorum við að sjálfsögðu „beinir í baki". Fólk fylgdist vel með okkur enda ekki mikið við að vera og það var alltaf múgur og margmenni á mótunum í Reykjavík." Fyrir þá sem hafa gaman af tölum og til þess að sýna breidd- ina í spretthlaupunum á þessum árum, má nefna að árið 1949 setti Finnbjörn Þorvaldsson íslands- met í 100 metra hlaupi, hljóp á 10,5 sek. Haukur Clausen jafnaði þetta met 1951 og árið eftir bætt- ist svo Ásmundur í hópinn. Þre- menningarnir áttu metið saman til ársins 1957 en þá hljóp Hilmar Þorbjörnsson á 10,3 sek. Ás- mundur var einnig við metið í 200 metra hlaupi, hljóp á 21,6 sek. árið 1954 og var Vw úr sek. frá meti Harðar Haraldssonar. Ásmundur átti íslandsmet í 300 metra hlaupi og svo voru það 400 metrarnir. Fyrstur undir 50 sekúndum „Menn voru lengi búnir að berj- ast við það árangurslaust að hlaupa 400 metrana undir 50 sek. en við vissum að það hlaut að koma að því að einhverjum tæk- ist það. Á meistaramóti íslands 1949 ákváðum við Benedikt Jakobsson svo að ég skyldi gera atlögu að 50 sek. múrnum. Mér fannst endilega að ég gæti þetta þrátt fyrir að ég væri nær ein- göngu í 100 og 200 metra hlaupum á þessum árum. Það var bara ákveðið að ég skyldi keyra mig út. Það gerði ég, fékk tímann 49,7 sek. og það var gaman. Melavöllurinn var troðfullur af fólki og mikið fagnað. En ís- Ásmundur með „Konungsbikarinn“ árið 1952. Þessi bikar var jafnan veittur fyrir besta afrekið á 17. júní-mótinu ár hvert og var eftirsóttur af frjálsíþróttamönnum. Þessi mynd er tekin í Bern 1954 er Evrópumótið fór þar fram. F.v. Hallgrímur Jónsson sem keppti í kringlukasti, Ásmundur Bjarnason. Torfi Bryngeirsson og Brynjólfur Ingólfsson fararstjóri. Á árunum í kringum 1950 áttu íslendingar þann harðskeyttasta hóp frjálsíþróttamanna sem þeir hafa eignast. Þessi hópur sem var fremur fámennur, keppti víða um heim og vakti hvar- vetna geysilega athygli. Engin furða, því í þessum hópi voru menn sem unnu til verðlauna á Evrópumeistaramótum og voru jafnt í baráttu bestu manna þar sem á Olympíuleikum á þessum árum Húsvíkingar áttu þarna sinn fulltrúa, Ásmund Bjarnason. Ásmundur var geysilega sterkur íþróttamaður á þessum árum sem best sést á því að hann var tvívegis valinn til keppni á Evrópumeistaramótum og tví- vegis gekk hann undir fána Is- lands til leiks á Olympíuleikum. Það hafa oft verið tekin viðtöl við menn sem hafa lifað við- burðasnauðari ævi en Ásmund- mundsson hástökkvarinn frægi, ásamt mörgum fleiri þekktum íþróttamönnum. Ég kynntist af tilviljun Brynjólfi Ingólfssyni sem síðar varð ráðuneytisstjóri. Það varð svo úr að hann og félagar hans tveir fóru með mig heim til Benedikts. Þetta varð afdrifaríkt, því leiðir okkar Benedikts skild- ust ekki á meðan ég var í íþrótt- um.“ - Nú var Benedikt mikils met- inn íþróttaþjálfari og leiðtogi. Manst þú eftir ykkar fyrsta fundi? ar, var svo fátækur til fótanna að ég var kominn niður úr skónum og sokkunum og þá var ágætt og ódýrt að kaupa sér skóhlífar til varnar! Þegar ég var inni í versl- uninni kom Ölafur Ketilsson hinn landsþekkti bílstjóri þar inn en við vorum miklir vinir frá Laugarvatni. Jónas Hvannberg sem var sjálfur við afgreiðslu spurði Ólaf hvort hann þekkti „þennan strák“ og Ólafur sagðist þekkja mig vel. „Ég vildi frekar hafa „þennan strák" í vinnu en 10 í búningi íslands. Þessi mynd er tekin á Olympíuleikunum í London 1948. „Ég man vel eftir honum. Það sem maður tók fyrst eftir var mjög þétt handtak hans, augna- ráðið var hvasst og stingandi, og hann hafði strax eitthvert vald yfir manni. Ákaflega sterkur persónuleiki. Ég hóf svo æfingar hjá Bene- dikt og það var allt annað en ver- ið hafði hjá Ármanni, allt annar andi og allt miklu strangara og erfiðara. Benedikt fór strax að huga að því hvað hann ætti að gera úr mér og byrjaði á að láta mig æfa spjótkast. Ég setti það sumar drengjamet í þeirri grein, tók það af Jóel Sigurðssyni sem síðar átti íslandsmet í áratugi. Ég kastaði um 55 metra og Benedikt vildi að ég héldi áfram í spjót- kastinu. Ég var hins vegar ekki á sama máli. Hjá Hvannbergsbræðrum Þetta sumar starfaði ég í skóbúð- inni hjá Hvannbergsbræðrum í Reykjavík og það var algjör til- viljun að ég lenti þar. Eg kom þangað inn til að kaupa skóhlíf- Reykvíkinga,“ sagði Ólafur. Áður en ég fór úr versluninni með skóhlífarnar, kallaði svo Hvannberg á mig og skipti eng- um togum að hann bauð mér vinnu. Ég greip auðvitað tækifær- ið og vann þarna í versluninni um sumarið. Um haustið tók svo við síðari veturinn í Samvinnuskól- anum en áður en ég hætti bauð Hvannberg mér kaup til áramóta þótt ég þyrfti að byrja í skólanum 1. okt. ef ég myndi koma til hans aftur um vorið í vinnu. Ég tók auðvitað þessu kostaboði sem leysti mín fjárhagsvandræði langt fram eftir vetri. En um vorið varð ég að svíkja Hvannberg, og hann skildi mig og tók því vel. Ég var kominn al- veg undir sængina hjá KR þegar þetta var, fór í vinnu hjá D.F.D.S. sem sá m.a. um af- greiðslu á danska farþegaskipinu Dronning Alexandrine í Reykja- vík. Auðvitað var ég á kafi í íþróttunum, og var kominn í spretthlaupin þegar þetta var. Ég fór nú að sjá meiri árangur í íþróttunum, 1947 var gott ár og árið eftir komst ég í Olympíulið landsmetið átti ég ekki lengi því í úrslitahlaupinu síðar um daginn hljóp Guðmundur Lárusson á 49,3 sek. Ég átti því ekki metið nema skamma stund en varð fyrstur íslendinga til að rjúfa þennan erfiða 50 sek. múr." Upp frá þessu hóf Ásmundur að keppa í 400 metra hlaupum í landskeppnum íslendinga en þær voru nokkuð tíðar á þessum árum og þá oftast keppt við Norðurlandaþjóðirnar. Ein slík landskeppni var haldin árið 1951 í Osló og mættust þar Norðmenn, Danir og íslending- ar. Keppni þessi varð allsöguleg. og dagurinn einnig, því sama dag unnu Islendingar sigur yfir Svíum í landsleik í knattspyrnu í Reykjavík. Þrjár Norðurlanda- þjóðir voru því lagðar að velli þennan eftirminnilega dag. „Við höfðum ekki mikinn mannskap í keppninni í Osló ur Bjarnason, en þegar viö báð- um hann um viðtal sagði hann: „Viðtal við mig, ég veit hrein- lega ekki hvað er svo merkilegt við mig að það sé ástæða til þess að taka viðtal. Ég hef t.d. aldrei verið í hreppsnefnd! En ef þú endilega vilt þá getum við reynt.“ Ásmundur var tekinn á orðinu eitt fagurt haustkvöld á dögun- um. Eftir myndatöku á heimili hans og konu hans Kristrúnar Karlsdóttur, þar sem við flettum einnig upp gömlum dagblöðum sem skýrðu frá afrekum Ás- mundar settumst við niður í ró- legheitum. Og segulbandið var sett í gang. „A Grafarbakkanum“ „Ég er satt að segja fæddur á Ak- ureyri árið 1927 en 6 vikna flutti ég með foreldrum mínum til Húsavíkur. Við bjuggum hér fyrst í Hallgrímsbæ en fluttumst síðan að Grafarbakka og hér átti ég indæl æskuár þrátt fyrir að fá- tækt væri mikil. Við vorum 7 bræðurnir og því hörð lífsbarátt- an hjá foreldrum okkar um og upp úr kreppuárunum að hafa í i

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.