Dagur - 18.12.1984, Blaðsíða 23

Dagur - 18.12.1984, Blaðsíða 23
». s- tur upp 1 himimnn. Paö var hans eina von, því krakkarnir gerðu enga tilraun til hjálpar. Lengst suður með verksmiðj- / 18. desember 1984 - DAGUR - 23 Smásaga eftir Kjartan Stefánsson Keen: LÍFGJÖFIN Vetrarstjörnurnar voru að hverfa af morgunhimninum. Máninn sem var hálfur sýndist miður sín í hækkandi sól. Hann horfði niður á eyrina við fjörðinn og speglaðist dauflega í tjörninni norður af verksmiðjunni. Sólin og tunglið voru að hafa vakta- skipti við að gæta jarðarinnar. Hinir fullorðnu voru löngu komnir til vinnu sinnar og víða rauk úr skorsteinum í þorpinu. Inni í húsunum voru börnin að háma í sig morgunmatinn sinn eða þá að klæða sig. Snjótittling- arnir skutust á vængjunum milli húsanna til að sækja sinn daglega skammt. Snjórinn lá eins og lín yfir þökum og jörð. Tjörnin skartaði rennisléttum ís sem lá á henni eins og risaspegill sem kastaði rauðleitum bjarma sólar í allar áttir. Máfar svifu eftir fjöruboganum í matarleit. Vélar- skröltið úr verksmiðjunni truflaði lágværan nið undiröldunnar í morgunkyrrðinni. Út um dyrnar á vélstjórahús- inu uppi á brekkunni kom lítill drengur. Hann þurfti að ýta á hurðina af öllum sínum kröftum til að loka henni á eftir sér. Það var ís í falsinu. Hann renndi sér á rassinum niður snjófullar úti- dyratröppurnar og skríkti af ánægju. Smáfuglarnir hurfu á augabragði í skelfingu. Drengurinn horfði á eftir þeim og brosti andi túninu eins og það væri allt í einu orðið lifandi. Unnur sleppti frá sér kústinum sem riðaði stundarkorn og steyptist síðan niður tröppurnar á eftir Unni sem hafði þotið af stað til hjálpar drengnum. Kúst- urinn var snöggt um léttari á sér og lamdi Unni í fæturna og lagði hana á snyrtilegu leggjarbragði við hlið drengsins. Drengurinn skellti upp úr en hætti skyndilega þegar hann upp- götvaði skapið í Unni af svipn- um sem á hana kom. Andlit drengsins var vafið trefli svo rétt glitti í augu hans. Konan þekkti hann ekkienda var henni nokkuð sama því öll hennar reiði bitnaði á blásaklausum kústinum.. Drengurinn notfærði sér augna- blikið og hljóp á eftir hjólinu meðan konan lúskraði á kústinum. Til eyrna hans barst bannsöngur Unnar yfir kústinum í logninu. Drengurinn var að verða upp- gefinn þegar hann loks komst út á tjörn. Hann lagðist á ísinn til að hvíla sig. Niður um glæran ísinn sá hann niður í botninn þar sem hornsílin skutust um í undra- heimi sínum. Það var kallað á hann utan af tjörninni. Leiksystk- ini hans voru þar mætt. Allir sem vettlingi gátu valdið voru að leik á tjörninni. Upp úr háum steyptum skor- steinunum vall Z£> upp í heiðan himininn bak við trefilinn. Hann var aðeins fjög- urra ára. Þríhjólið hans var á kafi. Hann bisaði lengi við að grafa það upp úr fönninni, því að fyrir lítinn dreng var þrthjól þungt og erfitt viðureignar. Þegar hann var loks kominn niður á götuna eftir að hafa ýtt og togað hjólið með grettum og ljót- um hugsunum birti yfir honum á nýjan leik. Þarna var hægt að hjóla því bílarnir í þorpinu höfðu troðið breiðar slóðir. Hann sett- ist á sætið og hjólaði af stað, niður á eyri. Unnur í Valgarðs- húsinu var að sópa tröppurnar hjá sér þegar drengurinn kom brunandi á hjólinu niður brekk- una og kollsteyptist í beygjunni hjá Unni. Ertu orðinn galinn drengur hrópaði Unnur og greip andann á lofti þegar stráksi kom rennandi á maganum í áttina til hennar. Drengurinn sagði ekki orð því hann var ekki almenni- lega búinn að átta sig á því hvar hann var staddur. Hann gjóaði augunum á hjólið sitt sem fyrir slysni hafði rúllað hringinn og brunaði nú eftir hjarninu á hall- hvítur reykurinn og það var einna líkast því að einmitt þarna væri uppspretta allra skýja him- insins. Hann þeysti á hjólinu eftir sléttum ísnum svo frostkalt loftið skar hann í augun sem gægðust upp fyrir trefilinn. Barnahópur- inn var kominn austast á tjörnina þegar hann náði þeim. Drengur- inn hjólaði inn í hópinn. Honum var heilsað og galsinn í krökk- unum streymdi eins og bylgja um hópinn. Hann var beðinn að lána hjólið. Það kom ekki til mála. Honum þótti undurvænt um hjól- ið sitt sem pabbi hans hafði gefið honum fyrir skömmu. Það var eins og hluti af honum sjálfum, og þarna á ísnum var óvenju gaman að hjóla, þar var allt renni slétt. Drengurinn fékk óorð í eyra. Nískupúki, leiðindapúki, heyrði hann á eftir sér þegar hann hjólaði í burtu með kökk í hálsinum. Frekjudollur, asnar, hugsaði hann. Þegar drengurinn hafði jafnað sig eftir áfallið og hafði endur- heimt hugrekki sitt lagði hann leið sína til krakkanna aftur. Þau höfðu safnast saman kringum vök sem myndaðist, þegar saltur sjórinn streymdi í gegnum steypt- an stokk inn í tjörnina á flóði. Það var bullandi útstreymi út í gegnum stokkinn og svart gatið í munna stokksins ofan í vatninu seiddi til sín börnin með dular- afli. Kynngimagnaður kraftur hringiðunnar fyrir ofan gatið á stokknum dáleiddi börnin til að stara og stara inn í myrkrið. Þau langaði óstjórnlega nær. Helst inn í hringiðuna eitthvað djúpt og langt inn í dularheima. Börnin voru rifin upp úr seiðmagni hylsins þegar drengurinn kom hjól- andi. Þau voru öll undir myrku valdi svarta gatsins og augu þeirra glóðu annarlega. Hjólaðu yfir vökina þarna 1 sagði einhver. Hvar spurði drengurinn og horfði spyrjandi á hópinn. Þau voru orðin góð, og hann Ijómaði af hamingju innra með sér yfir því að vera orðinn einn af hópnum aftur. Hann fann hjá sér þörf til að bæta fyrir nísk- una áðan og bauð hjólið til láns. Börnin hristu höfuðið neitandi. Hjólaðu sjálfur yfir sýndu að þú getir það var sagt innan úr hópnum. Geti, svaraði drengur- inn. Ég get blússað þarna yfir á hjólinu mínu þegar ég vil sagð’ann og lagði hugsunarlaust af stað. Gegnum ákafann sem heltekið hafði hann heyrði hann einhvern kalla til að stoppa hann. Drengurinn sinnti því engu því hann var að verða kominn yfir vatnsglæruna við vakarbarminn þegar skyndilega heyrðist brot- hljóð og hann steyptist niður í jökulkalt vatnið. Hann fór á kaf andartak sitj- andi á hjólinu. Það, eru engir syndir fjögurra ára gamlir og alls ekki í sveitaþorpum. En hin duldu viðbrögð skaparans sem allir fá í vöggugjöf losnuðu úr læðingi í drengnum á svipstundu þótt þau hefðu aldrei áður verið notuð. Hann komst upp úr vatn- inu með höfuðið og fann loks fót- festu ofan á sæti hjólsins. Hann var logandi hræddur en sefaðist nokkuð þegar hann fann sætið á hjólinu með tánum. Hann náði ekki með höndunum í ísbrúnina og það greip hann ný skelfingar- alda. Hylurinn hafði hin börnin ennþá á valdi sínu og þau hopp- uðu og hlógu uppi á ísnum, eins og dúðaðir púkar. Hræðslubylgja greip um sig á ný og í örvæntingu sinni hrópaði hann á hjálp upp í heiðan himininn upp til Guðs. Pabbi hans og mamma höfðu sagt honum að þar væri Guð sem hjálpaði öllum börnum. Hann unni var maður á traktor að moka síldarúrgangi í færiband. Manni verkamaður var með skóflu að moka því sem vélin sullaði utan hjá. Skyndilega þyrmdi yfir hann og honum fannst eins og eitthvað alvarlegt væri á seyði. Hann skynjaði eitt- hvað illt, en vissi ekki hvaðan það kom. Manni studdi sig við rekuna og skimaði í kringum sig. Vélarskrölt verksmiðjunnar yfir- gnæfði öll hljóð. Færibandið skrölti og traktorinn malaði við eyra hans. Honum var litið út að tjörninni og sá þar krakkahóp við vökina. Hugboðið greip hann á ný. Hann þeytti frá sér rekunni og tók á rás út að tjörn. Drengurinn var að stífna úr kulda í vökinni og svelgurinn togaði í hann. Það var tæpast að hann gæti lengur haldið sér á sætinu sem var hált í vatninu, þegar Manni renndi sér á maganum fram á vakarbrúnina. Drengurinn teygði máttlausar hendurnar í átt til stóra mannsins. Manni náði í útréttar hendur drengsins rétt í þann mund er hjólið valt á hliðina í vatninu. Daginn eftir þegar mennirnir spurðu Manna spjörunum úr varðandi björgunina sagði hann og var jafn nær og hinir: Það kom eitthvað yfir mig, ég vissi að eitt- hvað var að. Hvaðan það kom veit ég nú ekki bætti hann við og var hugsi. Líkast því að það væri að ofan. Hann skimaði upp í loft- ið íbygginn á svip. Karlarnir sem voru með honum í kaffi urðu lotningarfullir. Um leið og Manni stóð upp sagð’ann: Að minnsta kosti var ekkert hægt að heyra : vegna skarkalans í verksmiðj- unni. Drengurinn sat úti í garði. Honum hafði verið bannað að vera á tjörninni þar til hún væri betur frosin. Hjólið fannst aldrei eftir þetta. Svarta gatið hafði gleypt það. Það var komið langt út í sjó með sterkum straumnum. Drengurinn starði upp í himininn og bað um nýtt hjól með rauðu sæti. Kjartan Stefánsson Keen.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.