Dagur - 21.12.1984, Blaðsíða 2

Dagur - 21.12.1984, Blaðsíða 2
\é" \/ 2 - DAGUR - 21. desember 1984 Föstudagur 21. og laugardagur 22. desember: Diskótek frá kl 21-03 í Sólarsal. Mánasalur opinn fyrir matargesti. Þorláksmessa 23. desember: Bikarinn opinn til kl. 01. Jólaglögg og smáréttir. 24. og 25. desember: Lokað. Annar jóladagur 26. desember: Jóladansleikur frá kl. 22-03. Fimmtudapr 27. desember: Bikarinn opinn frá kl. 18-01. Einkasamkvæmi í Sólarsal. Föstudagur 28. og laugardagur 29. desember: / Omar í aldarfjórðung. Fullbókað fyrir matargesti. Miðasala í anddyri fimmtudaginn 27. des. kl. 17-19 fyrir matargesti. Ósóttar pantanir seldar eftir kl. 19. Opnað inn á dansleik kl. 24.15. Aukaskemmtanir 4. og 5. janúar ’85. Miðasala 3. janúar kl. 17-19. Matseðili: Sjávarréttakokteill m/chantilísósu, aspargus og ofngratineruðu brauði. Léttsteiktur lambahryggvöðvi m/gufusoðnu rósenkáli. hrásalati og pönnusteiktum parísarkartöflum. Gamlársdagur 31. desember: Áramótafagnaður frá kl. 23-04. Upprifjun. Leikin verða vinsælustu lögin frá árinu 1984. Gilli og Siggi í diskótekinu. Sunnudagur 30. desember: Diskótek í Sólarsal frá kl. 21. Bikarinn opinn frá kl. 18. Vönduð hljómplaía - en umslagið er ömurlegt Páll Jóhannesson, tenórsöngv- ari, hefur sent frá sér sína fyrstu hljómplötu. Það er Studíó Bimbó á Akureyri sem gefur plötuna út. Upptökumenn eru Halldór Víkingsson og Pálmi Guðmundsson. Undirleik ann- ast Jónas Ingimundarson og Jakob Tryggvason. Páll er Akureyringur, hóf hér söngnám fyrir 10 árum, en síð- ustu þrjú árin hefur hann helg- að sig söngnum eingöngu með námi á Ítalíu, í borginni Piac- enza, fyrst hjá Éuqina Ratti, en að undanförnu hjá Pier Mir- anda Ferraro. Á A-hlið plötunnar syngur Páll kunn íslensk sönglög; Lind- ina og Bikarinn eftir Eyþór Stefánsson, Ferðalok og Hirð- ingjann eftir Karl O. Runólfs- son og Storma, Sofðu, sofðu góði og Hamraborgina eftir Sig- valda Kaldalóns. Jónas Ingi- mundarson leikur undir á þess- ari hlið plötunnar og fer á kostum, eins og hans er von og vísa. Það sama er að segja um Pál. Hann hefur lýríska tenór- rödd, sem hann hefur lært að beita af smekkvísi, og hann hef- ur tekið miklum framförum frá því hann hélt konsert hér á Ak- ureyri fyrir réttu ári. Á B-hlið plötunnar syngur Páll kirkjulega tónlist, eftir Bach, Mozart, Handel, César Franck og Alessandro Strand- ella. Páll fer vel með þessi fal- legu lög, en samt finnst mér þessi hlið plötunnar ekki hljóma eins vel og sönglögin á hinni hliðinni. Ef til vill má skrifa það á reikning upptök- unnar. í heildina er þessi plata vel heppnuð og hún lofar góðu um framhaldið hjá Páli. Sama saga verður ekki sögð um plötu- umslagið, sem er langt fyrir neðan virðingu plötunnar. Aðra eins smekkleysu hef ég ekki séð utan um plötu í háa herrans tíð. Pálmi Guðmundsson hjá Stúd- íó Bimbó verður að taka sig á í þessum efnum. - GS PIONEER hljómtæki 3ja ára ábyrgð Urval jólagjafa t.d. ★ Ferðatæki ★ Vasadiskó ★ Höfuðtói ★ Vasatölvur ★ Rafhlöður ★ Myndavélar ★ Filmur ★ Segulbandsspólur ★ Diskettugeymslur ★ Diskettur og margt margt fleira. SKRIFSTOFUVAL HF. SUNNUHLÍÐ ■ SÍMI 96-25004

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.