Dagur - 21.12.1984, Blaðsíða 3

Dagur - 21.12.1984, Blaðsíða 3
21. desember 1984 - DAGUR - 3 var það, heillin Ég var eitthvað að tuða hér á dög- unum um vísuna um hann Indriða í „Cóinu“ Helgason, sem eignuð er Steingrími Einarssyni í bók Ólafs Halldórssonar, „Læknabrandarar". Ég vildi halda því fram að vísan væri eftir Pál Vatnsdal, og að sjálfsögðu hafði ég rétt fyrir mér, eins og raunar alltaf!!! Jón Eðvarð rakari hafði sem sé samband við mig og staðfesti mín orð. Hann sagðist hafa hitt Pál af og til, síðast í Reykjavík, og Páll hafi staðfest að þessi vísa væri eftir sig. Ég hélt því hins vegar fram, að Páll hefði verið símritari. Það var að vísu ekki alveg rétt, því hann kunni ekk- ert til þeirra verka. Hins vegar var Óskar sonur hans símritari á Akur- eyri í mörg ár. Starfið lá því ekki langt frá Páli, þannig að þetta var ekki alger lygi hjá mér! Góður hagyrðingur Páll Vatnsdal var mjög góður hag- yrðingur, að sögn kunnugra, og hann átti létt með að kasta fram vísum. Illu heilli hefur litlu af kveðskap hans verið haldið til haga, þannig að ástæðulaust er að stela því frá honum sem hann á. Páll var svolítið laus í rásinni, þótti gott í staupinu, og hafði gaman af að kveðast á við vísnavini þegar sá gállinn var á honum. Jón Eðvarð kann nokkrar vísur eftir Pál, sem Páll kenndi honum sjálfur. Sú fyrsta sem við tilnefnum orti Páll þegar hann var að starfa fyr- ir Leikfélag Akureyrar, en þar mun hann hafa verið góður kraftur um árabil. Svo bar við að ein leikkonan veiktist skömmu fyrir sýningu og tví- sýnt um hvort af sýningunni gæti orðið. Þá orti Pall: Niður beygi ég höfuð hljóður; Helgu leiddu á batastig. Ég bið þig svo sjaldan guð minn góður, gerðu nú þetta fyrir mig. Einhverju sinni kom út ljóðabók eftir Gunnar Hafdal, sem hét Glæður Gunnar gaf bókina út sjálfur og geymdi upplagið heima hjá sér. Par kom upp eldur, en upplagið bjargað- ist, utan livað titilblaðið á nokkrum bókum sviðnaði. Þá orti Páll: Af Glæðum titilblaðið brann. brunnið gat ei meir. Pví logar vinna ekki á eldföstum leir. Dauðadómur um Ijóðabók Sigfús Elíasson, hárskeri á Akureyri, gaf einnig út Ijóðabók. Hún hét Urðir. Um hana orti Páll: Yngri Fúsi á Leirulæk er leiður gestur, Urðakatta æðstiprestur andagiftar hrossabrestur. Skömmu síðar gerði Páll aðra vísu um bók Sigfúsar og hún heitir „Rit- dómur". Snilli rúinn, göllum gróinn, guðdómsneistinn hvergi sést. Eldurinn og öskustóin efíaust geyma hana best. I lokin látum við fljóta hér með vísu, sem þeir gerðu í sameiningu, Páll, GunnlaugurTryggvi, bóksali og ritstjóri íslendings. og Steingrímur Einarsson, læknir. Hún er um opin-< beran starfsmann, sem þótti gott í staupinu, auk þess sem hann var kvensamur. Vísan er þannig: V7ð söguna af Porláki hugur mér hrýs, því hann er af guðsVegum snúinn. Hann getur sín börn eins og mýs geta mýs, um meðlag er hreppurinn rúinn. Öllu sem hangir er ógæfan vís, sé uppihaldsþráðurinn fúinn. Svo drakk hann sig fullan og datt onum ís, og drukknaði - sagan er búin. Stór skctmmtur \ En þetta var nú útúrdúr og bók Ólafs ágætt ráð gegn leiðindum, eins og Kristján Djúpi orðar það. Hér er t.d. ein saga, sem sögð er í bókinni um Ólaf Halldórsson. „Skömmu eftir að Ólafur Hall- dórsson hóf störf á Akureyri komu til hans á lækningastofuna tveir menn, sem báðir voru illa timbraðir og hugðust hvor um sig fá einhverja bót við því meini. Einhverra hluta vegna hélt Ólafur að þeir væru í samfloti og tekur nú þann fyrri inn til sín og skrifar upp á recept handa honum. Þegar hann vísar honum út gerir sá síðari sig líklegan til að ganga inn - en þá segir Ólafur og bandar hend- inni á móti honum: „Nei, nei, þetta er nóg handa ykkur báðum." Hrein og klór verkaskipting I bókinni eru sagðar nokkrar sögur af Guðmundi Karli Péturssvni, yfir- lækni á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ak- ureyri. Ein þeirra fjallar um verka- skiptingu á sjúkrahúsinu. Sjúklingur nokkur frá Vopnafirði átti samkvæmt læknisráðiað fáraflost sem þá var mikið í tísku. Hann þekkti Guðmund Karl ekki í sjón og beið nú lengi á biðstofunni. Loks birtist maður í hvítum slopp og var nokkur sláttur á honum. Sjúklingur- inn reiknaði réttilega út að þetta myndi vera Guðmundur Karl og spyr hvort hann sé læknirinn sem roti en svo var þessi meðferð gjarnan nefnd í daglegu tali. „Nei, ónei, Ólafur rotar, ég sker og Bjarni tekur innan úr,“ svaraði Guðmundur." Átti hann þar við Ólaf Sigurðsson. yfirlækni Lyfjadeildar og Bjarna Rafnar, yfir- lækni Kvensjúkdóma- og fæðingar- deildar. Guðmundur Karl var orðheppinn og hér er annað dæmi um það: „Jóhannes Snorrason, tlugmaður, brotlenti eitt sinn svifflugvél sinni í kirkjugarðinum á Akureyri og var fluttur á sjúkrahús. Guðmundur Karl spurði sjúkra- berana hvaðan þeir kæmu með sjúkl- inginn og sögðu þeir eins og var að þeir kæmu ofan úr kirkjugarði. „Ja, hver andskotinn," sagði Guð- mundur Karl, „ traffíkin hefur nú frek- ar verið héðan í garðinn, en ef það á að snúast við þá er ég sko hættur." Jók- hljómleikar Kristjáns Jóhannssonar og gesta hans í Akureyrarkirkju laugardaginn 29. desember kl. 17.00. Undirleikari: Ólafur Vignir Albertsson Félagar í Kirkjukór Lögmannshlíðarsóknar verða gestir Kristjáns á hljómleikunum og syngja þeir með honum nokkur lög undir stjóm Áskels Jónssonar og Jóns Hlöðvers Áskelssonar. Forsala aðgöngumiða er í bókabúðinni Huld og einnig verða seldir miðar í kirkjuandyrinu frá kl. 16.15 hljómleikadaginn.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.