Dagur - 21.12.1984, Blaðsíða 20

Dagur - 21.12.1984, Blaðsíða 20
Akureyri, föstudagur 21. desember 1984 Bautinn - Smiðjan óska öllum landsmönnum gleðilegra jóla og farsæls nýs árs með þökkum fyrir viðskiptin á árinu sem er að líða. Sólnes á ferð og flugi Sólnes hefur svo sannarlega verið á ferð og flugi síðustu sólarhringa. Er hann var á þrotum í verslunum var flogið með hann í tvennu lagi til Ak- ureyrar þar sem hann var bundinn. Síðan lá leiðin aftur suður. Það er ekki Jón G. Sólnes sem hér um ræðir heldur bókin um þann mæta mann eftir Halldór Halldórsson, blaðamann. Bókin seldist upp og þá var gripið til þess örþrifaráðs að leigja tvær flugvélar og fljúga með óinn- bundnar síðurnar til Akureyrar. Starfsfólk Fonts í Prentsmiðju Björns Jónssonar lagði síðan nótt við dag við að binda bókina inn og lauk því verki í gærkvöld. í morgun var síðan flogið með 1.500 eintök af „Solla“ suður þar sem bókin kemur glóðvolg á bókaþyrstan jólamarkað í dag og auðvitað fá Norðlendingar einnig sinn skammt. - ESE Stjúpa blómstraði Það er ekki ofsögum sagt af tíð- arfarinu það sem af er vetri, meira að segja sumarblóm blómstra. Slíkt gerðist austur á Fjörðum fyrir skömmu, en nú höfum við fregnir um slíkt frá Grímsey. Þar blómstraði stjúpa í garðinum hjá Huldu Reykjalín, norður við heimskautsbaug, sunnudaginn 16. desember. Slíkt er nú veðurfarið hér á norður- lijara veraldar. -GS * # rHlltl Iv ... Sjóli í Slippstödinni á Akureyri. Furðufleyið Sjóli: Mynd: KGA Hlutaöur sundur og lengdur um 9,5 metra Furðuskipið Sjóli RE 18, sem á sínum tíma var styttur um einn metra í frægum „nef- skurði“ til þess að geta talist bátur, er nú í tveim hlutum í Slippstöðinni á Akureyri. Sjóli var reyndar orðinn skuttogari nokkru áður en hann kom í Slippstöðina þar sem hann var lengdur aftur. Nú á hins veg- ar að bæta um betur og lengja Sjóla um 9,5 metra, en hann mun þó eftir sem áður teljast skuttog- ari af minni gerð. Að sögn Gunnars Ragnars, forstjóra Slippstöðvarinnar kom Sjóli í stöðina 3. desember sl. en togarinn var síðan skorinn sund- ur fyrir nokkrum dögum. Nú er verið að smíða millistykki og botnstykki á verkstæðum Slipp- stöðvarinnar en auk þessarar breytingar verður sett ný skrúfa og nýr gír í skipið í olíusparandi tilgangi. Ef afhendingartími gírs- ins stenst, verður Sjóli afhentur fullbúinn í mars á næsta ári, sem betra og stærra skip. Sjóhæfnin eykst nefnilega við þessa aðgerð. - Það eru allar horfur núna mun betri en verið hefur. Að vísu er mikil samkeppni milli skipa- smíðastöðvanna en ég held að Enn seinkun á „Rásinni“ „Því miður, það verður ekki fyrr en snemma á nýja árinu sem þið fáið Rás 2 norður í land,“ sagði Haraldur Sigurðs- son forstöðumaöur tæknideild- ar Pósts og síma er við rædd- um við hann um uppbyggingu dreifikerfisins fyrir Rás 2. „Ég á von á því að þetta verði komið upp í janúar eða febrúar. Það hafa orðið afgreiðslutafir á dagskrárflutningsrásum frá Sim- ens og sendum frá Thomson og við þessu er ekkert hægt að gera.“ - Nú er þetta ekki í fyrsta skipti sem seinkun verður á verk- inu. Það var talað um það sl. sumar að Rás 2 myndi ná til Norðurlands í september, þá var sagt að þetta kæmi upp fyrir ára- mót og enn er seinkun. Er eitt- hvað meira að marka það sem nú er sagt? „Ég skal segja þér það í janúar eða febrúar, en ég hef meiri trú á því að áætlanir standist í þetta skiptið,“ sagði Haraldur. gk-. við njótum þess að við erum með bestu aðstöðuna og besta starfs- fólkið, sagði Gunnar Ragnars, en samkvæmt upplýsingum hans má búast við því að hægt verði að fjölga starfsfólki í Slippstöðinni um 30-40 manns á næstunni, auk þess sem haldið verður uppi óbreyttri yfirvinnu. - ESE Valgerður Jónsdóttir 100 ára Valgerður Jónsdóttir verður 100 ára á sunnudag, Þorláks- messu. Hún fæddist á Hrauni á Skaga 23. desember 1884 og bjó í Skagafirði til ársins 1918 er hún flutti til Hríseyjar þar sem hún bjó til ársins 1982. Frá þeim tíma hefur hún dvalið á Kristnesspít- ala. Valgerður giftist Jóhannesi Marinó Guðmundssyni og eign- uðust þau fimm börn, og eru þrjú þeirra á lífi. Mann sinn missti hún árið 1933. Hressileg hljómplata með Karlakórnum Heimi Ut er komin hljómplatan Kom söngur með Karlakórnum Heimi í Skagafírði. Þetta er önnur hljómplata kórsins en sú fyrri sem kom út á 50 ára af- mæli kórsins er nú löngu ófá- anleg. Karlakórinn Heimir var stofn- aður 1927 og voru meðlimir kórs- ins fyrst í stað úr framhreppum Skagafjarðar. Á síðari árum hef- ur sú breyting orðið á að söng- menn úr öllum Skagafirði hafa gengið í kórinn og er hann því sannkaliaður karlakór Skaga- fjarðar. Á Kom söngur eru bæði ís- lensk og erlend lög, m.a. kórar úr erlendum óperum. Stjórnandi kórsins á plötunni er Tékkinn Jiri Hlavacek en undirleikari var eig- inkona hans, Stanislava Hlavak- ova. Platan er tekin upp í félags- heimilinu Ásgarði í fyrra og í ár og stjórnaði Sigurður Rúnar Jónsson í Stúdíó Stemmu öllum upptökum. Kom söngur verður seld í öllum hljómplötuverslun- um á Akureyri og víðar á Norð- urlandi en um dreifingu austan Tröllaskaga sér Eggert Jónsson. - ESE í dag og á morgun er gert ráð fyrir vestlægri átt á Norðurlandi, skýjað verð- ur og hætta á éljum. Upp úr því verða veðra- breytingar. Á aðfangadag og jóladag skellur hins veg- ar yfír norðanátt með til- heyrandi, norðanátt, snjókomu og kulda. Þetta er „jólagjöf“ Veðurstof- unnar í ár.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.