Dagur - 21.12.1984, Blaðsíða 15
21. desember 1984 - DAGUR - 15
biandur
.... en hann gat líka látið eins og fígúra í fjölleikahúsi. Hann lét mynda sig
fettan og grettan og síðan seldi hann myndirnar og hafði af drjúgar tekjur.
húsinu í eina þrjá sólarhringa. Þetta
var í febrúar í frostunum og reiddist
Brandur þessu mjög, svo mjög að
hann ákvað að brenna kofann, að
sögn heimildamanna blaðsins. Einn
þeirra sagðist muna eftir Brandi uppi
á svonefndum Litla-Höfða, sunnan
og ofan við Hlíðarshúsið, nóttina sem
tukthúsið brann. Og ekki harmaði
hann atburðinn.
Strangheiðarlegur - og þó
Það kom fram hjá flestum heimilda-
mönnum blaðsins, að Brandur hafi
átt það til að taka smáhluti ófrjálsri
hendi, einkum frá þeim sem honum
var í nöp við. En þessu skilaði hann
ef eftir var gengið og hann var
strangheiðarlegur gagnvart því sem
honum var trúað fyrir. Þannig þótti
hættulaust að biðja Brand fyrir pen-
ingasendingar milli sveita. Þessi trú-
mennska hafði nær kostað hann lífið.
Hann var einhverju sinni beðinn fyrir
farangur úr Reykhólasveitinnni yfir
til Hólmavíkur. Farangurinn dró
hann eftir sér á sleða, en þetta var að
vetri til og Brandur hreppti aftaka-
veður. Hann bar því af leið og hrakt-
ist illa, en aldrei sleppti hann hendi
af sleðataumnum. Brandur lifði
þessa hrakninga af, komst við illan
ieik í Arnkötludal en hann átti lengi
í kalsárum, mun hafa misst flestar
tærnar, og raunar bar hann aldrei sitt
barr eftir þetta. En sleðinn komst til
skila.
Ekki hafa allir verið nafngreindir
hér, sem gefið hafa upplýsingar um
Brand. En það er sammerkt með
þeint öllum, að enginn hefur lagt illt
orð til Brands, þó hann hafi orðið
uppvís að ýmsum kúnstum og klækj-
um og oft verið hvimleiður. Einn við-
mælandi blaðsins sagði til dæmis þá
sögu, að Brandur hefði haft gaman af
að kenna börnum að bölva, og því
efnilegra taldi hann barnið, sem því
gekk betur að læra ósómann.
„Við höfðum aldrei neinn sérstak-
an ama af Brandi, það var frekar að
okkur væri hlýtt til hans,“ sagði Jón
Aspar. „Það eina sem ég man eftir að
kæmi sér illa voru óþrif hans, hann
var ekki mikið snyrtimenni. Þess
vegna sá mamma til þess að hann
baðaði sig rækilega þegar hann birtist
og fötin hans voru tekin og lúsaþveg-
in.“
Ekki bar heimildamönnum blaðs-
ins saman um vínnotkun Brands. Jón
Aspar sagðist ekki vita til þess að
hann hafi smakkað vín, en aðrir
sögðu hann hafa verið vínhneigðan,
enda hafi mikið verið haldið að hon-
um víni. Myndin af Brandi með
landaflöskuna og undirskriftinni:
„Styðjið íslenskan iðnað - Ástar-
Brandur", styður þessa kenningu.
Gat verið hvimleiður
„Hann var bara eins og flakkari, sem
hafði engan verustað þó hann væri á
þessu rarnbi," sagði Kristbjörg
'Torfadóttir, móðir Jóns Aspar, þeg-
ar hún var spurð um Brand. „Hann
fór bara sveitirnar á enda og elti
þessar fallegu stúlkur sínar. Hann
var geðbilaður maður. En það var
sjóður af visku niðri í honum, sem
best kom í ljós í samræðum í róleg-
heitum þegar ekkert var til að trufla
hann. Hann var svo minnugur, ég
held helst að hann hafi kunnað alla
markaskrána í sinni sveit. Hann var
enginn bjálfi, eins og þeir voru kall-
aðir í minni sveit sem lítið voru
gefnir.
Ég man eftir honum 1920 þegar ég
dvaldi á heimili tengdaforeldra
minna í Reykhólasveit. Þá var hann
kominn á sveit og var dæmdur inn á
heimilin. Þennan vetur var hann
dæmdur á heimili tengdaforeldra
minna og hann gerði flest það sem
hann var beðinn um. En hann talaði
ekki við nokkurn mann. Sú þögn
stóð víst í ein tíu ár, en þegar losnaði
síðan um málbeinið fór hann á flakk.
Það var sjálfsagt að gera það fyrir
Brand sem maður gat, því hann átti
hvergi víst húsaskjól. En hann gat
verið hvimleiður á heimilinu vegna
óþrifanna og á seinni árum átti hann
það til að stinga smáhlutum á sig,
sem hann sá. En það var ekki þjófa-
náttúra; þetta voru bara hans veik-
indi. Þegar slíkt kom fyrir þurfti ekki
annað en ræða við Brand. Ég spurði
hann gjarnan; hefur þú nú ekki séð
þetta, Brandur minn, þú sérð nú svo
vel og ert svo eftirtektarsamur. Jú,
Gamla Akureyri. „Ráðhúsiö“, sem sagt er að Ástar-Brandur hafí kveikt í,
er tvílyfta húsið með risinu lengst til vinstri.
jú, þá kom hann með það frá sjálfum
sér. Einhverju sinni tók hann teppi
úr bíl og það var komið til mín að
leita þess, þar sem menn höfðu
Brand grunaðan. Þá sagði ég við
hann; það vantar teppið úr bílnurn,
þú hefur víst ekki séð einhverja
stráka taka það, Brandur minn. Þá
svaraði hann; ég skal finna það, ég
skal finna það, ég geri allt fyrir þig.
Og svo kom hann með teppið. Það
þurfti að fara sérstakar leiðir að
honum, það mátti ekki segja; stalstu
þessu, eða eitthvað í þá áttina.
Svona gat Brandur verið skrýtinn
og hann hafði líka mjög gaman af
því að klæða sig í alls konar föt, ekki
síst kvenmannsföt, t.d. kvenmanns-
buxur með skálmunt sem var heklað
neðan á, eins og tíðkuðust hér í
gamla daga. Það kom fyrir að hann
gekk í þessu um götur, innan eða
utan klæða. En Brandurgerði engum
rnein, en það gat verið erfitt að hafa
hann í húsi vegna sóðaskaparins.
Mér er það til dæmis minnisstætt
þegar strákarnir voru að brenna lýsn-
ar á jakkakraganum hans.“
- Var hann drykkjuntaður?
„Já, hann var farinn að drekka
talsvert á seinni árum og það var ekki
til að bæta úr framferði hans. En ég
held að hann hafi sjaldnast keypt
vínið sjálfur; ég held frekar að því
hafi verið haldið að honum frá
öðrum.“
- Sagan segir að hann hafi kveikt
í tukthúsinu.
„Já, ég veit það nú ekki, en ég veit
að Brandur og Jón Benediktsson,
'lögregluþjónn, voru afskaplega mik-
ið upp á kant. Brandur gerði í því að
hrella Jón, því hann taldi að Jón
hefði haft afskipti af sér að ástæðu-
lausu. Hann vildi því hefna sín, því
hann taldi sig í engu brotlegan, hvað
sem hann gerði. Já, það var sagt að
hann hefði kveikt í tukthúsinu, en
þetta var nú ekki hús fyrir nokkurn
að fara í. Eitthvað mun hann hafa
hreykt sér af þessunt verknaði, en
hvort hann gerði þetta sjálfur, eða
einhverjir aðrir, sem síðan komu
sökinni yfir á hann, veit ég ekki.
Brandur var sjúkur og við höfum
ekki rétt á að dæma slíka menn, eins
og að þeint var búið á þessum árum.
hann gerði engum mein og var að
mörgu leyti skemmtilegasti karl,"
sagði Kristbjörg Torfadóttir í lok
samtalsins.
Þó Guðbrandur Jónsson tæki upp
nafnið Ástar-Brandur og hefði yndi
af fallegum konum, þá litu þær hann
ekki jafn hýru auga. Hann var því
aldrei við kvenmann kenndur, nema
hann hafi átt ást í meinum unglingur,
sem síðan hafi orðið til þess að hann
geðbilaðist, þegar ástin brást.
Guðbrandur Jónsson dvaldi síð-
ustu ár sín á elliheimilinu á Akranesi
og lést á sjúkrahúsinu þar í bæ 13.
desember 1960.
Texti:
Gísli Sigurgeirsson.
Myndir:
Ljósmyndararnir
Kristján og Jónas
Hallgrímssynir.