Dagur - 21.12.1984, Blaðsíða 5
21. desember 1984 - DAGUR - 5
Kjartan Höskuldsson.
...og svo hefég tosað
á hortum
Ég hringdi á barnaheimilið
Iðavöll á Eyrinni á Akureyri
ogfalaðist eftir einhverjum
hressum krakka í viðtal.
Einn af starfsmönnum sem
varð fyrir svörum sagði að
það væri ekkert vandamál
að finna slíkan krakka fyrir
mig, en sennilega væri betra
að ég kæmi á staðinn til við-
ræðna við viðkomandi. Pað
varð úr, og því má segja að
við svindlum örlítið á „lín-
unni“ í dag. En hvað um
það, ég settist niður með
hressum strák á Iðavelli.
- Hvað heitir þú?
„Ég heiti Kjartan Höskulds-
son.“
- Hvað ert þú gamall?
„Ég er fjögurra ára og á. af-
mæli 22. mars.“
- Ert veist þú hvers vegna jól-
in eru?
„Af því að Jesús átti þar af-
mæli.“
- Veist þúh var Jesús fæddist ?
„Já í Betlehem.“
- / rúmi?
„Neieii, hann fæddist í jöt-
unni.“
- Af hverju fæddist hann í
jötu?
„Af því bara.“
- Komu einhverjir til hans?
„Já það komu vitringar."
- Hvað eru vitringar?
„Bara einhverjir menn.“
- Hvað voru þeir að gera til
■Jesú?
„Bara að skoða hann.“
- Hvenær byrjar þú að
hlakka til jólanna?
„Ég Qr löngu. byrjaður að
hlakka til jólanna"
- Hvað er langt síðan, þegar
sumarið var?
„Nei ekki svo langt.“
- Hvað er skemmtilegast á
jólunum?
„Að opna jólapakkana." ,
- Hvernig vilt þú helst hafa
jólapakkana?
„Bara einhvern veginn.“
- Hvað vilt þú helst hafa í
pökkunum?
„Bara 'peninga."
- Hefur þú fengið péninga í
jólapakka?
„Nei, ég fékk bara peninga í
vasapening og kaupi jólagjafir
fyrir þá.“
- Hverjum gefur þú jólagjaf-
ir?
„Ég er búinn að gefa pabba,
jólagjöfin hans er uppi á hillu og
ég er búinn að pakka henni inn.
Ég er líka búinn að búa til jóla-
gjöf handa mömmu í leikskólan-
um en það má ekki segja hvað
það er. Svo gef ég bróður mín-
um líka.“
- Er ekki eitthvað fleira sem
er gaman a jólunum en að fá
pakka?
„Nei, Jú annars, að borða
jólakökurnar. Siíkkulaðikök-
urnar eru bestar. Það er líka
gott að fá.kjöt.“
- Hvað finnst þér um jóla-
sveinana ?
„Mér þykir líka gaman áð
þeim, og Gáttáþefur er
skemmtilegastur."
- Hvers vegna?
„Af því að hann gerir ekki
neitt. Ég sá hann í sjónvarpinu
og svo hef ég tosað í skeggið á
honum einhvern tíma í fyrra á
jólaballi.jí
- Veistu hvar jólasveinartiir
eiga heima?
„Upp í fjöllum, þarna og
þarna og þarna og þarna (beridir
í allar áttir kotroskinn).“
- Hvað eru þeir margir?
„Þrettán."
- Hvað heita þeir?
„Ég veit ekki alla. Einn heitir
Gáttaþefur, einn Stúfur, einn
Hurðaskellir, einn Kertasníkir,
einn Bjúgnakrækir, einn Kjöt-
krókur, einn Giljagaur, einn
Stekkjastaur og svo veit ég ekki
fleiri."
- Eru þeir alltaf í fjöllunum
þegar sumarið er?
„Já þeir eru bara að sofa." -
- Sofa þeir allt sumarið?
„Þeir eru lfka stundum að
smíða jólagjafirnar.“
- Sauma þeir líka föt?
„Nei, mamma og pabbi gera
það.en ef ég fæ föt í jólagjöf þá
verð ég bara að fleygja þeirn. Ég
vil ekkt fá lina pakka með
. föturn, það er svo leiðinlegt að
fá föt.“
- Ert þú húinn að fara í
bæinn?
„Já og ég sá fullt af jóla-
skrauti."
- Langaði þig ekki til að fá
eitthvað sem þú sást i búðun-
um?
„Jú en ég bara gaf það allt."
- Ferðu í kirkju á jólunum?
„Já í kirkjuna þarna uppfrá,
það er sungið og svoleiðis og
það er gaman."
' - En segðu mér annað, hvað
lajigar þig til að gera þegar þú
verður maður?
„Lögga. Þær taka menn sem
gera það sem má'ekki og setja
þá »fangelsið. Svo keyra þær um
bæinn og leita að einhverju sem
má ekki.“
- Ég þakka fyrir spjallið
Kjartan og gleðjleg jól.
gk-.
Tákið eftir!
Laugardaginn 22. desember ki. 4-6 e.h.
áritar Páll Jóhannesson plötu sína
í Vöruhúsi KEA, hljómdeild.
Einnig árita Heiðdís Norðfjörð og
Jóna Axfjörð plötuna Dolla dropa
á sama tíma.
Revklausi öskubakkinn
heldur
reykmengun
í lágmarki.
Ef þú vilt losna vió hvimleióan reyk og halda
andrúmsloftinu hreinu kemur nýi reyklausi
öskubakkinn aó góóum notum.
Reyklausi öskubakkinn dregur reykinn
i gegnum tvöfalda síu.
Góögjöf, tilvalin fyrir heimiliog á skrifstofuna
Sölustaður:
Borgarsalan, Akureyri.