Dagur - 21.12.1984, Blaðsíða 19

Dagur - 21.12.1984, Blaðsíða 19
21. desember 1984 - DAGUR - 19 Helgarferðir til Akureyrar I tengslum við sýningu Leikfélags Akureyrar á verki Sveins Einarssonar, „Ég er gull og gersemi", hafa ýmsir aðilar f btenum hafið samvinnu um helgar- ferðir til Akureyrar. Þessir aðilar eru Leikhúsið, Lax- dalshús, Ferðaskrifstofa Akureyrar. Fluglciðir og Sjallinn. Inni í þessunt helgarpakka er flugfar til Akureyrar og frá, leikhús- miði, á „Ég er gull og ger- semi", gisting í tva-r ntctur á hóteli og kvöldverður. Sjallinn mun annast mat- seld sem fólki verður boðið upp á að borða í Laxdals- húsi. Þar verður sýning á gömlum munum og Ijós- myndir úr leikritinu verða uppihangandi. Fyrirhugað er að nota cinungis kertaljós til að skapa þægilcga leikhús- stemmningu. Húsið veröur opnað kl. 6 og er opið fram að sýningu, en er síðan opnað aftur kl. II og geta þá lcikhúsgestir átt nota- lega stund og spjallað um leikritið, dreypt á léttu víni og ýmsum smáréttum. Laxdalshús mun því verðaopnað á ný t tengsl- um við leiksýninguna, en fyrirhugaðar eru miklar breytingar á húsinu. Um mánaðamótin jan.-febr. verður hafist handa við innréttingar á efri hæð hússins sem að líkindunt verður tekin í gagnið næsta vor. Helgarfcrðir til Akureyr- ar koma til með að kosta um 3.800 krónur scm er gjafverð. en þctta er þáttur f viðleitni áhugamanna um Skemmtamr um jólin og áramótin Þrátt fyrir jólahátíð og mikið kristnihald, slá forráðamenn skemmti- og danshúsa ekki slöku við um hátíðarnar og opið verður nær öll kvöld fram yfir áramót. í Dynheimum er boðið upp á diskótek fyrir unglinga fædda 1970 og eldri á annan dag jóla en þá kemur Ómar Ragnarsson í heimsókn og sprellar. Á nýársnótt hefst gleðin í Dynheimum svo laust upp úr miðnætti og stendur fram til kl. 03. Mikið verður um að vera í Sjallanum. Staðurinn verður opinn alla daga utan aðfanga- og jóladags. Aðalball Sjallans um jólin verður á annan jóla- dag, einkasamkvæmi verður í Sólarsal 27. des. og Ómar Ragnarsson treður upp 28. og 29. desember með hina frá- bæru sýningu sína. Á gamlárs- kvöld er opnað kl. 23 og dans- inn stiginn fram á næsta ár til kl. 04. Á nýársdag er aðeins opið fyrir matargesti og ölstof- an verður lokuð. í H-100 verður opið öll hugsanleg og óhugsanleg kvöld um jól og áramót nema hvað lokað verður á aðfanga- dag og jóladag. Stórdansleikir verða í H-inu á annan dag jóla og gamlárskvöld. Á annan í jólum hefst gleðin ki. 22 og stendur fram til kl. 03 og um áramótin er opið frá kl. 23.30 á gamlársdag fram til kl. 04 á nýársnótt. Ymsar uppákomur verða í H-100 flesta dagana. Lokað verður á Hótel KEA um jól og áramót hvað varðar skemmtanir og dansleikja- hald. Hátíðar- Brátt verður líf ■ Laxdalshúsi. hessi uivnd var tekin þar s.l. sumar. ferðamál, að drífa sunnan- eyrai og gera Akureyri ntannabæ sem hún einu mcnn scm ogaðra til Akur- aftur að þcim fcrða- sinni var. - mþþ Ómar Ragnarsson. Friðarblysför á Húsavík Friðarsamtök Þingeyinga gangast fyrir blysför fyrir friði á Húsavík laugardaginn fyrir Þorláksmessu. Kjörorð göng- unnar eru: „ísland gegn kjarn- orkuvá-Friðurá jólum 1984- Brauð handa hungruðum heimi". Safnast verður saman við sundlaugina kl. 17.00 og þar verður kveikt á blysunum. Síðan verður gengið að kirkj- unni. Þar verður flutt stutt ávarp og kórfélagar leiða fjöldasöng. Brauð handa hungruðum heimi Söfnunin „Brauð handa hungruðum heimi" stendur nú yfir eins og á sama tíma í fyrra, og eiga söfnunarbaukar að hafa borist með póstinum á öll heimili í landinu. í fyrra stóðu sóknarnefndir sameiginlega að móttöku söfnunarbaukanna í göngugöt- unni á Þorláksmessu. Það gafst ákaflega vel og var mikl- um fjölda þeirra komið þangað. Að þessu sinni verður fyrir- komulag á móttöku söfnunar- baukanna þannig, að laugar- daginn 22. des. nk. verður söfnunarbíll í göngugötunni frá kl 16.00 og þar til verslun- um verður lokað kl. 23.00. A sunnudag, Þorláksmessu, verður tekið á móti söfnunar- baukum í Akureyrarkirkju kl. 13.00-18.00, og gefst þá einnig færi á að eiga kyrrláta stund í kirkjunni áðui en jólahátíðin gengur í garð. Þeir, sem eiga óhægt með að skila af sér söfnunarbaukum, mundu hringja í síma 23665 í kirkjunni á sunnudaginn, og verða þeir þá sóttir til þeirra. Þá taka sóknarprestar einn- ig við söfnunarfé eins og áður. Með von um góðan árangur af þessari söfnun senda sókn- arnefndir Lögmannshlíðar- og Akureyrarsóknar öllum Akur- eyringum bestu óskir um gleðileg jól. Glæsilegur nýárs- fagnaður í Sjáílanum Það verður vel vandað til veislu í Sjallanum á nýárs- kvöld er hinn hefðbundni ný- ársfagnaður verður haldinn þar. Tekið verður á móti gestum með viðhöfn í anddyri hússins kl. 19.30 með lystauka o.fl. Borðhald hefst stundvíslega kl. 20.15 og er vel vandað til hátíðamatseðilsins. Á mat- seðlinum er reyktur áll og laxapaté með kavíarfylltum eggjum og spínatmauki. Milli- réttur er nautakjötseyði með hleyptu eggi og bútterdeigs- svönum. Aðalrétturinn er hvítvínssteiktur kalkún með sykurbrúnuðum jarðeplum. gufusoðnu spergilkáli, wald- orfsalati og fylltum tómati. 1 eftirrétt er svo kransaköku- karfa fyllt með koníekti. og kaffi. Vönduð skemmtidagskrá er á boðstólum. Hollywood strings leika fjölbreytta tónlist - Michael Clarke og Þuríður Baldursdóttir syngja öúetta af léttara taginu - félagar úr Leikfélagi Akureyrar flytja annál ársins - dansflokkur frá Alice sýnir. og að lokum verð- ur stiginn dans til kl. 02 við undirleik hljómsveitar Ingi- mars Eydal. Miðasala verður í Sjallanum 30. des. kl. 17-19 og borða- pantanir í síma 22970 alla daga. Athygli er vakin á því að hátíð þessi er einungis fyrir matareesti. guðs- þjónustur Hátíðarguðsþjónustur verða í Akureyrarkirkju um jólin á sama' tíma og verið hefur undanfarin ár. Aftansöngur verður í kirkj- unni kl. 6 á aðfangadag. Á jóladag verður hátíðarguðs- þjónusta kl. 2 síðdegis. Þar mun Páll Jóhannesson, söngv- ari, syngja einsöng. En við barna- og fjölskylduguðsþjón- ustu á annan jóladag syngur Kór Barnaskóla Akureyrar undir stjórn Birgis Helgason- ar, kennara. Sú athöfn hefst kl. 1.30 e.h. Þá verður einnig hátíðarguðsþjónusta í Minja- safnskirkjunni á annan jóladag kl. 5 síðdegis, þar sem Kirkju- kór Akureyrarkirkju leiðir söng undir stjórn Jakobs Tryggvasonar, organista. Ennfremur verða guðsþjón- ustur á Fjórðungssjúkrahús- inu, Hjúkrunardeildinni Seli I og Dvalarheimilinu Hlíð, eins og nánar er auglýst í jólablað- inu. „Kynlegir kvistir IJt eru komnar önnur og þriðja myndin í seríunni um „kynlega kvisti", en það er Ragnar Lár. mvndlistarmaður á Akureyri sem myndirnar gerir. Fyrsta myndin cr af Guð- mundi dúllara, en þær tvær sem fyrr er getið eru af Símoni Dalaskáldi og Sæfinni með sextán skó. Eftir áramótin koma út mvndir af þeim tveimur sem eftir eru; Sölva Hclgasyni og Ástar-Brandi. Myndirnar eru sáldþrykktar og gefnar út í 200 tölusettum og árituðum eintökum í papp- írsstærð 31x44 cm. en stærð myndflatar er 25x35 cm. Hvert eintak kostar kr. 300. Pantanasímar eru 96-26562 og 23688. Þeir sem áhuga hafa. geta gerst áskrifendur að ákveönum númerum.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.